Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

30.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti listdansstjóra laust til umsóknar

Embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins er laust til umsóknar. Hlutverk Íslenska dansflokksins er að sýna listdans, stuðla að nýsköpun í innlendri listdanssmíði og vera að öðru leyti vettvangur til að efla og þróa danslist á Íslandi.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með miðvikudagsins 22. apríl 2015

Lesa meira
 
Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

30.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skipun forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Halldóru Vífilsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins til fimm ára frá 1. apríl 2015.

Lesa meira
 

30.3.2015 Forsætisráðuneytið 60% tilkynna ekki verðhækkanir

Sérfræðinganefnd á vegum Stjórnarráðsins leggur til, að seljendur verði skyldaðir til að tilkynna verðhækkanir á samningsbundinni vöru og þjónustu með góðum fyrirvara enda séu sjálfvirkar verðhækkanir oft framkvæmdar án þess að raunverulegur kostnaðarauki búi að baki.

Lesa meira
 
Holuhraun

30.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skaðleg áhrif eldgossins í Holuhrauni minni en óttast var í fyrstu.

Á málþingi sem haldið var 23. mars 2015, um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki kom fram að þrátt fyrir að gífurlegt magn mengunarefna hefði komið upp með gosinu, þá væru  líkurnar á að gosið hefði alvarlegar afleiðingar á lífríki og dýralíf minni en menn hafi óttast.

Lesa meira
 

30.3.2015 Utanríkisráðuneytið Úttekt Ríkisendurskoðunar staðfestir að sendiskrifstofur séu vel reknar

Utanríkisráðherra segir nýútkomna úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri og starfsemi sendiskrifstofa í öllum aðalatriðum jákvæða og að hún staðfesti það að þær séu vel reknar.

Lesa meira
 

30.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ársrit 2014 komið út

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út ársrit fyrir 2014 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins

Lesa meira
 

27.3.2015 Utanríkisráðuneytið Skipun sendiherra

Utanríkisráðherra skipaði hinn 18. mars sl. Estrid Brekkan, sendiráðunaut, í embætti sendiherra frá 1. ágúst nk. 

Lesa meira
 

27.3.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingarnar miða að því að gera lögin skilvirkari, m.a.  við að greina raunverulegan eiganda, útfærslu áreiðanleikakannana og skilgreiningu á millifærslu fjármuna. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 8. apríl næstkomandi.

Lesa meira
 

27.3.2015 Velferðarráðuneytið Árni Sverrisson, forstjóri Sólvangs, lætur af störfum.

Árni Sverrisson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs, lætur af störfum 31. mars nk. að eigin ósk. Árni hóf störf á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði árið 1980 og var forstjóri sjúkrahússins frá 1985.  Árni tók einnig við stöðu forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs árið 2006 þegar þessar tvær stofnanir voru sameinaðar.

Lesa meira
 

27.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Óskað eftir umsögnum um grænbók Evrópusambandsins um fjármálamarkaðsbandalag

Fjármála- og efnhagsráðuneytið óskar eftir umsögnum haghafa um grænbók Evrópusambandsins um stofnun fjármálamarkaðsbandalags (e. Capital Markets Union) sem kom út 18. mars sl.
Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

27.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 26. mars 2015

Fyrir ári síðan, á þessum stað og af sama tilefni nefndi ég að vor væri í lofti í íslensku efnahagslífi – við værum hægt og örugglega að endurheimta fyrri styrk. Frá þeim tíma hefur hefur margt áunnist, staðan haldið áfram að batna og útlitið er orðið allt annað en var fyrir einungis örfáum árum. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsen formaður SAF

26.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ábyrgðin er okkar allra

Í ræðu við opnun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áherslu á að ríkið, sveitarfélög, einkaaðilar og ferðaþjónustan bæru öll sameiginlega ábyrgð á verndun og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Vissulega væru skoðanir skiptar en hagsmunaárekstrar megi ekki koma í veg fyrir að niðurstaða náist.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal og Tryggvi Axelsson skrifuðu undir árangursstjórnunarsamninginn.

26.3.2015 Innanríkisráðuneytið Skrifað undir árangursstjórnunarsamning Neytendastofu og innanríkisráðuneytis

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Neytendastofu. Samningurinn er til fimm ára og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli aðila og skerpa áherslur um stefnumótun,  framkvæmd verkefna og áætlunargerð.

Lesa meira
 

26.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Almenn viðmið um skólareglur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúið almenn viðmið um skólareglur. 

Lesa meira
 
Sauðkind

26.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Tækifæri í íslenskum landbúnaði samhliða aukinni alþjóðlegri eftirspurn

Fyrr í þessari viku gekk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá skipun starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með tillögur og ábendingar um það hvernig bregðast eigi við aukinni eftirspurn eftir matvælum og hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Starfshópurinn á jafnframt að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi. Þá mun starfshópurinn einnig huga að nýsköpun og markaðs- og sölumálum. 

Lesa meira
 

25.3.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini sem snýst meðal annars um ný ákvæði um reglulega endurmenntun atvinnubílstjóra. Einnig eru kynnt drög að námskrá um endurmenntunarsnámskeið. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 8. apríl næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

25.3.2015 Forsætisráðuneytið Rýmri heimildir til notkunar á þjóðfánanum

Heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu eru rýmkaðar í lagafrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi. 
Lesa meira
 
ESA

25.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ESA sátt við samninga um sölu og flutning raforku til kísilvers í Helguvík

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið mati á samningum Landsvirkjunar og Landsnets við United Silicon um sölu og flutning raforku og er niðurstaðan sú að þeir feli ekki í sér ríkisaðstoð.

Lesa meira
 

25.3.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um hækkun á verði happdrættismiða til kynningar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til kynningar drög að breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Snýst breytingin um hækkun á miðaverði. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn til og með 1. apríl næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Ofbeldi

25.3.2015 Velferðarráðuneytið Aðstoð við þolendur ofbeldis aukin á landsvísu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita geðsviði Sjúkrahússins á Akureyri framlag upp á 10 milljónir króna til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, svo sem vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis.

Lesa meira
 

25.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Auglýsing um staðfestingu úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest úthlutunarreglur Lánasjóða íslenska námsmanna fyrir námsárið 2015 - 2016

Lesa meira
 
Lyf

25.3.2015 Velferðarráðuneytið Drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér fram til umsagnar drög að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra útbjó drög að reglugerðinni sem ætlað er að fella úr gildi reglugerðir nr. 91/2001 og nr. 111/2001.

Lesa meira
 

25.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Veflæg upplýsingaveita opnuð um símenntun og starfsþróun kennara

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði formlega, þann 19. mars sl., upplýsingaveitu um fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum.

Lesa meira
 
Lítið barn fær vítamín

24.3.2015 Utanríkisráðuneytið Mælt fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu

Frumvarpið er byggt á vinnu starfshóps sem studdist m.a. við úttekt á skipulagi þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðar- og mannúðaraðstoð og eru breytingarnar einkum stjórnskipulegs eðlis,

Lesa meira
 

24.3.2015 Velferðarráðuneytið Um 38 milljónum króna úthlutað í verkefnastyrki á sviði heilbrigðismála

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun 38 m.kr. til 24 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála. Auglýst var eftir umsóknum í október síðastliðnum og bárust 47 umsóknir. 

Lesa meira
 

24.3.2015 Velferðarráðuneytið Um 167 milljónum króna úthlutað í verkefnastyrki á sviði félagsmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið úthlutun 46 verkefna- og rekstrarstyrkja, að upphæð 167 m.kr., til félagasamtaka sem starfa á sviði félagsmála. Þar af eru sjö styrkir til félagasamtaka sem hafa verið með 1–2ja ára samninga sem nema samtals 82 m.kr.

Lesa meira
 

24.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Flestir samþykktu leiðréttingu húsnæðislána fyrir tilskilinn frest

Þriggja mánaða frestur til þess að samþykkja ráðstöfun leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána rann út á miðnætti hjá þeim umsækjendum um leiðréttingu sem gátu samþykkt hana frá 23. desember sl. Af þessum hópi samþykktu 99,4% ráðstöfun leiðréttingarinnar. 553 einstaklingar samþykktu ekki ráðstöfunina. 

Lesa meira
 

24.3.2015 Forsætisráðuneytið Samræmingarnefnd sett á fót

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd, samræmingarnefnd, er fjalli m.a. um stjórnarfrumvörp sem fyrirhugað er að leggja fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. 

Lesa meira
 

23.3.2015 Utanríkisráðuneytið Fundað með aðstoðarframkvæmdastjóra OCHA

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Kyung-wha Kang, aðstoðarframkvæmdastjóra samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA.
Lesa meira
 

23.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Launaþróun stéttarfélaga utan heildarsamtaka

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti upplýsingar um launaþróun þeirra stéttarfélaga sem standa utan heildarsamtaka með sambærilegum hætti og er að finna í riti aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga“, sem birt var í febrúar 2015.

Lesa meira
 

20.3.2015 Utanríkisráðuneytið Norðurlöndin efld á alþjóðavettvangi

Samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnti á Alþingi skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2014. Ísland fór með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á síðastliðnu ári og hafði tækifæri til að leggja mark sitt á norrænt samstarf til næstu ára.
Lesa meira
 

20.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Áfangaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað fjármála- og efnahagsráðherra áfangaskýrslu. 
Lesa meira
 

20.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Nám í alþjóðlegum menntaskóla í Noregi

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

20.3.2015 Velferðarráðuneytið Norðurlöndin efld á alþjóðavettvangi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnti á Alþingi í gær skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2014. Norrænt samstarf felst einkum í miðlun reynslu og upplýsinga um aðgerðir landanna og niðurstöður sem snerta sameiginleg úrlausnarefni.

Lesa meira
 

20.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umfang og hagræn áhrif íþrótta á Íslandi

Nærri helmingur landsmanna eru félagar í ÍSÍ, skráð velta íþróttahreyfingarinnar er um 16 milljarðar kr. á ári og heildarvelta íþróttastarfsins er umtalsvert meiri en skráð velta gefur til kynna.

Lesa meira
 

20.3.2015 Innanríkisráðuneytið Ljósleiðarahringtenging um Snæfellsnes og Vestfirði boðin út

Auglýst hefur verið á vef Ríkiskaupa útboð á ljósleiðaratengingum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum en innanríkisráðherra fól fjarskiptasjóði fyrir skemmstu að stuðla að bættu öryggi fjarskipta á þessum landsvæðum. Stefnt er að því að unnt verði að skrifa undir verksamninga í byrjun maí.

Lesa meira
 
Í læknisskoðun

20.3.2015 Velferðarráðuneytið Verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu skipuð

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.

Lesa meira
 
Merki Kvískerjasjóðs

20.3.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2015. Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina. Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk.
Lesa meira
 

20.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Hægt að spara verulega með sameiginlegum innkaupum

Hægt er að spara 2-4 milljarða króna á ári í innkaupum ríkisins með því að leggja áherslu á sameiginleg innkaup, örútboð og skuldbindandi viðskipti við færri birgja. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í fyrravor. Hópurinn hefur unnið greiningu á vöru- og þjónustuinnkaupum ríkisins, auk þess að skoða leiðir til að gera núverandi innkaupsaðferðir markvissari og árangursríkari. 

Lesa meira
 

19.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Vinnuferð mennta- og menningarmálaráðherra til Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra fer til Kína 20. mars í vinnuferð ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins og fleirum. Einnig verða í för aðilar frá Marel og Orku Energy.

Lesa meira
 
Skátar stíga græn skref

19.3.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skátar komast á græna grein

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti á þriðjudag af stokkunum verkefninu „Skátafélag á grænni grein“ með því að afhenda fulltrúum Skátafélagsins Árbúum fyrsta eintakið af gátlista og veggspjaldi, þar sem skrefin sjö að „Græna skildinum“ eru tíunduð.

Lesa meira
 
Boston VII

19.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Boston.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti

„Seafood  Expo North America“

í Boston um nýliðna helgi, þar sem m.a. íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. 

Lesa meira
 
Norræn velferðarvakt

19.3.2015 Velferðarráðuneytið Viðbrögð við vá og þróun norrænna velferðarvísa

Í gær var haldinn kynningarfundur í velferðarráðuneytinu um norrænu velferðarvaktina. Kynntar voru rannsóknir verkefnisins og nýtt vefsvæði opnað. Verkefnið, sem nær til þriggja ára, má rekja til íslensku velferðarvaktarinnar og var því ýtt úr vör á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. 

Lesa meira
 

19.3.2015 Utanríkisráðuneytið Bjargfastur grunnur að utanríkisstefnu Íslands

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál

Lesa meira
 

19.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla nefndar um skuggabankastarfsemi

Nefnd um skuggabankastarfsemi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í apríl 2014 hefur skilað skýrslu til ráðherra. Nefndini var falið að kortleggja skuggabankakerfið á Íslandi, hugsanleg áhrif aukinna krafna á fjármálafyrirtæki á aðra þætti fjármálakerfisins og alþjóðlega þróun á þessu sviði.

Lesa meira
 

19.3.2015 Utanríkisráðuneytið Ágúst Bjarni til tímabundinna verkefna

Ráðning Ágústs Bjarna á skrifstofu ráðherra stendur í einn mánuð og hóf hann störf í gær, 18. mars. 

Lesa meira
 

18.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.

Lesa meira
 

18.3.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra áréttar að virða beri sjálfstæði og fullveldi landamæra Úkraínu

Í tilefni þess að ár er liðið frá ólöglegri innlimun Rússlands á Krímskaga, ítrekar Gunnar Bragi Sveinsson fordæmingu á hernaðaraðgerðum Rússlands á Krímskaga í febrúar og mars 2014 og ólögmætri atkvæðagreiðslu þar.
Lesa meira
 

18.3.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Frumvarp um veiðigjöld enn í vinnslu.

Samráðsnefnd þingmanna um veiðigjöld verður kölluð saman til umfjöllunar um fyrirhugaðar ákvarðanir um sérstakt veiðigjald þegar þær liggja fyrir.
Lesa meira
 

18.3.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Niðurstöður úttekta á Waldorfskólanum í Lækjarbotnum og tveimur leikskólum

Birtar hafa verið skýrslur með niðurstöðum úttekta á starfsemi leikskólanna Óskalands í Hveragerði og Andabæjar í Borgarbyggð, og Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í Kópavogi.

Lesa meira