Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

22.5.2015 Velferðarráðuneytið Ábendingar Ríkisendurskoðunar um stöðu barnaverndar

Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á stöðu barnaverndarmála á Íslandi að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Velferðarráðuneytið er komið vel á veg með vinnu við ýmsar úrbætur sem stofnunin telur nauðsynlegar. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir ábendingar Ríkisendurskoðunar gagnlegar og að unnið verði í samræmi við þær.

Lesa meira
 

22.5.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lagt til að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. janúar 2016

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis – og auðlindaráðherra  hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem varðar frestun gildistöku laga nr. 60/2013 um náttúruvernd til 1. janúar 2016. Jafnframt hyggst ráðherra mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd næsta haust, sem felur í sér endurskoðun á náttúruverndarlögum. Þetta er gert til að tryggja að frumvarp um náttúruvernd fái  fullnægjandi umfjöllun á Alþingi.

Lesa meira
 

22.5.2015 Innanríkisráðuneytið Umtalsverðar breytingar fyrirsjáanlegar á reglum á sviði persónuverndar

Innanríkisráðuneytið vinnur nú að greiningu á drögum að breytingum á tilskipun Evrópusambandsins um persónuvernd en á henni byggjast lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Markmið endurskoðunarinnar er að aðlaga reglur á þessu sviði þeim breytingum sem orðið hafa á upplýsingatækni og er ljóst að fyrirsjáanlegar eru umtalsverðar breytingar hérlendis á sviði regluverks um persónuvernd.

Lesa meira
 

22.5.2015 Forsætisráðuneytið Útför Halldórs Ásgrímssonar

Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi fimmtudag 28. maí kl. 13:00, frá Hallgrímskirkju.
Lesa meira
 

22.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

22.5.2015 Utanríkisráðuneytið Málefni hafsins og endurnýjanleg orka í brennidepli norðurslóðasamstarfs Íslands og Bandaríkjanna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu fund í Washington í gær um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, varnar- og öryggismál, málefni norðurslóða ofl.
Lesa meira
 

21.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Kjarasamningar og efnahagsmál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál. Samtektin er unnin út frá greiningu frá Seðlabanka Íslands á nokkrum sviðsmyndum vegna kjarasamninga.

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sex nýir höfundar hljóta Nýræktarstyrki 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi í dag

Lesa meira
 

21.5.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um póstdreifingu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um framkvæmd póstþjónustu. Miðar breytingin meðal annars að því að draga úr kostnaði við dreifingu pósts. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 1. júní 2015 og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Evrópska háskólasvæðið 2015

Skýrsla um innleiðingu Bolognaferlisins

Lesa meira
 

21.5.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra styður þjóðarátak

Félög fólks með taugasjúkdóma og mænuskaða á Íslandi funduðu með forsætisráðherra í Stjórnarráðinu á miðvikudag, til að vekja athygli á þjóðarátakinu „Stattu með taugakerfinu“.  

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015

Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015.

Lesa meira
 

20.5.2015 Utanríkisráðuneytið Útskrift úr Jafnréttisskóla Háskóla SÞ

Í útskriftarhópnum eru fimm konur og fimm karlar sem koma frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu.

Lesa meira
 

20.5.2015 Utanríkisráðuneytið Áhersla á sjálfbæra orku fyrir kynslóðir framtíðar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um sjálfbæra orku. Að henni standa SÞ og SE4ALL-vettvangurinn en Ísland er í hópi sjö ríkja sem hafa stutt við rekstur hans, auk alþjóðastofnana á borð við SÞ.
Lesa meira
 
Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.

20.5.2015 Innanríkisráðuneytið Opinn fundur um Mannréttindadómstól Evrópu 27. maí

Innanríkisráðuneytið og Mannréttindastofnun HÍ standa fyrir fundi um mannréttindamál miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 12 og stendur til kl. 13.

Lesa meira
 
MEET IN REYKJAVIK

20.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók þátt í ferðamálaráðstefnu í Frankfurt

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti á þriðjudag IMEX ferðakaupstefnuna í Frankfurt sem fer fram dagana 19-21. maí. Var ráðherra boðið sérstaklega til kaupstefnunnar til þátttöku á IMEX 2015 Politicians Forum þar sem rúmlega 30 stjórnmálamenn og um 20 forystumenn úr greininni víðsvegar að úr heiminum komu saman.

Lesa meira
 

20.5.2015 Velferðarráðuneytið Kynbundinn launamunur rakinn til kynjaskiptingar starfa á vinnumarkaði

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnti í morgun á fundinum Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tekjuskattur einstaklinga - dreifing og áhrif á ríkissjóð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjuskattsgreiðslur einstaklinga og dreifingu eftir tekjutíundum að teknu tilliti til útsvars og vaxta- og barnabóta. 

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana 20. maí 2015

Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana, 2. tölublað 17. árgangs, er komið út á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar, undir forystu Peter Dohlman, tengist sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Kvennaskólann í Reykjavík laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 
Launajafnrétti - lógó

20.5.2015 Velferðarráðuneytið Kynbundinn launamunur fer minnkandi hér á landi

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnir í dag niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsóknina, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

19.5.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tekið á móti Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína fyrr í þessari viku. Meginefni fundarins voru málefni ferskvatns á Íslandi og í Kína.
Lesa meira
 
Mynd: Norden.org

19.5.2015 Utanríkisráðuneytið Halldórs Ásgrímssonar minnst

Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra lengst allra, frá 23. apríl 1995 til 15. september 2004 er hann varð forsætisráðherra.
Lesa meira
 

19.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðherra hefur ekki heimild til að ákveða hvaða dýralæknar skuli annast kjötskoðun

Í gær var farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann sjái til þess að yfirdýralæknir eða sjálfstætt starfandi dýralæknir verði fenginn til að starfa sem kjötskoðunarlæknir við slátrun grísa. Í lögum  um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 er Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit og er ráðherra því  óheimilt að taka slíka ákvörðun.

Lesa meira
 

19.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi

Með vísan til reglugerðar nr. 447/2015, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

Lesa meira
 

19.5.2015 Forsætisráðuneytið Halldór Ásgrímsson látinn

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 67 ára að aldri. Halldór sat á Alþingi í 31 ár og gegndi ráðherraembætti í rúm 19 ár.

Lesa meira
 
Launajafnrétti

18.5.2015 Velferðarráðuneytið Tímamótaupplýsingar um starfsframa og laun kynjanna

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir niðurstöður úr fyrstu samræmdu rannsókninni á kynbundnum launamun sem gerð hefur verið hér á landi og tekur til alls vinnumarkaðarins á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 20. maí næstkomandi kl. 8–10.

Lesa meira
 

18.5.2015 Utanríkisráðuneytið EES-ráðið fundar í Brussel

Rætt um framkvæmd EES-samningsins, innleiðingarhalla og viðræður um Uppbyggingarsjóð EFTA 

Lesa meira
 

18.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Störf fyrir unga sérfræðinga hjá Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna

Íslenska UNESCO nefndin auglýsir eftir umsóknum um störf hjá UNESCO í tengslum við UNESCO Young Professionals Programme 2015. 

Lesa meira
 

18.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sameiginleg yfirlýsing um háskólamál

Á ráðherrafundi evrópska háskólasvæðisins var sameiginleg yfirlýsing um háskólamál undirrituð. Að  frumkvæði Íslands var bætt við yfirlýsinguna krafa um skýrslu um framvindu umbóta í Hvíta-Rússlandi.

Lesa meira
 
Angela Merkel kanslari, Dr Chan framkvæmdastjóri WHO og Michael Møller, framkvæmdastjóri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf /-Mynd WHO

18.5.2015 Velferðarráðuneytið Bein útsending frá Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf

Í dag hófst 68. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem haldið er í Genf í Sviss og stendur yfir dagana 18.–26. maí. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra átti í morgun fund með framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu WHO þar sem þau ræddu meðal annars um framboð Íslands til setu í fastanefnd Evrópuskrifstofunnar.

Lesa meira
 
Grímar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson, Theodór Júlíusson og Ragnheiður Elín

18.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðherra á heimsfrumsýningu Hrúta

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var á föstudaginn viðstödd heimsfrumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Hrútar á Cannes-hátíðinni í Frakklandi.

Hátíðin er nú haldin í 68. skipti og er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims. Myndin var valin úr fjögur þúsund kvikmyndum sem ein af þeim 20 sem keppa til Un Certain Regard verðlaunanna í ár.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

15.5.2015 Velferðarráðuneytið Ekki fallið frá frumvarpi um stofnframlög

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki fallið frá áformum sínum um að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um stofnframlög vegna stuðnings við félagslegt húsnæði. Fréttir fjölmiðla um að frumvarpið hafi verið dregið til baka eiga ekki við rök að styðjast.

Lesa meira
 

15.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Húsnæði íslensku sýningarinnar í Feneyjum

Árið 1973 lýsti patríarkinn af Feneyjum því yfir að kirkjunni, sem sýningin er í, skyldi lokað sem vettvangi fyrir helgihald á vegum kirkjunnar og að eftir þann tíma nætti nota húsnæði hennar í öðrum, „veraldlegum“ tilgangi.

Lesa meira
 

15.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umræður um samstarf og hugsanlega sameiningu framhaldsskóla á Norðausturlandi

Markmiðið er að nemendur hafi jafnan og greiðan aðgang að fjölbreyttu framboði af gæðanámi og fullnægjandi þjónustu á landsvæðinu

Lesa meira
 

15.5.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin styrkir hátíðarhöld vegna kjörs Vigdísar Finnbogadóttur

Ríkisstjórnin samþykki í morgun að veita 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til hátíðardagskrár sem haldin verður á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní nk. Hátíðin er haldin í tilefni þess að hinn 29. júní 2015 verða 35 ár liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. 
Lesa meira
 

15.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ráðherrafundur um Bologna samstarfið

llugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp, stýrði fundi og tók þátt í umræðum á ráðherrafundi Bologna samstarfsins, sem nú stendur yfir í Yerevan

Lesa meira
 

14.5.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar NATO funda í Tyrklandi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Antalya Tyrklandi í dag.

Lesa meira
 
Fiskistofa

13.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Starfsmenn Fiskistofu munu geta valið hvort þeir starfa á Akureyri eða í Hafnarfirði

Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt starfsmönnum Fiskistofu  að hver og einn núverandi starfsmaður Fiskistofu í Hafnarfirði muni hafa val um það hvort hann hafi starfsstöð á Akureyri eða í Hafnarfirði, nái áform um flutning höfðustöðva til Akureyrar fram að ganga.

Lesa meira
 
Sauðkind

13.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Matvælalandið Ísland“ hefur mikla möguleika

Íslensk matvæli og matarmenning Íslendinga eru ein af grunnstoðum ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja á næstu fimm árum 80 milljón krónur árlega til verkefnisins „Matvælalandið Ísland“, en því er ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

Lesa meira
 
Lyf

13.5.2015 Velferðarráðuneytið Drög að nýrri lyfjastefnu til umsagnar

Óskað er eftir umsögnum um drög að lyfjastefnu til ársins 2020 sem birt hefur verið á vef velferðarráðuneytisins. Stefnumótunin er hluti af vinnu sem fram hefur farið í nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.

Lesa meira
 

13.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Rangfærslur um áform um sameiningu framhaldsskóla

Engin áform eru uppi í mennta- og menningarmálaráðuneyti um að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra
Lesa meira
 

13.5.2015 Utanríkisráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Georgíu

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu en samningurinn nær til tekjuskatta. 
Lesa meira
 

13.5.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný stjórn ÍSOR skipuð

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað stjórn Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR til fjögurra ára. Stjórnin hefur á hendi stjórn stofnunarinnar og samþykkir fjárhagsáætlun hennar og starfsáætlun fyrir eitt ár í senn.

Lesa meira
 
Tvísköttunarsamningur milli Ísland og Georgíu hefur verið undirritaður.

13.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Georgíu

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu en samningurinn nær til tekjuskatta. 

Lesa meira
 
Sjávarorka

12.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla um mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku

Fyrir réttu ári samþykkti Alþingi þingsályktun þar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra var falið að leggja mat á umfang og nýtingarmöguleika sjávarorku við strendur Íslands. Á grundvelli þess var skipaður sjö manna sérfræðingahópur og hefur hann nú skilað greinargerð sinni og kynnti ráðherra hana á fundi ríkisstjórnar í morgun og mun hún í kjölfarið verða lögð fram á Alþingi.

Lesa meira