Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Sigurður Ingi Jóhannsson

30.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Yfirlit um þingmál sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram 14 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi. Alls samþykkti þingið 11 af þessum frumvörpum auk þingsályktunartillögunnar.

Lesa meira
 
Matvælastofnun

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Jón Gíslason skipaður forstjóri Matvælastofnunar til næstu fimm ára

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Matvælastofnunar frá 1. ágúst til næstu fimm ára samkvæmt lögum nr. 80/2005 um stofnunina.

Lesa meira
 
Fiskistofa

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Höfuðstöðvar Fiskistofu verða á Akureyri frá 1. janúar 2016

Höfuðstöðvar Fiskistofu munu flytjast til Akureyrar um næstu áramót og er þetta í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.

Lesa meira
 
Fundað á Þingvöllum

29.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfisráðherrar Íslands og Frakklands funda á Þingvöllum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Ségolène Royal, ráðherra umhverfis- og orkumála í Frakklandi, á Þingvöllum í gær, 28. júlí.

Lesa meira
 
Ségolène Royal og Ragnheiður Elín við Bláa lónir

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ségolène Royal á Reykjanesi í boði iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands, áttu í dag hádegisverðarfund í Bláa lóninu. Þetta var í þriðja sinn sem ráðherrarnir hafa fundað, en þeir tveir fyrri áttu sér stað í París fyrr á þessu ári og í fyrra í tengslum við ráðstefnur Fransk-íslenska verslunarráðsins um nýsköpun, ferða- og orkumál.
Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Yfirlit yfir þingmál iðnaðar- og viðskiptaráðherra á síðasta þingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram 16 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi.  Auk þess lagði hún fram tvær skýrslur og svaraði 31 fyrirspurn frá þingmönnum. 

Lesa meira
 

28.7.2015 Velferðarráðuneytið Ánægja og vinátta í keppninni

Þessa dagana, 25. júlí-3. ágúst, fara fram Alþjóðasumarleikar Special Olympics í Los Angeles, en þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, er heiðursgestur á leikunum auk Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur fulltrúa Samherja, sem er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi auk Íslandsbanka. 

Lesa meira
 

27.7.2015 Velferðarráðuneytið Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit sem áætlað er að taka í notkun í febrúar á næsta ári. Núverandi heilsugæsla er rekin í gömlu íbúðarhúsi sem hentar illa starfseminni. Trésmiðjan Rein ehf. sem byggir húsnæðið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna.

Lesa meira
 

24.7.2015 Utanríkisráðuneytið Samkomulag um niðurfellingu tolla á upplýsingatæknivörum

Samkomulag náðist í dag á milli tæplega 50 þátttökuríkja WTO í viðræðum um útvíkkun svokallaðs upplýsingatæknivörusamnings (ITA-samningsins) um niðurfellingu tolla á rúmlega 200 upplýsingatæknivöruflokkum.

Lesa meira
 
Kristján Oddsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Páll Matthíasson og Ásbjörn Jónsson

23.7.2015 Velferðarráðuneytið Aukið samstarf Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands um þjónustu við konur með brjóstakrabbamein

Landspítali og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér aukið samstarf þeirra á milli á sviði hefðbundinnar krabbameinsleitar í brjóstum og sérhæfðrar þjónustu við konur með brjóstakrabbamein. Markmiðið er að auka samhæfingu og bæta þjónustu.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi í heimsókn í grunnskóla í Mangochi

23.7.2015 Utanríkisráðuneytið Ísland í samstarfi við Malaví í 25 ár

Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Malaví þar sem Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu í 25 ár. Á meðan heimsókninni stóð fundaði Gunnar Bragi með ráðamönnum í Malaví auk þess sem hann heimsótti Mangochi hérað, en íslensk stjórnvöld hafa stutt við uppbyggingu þar um árabil. 
Lesa meira
 

23.7.2015 Utanríkisráðuneytið Vegna "5 ríkja samráðs" um fiskveiðar í Norður Íshafi

Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. 

Lesa meira
 
Ungur drengur

21.7.2015 Velferðarráðuneytið Yfirlýsing um móttöku flóttafólks

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráðherraráðið í Brussel um að taka á móti 50 flóttamönnum samtals á þessu og næsta ári. Ísland verður þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku kvótaflóttafólks. Yfirlýsingin er birt með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjármögnun verkefnisins.

Lesa meira
 

21.7.2015 Utanríkisráðuneytið Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna framlengdur

Utanríkisráðuneytið er að leggja lokahönd á mótun nýrra verklagsreglna um samstarf við borgarasamtök. Þær verða birtar á næstu dögum. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna hefur því verið framlengdur til miðnættis 25. ágúst 2015.

Lesa meira
 

21.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar.

Lesa meira
 

20.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Frumvarp um vigtun sjávarafla og fleira lagt fram til umsagnar

Umsagnir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 2015.

Lesa meira
 

20.7.2015 Utanríkisráðuneytið Samningaviðræðum um Uppbyggingarsjóð EES lokið

Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES (Ísland, Noregur og Liechtenstein) og ESB um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið en fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.

Lesa meira
 

17.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58%

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst nk. um 3,58%, nema smjör sem hækkar um 11,6%.
Lesa meira
 

17.7.2015 Innanríkisráðuneytið Nýskipan ákæruvalds með nýju embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara

Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.) var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er taki til starfa 1. janúar 2016 og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma.

Lesa meira
 
Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi

17.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðu ráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu

Samþykkt var á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu, sem nú stendur yfir á Möltu, að Ísland boði til sérstaks fundar háttsettra embættismanna vegna stöðunnar í viðræðum strandríkja um deilistofna. Markmiðið með fundinum er að gaumgæfa nýjar leiðir sem gætu leitt til samninga um deilistofna, en um engan þeirra er nú gildandi samningur. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sem lagði til að halda sérstakan fund um deilistofnana, en hingað til hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum um þá.
Lesa meira
 

17.7.2015 Innanríkisráðuneytið Undirbúningur hafinn vegna breytinga á lögræðislögum

Hinn 1. júlí sl. samþykkti Alþingi lög sem fela í sér breytingar á ákvæðum lögræðislaga. Markmið laganna er að bæta framkvæmd lögræðislaga og tryggja að lagaumhverfi og verklag sé í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar en breytingin er meðal annars liður í undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 

Lesa meira
 
Gunnar Bragi flytur stefnuræðu Íslands í Addis Ababa

17.7.2015 Utanríkisráðuneytið Niðurstaða þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar í Addis Ababa

Á miðvikudagskvöld samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna niðurstöðuskjal þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar sem lauk í gær í Addis Ababa í Eþíópíu. Niðurstaðan felur í sér alþjóðlegt samkomulag um fjármögnun þróunar sem stuðli að hagvexti og félagslegri þróun með tilliti til umhverfisverndar.

Lesa meira
 
Landspítali

16.7.2015 Velferðarráðuneytið Hagstæð tilboð í hönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala

Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítala voru opnuð í dag. Lægsta tilboðið átti Corpus 3 sem bauð tæpa 1,4 milljarða króna. Það er um 51% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á rúma 2,7 milljarða. Fjögur tilboð bárust og voru öll umtalsvert lægri en kostnaðaráætlunin.

Lesa meira
 
Læknisskoðun

16.7.2015 Velferðarráðuneytið Ný reglugerð um gæði og öryggi sjúkraskráa

Tekið hefur gildi ný reglugerð um sjúkraskrár sem kveður á um færslu sjúkraskrárupplýsinga og örugga meðferð þeirra, svo sem varðveislu og aðgang að þeim. Reglugerðin markar tímamót, því þar með verður unnt að opna að fullu fyrir samtengingu sjúkraskráa milli heilbrigðisstofnana í samræmi við markmið um öryggi sjúklinga og meðferð þeirra.

Lesa meira
 

16.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hækkun tolla skýrist af hækkun SDR gengis

Við ákvörðun tolla er miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára.
Lesa meira
 
Gunnar Bragi flytur stefnuræðu Íslands í Addis Ababa

15.7.2015 Utanríkisráðuneytið Gunnar Bragi flutti ræðu Íslands í Addis Ababa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu Íslands á þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin er i Addis Ababa 13 - 16 júlí. Í ræðu sinni lagði Gunnar Bragi áherslu á mikilvægi baráttu gegn fátækt og hungri í fátækustu ríkjum heims. Gunnar Bragi greindi frá því að staða Íslands væri önnur en margra annarra vestrænna ríkja þar sem Ísland hafi áður verið þróunarríki og þróun okkar megi m.a rekja til sjálfbærar nýtingu hafsins, endurnýjanlegrar orku og landgræðslu og því séu þetta meðal áherslusviða Íslands í þróunarsamvinnu. 

Lesa meira
 
Sauðkind

15.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt viðbótarfjármagn til sauðfjárveikivarnargirðinga til að bæta úr brýnustu þörfinni.

Bændur og dýralæknar eru uggandi yfir því að riða kunni að breiðast út frá því svæði, einkum vegna lélegs ástands sauðfjárveikivarnargirðinga, yfir á svæði sem hafa verið hrein eða þar sem ekki hefur greinst riða á undanfarin ár.

Lesa meira
 

15.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla starfshóps vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi

Alþingi samþykkti þingsályktun nr. 5/143, dagsett 19. desember 2013, sem fól mennta- og menningarmálaráðherra í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur.

Lesa meira
 
Börn

15.7.2015 Velferðarráðuneytið Tilmæli Evrópuráðsins um barnvæna félagsþjónustu

Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur gefið út tilmæli um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu. Tilmælunum fylgir leiðarvísir með hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu þannig að tekið sé tillit til réttinda, hagsmuna og þarfa barna. Efnið er aðgengilegt á íslensku á vef velferðarráðuneytisins.

Lesa meira
 
Vinnumálastofnun

14.7.2015 Velferðarráðuneytið Atvinnuleysi 2,6% í júní

Samtals voru 4.757 manns skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júní sl. og hafði þá fækkað um 400 frá í maí. Skráð atvinnuleysi var 2,6% í júní. Að meðaltali voru 2.086 karlar á atvinnuleysisskrá (2,1%) en 2.671 kona (3,2%). Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástand í júní.

Lesa meira
 

14.7.2015 Utanríkisráðuneytið Áhersla á jafnréttismál og endurnýjanlega orku í fjármögnun þróunarsamvinnu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin er í Addis Ababa, Eþíópíu dagana 13. - 16. júlí.

Lesa meira
 

11.7.2015 Forsætisráðuneytið Heildarfriðlýsing Hvanneyrar

Forsætisráðherra undirritaði í dag skjal til vitnis um heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarbyggð og markar friðlýsingin tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem heildarfriðlýsing ákveðinnar byggðar með byggingum, minjum og mannvistarleifum innan afmarkaðs svæðis á sér stað. Friðlýsinguna kynnti ráðherra á menningarhátíð Hvanneyrar sem haldin var í dag, laugardag.

Lesa meira
 

10.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara Fjölbrautarskóla Snæfellinga

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Hrafnhildi Hallvarðsdóttur í embættið til fimm ára
Lesa meira
 

10.7.2015 Utanríkisráðuneytið Varað við ferðum til Túnis

Ráðuneytið ráðleggur fólki að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna og Bretlands, þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. 

Lesa meira
 

10.7.2015 Innanríkisráðuneytið Skipun starfshóps um eftirfylgni við innleiðingu á samningum gegn spillingu og mútum

Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að bregðast við tilmælum og ábendingum um innleiðingu alþjóðasamninga hér á landi um aðgerðir gegn spillingu og mútum. Hópurinn á einnig að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og upplýsa þau um aðgerðir vegna athugasemda viðkomandi alþjóðastofnana. Loks er hópnum ætlað að sjá um samskipti við stofnanirnar og undirbúa fyrirhugaðar úttektir á vegum þeirra.

Lesa meira
 
haestirettur

10.7.2015 Innanríkisráðuneytið Embætti hæstaréttardómara laust til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Stefnt er að því að skipa í embættið frá og með 1. október 2015 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

10.7.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra fundaði með forvígismönnum Evrópusambandsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundaði í gær í Brussel með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og í morgun með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs sambandsins.

Lesa meira
 

9.7.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra í heimsókn til Brussel

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun eiga fundi með forvígismönnum Evrópusambandsins í Brussel síðar í dag og á morgun.

Lesa meira
 

8.7.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingareglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum er nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 22. júlí nk.

Lesa meira
 
Bílar

8.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leiga á einkabílum - reglugerð til umsagnar

Ný lög um leigu skráningarskyldra ökutækja voru samþykkt á Alþingi þann 30. júní síðastliðinn en lögin taka nú til dæmis til útleigu á öllum skráningarskyldum ökutækjum ásamt því að veita Samgöngustofu ríkari eftirlitsheimildir með starfsemi leiganna. Einnig er nýmæli að heimila leigu einkabíla að tilstuðlan leigumiðlana, svokallaðra einkaleiga. Ný reglugerð á grundvelli laganna mun fljótlega taka gildi og eru drög að henni nú birt og óskað eftir umsögnum.

Lesa meira
 

8.7.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Yfirlit yfir þingmál fjármála- og efnahagsráðherra á nýafstöðnu þingi

Á þinginu í vetur lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram  20 lagafrumvörp, misjafnlega efnismikil.  Alls samþykkti þingið 17 af þessum frumvörpum en tvö þeirra eru enn í umfjöllun nefndar.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi og Dr. David Malone

7.7.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra tekur á móti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, HSÞ, Dr. David Malone átti í gær fund með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, en Malone er á Íslandi til að kynna sér starfsemi skóla HSÞ á Íslandi

Lesa meira
 

7.7.2015 Utanríkisráðuneytið Breytingar í utanríkisþjónustunni

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni
Lesa meira
 

6.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur skipaður vegna athugunar á samþættingu stofnana á sviði náttúruverndar og landgræðslu  

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.

Lesa meira
 
Zsuzsanna Jakab

5.7.2015 Velferðarráðuneytið Andstaða við bólusetningar er dauðans alvara

Andstaða ákveðinna hópa við bólusetningu barna er verulegt vandamál sem verður að berjast gegn með fræðslu til foreldra og vandaðri upplýsingagjöf um mikilvægi bólusetningar. Zsuzsanna Jakab, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO, gerði þetta að umtalsefni á nýafstöðnum fundi smáríkja í Andorra.

Lesa meira
 
INSPIRE. Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun landupplýsinga.

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar

Skýrslur vinnuhópa vegna innleiðingar INSPIRE verkefnisins um stafrænar landupplýsingar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands.

Lesa meira
 

3.7.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki fyrir farsíma örugg

Öryggisgalli í Samsung Galaxy snjallsímum hefur ekki áhrif á öryggi rafrænna skilríkja í tækjunum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga hjá ráðgjafafyrirtækjunum Admon og Syndis sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir að ályktaði um málið eftir að öryggisfyrirtækið NowSecure greindi frá öryggisgallanum á dögunum.

Lesa meira
 
Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR

3.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Matís og Tilraunastöð HÍ að Keldum verða tilvísunarrannsóknarstofur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í vikunni gert þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlutverki tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að uppfylla skyldu samkvæmt EES-samningnum á sviði matvælaöryggis. 

Lesa meira
 

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarpið, sem er í samræmi við bráðabirgðaákvæði laganna, felur m.a. í sér endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi garðsins og eru réttaráhrif stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins skýrð.

Lesa meira