Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

28.8.2015 Forsætisráðuneytið Viðbragðshópur vegna ástandsins í Fjallabyggð kallaður saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að kallaður verði saman hópur ráðuneytisstjóra og fulltrúa viðeigandi stofnanna til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Siglufirði og í Ólafsfirði vegna óvenju mikillar rigningar undanfarna daga.
Lesa meira
 

28.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Kröftug þátttaka íslenskra skóla og stofnana í Nordplus menntaáætluninni

Úthlutun styrkja í Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2015 er lokið og hlutu 29 íslensk verkefni styrki

Lesa meira
 

28.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ábyrgð, réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

Eftirfylgni með könnun á innleiðingu reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð, réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum er lokið

Lesa meira
 
Dreifing á makríl

27.8.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 37% makrílstofnsins í íslenskri lögsögu - samningsstaða Íslands styrkist

Aldrei hefur mælst meira af makríl í íslenskri efnahagslögsögu en í nýloknum sameiginlegum makrílleiðangri Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Heildarvísitala makríls á svæðinu sem mælingin náði yfir var metin um 7,7 milljón tonn, þar af voru tæp 2,9 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða rúm 37% af heildarvísitölunni. Enginn vafi er á að þessi niðurstaða styrkir stöðu Íslands í komandi samningaviðræðum um hlut Íslands í makrílveiðum.

Lesa meira
 

27.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Drög að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi birt til umsagnar

Nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis sem skipuð var í október 2010 hefur unnið að gerð frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir í drögum og óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016. 

Lesa meira
 

27.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heildarlög um stofnanakerfi ríkisins undirbúin

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja undirbúning að gerð heildarlaga um stofnanakerfið.

Lesa meira
 

27.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarsáttmáli í Borgarbyggð og Dalabyggð

Ritað var undir Þjóðarsáttmála um læsi í Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi

Lesa meira
 
Kynnt var í gær úttekt á opinberum vefjum sem fer senn fram.

26.8.2015 Innanríkisráðuneytið Úttekt á opinberum vefjum fer fram í sjötta sinn

Kynningarfundur um fyrirhugaða úttekt á opinberum vefjum var haldinn í gær þar sem úttektin var kynnt fyrir ábyrgðarmönnum, stjórnendum og vefstjórum opinberra vefja. Úttektin hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 undir heitinu: Hvað er spunnið í opinbera vefi? Er þetta því sjötta úttektin.

Lesa meira
 

26.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun Þjóðarsáttmálans á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð

Hringferð Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um landið er hafin

Lesa meira
 

26.8.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 9. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

26.8.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umsjónarsamningar með náttúruvættum í Reykjavík undirritaðir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur staðfest umsjónarsamninga þriggja náttúruvætta innan marka Reykjavíkur. Um er að ræða friðlýstu svæðin Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás en með samningunum felur Umhverfisstofnun Reykjavíkurborg að hafa með höndum umsjón og rekstur svæðanna.

Lesa meira
 
Martin Stropnicky og Birgir Ármansson

25.8.2015 Utanríkisráðuneytið Varnarmálaráðherra Tékklands og yfirmaður flugsveita Bandaríkjahers í heimsókn

Áttu m.a. fundi með embættismönnum, Landhelgisgæslunni og tékknesku flugsveitinni sem annast loftrýmisgæslu á Keflavíkurflugvelli. 

Lesa meira
 
A-landsliðs karla í körfubolta, fulltrúar KKÍ og forsætisráðherra

25.8.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin styrkir KKÍ

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) vegna þátttöku A-landsliðs karla á lokamóti Evrópukeppninnar í körfubolta.

Lesa meira
 
Byggingaframkvæmdir

25.8.2015 Velferðarráðuneytið Um 5.000 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu áttu í lok síðasta árs tæplega 5.000 leiguíbúðir samkvæmt nýbirtri skýrslu Varasjóðs húsnæðismála. Sjö sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum í náinni framtíð, samtals um 131 íbúð. Meðalbiðtími fólks eftir félagslegu leiguhúsnæði á landsvísu er 26,6 mánuðir.

Lesa meira
 

25.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarsáttmálinn undirritaður í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, og sveitarstjóri Kjósarhrepps, undirrituðu sáttmálann ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla

Lesa meira
 
Frumvarpsdrög um útlendingmál voru kynnt í dag.

24.8.2015 Innanríkisráðuneytið Frumvarp til nýrra laga um útlendinga til umsagnar

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í dag í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga. Sjá má frumvarpið hér á vef innanríkisráðuneytisins og verður unnt að veita umsögn um það til og með 7. september næstkomandi. Skulu umsagnir berast á netfangið utlendingamal@irr.is með efnislínunni: Athugasemdir – frumvarp til nýrra laga um útlendinga.

Lesa meira
 

24.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarátaki um læsi hleypt af stokkunum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Einarsdóttir frá SAMFOK, f.h. Heimilis og skóla, undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi við athöfn í Borgarbókasafninu

Lesa meira
 

21.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Gagnlegar umræður um hlut kvenna í kvikmyndagerð

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra vill hefja athugun á möguleikum á að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð

Lesa meira
 
Bætt tannheilsa

21.8.2015 Velferðarráðuneytið Reglur um endurgreiðslur vegna tannlækninga rýmkaðar

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt reglugerðarbreytingu sem heimilar Sjúkratryggingum Íslands að endurgreiða kostnað vegna tiltekinna tannlækninga ungmenna allt að 23 ára að aldri í stað 18 ára áður. Þetta á við þegar um er að ræða meðferð sem af faglegum ástæðum er ekki tímabært að veita fyrr en ákveðnum þroska er náð.

Lesa meira
 
Frá Akureyri - Mynd: Akureyrarbær

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Móttaka flóttafólks: Ráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lýst vilja til þess að taka á móti flóttafólki á þessu ári og því næsta og greiða þannig fyrir því að skapa því ný og góð lífsskilyrði. Bærinn hefur óskað eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um málið. Félags- og húsnæðismálaráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa.

Lesa meira
 

20.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viðmið um gerð starfsreglna fyrir sveitarfélög sem reka sérskóla og sérúrræði við grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út viðmiðin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira
 
Grímsey séð úr lofti

20.8.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin skipar vinnuhóp til að skoðar vanda Grímseyinga

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem skoði stöðu Grímseyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyjarbæjar. 

Lesa meira
 
Landspítali

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Jáeindaskanni: Rannsóknir gætu orðið allt að 2.000 á ári

Sjúklingum sem sendir eru frá Íslandi til rannsókna í jáeindaskanna Rigshospitalet í Kaupmannahöfn samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fjölgar ár frá ári. Notagildi jáeindaskanna og þar með þörfin fyrir slíkt tæki eykst hratt í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag ýmsar staðreyndir tengdar kaupum og uppsetningu jáeindaskanna á Landspítala.

Lesa meira
 
Fólk á torgi

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Staðan á vinnumarkaði kynnt í ríkisstjórn

Alls voru um 4680 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum og svarar það til 2,6% atvinnuleysis. Atvinnuleysi mældist 3,2% meðal kvenna en 2,0% hjá körlum. Atvinnuástand mældist svipað í júní síðastliðnum og áætlað er að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 2,6 – 2,8%. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti stöðuna á innlendum vinnumarkaði fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
 

20.8.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu afhendir ráðherra tillögur sínar

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra niðurstöður sínar og tillögur.

Lesa meira
 

20.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Greining á framkvæmd skóla án aðgreiningar á grunnskólastigi

Fyrirliggjandi gögn benda til að almennt er talið að hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sé jákvæð og að það sé mikilvægt að öll börn eigi kost á að sækja nám í heimaskóla

Lesa meira
 
Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnaahagsráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulagið í Ólafsdal í dag.

19.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkomulag um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði, en þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem m.a. er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. 

Lesa meira
 
Læknisskoðun

18.8.2015 Velferðarráðuneytið Skýrari skilyrði um starfs- og sérfræðinám lækna

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði í samræmi við nýja reglugerð þessa efnis. 

Lesa meira
 
Mary Warlick

18.8.2015 Utanríkisráðuneytið Ábyrg stjórnun olíuvinnslu - sameiginlegur fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda

Á málsstofunni munu bandarískir og íslenskir sérfræðingar ræða málefni sem varða setningu reglna um starfsemi olíu- og gasvinnslu og jafnframt um langtíma stjórnun slíkrar vinnslu.

Lesa meira
 

18.8.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ábyrg stjórnun olíuvinnslu - sameiginlegur fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda

Utanríkisráðuneyti Íslands og Bandaríkjanna í samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, sendiráð Bandaríkjanna og Orkustofnun, efna til tveggja daga málsstofu í Reykjavík  um ábyrga stjórnun olíu- og gasvinnslu á norðurslóðum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti málstofuna í morgun.
Lesa meira
 

18.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Vegna ummæla formanns borgarráðs í Fréttablaðinu 18. ágúst 2015 um málefni tónlistarskóla í Reykjavík

Framlag ríkisins til tónlistarskóla nægir fyrir um 65% af kostnaði við kennslu nemenda og sá vandi sem nú blasir við í málefnum fjögurra tónlistarskóla í Reykjavík stafar af því að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, hefur ekki viljað greiða skólunum það sem upp á vantar.

Lesa meira
 

17.8.2015 Forsætisráðuneytið Samráðsvettvangur tekur til starfa

Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaðila á Rússlandsmarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin upp í viðskiptasamskiptum Íslands og Rússlands. 

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ræðu á Hólahátíð. Hér er hún með dóttur sinni, Dóru, við kirkjuna ásamt biskupi Íslands, Agnesi Sigurðardóttur.

16.8.2015 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra fjallaði m.a. um stjórnmál, orðræðuna og Hólaprent í ræðu á Hólahátíð

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti hátíðarræðu á Hólahátíð sem lauk síðdegis í dag. Ráðherra ræddi meðal annars um um Hólastað og Hólaprentið og áhrif þess, gerði stjórnmálin og orðræðuna að umtalsefni, hversu óvægin hún væri á köflum. Hún sagði reyna á þolgæði í efnahagsmálum þjóðarinnar nú þegar bjartari tímar væru framundan og nú skipti miklu máli að halda áfram að reisa við efnahagslífið og standa gegn þenslu og auknum ríkisútgjöldum.

Lesa meira
 

14.8.2015 Forsætisráðuneytið Sigmundur Davíð ræddi við Dmitry Medvedev

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag símafund með Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Ráðherrarnir ræddu þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samskiptum ríkjanna.

Lesa meira
 

14.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrri hluta ársins

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála innan ársins hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu sex mánuðum ársins. 

Lesa meira
 

14.8.2015 Innanríkisráðuneytið Auka á samstarf stofnana vegna fjölgunar ferðamanna

Innanríkisráðherra vinnur að því í samvinnu við lögreglustjórann á Suðurlandi, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að koma á skilvirku samstarfi stjórnvalda og félagasamtaka sem miði að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Þá hefur ráðherra nýverið ritað nokkrum stofnunum sem sinna þessum verkefnum og óskað upplýsinga um hvort og hvernig aukinn fjöldi ferðamanna hefur haft í för með sér fleiri verkefni og nýjar áskoranir.

Lesa meira
 

13.8.2015 Utanríkisráðuneytið Harma ákvörðun rússneskra stjórnvalda

Íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun rússneskra yfirvalda að bæta Íslandi á lista yfir lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússland

Lesa meira
 

13.8.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rúslands

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev ræddust við á óformlegum fundi í dag. Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. Ráðherra benti á það að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf, en annarra þjóða. Helgast það einkum af því að mikið af sjávarafurðum hefur verið flutt út til Rússlands á undanförnum árum.
Lesa meira
 
Ólöf Nordal tók þátt í fundi norrænna sveitarstjórnarráðherra. Hér er hún með sænskum starfsbróður sínum, Ardalan Shekarabi.

13.8.2015 Innanríkisráðuneytið Norrænir sveitarstjórnarráðherrar ræddu einföldun regluverks

Ólöf Nordal innanríkisráðherra situr í dag fund norrænna sveitarstjórnarráðherra sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð. Aðalumræðuefni fundarins er hvernig megi einfalda laga- og regluverk þannig að það sé ekki of íþyngjandi fyrir sjálfsforræði sveitarfélaga og bætt geti stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.

Lesa meira
 
Kári Stefánsson

12.8.2015 Velferðarráðuneytið Stórgjöf Íslenskrar erfðagreiningar: Kaup og uppsetning á jáeindaskanna

Íslensk erfðagreining skuldbindur sig til að færa þjóðinni að gjöf allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala til þess að kaupa og setja upp jáeindaskanna. Heilbrigðisráðherra tók við yfirlýsingu þessa efnis úr hendi forstjóra fyrirtækisins í dag. Ráðherra vonast til að nýr jáeindaskanni verði tekinn í notkun á Landspítala innan eins og hálfs árs.

Lesa meira
 

12.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ný stjórn Bankasýslu ríkisins 

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýsluhætti og eigendastefnu ríkisins. 

Lesa meira
 

11.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Endurskoðun á tilskipun um fjölmiðla

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir opnu samráði um efni fjölmiðlatilskipunar

Lesa meira
 
Makrílveiðar

11.8.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Aldrei mælst meira af makríl innan íslenskrar efnahagslögsögu

Í gær lauk rúmlega fimm vikna löngum aleiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hafði það megin markmið að meta magn og útbreiðslu makríls umhverfis Ísland og við Grænland. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum er ljóst að heildarmagn makríls á Íslandsmiðum er meira en nokkru sinni frá því að athuganir hófust árið 2009.  

Lesa meira
 

10.8.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um skilgreiningu héraðsvega til umsagnar

Skilgreiningu héraðsvega var breytt lítillega með breytingu Alþingis á vegalögum nr. 80/2007 í febrúar síðastliðnum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta reglugerð um héraðsvegi. Unnt er að senda innanríkisráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til 24. ágúst næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

10.8.2015 Forsætisráðuneytið 30 ár liðin frá stofnun Vestnorræna ráðsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heldur í dag til Færeyja í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun Vestnorræna ráðsins. 

Lesa meira
 

7.8.2015 Innanríkisráðuneytið Umsækjendur um embætti hæstaréttardómara, héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara

Runninn er út umsóknarfrestur um þrjú embætti sem innanríkisráðuneytið auglýsti: Embætti hæstaréttardómara, embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara. Embætti hæstaréttardómara var auglýst 10. júlí og embætti héraðssaksóknara 16. júlí.

Lesa meira
 

6.8.2015 Innanríkisráðuneytið Meirihluti svarenda vill rýmkaðar reglur um mannanöfn

Niðurstaða könnunar sem innanríkisráðuneytið lét vinna er að 60% svarenda vilja að reglur um mannanöfn verði rýmkaðar. Tæp 20% eru hlutlausir og 20% svarenda eru andvígir því að reglur verði rýmkaðar. Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur að veiti eigi fólki meira frelsi til að velja nöfn á börn sín og hefur óskað eftir að unnið verði að breytingum á regluverkinu.

Lesa meira
 

6.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-júní 2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – júní 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira
 

6.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-maí 2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – maí 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira