Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpar gesti

27.4.2015 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisstofnun Vesturlands fært nýtt sneiðmyndatæki

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands afhentu síðastliðinn laugardag stofnuninni á Akranesi nýtt tölvusneiðmyndatæki að viðstöddu fjölmenni. Nýja tækið gefur kost á mun nákvæmari rannsóknum en áður voru mögulegar.

Lesa meira
 

27.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað dr. Ármann Höskuldsson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa meira
 

26.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð til Nepal

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónir kr. í mannúðaraðstoð til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem reið yfir Nepal í gærmorgun. 

Lesa meira
 
©Arctic Council

25.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra sækir ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Iqaluit

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fór í Iqaluit í Norður-Kanada. Í ávarpi sínu lagði Gunnar Bragi áherslu á frið, stöðugleika og samvinnu á norðurslóðum og að norðurskautsríkin deildu ábyrgð á sjálfbærni og vernd svæðisins. 

Lesa meira
 

24.4.2015 Innanríkisráðuneytið Opnun tilboða í hringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum og Snæfellsnesi

Tilboð í hringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum og Snæfellsnesi voru opnuð í dag hjá Ríkiskaupum. Þrjú tilboð bárust í hvort verk. Öll tilboðin gera ráð fyrir verklokum árið 2015. Hagkvæmustu tilboðin eru vel undir kostnaðaráætlun.

Lesa meira
 

24.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Heimsókn í Gljúfrastein

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráherra heimsótti Gljúfrastein

Lesa meira
 

24.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda í aðdraganda ráðherrafundar Norðurskautsráðsins

Gunnar Bragi Sveinsson og Robert Douglas Nicholson áttu í gær fund í Montreal í aðdraganda ráðherrafundar aðildarrikja Norðurskautsráðsins sem hefst í dag í Iqaluit.

Lesa meira
 
kolmunni

24.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Niðurstaða náðist ekki á fundi strandríkja um kolmunna

Dagana 21.-23.apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur.

Lesa meira
 

24.4.2015 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um aðkomu einkaaðila að samgönguframkvæmdum komin út

Komin er út skýrsla starfshóps sem fyrrverandi innanríkisráðherra skipaði til að skoða aðkomu einkaaðila í umfangsmiklum samgönguverkefnum og fjármögnun þeirra. Starfshópurinn kannaði nokkur verkefni með tilliti til mögulegrar einkaframkvæmdar og setur hann í skýrslunni fram tillögur um hvort og hverjar þeirra gætu fallið undir þá leið.

Lesa meira
 
Melbourne - ferðamál 2

23.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti sér kvikmynda- og ferðamál í Ástralíu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti í gær nokkra fundi í Melbourne í Ástralíu um kvikmynda- og ferðamál. Meðal þess sem ráðherra kynnti sér var kvikmyndaendurgreiðslukerfi Ástrala hjá „Film in Victoria“ sem vinna að því að draga kvikmyndaverkefni inn í fylkið. Auk þess ræddi ráðherra við ferðamálayfirvöld fylkisins um stefnumörkunar- og markaðsvinnu í ferðamálum og þær áskoranir sem Ástralía stendur frammi fyrir í þessum málaflokki.
Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir

22.4.2015 Velferðarráðuneytið Jafnréttisviðurkenning veitt brautryðjendum í stjórnmálum

Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna.

Lesa meira
 
Íslenski fáninn

22.4.2015 Forsætisráðuneytið Fánalögum breytt

Forsætisráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í frumvarpinu er lagt til að rýmkaðar verði heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. 

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukið vísindasamstarf Íslands og Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna

Lesa meira
 

22.4.2015 Forsætisráðuneytið Skýr heimild til verndunar byggðarheilda og hverfa

Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um verndarsvæði í byggð. Í framsöguræðu sinni á Alþingi sagði ráðherra nauðsynlegt að heimild til verndunar á byggðarheildum og hverfum væri skýr í lögum.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viðurkenningar á söfnum

Umsóknir um viðurkenningar á söfnum þurfa að berast Safnaráði í síðasta lagi 31. ágúst nk.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Verðlaun Háskólans í Reykjavík

Mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, þjónustu og kennslu  

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 45 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2015-2016

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Lesa meira
 

22.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Viðurkenningar í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti Landspítala í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira
 

22.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Simon Bridges

22.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Orkumálaráðherrar Íslands og Nýja-Sjálands funda

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í gær í Melbourne í Ástralíu með Simon Bridges, orkumálaráðherra Nýja-Sjálands. Ráðherrarnir sitja báðir heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins (WorldGeothermal Congress). Á fundinum ræddu ráðherrarnir um stöðu orkumála í löndunum tveimur og mögulegt samstarf þjóðanna. 
Lesa meira
 
GBS

21.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra mælir fyrir þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu

Tillagan byggist á skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var fulltrúum allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili. 

Lesa meira
 
Ólöf Nordal flutti erindi á fundi með forstöðumönnum stofnana innanríksráðuneytisins í dag.

21.4.2015 Innanríkisráðuneytið Hagræðingaraðgerðir og þróun ríkisfjármála rædd á fundi innanríkisráðherra með forstöðumönnum stofnana

Innanríkisráðherra boðaði forstöðumenn stofnana innanríkisráðuneytisins til fundar í dag í Reykjavík þar sem einkum var fjallað um fjármál og framlög til hinna ýmsu þátta í rekstri ráðuneytisins og stofnana sem undir það heyra. Einnig var rætt um hagræðingartillögur sem ráðherra hafði óskað eftir að fá frá forstöðumönnum stofnananna og bárust alls kringum 70 tillögur frá 21 stofnun.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

21.4.2015 Velferðarráðuneytið Norræn verkefni: Ungt fólk til náms og starfa

Atvinnuleysi meðal ungs fólks og leiðir til að hvetja ungt fólk til náms eða vinnu hafa verið ofarlega á baugi meðal Norðurlandaþjóðanna á síðustu árum. Efnt hefur verið til fjölmargra verkefna í þessu skyni sem sum hver hafa skilað mjög góðum árangri. Nýjasta tölublað Arbetsliv i Norden er helgað þessu umfjöllunarefni.

Lesa meira
 

21.4.2015 Utanríkisráðuneytið Skýrsla um jafnrétti á norðurslóðum

Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður ráðstefnu um jafnréttismál sem beina sjónum að mikilvægi fjölbreytni í starfi og framtíðarmótun norðurslóðastefnu, m.a. ólíkum áhrifum efnahags- og umhverfismála á karla og konur.
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

21.4.2015 Velferðarráðuneytið Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytis

Fjórða árið í röð mælist hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins nánast jafnt. Ríki og sveitarfélög skulu samkvæmt jafnréttislögum gæta þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í nefndum og ráðum og hlutur hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír.

Lesa meira
 

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið Greinargerð ríkislögreglustjóra um eflingu á viðbúnaði lögreglu

Ríkislögreglustjóri hefur tekið saman greinargerð um eflingu viðbúnaðar lögreglu þar sem fram koma ábendingar um nauðsynlegar úrbætur er varða búnað og þjálfun lögreglumanna. Fram kemur í greinargerðinni að lögreglan sé að jafnaði óvopnuð við dagleg störf og sé það í samræmi við stefnu ríkislögeglustjóra og sátt sé um það innan lögreglunnar. Ekki standi til að útvíkka núgildandi heimildir til að vopna almenna lögreglumenn.

Lesa meira
 
Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

20.4.2015 Forsætisráðuneytið Aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á fleygiferð

Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur þar um. 

Lesa meira
 

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga

Endurskoðun kosningalaga stendur nú yfir en í júní 2014 skipaði forseti Alþingis vinnuhóp til að endurskoða kosningalöggjöfina. Beinist starf hópsins að því að samræma lagabreytingar við framkvæmd kosningalöggjafarinnar en ekki að heildarendurskoðun kosningalaga. Á vefsíðu Alþingis er að finna margs konar upplýsingar um verkefnið og þau álitaefni sem eru til athugunar.

Lesa meira
 

20.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagskrá í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár í tengslum við Dag umhverfisins á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem kynntar verða niðurstöður starfshóps sem mótað hefur tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla.

Lesa meira
 

20.4.2015 Velferðarráðuneytið Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

Embætti ríkissáttasemjara sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, er laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. júní 2015. Umsóknarfrestur er til 3. maí næstkomandi.

Lesa meira
 
WorldGeothermalCongress

20.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins í Ástralíu

Þessa vikuna er haldin heimsráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra situr ráðstefnuna en auk hennar eru þar um eitt hundrað Íslendingar. Ráðstefnan er haldin á fimm ára fresti og er hún aðal markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Ísland verður gestgjafaland ráðstefnunnar árið 2020.   

Lesa meira
 

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. Breytingin snýr einkum að skiptingu verkefna milli Samgöngustofu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til 4. maí og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

17.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Veiðidagar verða 32 á grásleppuvertíðinni 2015

Sjávaúrútvegsráðuneytið hefur á undanförnum dögum fylgst náið með grásleppuveiðum í því skyni að geta áætlað veiði á yfirstandandi vertíð.

Lesa meira
 

17.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga

„Á réttri leið“ er yfirskrift ráðstefnu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir ásamt Landmælingum Íslands þann 30. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE á Íslandi.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ræðu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

17.4.2015 Innanríkisráðuneytið Ræddi meðal annars eflingu sveitarfélaga og samgöngumál á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Staldrað við og staðan metin var yfirskrift landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í dag í Kópavogi. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ræðu á þinginu þar sem hún ræddi meðal annars um stöðu sveitarstjórnarstigsins, eflingu sveitarfélaga, samgöngumál og kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum.

Lesa meira
 
EPO

17.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Borghildur Erlingsdóttir í stjórn framkvæmdaráðs EPO

Þátttaka í stjórn framkvæmdaráðsins veitir mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á þróun einkaleyfamála í Evrópu sem mun vafalaust nýtast Einkaleyfastofunni og hagsmunum Íslands í framtíðinni.
Lesa meira
 

17.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Aukið samstarf stofnana um rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Stýrihópur ráðuneytis og forstjóra nokkurra stofnana á sviði rannsókna og vöktunar hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni um frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands. Tillögunum er ætlað að auka samstarf rannsóknastofnana ráðuneytins m.a. með það að markmiði að efla þekkingu á auðlindum íslenskrar náttúru og miðlun upplýsinga um hana.

Lesa meira
 

17.4.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkti aukin framlög vegna Holuhrauns

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra, að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir kr. árið árið 2015.

Lesa meira
 
Að loknum fundi með Laurent Fabius

17.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Forseti Íslands ræða nýtingu jarðhita og loftlagsmál við franska ráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði ráðstefnu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins um nýtingu jarðhita og möguleika á samstarfi Íslands og Frakklands sem haldin var í París í gær.  Einnig fluttu ávörp forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands.  Ráðherrarnir og forsetinn funduðu einnig sérstaklega um það hvernig ríkin tvö geti best starfað saman í aðdraganda COP21 ráðstefnunnar um loftslagsmál sem haldin verður í París í desember, en þar er markmiðið að ræða og efla tæknilausnir sem nauðsynlegar eru til að minnka losun koltvísýrings svo að fyrirsjáanleg hækkun hitastigs verði innan við 2C.

Lesa meira
 

16.4.2015 Utanríkisráðuneytið Vestræn samvinna og sterk Atlantshafstengsl lykilatriði

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, áttu fund í uanríkisráðuneytinu í dag

Lesa meira
 

16.4.2015 Utanríkisráðuneytið Nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra , flutti í dag erindi um nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.

Lesa meira
 

16.4.2015 Forsætisráðuneytið Möguleikar til áframhaldandi kaupmáttaraukningar eru miklir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði ársfund Samtaka atvinnulífsins í dag. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherra þróun og horfur á vinnumarkaði. 

Lesa meira
 

16.4.2015 Forsætisráðuneytið Fundur forsætisráðherra og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

Fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, lauk nú upp úr hádegi, en Stoltenberg er staddur hér á landi í fyrstu heimsókn sinni í embætti framkvæmdastjóra.
Lesa meira
 
Fjármála- og efnahagsráðherra undirritar samkomulagið

16.4.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríki og sveitarfélög efla samstarf í kjaramálum

Samstarf hins opinbera í kjaramálum eflist til muna með stofnun kjaramálaráðs, en samkomulag um koma því á laggirnar var undirritað í gær á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga. 

Lesa meira
 

15.4.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.

Lesa meira
 
Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag.

15.4.2015 Innanríkisráðuneytið Rætt um eflingu sveitarstjórnarstigsins, fjármál og velferðarmál á fundi samstarfsráðs ríkis og sveitarfélaga

Fundur samstarfsráðs ríkis og sveitarfélaga var haldinn í dag en í ráðinu sitja innanríkisráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig sátu fundinn embættismenn og sérfræðingar ráðuneytanna og Sambandsins. Meðal helstu umræðuefna fundarins, sem innanríkisráðherra stýrði, var efling sveitarstjórnarstigsins, þróun og horfur í efnahagsmálum, fjármál og verkefni sveitarfélaga og velferðarmál.

Lesa meira
 

15.4.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Uppkaup ríkissjóðs á eigin skuldabréfum útgefnum í bandaríkjadölum

Á fyrsta ársfjórðungi 2015 hefur Seðlabanki Íslands, sem annast framkvæmd lánamála ríkissjóðs, keypt f.h. ríkissjóðs skuldabréf að nafnvirði samtals USD 97.465.000 í skuldabréfaflokki „ICELAND 4,875% 06/16/16“ (ISIN USX3446PDH48/US451029AD49).

Lesa meira
 
Byggðastofnun

15.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mat á framkvæmd aflamarks Byggðastofnunar

Aflamark Byggðastofnunar er eitt af þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að styrkja brothættar byggðir. Aflamarki var fyrst úthlutað fiskveiðiárið 2013-14 og fékk Byggðastofnun heimild til að úthluta því með samningi við vinnslur og útgerðir, til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Nýverið var tekin saman skýrsla um mat á framkvæmd aflamarks, þar sem m.a. er lagt mat á magn landaðs afla, vinnslumagn landvinnslunnar, fjölda ársverka og væntingar heimamanna um framtíð síns byggðarlags.

Lesa meira
 

15.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Mögulegar úrbætur vegna mygluvanda til umfjöllunar

Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða.

Lesa meira
 
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

15.4.2015 Forsætisráðuneytið Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 16. apríl, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,  forsætisráðherra. 

Lesa meira