Hoppa yfir valmynd
6. október 2004 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2004-2005

FYLGISKJAL MEÐ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA 4. OKTÓBER 2004

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp, sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 131. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar, sem ætlunin er að flytja.

Forsætisráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um heimild til að afsala tilteknum vatnsréttindum til virkjunar í Þjórsá ásamt landi sem til þarf í því skyni.
  2. Frumvarp til laga um eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sektarinnheimtu.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
  5. Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.
  6. Frumvarp til laga um happdrætti.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna.
  9. Frumvarp til laga um fjárhagslegar tryggingaráðstafanir.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipströnd og vogrek.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu.

Félagsmálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál.
  2. Frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga.
  3. Frumvarp til laga um gatnagerðargjald.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
  9. Frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar.
  10. Frumvarp til laga um vinnumarkaðsaðgerðir.
  11. Frumvarp til laga um upplýsingar og samráð innan fyrirtækja.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum.
  13. Skýrsla til Alþingis um sveitarstjórnarmál.

Fjármálaráðuneytið

  1. Frumvarp til fjárlaga 2005.
  2. Frumvarp til fjáraukalaga 2004.
  3. Frumvarp til lokafjárlaga 2002.
  4. Frumvarp til lokafjárlaga 2003.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
  7. Frumvarp til tollalaga.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga.
  9. Frumvarp til laga um skattskyldu orkufyrirtækja.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bifreiðagjald.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um olíugjald og kílómetragjald.
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar.
  16. Frumvarp til laga um afnám laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans.
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald.
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt.
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald.
  21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald.
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
  23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
  24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna.
  25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð bænda.
  26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.
  27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
  28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna.
  29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipan opinberra framkvæmda.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir.
  3. Frumvarp til laga um græðara.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meinatækna.
  5. Frumvarp til laga um skrár á heilbrigðissviði.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði.
  7. Frumvarp til laga um læknaráð.
  8. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu.
  12. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.

Iðnaðarráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um hitaveitur.
  2. Frumvarp til vatnalaga.
  3. Frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Járnblendifélagið.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga.

Landbúnaðarráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðarfræðslu.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gæðamat á æðardún.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Menntamálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum.
  2. Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið.
  3. Frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum.
  4. Frumvarp til laga um Náttúruminjasafn.
  5. Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum.
  6. Frumvarp til laga um tónlistarskóla.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Háskóla Íslands.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Háskólann á Akureyri.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Kennarháskóla Íslands.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Tækniháskóla Íslands.

Samgönguráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um öryggismönnun fiskiskipa.
  2. Frumvarp til laga um alþjóðlega skipaskrá.
  3. Frumvarp til laga um úthlutun leyfa vegna þriðju kynslóðar farsíma.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á fjarskiptalögum.
  5. Frumvarp til laga um rannsóknarnefnd umferðaslysa.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum.
  7. Frumvarp til laga um breytingar á loftferðalögum.
  8. Frumvarp til laga um skipan ferðamála.
  9. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnsflutninga.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum.
  11. Tillaga til þingsályktunar um ferðamál.
  12. Tillaga til þingsályktunar um fjarskipti.
  13. Tillaga til þingsályktunar um umferðaröryggisáætlun.
  14. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun.

Sjávarútvegsráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.
  2. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

Umhverfisráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum og breytingu á skipulags- og byggingarlögum.
  2. Frumvarp til laga um veðurþjónustu.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd.
  5. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald.
  7. Frumvarp til laga um efni og efnavörur.
  8. Frumvarp til laga um aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál.
  9. Frumvarp til laga um vernd erfðaauðlinda.
  10. Frumvarp til skipulagslaga.
  11. Frumvarp til byggingarlaga.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur.

Utanríkisráðuneytið

  1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings gegn netglæpum.
  2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarsamnings nr. 14 við mannréttindasáttmála Evrópu.
  3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um ábyrgð og skaðabætur vegna tjóns af völdum flutnings á hættulegum og eitruðum efnum á sjó.
  4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Kartagena-bókunar um öryggi í lífvísindum við samninginn um líffræðilega fjölbreytni.
  5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Líbanon og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Líbanon.
  6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja.
  7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu á breytingum á bókun 4 við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
  8. Tillaga til þingsályktunar um samþykki ákvörðunar ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2003/169/DIM um það hvaða ákvæði samningsins frá 1995 um einfaldaða málsmeðferð við framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins og samningsins frá 1996 um framsal milli aðildarríkja Evrópusambandsins teljist vera þróun á Schengen-gerðunum samkvæmt samningnum um þátttöku lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna.
  9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um beitingu tiltekinna ákvæða samningsins frá 29. maí 2000 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandins og bókunar við hann frá 2001.
  10. Tillaga til þingsályktunar um samþykki reglugerðar ráðsins (EB) nr. 871/2004 frá 29. apríl 2004 varðandi innleiðingu tiltekinna nýrra verkefna fyrir Schengen-upplýsingakerfið, þar með talið í baráttunni gegn hryðjuverkum.
  11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2004 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2004 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.
  14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2004 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.
  15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2004 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.
  16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2004 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2004 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  18. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2004 um breytingu á XIV. viðauka (Samkeppni), bókun 21 (Um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki) og bókun 24 (Um samvinnu varðandi eftirlit með samfylkingum) við EES-samninginn.
  19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2004 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2004 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  22. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2004 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  23. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2004 um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn.
  24. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004 um breytingu á XIV. viðauka (Samkeppni), bókun 21 (Um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki) og bókun 23 (Um samvinnu milli eftirlitsstofnana).
  25. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2004 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

Viðskiptaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti (markaðssvik).
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti (yfirtökur).
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti (útboðs- og skráningarlýsingar).
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi.
  5. Framvarp til laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu.
  6. Frumvarp til laga um færslur í evrum á milli landa.
  7. Frumvarp til laga um miðlun vátrygginga.
  8. Frumvarp til laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnustarfsemi.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkahlutafélög.
  13. Frumvarp til laga um sameignarfélög.
  14. Frumvarp til samkeppnislaga.
  15. Frumvarp til laga um óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi markaðar.
  16. Frumvarp til laga um mælingar, mæligrunna og löggilta vigtarmenn.
  17. Frumvarp til laga um faggildingu og faggildingarstarfsemi.
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Löggildingarstofu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum