Endurskoðuð áætlun um framlagningu þingmála á vetrar- og vorþingi 2016

Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 afhendir ríkisstjórn forseta Alþingis, við upphaf vetrarþings að loknu jólahléi, endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Á skránni eru m.a. þingmál sem lögð verða fram til kynningar. Fyrir neðan heiti frumvarps er staða máls.  Sjá nánari lýsingar á frumvörpum í þingmálaskrá sem lögð var fram síðastliðið haust. 

Sú þingmálaskrá sem hér er birt var endurskoðuð í apríl 2016 í kjölfar þess að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum. 

Hugsanlegt er að fleiri mál kunni að bætast við.

Forsætisráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/2012, um menningarminjar (friðlýsing og aldursfriðun, stjórnsýsla).
  Fyrstu umræðu frestað.
 2. Frumvörp til stjórnskipunarlaga: þjóðaratkvæðagreiðslur, náttúruauðlindir, umhverfisvernd. 
 3. Skýrsla ráðherra um málefni þjóðlendna.
 4. Skýrsla ráðherra um framkvæmd upplýsingalaga.

Félags- og húsnæðismálaráðherra

 1. Frumvarp til laga um húsnæðisbætur.
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd.
 2. Frumvarp til laga um almennar íbúðir  (nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, stofnframlög).  
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd.
 3. Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994.
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd.
 4. Frumvarp um almannatryggingar. 
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (Íbúðalánasjóður). 
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingarorlofssjóð.
 7. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum.
 8. Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu. 
 9. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

Fjármála- og efnahagsráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um neytendalán (erlend lán, varúðarreglur).  
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (tryggingagjald, samsköttun milli skattþrepa o.fl.).
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti.
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 4. Frumvarp til laga um fasteignalán til neytenda.
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 5. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi.
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (eigið fé, könnunar- og matsferli, vogunarhlutfall, valdheimildir o.fl.).
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (heimildir Fjármálaeftirlitsins til að takmarka tjón á fjármálamarkaði).
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
 8. Lokafjárlög 2014. Til umfjöllunar í fjárlaganefnd.
 9. Frumvarp til laga um opinber innkaup.
 10. Frumvarp til laga um brottfall laga um lífeyrissjóð bænda.
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir).
 12. Frumvarp til laga um stöðugleikareikninga.
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
 14. Frumvarp til laga um skattfrjálsa úttekt á séreignarsparnaði kaupenda íbúðarhúsnæðis og verðtryggingu.
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðargjald.
 16. Þingsályktun um fjármálastefnu.
 17. Þingsályktun um fjármálaáætlun.

Heilbrigðisráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu).
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd.
 2. Frumvarp um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, (lýðheilsusjóður).
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd, 397. mál.
 3. Frumvarp um breytingu á lyfjalögum og lögum um lækningatæki (gjaldtaka).
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd, 473. mál.
 4. Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.  
  Til umfjöllunar í velferðarnefnd, 338. mál.
 5. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu.
 6. Skýrsla ráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi (framlenging gildistíma, hækkun á hlutfalli endurgreiðslu).
  Til umfjöllunar í atvinnuveganefnd.
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi).
  Til umfjöllunar í atvinnuveganefnd.
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga (einföldun og innleiðing ársreikningatilskipunar 2013/31/ESB).
  Til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.

Innanríkisráðherra

 1. Frumvarp til laga um dómstóla (millidómstig).
  Til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 og laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. (millidómstig).
  Til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
 3. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi.
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla).
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (meðferð kvartana og kærumála vegna starfa lögreglu).
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála (gjafsókn).
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 (endurupptaka).
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (menntun lögreglumanna).
 9. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum (gjaldtaka á bílastæðum).
 10. Frumvarp til laga um útlendinga.
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla (skipun dómara og fjöldi dómara). 
 12. Samgönguáætlun 2015-2018.
 13. Skýrsla ráðherra til Alþingis um öryggismál. 
 14. Skýrsla ráðherra til Alþingis um stöðu og stefnumörkun í mannréttindamálum.

Mennta- og menningarmálaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (sjálfstætt reknir grunnskólar, breytt valdmörk ráðuneyta, tómstundastarf og frístundaheimili – þingmál 675 á 145. lgþ.). Frumvarpið felur í sér tvö mál skv. fyrirliggjandi þingmálaskrá (sjálfstætt starfandi grunnskólar og breytingafrumvarp um kæruleiðir o.fl.)
 2. Endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992 (ný heildarlög).
 3. Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms (gildistími bráðabirgðaákvæða o.fl. ).

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur – þingmál 680 á 145. lgþ.). 
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni – þingmál 679 á 145. lgþ.).
 3. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Umhverfis- og auðlindaráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar (sameining stofnana). Um er að ræða bandorm.
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð (stjórnfyrirkomulag, verndaráætlun, leyfisveitingar).
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs (innleiðingar Evrópugerða, stjórnvaldssektir o.fl.).
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga (markaðseftirlit o.fl., EES-reglur).
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 75/2000, um brunavarnir (brunaöryggi vöru, EES-reglur).6.
 6. Frumvarp til laga um timbur og timburvöru.

Utanríkisráðherra

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið (Uppbyggingarsjóður EES). 
 2. Frumvarp til laga um þjóðaröryggisráð.
 3. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2016.
  Ekki komið á dagskrá.
 4. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 197/2015 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og planta) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 8. Tillaga til þingsályktunar  um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 293/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  Ekki komið á dagskrá.
 10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu breytinga á Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn varðandi glæpi gegn friði.
  Ekki komið á dagskrá.
 11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.
 12. Tillaga til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2017-2021.