100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Ísland allt árið hópurinn

18.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Ísland - allt árið“ heldur áfram næstu tvö ár

Í dag skrifuðu aðstandendur markaðsverkefnisins Ísland - allt árið undir nýjan samning sem gildir út árið 2016. Stjórnvöld munu leggja til allt að 200 milljónir á ári gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum; Icelandair, Landsbankanum, Reykjavíkurborg og Samtökum ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
 
Landspítali í Fossvogi

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Aukin aðstoð við fórnarlömb ofbeldis

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að veita geðsviði Landspítala framlag til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, s.s. vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis.

Lesa meira
 

18.12.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 5. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Lífsýnasöfn

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsóknum um heilsufar

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa setningu reglugerðar með stoð í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, þar sem fjallað verði um hvenær og hvernig eigi að tilkynna þátttakanda í vísindarannsókn um mikilvæga þætti sem fram koma varðandi heilsu hans.

Lesa meira
 
Ráðherrarnir undirrita samstarfsyfirlýsinguna

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Ráðherrar innsigla víðtækt samstarf gegn ofbeldi

Efnt verður til víðtæks samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds til að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Þrjú ráðuneyti munu leiða samráðið eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu sem ráðherrar þessara ráðuneyta undirrituðu í dag.

Lesa meira
 
Mynd: Franska utanríkisráðuneytið

17.12.2014 Utanríkisráðuneytið Vinatengsl Íslands og Frakklands

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, áttu fund  í París í dag. Ráðherra segir ánægjulegt að finna þann hlýhug sem ríkir í garð Íslands í Frakklandi og þann áhuga sem franskur almenningur sýnir Íslandi og íslenskri menningu.

Lesa meira
 

17.12.2014 Innanríkisráðuneytið Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2014, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

17.12.2014 Velferðarráðuneytið MST fjölkerfameðferð verður veitt um allt land.

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Barnaverndarstofu aukið fjármagn sem gerir henni kleift að veita svokallaða MST fjölkerfameðferð um allt land. Úrræðið er ætlað fjölskyldum 12-18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum.

Lesa meira
 

16.12.2014 Forsætisráðuneytið Ávarp forsætisráðherra á málþingi um lýðheilsumál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp á málþing um lýðheilsumál í  Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Þar benti hann á að góð heilsa er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns - og þekking á heilsu og því hvernig hægt er að bæta heilsu hefur fleygt fram. 

Lesa meira
 
Mynd: OECD/Michael Dean

16.12.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á ráðherrafundi þróunarsamvinnunefndar OECD

Ísland varð aðili að nefndinni  á síðasta ári en tilgangur hennar er að tryggja samræmd vinnubrögð ríkja í þróunarsamvinnu og veita faglegt aðhald

Lesa meira
 

16.12.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

16.12.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um  gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

16.12.2014 Innanríkisráðuneytið Haldið verði áfram undirbúningi að smíði Vestmannaeyjaferju

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að haldið verði áfram undirbúningi að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Innanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti verður falið í samráði við Vegagerðina og Vestmannaeyjabæ að skilgreina og meta hvernig verkefnið verður best fjármagnað og hvaða valkostir séu hagkvæmastir varðandi útboð og eftir atvikum rekstur nýrrar ferju.

Lesa meira
 

15.12.2014 Forsætisráðuneytið Málþing um lýðheilsu

Haldið verður málþing í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?“ Að málþinginu standa forsætisráðuneytið, Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið.
Lesa meira
 
Himinn

14.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum. Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.
Lesa meira
 

14.12.2014 Utanríkisráðuneytið Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum.  Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.
Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við útskrift úr Lögregluskólanum í dag.

12.12.2014 Innanríkisráðuneytið Sextán lögreglumenn útskrifast úr Lögregluskólanum

Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins í dag. Ellefu konur eru í hópnum og er hlutfall kvenna í lögreglu nú kringum 13%. Nýju lögregluþjónarnir hafa flestir þegar fengið störf sem lögreglumenn eða eru að sækja um stöður og einn hefur ráðið sig til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira
 

12.12.2014 Utanríkisráðuneytið Vegna skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings

Ráðuneytið hefur farið yfir útdrátt úr skýrslunni en ekki verður ráðið af honum að fjallað sé um Ísland eða millilendingar hér á landi með fanga. Ráðuneytið hefur því farið fram á við bandarísk stjórnvöld að fá aðgang að sjálfri skýrslunni. Sé það ekki mögulegt, að fá upplýsingar um hvort Ísland komi fyrir í skýrslunni og þá hvernig.

Lesa meira
 

12.12.2014 Velferðarráðuneytið Málþing: Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur

Haldið verður málþing í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?"
Lesa meira
 
Fiskistofa

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings Fiskistofu

Í kjölfar kvörtunar starfsmanna Fiskistofu til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings stofnunarinnar til Akureyrar sendi umboðsmaður bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem að hann óskar eftir skýringum á tilteknum þáttum vegna athugunar sinnar í tengslum við kvörtunina.

Lesa meira
 

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar. Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla.  
Lesa meira
 
Selfossfundur um náttúrupassa 7

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Náttúrupassinn skeggræddur á Selfossi. Skoðanamunurinn vel brúanlegur!

Það voru líflegar umræður um kosti og galla náttúrupassa á opnum fundi í Tryggvaskála á Selfossi á fimmtudaginn. Vissulega voru skoðanir skiptar - en það er þó ekki lengra en svo á milli manna að skoðanamunurinn er vel brúanlegur. Meginatriðið er að náttúra Íslands og ferðaþjónustan geti blómstrað hlið við hlið.

Lesa meira
 

12.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir umsögnum um drög að stefnu um úrgangsforvarnir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015 – 2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda. Frestur til að skila umsögnum er til föstudagsins 23. janúar 2015.

Lesa meira
 
Mat á störfum Velferðarvaktarinnar

11.12.2014 Velferðarráðuneytið Velferðarvakt skiptir máli

Fyrstu niðurstöður mats á störfum Velferðarvaktarinnar árin 2009-2014 benda til þess að Velferðarvaktin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu ýmissa hópa í samfélaginu sem þurftu á stuðningi að halda.

Lesa meira
 
Himinn

11.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ísland lýsir stuðningi við framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum

Ísland styður gerð hnattræns framtíðarsamkomulags í loftslagsmálum og er bjartsýnt á að tekin verði góð skref í átt til þess á 20. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem nú fer fram í Lima í Perú. Þetta kom fram í innleggi Íslands á þinginu í dag. Vakin var athygli á þeirri ógn sem höfunum og lífríki þeirra stafar af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar, sem væri sérstakt áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu afkomu sína á auðlindum hafsins.

Lesa meira
 

11.12.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti héraðsdómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira
 

11.12.2014 Innanríkisráðuneytið Færri ökumenn og farþegar slasast í umferðinni en fleiri hjólreiðamenn

Banaslysum og alvarlegum slysum ökumanna og farþega bifreiða fækkaði árin 2011-2013 en á sama tíma fjölgaði alvarlegum slysum meðal hjóreiðamanna. Árið 2011 slösuðust 24 hjólreiðamenn, 36 árið eftir og 77 á síðasta ári en enginn hjólreiðamaður lést. Auknar hjólreiðar eru meðal skýringa á fjölgun slasaðra hjólreiðamanna en skráning þessara slysa hefur einnig verið bætt.

Lesa meira
 

11.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Rúmlega fjórðungur nemenda nýtur stuðnings

Í frétt frá Hagstofunni segir einnig að grunnskólanemendum sem læra erlend tungumál fjölgi ár frá ári

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

11.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa - Selfoss í dag kl. 17

Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskrift á opnum fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun halda víðs vegar um landið á næstunni.

Fyrsti fundurinn er í dag, fimmtudaginn 11. desember, í Tryggvaskála á Selfossi.

Lesa meira
 

10.12.2014 Innanríkisráðuneytið Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli á alþjóðlega mannréttindadeginum

Rauði krossinn á Íslandi fagnar í dag 90 ára afmæli sínu á alþjóðlega mannréttindadeginum en samtökin voru stofnuð 10. desember 1924. Innanríkisráðuneytið óskar Rauða krossinum á Íslandi til hamingju með 90 ára afmælið og þakkar félaginu mikilvæg mannréttinda- og mannúðarstörf í þágu íslensks samfélags.

Lesa meira
 

10.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dregið verði úr hormónaraskandi efnum í umhverfinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur fyrir hönd umhverfisráðherra á Norðurlöndum, sent framkvæmdastjórum umhverfis-, heilsu- og neytendamála hjá Evrópusambandinu hvatningu um að móta aðgerðir til að stemma stigu við hormónaraskandi efnum í vinnu við áætlun um eiturefnalaust umhverfi árið 2018. Þetta er gert til að fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem áhrif efnanna eru greind og mat lagt á hvað það kostar samfélagið að hafast ekki að til að fyrirbyggja og draga úr notkun þeirra.

Lesa meira
 

10.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið ESA opnar formlega rannsókn á raforkusamningi vegna kísilvers PCC að Bakka

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag að stofnunin hafi hafið formlega rannsókn á því hvort raforkusamningur á milli Landsvirkjunar og þýska fyrirtækisins PCC, um afhendingu á raforku til fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju PCC að Bakka í Norðurþingi, feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 

Lesa meira
 

10.12.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð ökuskírteini. Frestur til að senda umsagnir er til og með 17. desember og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Kristín Haraldsdóttir er lögfræðilegur aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

9.12.2014 Innanríkisráðuneytið Kristín Haraldsdóttir ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

9.12.2014 Velferðarráðuneytið Framtíðarstefna mótuð í fæðingarorlofsmálum

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem móta á tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum hér á landi.

Lesa meira
 
Ráðgjöf

9.12.2014 Velferðarráðuneytið Þjónustusamningur um leigjendaaðstoð endurnýjaður

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í gær  samning sem felur í sér áframhaldandi þjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Lesa meira
 
Skaftafell

9.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Náttúrupassa er ætlað að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og verndun íslenskrar náttúru

Markmið frumvarpsins er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna.

Lesa meira
 

5.12.2014 Utanríkisráðuneytið Hvatt til friðar í Úkraínu á ráðherrafundi ÖSE

Átökin í Úkraínu voru meginumfjöllunarefni utanríkisráðherrafundar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fram fór í Basel í Sviss í gær og í dag.

Lesa meira
 
Helguvík

5.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Uppbygging innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áform um uppbyggingu innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þar er fyrirhuguð veruleg nýfjárfesting í atvinnustarfsemi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur verið unnið að verkefnum þessu tengdu og má þar nefna fjárfestingarsamninga sem undirritaðir voru fyrr á árinu við félögin Thorsil og United Silicon um kísilmálmverksmiðjur. Verði þessi áform að veruleika munu þau hafa í för með sér jákvæð þjóðhagsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif.

Lesa meira
 

5.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - október 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira
 

5.12.2014 Innanríkisráðuneytið Áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála breytt

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála úr 761.423 krónum í 776.097 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra og forsætisráðherra

4.12.2014 Forsætisráðuneytið Nýr innanríkisráðherra í heimsókn

Ólöf Nordal, nýskipaður innanríkisráðherra, átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í dag að afloknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum þar sem skipun Ólafar var staðfest. 

Lesa meira
 

4.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Mikilvæg skref í afnámi fjármagnshafta

Íslensk stjórnvöld munu ekki  samþykkja beiðnir slitastjórnar Landsbankans (LBI hf.) um undanþágur frá fjármagnshöftum sem hún óskaði eftir í bréfi hinn 12. júní sl. Ekki er fallist á að skuldabréf útgefið af Landsbankanum verði undanþegið fjármagnshöftum.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal tók í dag við embætti innanríkisráðherra af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

4.12.2014 Innanríkisráðuneytið Nýr innanríkisráðherra tekur við embætti

Nýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, tók við ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, óskaði eftir lausn frá embætti 21. nóvember síðastliðinn og tilkynnti formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjan ráðherra á fundi þingflokksins í morgun.

Lesa meira
 

4.12.2014 Innanríkisráðuneytið Reglugerð sett um lögregluumdæmi lögreglustjóra

Dómsmálaráðherra hefur skrifað undir reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra. Með reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna 9 lögregluumdæma landsins og um leið hvar aðalstöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis svo og lögreglustöðvar. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira
 

3.12.2014 Velferðarráðuneytið Múrbrjótar veittir á alþjóðadegi fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í dag verðlaunin; Múrbrjótinn, fyrir hönd Þroskahjálpar í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun sem styður við þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Lesa meira
 
Skurðaðgerð

3.12.2014 Velferðarráðuneytið Áhrif fjármálakreppu á heilbrigðiskerfi Evrópulanda

Ný skýrsla OECD sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hefur reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð. Helstu áskoranir stjórnvalda eru að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfyllir kröfur um gæði.

Lesa meira
 

3.12.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 4. desember 2014

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum fimmtudaginn 4. desember 2014, kl. 13:00.

Lesa meira
 

3.12.2014 Utanríkisráðuneytið Fundur ríkja sem taka þátt í aðgerðum gegn ISIS

Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins sóttu fundinn ásamt fjölmörgum Arabaríkjum og Asíuríkjum.

Lesa meira
 
skogur

3.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vinna hafin við frumvarp að lögum um skógrækt

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um skógrækt, sem eru frá árinu 1955.

Lesa meira
 

3.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna upplýsinga úr skattaskjólum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

3.12.2014 Velferðarráðuneytið Forsendur til að skilyrða fjárhagsaðstoð færðar í lög

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Eins er stefnt að því að samræma fjárhæðir fjárhagsaðstoðar milli sveitarfélaga.

Lesa meira
 

3.12.2014 Velferðarráðuneytið Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Vinnumálastofnun mun greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda 5. desember næstkomandi í samræmi við reglugerð sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gefið út. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu.

Lesa meira
 
Jens Stoltenberg og Gunnar Bragi.

2.12.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræða viðbrögð við breyttum öryggishorfum

Rætt var um stöðu varnarviðbúnaðaráætlunar sem leiðtogar NATO samþykktu í Wales. Markmiðið með áætluninni er að treysta sameiginlegar varnir ekki síst með tilliti til öryggis bandalagsríkja í Austur-Evrópu.

Lesa meira
 
Apon

2.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Ég sá inn í framtíðina og hún er björt“ - Ragnheiður Elín heimsækir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði víðreist sl. fimmtudag þegar hún ásamt fulltrúm ráðuneytisins heimsótti 19 nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. „Það er ómetanlegt fyrir mig sem ráðherra nýsköpunarmála að sjá og sannreyna nýsköpunarkraftinn og  hugmyndaauðgina sem einkennir þessi fyrirtæki og ræða við forsvarsmenn þeirra hvernig stuðningsumhverfið hefur nýst þeim og hvernig við getum bætt enn frekar umhverfi nýsköpunar og framfara.“

Lesa meira
 

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir vegna námsupplýsingakerfis

Ráðstafað verður um 30 millj.kr. til að aðstoða grunnskóla við að uppfæra námsupplýsingakerfi

Lesa meira
 

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Staðfestar námsbrautarlýsingar framhaldsskóla

Staðfesting felur í sér að lýsing á uppbyggingu námsbrauta, tengslum við atvinnulíf, önnur skólastig, uppbyggingu náms á hæfniþrep o.fl. sé í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla

Lesa meira
 

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntunarstig þjóðarinnar hækkar

Þeim fækkar hlutfallslega sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun samkvæmt rannsókn Hagstofunnar

Lesa meira
 

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný íþróttanefnd skipuð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í íþróttanefnd til næstu fjögurra ára

Lesa meira
 

2.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vinna hafin við skoðun á samlegð stofnana

Fyrsti fundur hjá stýrihópi vegna skoðunar, svonefndrar frumathugunar, á samlegð nokkurra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var haldinn í ráðuneytinu á dögunum.

Lesa meira
 

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Bara að fara? FaraBara.is!

Nýr upplýsingavefur um nám erlendis, FaraBara.is, var formlega opnaður af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar fyrsta alþjóðadags Erasmus + menntaáætlunar Evrópusambandsins

Lesa meira
 
Illugi Gunnarsson Hátíð nýdoktora 1. des. 2014

2.12.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Hátíð brautskráðra doktora

Illugi Gunnarsson ávarpaði nýdoktora á hátíð í Háskóla Íslands. 79 doktorar vörðu doktorsritgerðir sínar við HÍ síðastliðið ár og hafa þeir aldrei verið fleiri

Lesa meira
 

2.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið FATCA samningur áritaður við bandarísk stjórnvöld

Íslensk stjórnvöld hafa áritað FATCA (e. Foreign Accounts Tax Compliance Act) samning við bandarísk stjórnvöld. 

Lesa meira
 
Inspired by Iceland

2.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið "Ísland - allt árið", auglýst eftir samstarfsaðilum

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs. 

Lesa meira
 

1.12.2014 Forsætisráðuneytið Bætt samræming og upplýsingagjöf, endurskoðun skipulags og aukið vægi siðareglna

Sveigjanleiki við skipulag Stjórnarráðsins og stofnana sem undir ráðuneyti heyra verður aukinn með það að markmiði að gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við sífellt auknum og flóknari úrlausnarefnum í samtíð og framtíð. 

Lesa meira
 
Landspítali

1.12.2014 Velferðarráðuneytið Aukið fé til uppbyggingar Landspítala skiptir sköpum

Hægt verður að bjóða út fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala, gatna- og lóðaframkvæmdir við sjúkrahótelið og byggingu þess, gangi eftir áform stjórnvalda um stóraukið fé í fjárlögum næsta árs til uppbyggingar Landspítala. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ráðstefnu samtakanna Spítalinn okkar fyrir helgi.

Lesa meira
 

28.11.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að stefnu um net- og upplýsingaöryggi til umsagnar

Starfshópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi var settur á fót á vegum innanríkisráðuneytisins í júní 2013. Aðalverkefni hópsins var að móta stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki og vernd upplýsingainnviða sem varða þjóðaröryggi. Drög að stefnu 2014 til 2025 eru nú tilbúin og birt hér á vefnum til umsagnar.

Lesa meira
 

28.11.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með John Baird, utanríkisráðherra Kanada. Þeir ræddu m.a. fríverslun, viðskipti, samstarf í varnarmálum, norðurslóðir og Vestur-Íslendinga,

Lesa meira
 
Skaftafell

28.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Náttúrupassa er ætlað að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og verndun íslenskrar náttúru

Markmið frumvarps um náttúrupassa er að afla nægjanlegs fjármagns til að stórauka nauðsynlega uppbyggingu, viðhald og verndun á ferðamannastöðum og efla um leið öryggismál ferðamanna.

Lesa meira
 
Frá heimsókn utanríkisráðherra Kanada

28.11.2014 Forsætisráðuneytið Utanríkisráðherra Kanada í heimsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti nú síðdegis fund með John Baird, utanríkisráðherra Kanada, sem staddur er hér á landi í boði utanríkisráðherra.

Lesa meira
 

28.11.2014 Forsætisráðuneytið Jólastyrkur til góðgerðarsamtaka

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8. millj. kr. styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi. 

Lesa meira
 
Á Héraðssandi

28.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu.

Lesa meira
 

28.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Breyting á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna erlendis

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins.
Lesa meira
 
Ráðstefna UT dagsins var haldin í Reykjavík í dag.

27.11.2014 Innanríkisráðuneytið Fjallað um net- og upplýsingaöryggi og rafræna þjónustu á ráðstefnu UT dagsins

Gegnsæ stjórnsýsla, net- og upplýsingaöryggi, rafrænar undirskriftasafnanir og árangur í fjarskiptum var meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu UT dagsins, Byggjum, tengjum og tökum þátt, sem var í Reykjavík í dag. Auk ráðstefnunnar var haldinn fræðslufundur fyrir vefstjóra um upplýsingaöryggi og varnir opinberra vefja gegn hvers kyns tölvuárásum.

Lesa meira
 

27.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Auglýsing frá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum

Árið 2015 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.

Lesa meira
 

27.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landmælingar Íslands og Skipulagsstofnun eru fyrstu ríkisstofnanirnar til að aðlaga starfsemi sína Grænum skrefum í ríkisrekstri. Tíu aðrar stofnanir hafa skráð sig til leiks í verkefninu, sem hleypt var af stokkunum á Grand hótel Reykjavík í gær.

Lesa meira
 

26.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðstöfunartekjur hækka og vísitala neysluverðs lækkar- aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Í kjölfar batnandi afkomu og bjartari þjóðhagsspár hefur myndast nokkurt svigrúm fyrir sérstök áherslumál ríkisstjórnarinnar. Því eru lagðar til nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 milli 1. og 2. umræðu. 

Lesa meira
 

26.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna fréttar Rúv um breytingar á virðisaukaskatti

Í hádegisfréttum Rúv í dag var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskatti. Í tilefni fréttaflutningsins áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið að engin handvömm átti sér stað í ráðuneytinu við útgáfu frumvarpsins líkt og fullyrt er í fréttinni. 

Lesa meira
 
Skip við bryggju.

26.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum

Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum, sem eru á könnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Ríkisendurskoðun setur einnig fram ábendingar til ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem miða að efldu og bættu starfi til að sinna þessum samningum og tryggja innleiðingu reglna þeirra hér á landi. 

Lesa meira
 

26.11.2014 Innanríkisráðuneytið Óskað umsagna um framtíðarskipan lögreglumenntunar

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að námið verði þriggja ára nám á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun útvistað til menntakerfis að stórum hluta og að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu.

Lesa meira
 

25.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira
 
Skurðaðgerð undirbúin

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndunum í tölum, máli og myndum

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO) hefur gefið út ritið Helsestatistik for de nordiske lande 2014, þar sem dregnar eru saman viðamiklar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum og sýndur samanburður milli þjóðanna á ýmsum sviðum þjónustunnar.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

Lesa meira
 
Birgir Jakobsson

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Birgir Jakobsson skipaður landlæknir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Lesa meira
 
Lyfjastofnun

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Níu umsækjendur um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar

Nefnd sem heilbrigðisráðherra hefur skipað mun á næstunni fara yfir umsóknir þeirra níu umsækjenda sem sóttu um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og meta hæfni þeirra. Skipað verður  í embættið frá 1. febrúar 2015 þegar núverandi forstjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, lætur af störfum.

Lesa meira
 
Frá fundi ráðherranna

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar

Efla þarf norrænt samstarf um málefni vinnumarkaðarins að mati vinnumarkaðsráðherra Norðurlandanna. Á fundi sínum í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag ákváðu þeir að láta gera rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar.

Lesa meira
 
Bláklukka

24.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 15. desember 2014.

Lesa meira
 

24.11.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Nýju samningarnir eru við Armeníu, Búrúndí, Eþíópíu, Guyana, Máritíus, Nígeríu, Sri Lanka og Tsjad. 

Lesa meira
 
Eurydice og Cedefop skýrsla um brotthvarf 2014

24.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný skýrsla um brotthvarf úr skólum í Evrópu

Eurydice og Cedefop stofnanirnar hafa birt skýrslu sem varpar ljósi á brotthvarf úr námi í Evrópu

Lesa meira
 

24.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldinn var í Indónesíu í síðustu viku. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 78 ríki ráðstefnuna og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira
 

24.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Eftirfarandi er sameiginleg fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka Íslands vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem birt var í dag:

Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Nýr formaður þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ragnarsson formann þjóðleikhúsráðs
Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

21.11.2014 Utanríkisráðuneytið Seinkun á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa

Fríverslunarsamningur Aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, GCC, og EFTA tók gildi þann 1. júlí sl. Aðildarríki GCC hafa nýlega upplýst EFTA ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess. Þau hafa jafnframt gefið til kynna að svo kunni að fara að samningurinn komi ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. EFTA-ríkin hafa komið á framfæri þungum áhyggjum sínum af þessari seinkun.
Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tillögur um stefnu og verkefni fyrir börn og ungt fólk

Ráðuneytinu hafa verið afhentar tillögur um aðgerðaáætlun í barnamenningarmálum og stefnu í æskulýðsmálum

Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira
 

20.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til grunnnáms í listdansi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla.

Lesa meira
 

19.11.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað um framkvæmd EES-samningsins

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands.  
Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira
 
Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita

19.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum

Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi

Lesa meira