100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Illugi Gunnarsson Arts and audiences í Hörpu

20.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði norrænu ráðstefnuna Arts & Audiences, sem nú stendur yfir í Hörpu og lýkur á morgun 21. október. Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun í íslenskri löggjöf. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 27. október næstkomandi.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Þeir íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis, eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þessum tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Tillaga að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar til kynningar

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar tillögu að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Frumvarpið var áður lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki afgreitt en frumvarpið hefur verið unnið í innanríkisráðuneytinu í samræmi við tillögur kirkjuþings þar að lútandi.

Lesa meira
 
Lyfjastofnun

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri Lyfjastofnunar lætur af störfum

Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir því að láta af störfum 1. febrúar á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á þá beiðni og verður embættið auglýst laust til umsóknar innan skamms.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

17.10.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra lagði áherslu á náið samstarf ríkis og sveitarfélaga á ársþingi SSNV

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gær en meðal umfjöllunarefna ársfundarins auk aðalfundarstarfa var erindi um landsskipulagsstefnu, stefnumörkun og aðkomu sveitarfélaga, um stöðu og framtíð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og um sóknaráætlanir landshluta. Auk ráðherra ávörpuðu fundinn þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Lesa meira
 
Framhaldsskólinn Mosfellsbæ vígsluhátíð 2014

17.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menningarstefna í mannvirkjagerð gefin út að nýju

Stefnumörkun á sviði verklegrar framkvæmda er orðin hluti af stjórnsýslu hér á landi og er orðin viðurkennd leið til þess að efla gæði manngerðs umhverfis

Lesa meira
 

17.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur skoðar ráðleggingar OECD í umhverfismálum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að setja á fót starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta, í því skyni að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001 – 2013.

Lesa meira
 
Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Norrænt samstarf í heilbrigðismálum verði eflt

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær yfirlýsingu um framtíðarsamstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála og vilja til þess að efla það á ýmsum sviðum.

Lesa meira
 
Við afhendingu lýðheilsuverðlaunanna 2014

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2014

Íþrótta og ólympíusamband Íslands hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár fyrir að stuðla með starfi sínu að heilbrigðum lífsstíl almennings og þar með bættri lýðheilsu. Verðlaunin voru afhent í tengslum við fund heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í gær.

Lesa meira
 

17.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Opið samráðsferli um breytingar á lögum er varða frístundaheimili

Málefni frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólastigi.

Lesa meira
 

16.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fundur fjármálastöðugleikaráðs

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 15. október 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Lesa meira
 
Lyf

16.10.2014 Velferðarráðuneytið Lyfjagreiðslukerfið og reynslan af því

Um 4.000 einstaklingar hafa náð hámarksþakinu sem er á greiðsluþátttöku sjúklings í lyfjagreiðslukerfinu sem tók gildi í maí 2013. Kerfið virðist stuðla að hagkvæmari notkun lyfja og draga úr sóun eins og að var stefnt. Um 1.000 samningar hafa verið gerðir um greiðsludreifingu vegna kaupa einstaklinga á lyfjum.

Lesa meira
 

16.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Brotthvarf úr framhaldsskólum á vorönn 2014

869 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum í lok vorannar 2014. Brot á skólareglum algengasta ástæðan

Lesa meira
 
Geitur

16.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samið um geitina við Erfðanefnd landbúnaðarins

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Ætlunin er að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn.

Lesa meira
 
ESA

15.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Innleiðing tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum - frumvarp liggur fyrir Alþingi

Í dag tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að stofnunin hafi stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna óinnleiddrar tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum. Tilskipunin er hluti af víðtækari löggjöf sem sett er til að stuðla að orkusparnaði. Frumvarp til laga um innleiðingu á umræddri tilskipun var samþykkt í ríkisstjórn fyrr á þessu ári og var hún lögð fram á á Alþingi þann 15. september.
Lesa meira
 
Landspítali

15.10.2014 Velferðarráðuneytið Höfðingleg tækjagjöf Lions til Landspítala

Lionshreyfingin færði Landspítala að gjöf í gær tvö tæki til augnlækninga, annars vegar sjónsviðsmæli sem leysir af hólmi eldra tæki spítalans og hins vegar nýtt tæki sem greinir augnsjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum. Tækin tvö kosta samtals um tíu milljónir króna.

Lesa meira
 
Merki viðburðanna: Saman um jafnrétti í 40 ár

15.10.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefnur um hlutastörf, jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 12. og 13. nóvember

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

14.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Neysluviðmið og áhrif viðisaukaskattsbreytinga á ráðstöfunartekjur

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum leiðir til þess að einstaklingar hafi meira á milli handanna og verðlag lækki. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs dragist saman um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skattar eru því að lækka.

Lesa meira
 
Staðlaráð

14.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Staðlar jafna samkeppni - Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag

Alþjóðlegi staðladagurinn er haldinn í dag, 14. október. Markmiðið með honum er að vekja athygli á mikilvægi staðla og staðlastarfs. Þema staðladagsins í ár er “Staðlar jafna keppnina”, sem vísar m.a. til þess að alþjóðlegir staðlar örva viðskipti, ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum og jafna þannig samkeppnina. 

Lesa meira
 
Adrian Hasler forsætis- og fjármálaráðherra Liechtenstein, Bjarni Benediktsson, Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs og Michel Barnier hjá framkvæmdastjórn ESB,  í Lúxemborg í dag

14.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sótti fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og ESB í Lúxemborg í dag. Á fundinum náðist samkomulag milli aðila um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

13.10.2014 Velferðarráðuneytið Kynningarfundur um mótun geðheilbrigðisstefnu 17. október

Vinna við mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun er hafin á vegum heilbrigðisráðherra í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og kveðið er á um í ályktun Alþingis þess efnis. Kynningarfundur um stefnumótunarvinnuna verður á Grand hóteli 17. október nk.

Lesa meira
 

13.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um nýja stjórnsýslustofnun á sviði menntamála - Menntamálastofnun

Mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um nýja stjórnsýslustofnun á sviði menntamála á 144. löggjafarþingi.

Lesa meira
 

13.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Drög að reglugerð um milliverðlagningu til umsagnar

Fjármála- og efnahagsráðuneyti óskar eftir umsögnum við drög að nýrri reglugerð um milliverðlagningu. Drögin eru unnin  af starfshóp sem skipaður var fyrr á árinu, en í honum eiga sæti fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og ríkisskattstjóra.

Lesa meira
 

13.10.2014 Velferðarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um jafnréttismál á norðurslóðum

Aðstæður kvenna og karla á norðurheimsskautssvæðinu verða skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni beint að þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku, yfirráðum auðlinda o.fl. á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri 30. - 31. október.

Lesa meira
 

10.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun.
Lesa meira
 
Alþingi

10.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Opið fyrir umsóknir um styrki til verkefna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 10. nóvember 2014. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.
Lesa meira
 
Rjúpa

10.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Veiðitímabil rjúpu hefst 24. október

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember 2014. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.

Lesa meira
 
Frá Skaftafelli

10.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í maí á næsta ári. 

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði. Með henni á myndi eru Páll E. Winkel og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

10.10.2014 Innanríkisráðuneytið Kynnti sér framkvæmdir við nýtt fangelsi

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær fangelsisbygginguna á Hólmsheiði sem nú er að rísa. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar, og fleiri sögðu frá stöðu framkvæmdanna.

Lesa meira
 

10.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til verkefna á sviði lista og menningar, menningararfs og til uppbyggingar landsmótsstaða

Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna.  Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 10. nóvember 2014

Lesa meira
 

10.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Um þróun í fjölda stöðugilda hjá ríkinu

Fjöldi stöðugilda/ársverka í dagvinnu hjá ríkinu hefur nokkuð verið til umræðu undanfarið og misvísandi fullyrðingar komið fram. Bæði Viðskiptaráð og BSRB hafa birt samanburð á þróun frá árinu 2000 til ársins 2014. Niðurstöður þeirra eru ólíkar og virðist helsta ástæða þess vera sú að flutningur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga er ekki tekinn með í reikninginn á sama hátt, né heldur stofnanir sem komið hafa inn í miðlægt launakerfi ríkisins á tímabilinu, en voru áður utan þess.

Lesa meira
 

10.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðherra á ársfundum AGS, Alþjóðabankans og Ecofin

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 10.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. 

Lesa meira
 
Bjarni Bendiktsson á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

9.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Traust stoð opinberrar fjármálastjórnar mikilvæg

Gríðarlega áríðandi er að skjóta traustari stoðum undir samræmda opinbera fjármálastjórn með því að endurskoða formlegan samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga, en ekki síður með endurskoðun lagaumhverfis. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu á fjármálastefnu sveitarfélaganna í dag.

Lesa meira
 
Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, kynnir VERU

9.10.2014 Velferðarráðuneytið Tímamót: Rafrænn aðgangur fólks að eigin heilbrigðisupplýsingum

Tímamót urðu í heilbrigðisþjónustunni í dag þegar Heilsugæslustöðin í Glæsibæ tók í notkun heilbrigðisgáttina VERU sem veitir einstaklingum sem þar fá þjónustu rafrænan aðgang að margvíslegum upplýsingum um eigið heilsufar. Heilbrigðisráðherra opnaði gáttina formlega.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs í dag.

8.10.2014 Innanríkisráðuneytið Unnið verður að útfærslu breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs í vetur

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á síðasta ári námu alls 34,6 milljörðum króna og framlög úr sjóðnum 34,8 milljörðum króna. Er það rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á tekjum og framlögum frá árinu 2012. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram í Reykjavík í dag.

Lesa meira
 

8.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Þingsályktunartillaga um rammaáætlun til Alþingis

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Er þetta endurflutningur tillögu frá í vor en hún er í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar).
Lesa meira
 

8.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Lesa meira
 
ESA

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ákvörðun ESA um endurkröfu ríkisaðstoðar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð þegar gerðir voru fjárfestingarsamningar við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsla. Umræddir fjárfestingarsamningar voru gerðir á tímabilinu frá 2010 til 2012 á grundvelli laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þau lög féllu úr gildi í lok árs 2013 en ESA hafði í október 2010 samþykkt þá löggjöf sem lögmætt ríkisaðstoðarkerfi. Niðurstaða ESA snýr því að framkvæmd laganna að því er þessa samninga varðar.

Lesa meira
 
ESA

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti brjóta í bága við EES samning

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á hráum kjötafurðum, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.

Lesa meira
 

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna hvalabjórs staðfest, en bjórinn öruggur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag úrskurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvalabjór.

Lesa meira
 
Stattu með þér!

8.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Frumsýning á Stattu með þér

Stuttmyndin Stattu með þér er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla og gerð í framhaldi af Fáðu já sem framleidd var fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.

Lesa meira
 

8.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Gagnsemi skiptináms

Skiptinemum farnast betur á vinnumarkaði

Lesa meira
 
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Íbúðalánasjóður setur 400 íbúðir í sölu

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli sem hefst 17. október. Íbúðirnar verða boðnar til sölu í sjö eignasöfnum víðs vegar um landið. Fasteignamat þeirra nemur alls um 6,5 milljörðum króna.

Lesa meira
 

7.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um öryggisráðstafanir vegna viðburða við vegi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna starfsemi og viðburða á og við vegi. Drögin eru unnin hjá Samgöngustofu og verður nú leitað umsagnar lögreglu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda umsögn um drögin á netfangið postur@irr.is til 24. október næstkomandi.

Lesa meira
 

7.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna.
Lesa meira
 
Áttaviti

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna.

Lesa meira
 
Vegvísir á sjúkrahúsi

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um samræmdan rétt flóttamanna til sjúkratrygginga

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem tryggja á samræmdan rétt þeirra sem fá stöðu flóttamanna hér á landi til sjúkratrygginga og jafna þannig stöðu þeirra, verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
 

7.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands rann út mánudaginn 22. september sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna.

Lesa meira
 

7.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vel sóttur kynningarfundur

Góð þátttaka var á kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar, en fundurinn var haldinn í ráðuneytinu í gær.

Lesa meira
 

7.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 17. október næstkomandi.

Lesa meira
 
Evrópskir orkumálaráðherrar

6.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundur orkumála ráðherra ESB og EFTA.

Á fundinum var m.a. til umræðu hvernig unnt sé að efla orkuöryggi í Evrópu og innri markað fyrir raforku.

Lesa meira
 

6.10.2014 Innanríkisráðuneytið Breytingar á ýmsum ákvæðum réttarfarslaga til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi sem réttarfarsnefnd hefur samið að tilhlutan innanríkisráðherra. Eru þar lagðar til fjölmargar breytingar á ákvæðum réttarfarslaga. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 14. október næstkomandi.

Lesa meira
 

6.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. 

Lesa meira
 
Hermann Sæmundsson flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

3.10.2014 Innanríkisráðuneytið Ferðaþjónusta, samgöngur og sóknaráætlanir meðal efnis á aðalfundi Eyþings

Ört vaxandi ferðaþjónusta, áhrif hennar, samgöngur, sóknaráætlanir og byggðaþróun voru meðal umræðuefna á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem nú stendur að Narfastöðum í Reykjadal. Einnig var kynnt áfangaskýrsla um almenningssamgöngur og á morgun verða almenn aðalfundarstörf.

Lesa meira
 
Kerfisáhættunefnd kom saman til fyrsta fundar 2.október

3.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar

Fyrsti fundur nýstofnaðrar kerfisáhættunefndar var haldinn í gær. Nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og gerir tillögur til ráðsins. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. 

Lesa meira
 
Leiðsöguhundar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar.

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um sameiningu þjónustustofnana

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag lagafrumvarp um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. Frumvarpið felur í sér sameiningu þjónustustofnana í eina stofnun sem sinna mun börnum og fullorðnum vegna margvíslegrar fötlunar og sjaldgæfra sjúkdóma.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Áherslur félags- og húsnæðismálaráðherra í málefnum aldraðra

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir sína skoðun að flytja eigi ábyrgð á þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, rétt eins og málefni fatlaðra og menntun á grunnskólastigi. Samþætting heimaþjónustu er viðfangsefni norrænnar ráðstefnu sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu

Eftirfarandi eru viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu.

Lesa meira
 
Davíð Þór Björgvinsson

3.10.2014 Innanríkisráðuneytið Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara til að gefa endurupptökunefnd umsögn um viðhorf embættisins til tveggja endurupptökubeiðna Ragnars Aðalsteinssonar hrl., dags. 4. september sl., f.h. Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar sem fram eru komnar vegna Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marínó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni, Albert Klahn Skaftasyni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni.

Lesa meira
 
Menntun núna ráðstefnur á Ísafirði og Reykjavík október 2014

3.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntun núna!

Ráðstefnur um íslenskukennslu og samfélagsaðlögun fyrir innflytjendur á Ísafirði og í Breiðholti í Reykjavík í tengslum við tilraunaverkefnið Menntun núna í  Breiðholti og Norðvestur kjördæmi 

Lesa meira
 
Á dvalarheimili

2.10.2014 Velferðarráðuneytið Ólíkar aðstæður karla og kvenna á hjúkrunarheimilum

Margvíslegur munur er á högum og aðstæðum karla og kvenna á hjúkrunarheimilum, hvort sem í hlut eiga íbúar eða starfsfólk. Fjárhagslega bera konur að jafnaði minna úr býtum, hvort sem litið er til launa eða lífeyris. Þetta kemur fram í lokaskýrslu velferðarráðuneytisins um kynjaða hagstjórn sem fjallar um hjúkrunarheimili.

Lesa meira
 

2.10.2014 Velferðarráðuneytið Norræn ráðstefna um geðheilsu barna og unglinga

Geðheilsa og vellíðan barna og unglinga: Stefna og framtíðarsýn á Norðurlöndum er umfjöllunarefni ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 8. október næstkomandi. Aðalfyrirlesarar eru Arne Holte, prófessor við Óslóarháskóla, og Jonathan Campion sem meðal annars hefur starfað sem ráðgjafi breska heilbrigðisráðuneytisins á sviði geðheilbrigðismála.

Lesa meira
 
Haustlauf

1.10.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu 3. október

Velferðarráðuneytið stendur fyrir norrænni ráðstefnu um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu á Nauthól 3. október undir yfirskrifinni; Ný hugsun og þróun heimaþjónustu í hinum vestræna heimi. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á vefnum.

Lesa meira
 
Skipulag

1.10.2014 Velferðarráðuneytið Sameining heilbrigðisstofnana tók gildi í dag

Formleg sameining heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum tók gildi í dag 1. október. Yfirstjórnum heilbrigðisstofnana fækkar um átta og aðeins ein heilbrigðisstofnun starfar í hverju heilbrigðisumdæmi þótt starfsstöðvar séu víða.

Lesa meira
 

1.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.
Lesa meira
 

30.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Breyting á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna innanlands

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

30.9.2014 Velferðarráðuneytið Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Alls er úthlutað 132 milljónum króna til 11 verkefna sem eiga að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar.

Lesa meira
 

30.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman greinargerð um þær umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði sem standa fyrir dyrum á komandi löggjafarþingi. Umbæturnar eru einar þær viðamestu sem ráðist hefur verið í á lagalegri umgjörð íslensks fjármálamarkaðar.
Lesa meira
 

29.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. 

Lesa meira
 

29.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Erlendur Sveinsson skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands

Erlendur er kvikmyndagerðarmaður og hefur komið að starfsemi Kvikmyndasafns Íslands um áratugaskeið.

Lesa meira
 

29.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda. Skýrslan er til upplýsingar fyrir haghafa, þ.e. neytendur, lánveitendur, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Lesa meira
 

29.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um vistun ungra fanga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára. Unnt er að veita umsögn um reglugerðardrögin til 10. október og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

26.9.2014 Forsætisráðuneytið Páll Þórhallsson tekur við formennsku í stjórnarskrárnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað Pál Þórhallsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, nýjan formann stjórnarskrárnefndar. Páll tekur við formennsku af Sigurði Líndal, prófessor emeritus, sem nýlega fékk lausn frá störfum að eigin ósk.

Lesa meira
 

26.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Albaníu undirritaður

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Albaníu til að komast hjá tvísköttun og nær samningurinn til tekjuskatta.  

Lesa meira
 
Ferðamenn á göngu.

26.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.
Lesa meira
 

26.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Terry Jester CEO Silicor Materials

26.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingarsamningur um byggingu sólarkísilverksmiðju undirritaður

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingarsamning við Silicor Materials hf. um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. Við sama tilefni undirritaði ráðherra jafnframt yfirlýsingu um sókn á sviði nýsköpunar á sviði efnistækni, m.a. ál- og kísilvinnslu.

Lesa meira
 

26.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til 10. október næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Embætti landlæknis

26.9.2014 Velferðarráðuneytið Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
 

25.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla AGS um virðisaukaskatt og vörugjöld á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt skýrslu sína „Modernizing the Icelandic VAT“. Í skýrslunni er fjallað um umbætur á íslenska virðisaukaskattskerfinu, en úttekt AGS var unnin að beiðni íslenskra stjórnvalda.
Lesa meira
 

25.9.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Í dag hélt forsætisráðherra ræðu á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn, sem haldið var til hliðar við allsherjarþing Sameinuðþjóðanna, en Ísland var fyrsta ríkið til að fullgilda samninginn sem hamla mun gegn ólögmætum vopnaviðskiptum og treysta mannréttindi og mannúðarlög frekar í sessi. 
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

25.9.2014 Velferðarráðuneytið Stjórnsýsla félagsþjónustu og barnaverndar verði skerpt og skýrð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Skipuð hefur verið nefnd til að annast útfærslu verkefnisins.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir fundaði um almenningssamgöngur með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga.

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Farþegum hefur fjölgað á nánast öllum leiðum almenningssamgöngukerfisins

Efling almenningssamgangna á landsbyggðinni í kjölfar þess að sérleyfakerfið var lagt niður var umræðuefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á fundi með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem haldinn var í gær í tengslum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú stendur á Akureyri.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng í dag.

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Kynnti sér framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag miðstöð Vegagerðarinnar á Akureyri og skoðaði einnig framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng. Alls hafa verið sprengdir tæplega 2.700 metrar Eyjafjarðarmegin í göngunum en greftri þar var hætt í lok ágúst og byrjað að bora í Fnjóskadal og eru gangamenn komnir vel á annað hundrað metra inn þeim megin.

Lesa meira
 

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti héraðsdómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara.

Lesa meira
 
haestirettur

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti hæstaréttardómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu landsþingsins í dag.

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Hvítbók um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins fyrir áramót

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri nú síðdegis og flutti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræðu við upphaf þingsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambandsins, setti þingið en yfirskrift þess er áskoranir í bráð og lengd. Um 200 manns voru við þingsetninguna en þingið stendur fram á föstudag.

Lesa meira
 

24.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ofanflóðagarðar vígðir í Bolungarvík

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega ný snjóflóðamannvirki í Traðarhyrnu í Bolungarvík við hátíðlega athöfn um helgina. Þar með er lokið gerð og frágangi ofanflóðavarna í Bolungarvík.

Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson á World e-ID

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki byggja á traustri grunngerð

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug unnið að því að búa til trausta grunngerð um rafræna þjónustu sem er tvímælalaust hagkvæmt til lengri tíma litið. Hluti af því er markviss uppbygging á grunngerð fyrir rafræn skilríki sem hófst hér á landi eftir að lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt um síðustu aldamót.  Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem í dag flutti lykilræðu á World e-ID Congress, tíundu heimsráðstefnunni um rafræn skilríki sem fram fer í Marseille í Frakklandi.

Lesa meira
 

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki byggja á traustri grunngerð

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug unnið að því að búa til trausta grunngerð um rafræna þjónustu sem er tvímælalaust hagkvæmt til lengri tíma litið. Hluti af því er markviss uppbygging á grunngerð fyrir rafræn skilríki sem hófst hér á landi eftir að lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt um síðustu aldamót.  Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem í dag flutti lykilræðu á World e-ID Congress, tíundu heimsráðstefnunni um rafræn skilríki sem fram fer í Marseille í Frakklandi.
Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra sendir réttarfarsnefnd og stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd erindi vegna símahlustunar

Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra.

Lesa meira
 

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ræddi stöðu efnahagsmála í London

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti í gær erindi á fundinum Iceland‘s Bright Future sem fram fór í London á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. 

Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Reglugerð um flýtimeðferð hælisumsókna gefin út

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um hvaða skilyrði geta verið fyrir sérstakri málsmeðferð umsækjenda um hæli hér á landi, svokallaða flýtimeðferð. Í flýtimeðferð felst að ekki er talin þörf á fullri efnismeðferð umsóknar um hæli, afgreiðslu umsóknar er forgangsraðað á undan öðrum umsóknum og/eða frestir í málsmeðferðinni eru styttri en þegar mál hljóta fulla efnismeðferð, svo sem vegna gagnaöflunar.

Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Þingmannanefnd vinnur að umbótum í útlendingamálum

Þverpólitísk þingmannanefnd sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði endurskoðar nú lög um útlendinga og er stefnt að því að frumvarp til nýrra útlendingalaga verði lagt fyrir Alþingi á komandi vetri. Nefndina leiðir Óttarr Proppé alþingismaður. Auk hans sitja í nefndinni alþingismennirnir Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Lesa meira
 
Byggingakranar.

24.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp til nýrra laga um byggingarvörur

Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um byggingarvörur sem felur í sér nýja heildarlöggjöf á þessu sviði verði frumvarpið að lögum. Tilgangurinn með löggjöfinni er að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um eiginleika byggingarvara með tilliti til þeirra grunnkrafna sem mannvirkjum er ætlað að uppfylla, t.d. um öryggi og hollustu.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Hermann Ottósson

23.9.2014 Velferðarráðuneytið Samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, undirrituðu í gær samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári.

Lesa meira
 

23.9.2014 Forsætisráðuneytið Ræða forsætisráðherra á leiðtogafundi um loftslagsmál

Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu. Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar jarðhitaáætlunar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðabankann. 

Lesa meira
 

23.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Frumvarpið er til komið vegna skuldbindinga Íslands vegna EES samningsins. 

Lesa meira