100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Nýir sendiherrar

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson
Lesa meira
 

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Brugðist við yfirvofandi hungursneyð í Suður Súdan

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að veita tólf milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna (World Food Program) til að bregðast við neyðarástandi í Suður Súdan sem ríkt hefur frá því átök brutust þar út í desember á síðasta ári.
Lesa meira
 

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Lesa meira
 

30.7.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum laus til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti lögreglustjóra, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst næstkomandi. Innanríkisráðherra skipar í embættin frá 1. janúar 2015 til fimm ára.

Lesa meira
 

29.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Forstöðumaður Námsmatsstofnunar

Arnór Guðmundsson hefur verið skipaður forstöðumaður Námsmatsstofnunar
Lesa meira
 

24.7.2014 Innanríkisráðuneytið Lögreglustjórum fækkað úr 15 í 9

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Embætti lögreglustjóra á landinu verða 9 í stað 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Ný lögreglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórnendum og hagkvæmari rekstri.

Lesa meira
 

24.7.2014 Velferðarráðuneytið Svara vegna biðlista leitað hjá stærstu sveitarfélögum landsins

Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu.

Lesa meira
 

23.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skipað í sýslumannsembætti og þeim fækkað úr 24 í 9

Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum.

Lesa meira
 

23.7.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra Ísraels sent bréf vegna ástandsins á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza hvar mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ákall til öryggisráðsins að beita sér fyrir viðvarandi lausn í Palestínumálinu - Hernámið er rót vandans

Á opnum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs fordæmdi Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, brot beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum og sagði framferði Ísraelshers í hernaðinum gagnvart Gaza vekja upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og skuldbindingar.

Lesa meira
 

22.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lán frá Norðurlöndunum greidd upp

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS árið 2008. 
Lesa meira
 

22.7.2014 Innanríkisráðuneytið Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Tveir hafa dregið umsóknina til baka. Nýr forstjóri verður skipaður fyrir 5. ágúst.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð vegna ástandsins á Gaza

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna þeirra brýnu neyðar sem skapast hefur vegna átakanna á svæðinu. Er þar brugðist við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna ástandsins á Gaza þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

Lesa meira
 

18.7.2014 Utanríkisráðuneytið Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína.
Lesa meira
 

18.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

Lesa meira
 

17.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um erlendar fjárfestingar og endurskoðun laga gerð opinber

Mikilvægt er að ákvarðanir tengdar erlendum fjárfestingum byggist á skýrum almennum reglum er meðal niðurstaðna skýrslu nefndar um endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga að fasteignum hér á landi en nefndin skilaði tillögum sínum nýverið til innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag heimsókn sinni til Úkraínu ásamt Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands. Meðan á dvölinni í Kænugarði stóð áttu ráðherrarnir fundi með Petro Poroshenko forseta og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra.
Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) var kynnt í dag, 17. júlí. Þar er gerð grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem fram koma í frammistöðumatinu miða við stöðuna 11. maí 2014.

Lesa meira
 

16.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland býður Úkraínu kortlagningu á jarðhita

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf íslenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænugarði í dag. 

Lesa meira
 

15.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar með forseta Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund í Kænugarði í kvöld með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra landsins. Gunnar Bragi er nú í tveggja daga heimsókn í Úkraínu.

Lesa meira
 

14.7.2014 Innanríkisráðuneytið Hafin verði rannsókn á minnkandi kosningaþátttöku

Innanríkisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga láta kanna ástæður fyrir minnkandi kjörsókn í kjölfar sveitarstjórnakosninganna í vor

Lesa meira
 

11.7.2014 Utanríkisráðuneytið Skýrsla Þóris Guðmundssonar um þróunarsamvinnu lögð fram

Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkiráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra.

Lesa meira
 
Sjúkrabifreið

11.7.2014 Velferðarráðuneytið Samið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Hann er gerður á grundvelli gildandi fjárveitinga til verkefnisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðið frá ferðum til Gaza

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar.
Lesa meira
 

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Framkvæmdastjórn AGS ræddi um 4. eftirfylgniskýrslu um Ísland

Hinn 7. júlí fóru umræður fram um fjórðu  eftirfylgniskýrslu um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Lesa meira
 
Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og  Fabrice Filliez, fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins, undirrituðu samninginn.

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Sviss

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og eignir.  Af hálfu Íslands undirritaði Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins samninginn en Fabrice Filliez fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi

Skýrsla nefndar um leyfisveitinar og eftirlit í fiskeldi hefur verið skilað til sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lesa meira
 

10.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu.
Lesa meira
 

10.7.2014 Utanríkisráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Sviss

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og söluhagnað.

Lesa meira
 
Plasthólkar koma í veg fyrir að lykkja geti myndast á keðjum eða köðlum rólunnar.

10.7.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ábending vegna róla og annarra leikvallatækja

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vill koma þeirri ábendingu á framfæri við seljendur og kaupendur leiktækja að rólur og önnur leiktæki sem seld eru til notkunar á fjöleignarhúsalóðum, við sumarhúsbyggð, á tjaldsvæðum og samkomustöðum þurfa að uppfylla ákvæði reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.
Lesa meira
 

9.7.2014 Forsætisráðuneytið Samið við ráðgjafa um vinnu vegna losunar fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í þessu verkefni.

Lesa meira
 

9.7.2014 Utanríkisráðuneytið Landgræðsla verði hluti nýrra þróunarmarkmiða SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi landgræðslu í þróunarsamvinnu á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Lesa meira
 

9.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samið við ráðgjafa um vinnu vegna losunar fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í þessu verkefni. 
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

9.7.2014 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Heilbrigðisráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðisumdæmum. Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í  öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins lög um heilbrigðisþjónustu nr 40 frá 2007 gera ráð fyrir.

Lesa meira
 
Rækja

9.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Úthafsrækjuafli fiskveiðiársins 2013/2014

Samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu er landaður afli úthafsrækju nú kominn í 4.7 þúsund tonn.
Lesa meira
 
Landsmót 2014

9.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 21. Landsmót hestamanna á Hellu.

Landsmóti hestamanna, því 21sta, lauk á Hellu á sunnudaginn. Veðrið setti strik í reikninginn og þurfti að endurskipuleggja dagskrá vegna bleytu og slæmra vallarskilyrða. Hestakostur var góður og féllu hin ýmsu met. Konsert frá Hofi setti glæsilegt heimsmet í 250 skeiði, en aldrei áður hefur fjögurra vetra stóðhestur fengið jafn háa einkunn í kynbótadómi, þá var gæðingakeppnin tvísýn og geysi spennandi.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir er hér með starfsbræðrum sínum Vidar Brein-Karlsen frá Noregi og Tobias Billström frá Svíþjóð.

8.7.2014 Innanríkisráðuneytið Hanna Birna sækir fund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópuríkja

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sat í dag fund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópuríkja sem haldinn er á Ítalíu. Helstu umræðuefni fundarins eru mannréttindi, málefni flóttamanna, ofbeldi gegn konum og almannavarnir.

Lesa meira
 

8.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkissjóður gefur út skuldabréf í evrum

Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 750 milljónir evra, sem jafngildir um 116 milljörðum króna. Er þetta fyrsta opinbera útgáfa ríkissjóðs í Evrópu síðan 2006.
Lesa meira
 

8.7.2014 Utanríkisráðuneytið Að gefnu tilefni um minnisblað um TiSA viðræður

Minnisblað ráðuneytisins um TiSA-viðræðurnar, þar sem lagt er til að Ísland taki þátt í þeim, barst Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra 12. nóvember 2012 og ber áritun hans til marks um samþykki.

Lesa meira
 

7.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á ráðherrafundi SÞ um sjálfbæra þróun

Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum eiga ráðherrar kost á að ræða þá vinnu sem fer af stað í haust um gerð nýrra þróunarmarkmiða SÞ.
Lesa meira
 

7.7.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Japan

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem er einning starfandi utanríkisráðherra, átti í dag fund með Takao Makino, aðstoðarutanríkisráðherra Japan.
Lesa meira
 

7.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Erlendir áhrifaþættir bankahrunsins metnir

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur næsta árið að verkefni þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Í dag undirrituðu fjármála- og efnahagsráðuneytið og stofnunin samning vegna verkefnisins, en miðað er við að því ljúki sumarið 2015.

Lesa meira
 

7.7.2014 Forsætisráðuneytið Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir

Forsætisráðherra hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar frá 14. apríl sl. skipað vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. 

Lesa meira
 
Jafnréttissjóður

5.7.2014 Forsætisráðuneytið Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Tilgangur Jafnréttissjóðs er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2014.

Lesa meira
 
Íslenskur hestur

4.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Flutningur stjórnsýsluverkefna landbúnaðarins

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni landbúnaðaðarmála frá Bændasamtökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Matvælastofnunar og hins vegar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Nú sinna 6-7 manns í 5 stöðugildum þessum verkefnum – sumir í hlutastörfum.

Lesa meira
 

3.7.2014 Innanríkisráðuneytið Samráð um starfsstöðvar nýrra embætta lögreglustjóra og sýslumanna

Frestur til að skila inn umsögnum og ábendingum vegna nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra hefur verið framlengdur til 14. júlí.

Lesa meira
 
Börn í Grundaskóla á Akranesi

3.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Eurydice skýrsla um fjármögnun skóla í Evrópu

Skýrslunni er ætlað gefa mynd af því hvernig fjármögnun skóla á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað í Evrópu.

Lesa meira
 

3.7.2014 Utanríkisráðuneytið 59 milljónir til neyðaraðstoðar

Víðar er neyðarástand vegna ófriðar, náttúruhamfara og uppskerubrests það sem af er ári, 2014, en áður eru dæmi um.
Lesa meira
 

3.7.2014 Forsætisráðuneytið Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins

Forsætisráðherra hefur í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum sem samþykkt var í ríkisstjórn 11. mars sl. skipað stýrihóp um framkvæmd EES-samningsins.Staða mála nú er sú að alls eru hátt í 700 lagagerðir sem bíða upptöku í EES-samninginn. Á sama tíma er halli á innleiðingu tilskipana 3,1% og fjöldi óinnleiddra reglugerða með mesta móti þótt tekist hafi að bæta nokkuð úr að undanförnu.

Lesa meira
 
OECD Regional Well Being

2.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hvar innan OECD landanna eru lífskjör best?

OECD hleypti nýlega af stokkunum vefsvæðinu OECD Well Being sem gefur einfalt og greinargott yfirlit yfir lífsgæði innan OECD landanna. Sá þáttur sem mælist lægstur á Íslandi eru tekjur en höfuðborgarsvæðið fær einkunnina 3,9 en landsbyggðin 3,1. Ísland mælist hins vegar með allra hæstu löndum þegar kemur að umhverfi, öryggi og aðgangi að háhraðaneti.
Lesa meira
 

2.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Álit umboðsmanns Alþingis um skyldu til hlutdeildarsetningar makríls

Í áliti embættis umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 í tilefni af kvörtun tveggja sjávarútvegsfyrirtækja er fjallað um ákvarðanir ráðherra sjávarútvegsmála með setningu reglugerða um stjórn makrílveiða og úthlutun á grundvelli þeirra árin 2010 og 2011.

Lesa meira
 

2.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýsköpun í sjávarútvegi – Norrænt samstarfNordic Marine Innovation Programme 2.0

Nordic Innovation í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna í sjávarútvegi.
Umsóknafrestur er í tveimur þrepum og er sá fyrri til 15. september 2014.
Lesa meira
 

2.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skipað í embætti skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Þorkelsson í embætti skólameistara skólans til fimm ára frá 1. ágúst 2014 að telja.
Lesa meira
 
Fyllt í formið

2.7.2014 Velferðarráðuneytið Gátlisti um orlofsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk

Réttindavakt velferðarráðuneytisins hefur í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp tekið saman gátlista um orlofsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk sem stendur til boða víða um land. Þar koma fram upplýsingar rekstraraðila um þjónustuna sem þeir veita, starfsmannahald, húsnæði, aðbúnað og fleira sem varðar reksturinn.

Lesa meira
 

2.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir áform um sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar á Alþingi. Áformin hafa verið kynnt starfsfólki beggja stofnana og drög að frumvarpi send helstu hagsmunaðilum til kynningar og samráðs.
Frestur til að skila inn athugasemdum við frumvarpið rennur út 8. ágúst 2014.

Lesa meira
 

2.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á stærðfræðikennslu í níu framhaldsskólum

Að mati ráðuneytisins gefa niðurstöður skýrslunnar tilefni til umbóta í stærðfræðikennslu í framhaldsskólum

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

1.7.2014 Velferðarráðuneytið Endurskoðuð viðmið um skipulag hjúkrunarheimila

Velferðarráðuneytið hefur endurskoðað viðmið um skipulag hjúkrunarheimila sem félags- og tryggingamálaráðuneytið gaf út árið 2008. Athygli er vakin á endurskoðuðum viðmiðum sem birt hafa verið á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
 

1.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra í Sjanghæ

Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Sjanghæ, þar sem hann kynnti sér starfssemi íslenskra fyrirtækja

Lesa meira
 

1.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Reglugerð um ríkisaðstoð sem undanþegin er tilkynningarskyldu

Í dag tók gildi innan evrópska efnahagssvæðisins reglugerð (ESB) um almenna hópundanþágu sem tiltekur skilyrði þess að veita megi fyrirtækjum ríkisaðstoð á tilteknum sviðum án þess að leita þurfi eftir samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA.

Lesa meira
 

1.7.2014 Innanríkisráðuneytið Karl Gauti Hjaltason skólastjóri Lögregluskóla ríkisins

Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, lætur af störfum sökum aldurs frá og með 1. júlí 2014. Við embættinu tekur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 

1.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra

Með auglýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 2. júní sl., var embætti seðlabankastjóra auglýst laust til umsóknar í samræmi við lög um Seðlabanka Íslands. Umsóknarfrestur rann út 27. júní sl. Tíu sóttu um stöðuna.

Lesa meira
 
Embætti landlæknis

1.7.2014 Velferðarráðuneytið Embætti landlæknis verður auglýst samkvæmt lögum

Fimm ára skipunartími landlæknis rennur út 31. desember næstkomandi og verður embættið auglýst laust til umsóknar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Lesa meira
 
Nemendur í framhaldsskóla

1.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla á haustönn 2014

Um 66% sóttu um nám á hefðbundnum bóknámsbrautum og um 12% um verk- eða starfsnám.

Lesa meira
 

30.6.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra

Í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hefur fjármála- og efnahagsráðherra skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra.

Lesa meira
 

30.6.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Niðurstöður TALIS 2013 á unglingastigi kynntar

Hlutfall kennara yngri en 30 ára hefur lækkað mikið hér á landi og er nú rúm 6%. Fjölgað hefur í elsta aldursflokknum

Lesa meira
 
Drengir við tölvu mynd frá norden.org

30.6.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukið löglegt framboð tónlistar á netinu hefur dregið úr ólögmætri dreifingu

Það er meðal annars niðurstaða rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymiþjónustu

Lesa meira
 

27.6.2014 Innanríkisráðuneytið Sex hafnir skilgreindar sem neyðarhafnir

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur undirritað reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi. Þannig eru skilgreindar hafnir, hluti hafna, örugg skipalægi eða akkerislægi sem geta tekið á móti nauðstöddum skipum. Tilgangur neyðarhafna er að fyrirbyggja slys og mengun á sjó og draga úr áhrifum þeirra á umhverfi sjávar og stranda, efnahagslífið og heilbrigði íbúa.

Lesa meira
 

27.6.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 
Fiskistofa

27.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti í ríkisstjórn í morgun áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Akureyri og flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar þangað. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „Mikilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa…“ Opinberar úttektir sýna að á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, meðan þeim fækkar á flestum stöðum á landsbyggðinni. 

Lesa meira
 

27.6.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Íslands og Kína funda í Peking

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, var þetta fyrsti  formlegi fundur milli utanríkisráðherra Kína og Íslands eftir að leiðtogaskipti urðu í Kína í fyrra. 

Lesa meira
 

27.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2014-15. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt til hlítar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2014/2015. Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum.
Lesa meira
 
Raflínur

27.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Drög að frumvarpi um kerfisáætlun til umsagnar

Á komandi haustþingi hyggst iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja fram frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. 
Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 20. ágúst 2014.
Lesa meira
 

27.6.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson, Páll Matthíasson og Brynjólfur Bjarnason

26.6.2014 Velferðarráðuneytið Kaup á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala tryggð

Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítala og formaður stjórnar Söfnunarsjóðs um aðgerðarþjarka fyrir Landspítala, undirrituðu í dag samkomulag um fjármögnun vegna kaupa á slíku tæki fyrir spítalann. Við sama tækifæri var afhent söfnunarfé sem stendur undir nærri helmingi kaupverðsins.

Lesa meira
 
Norrænir ráðherrar á Selfossi

26.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Öflugt og skapandi lífhagkerfi er stóra tækifæri Norðurlandanna

Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt var haldinn á Selfossi í dag. Ísland gegnir formennsku í ráðherranefndinni og stýrði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra fundinum.

Lesa meira
 

26.6.2014 Innanríkisráðuneytið Starf formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst starf formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar.

Lesa meira
 
Nýr vefur OECD um nýsköpun

26.6.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið OECD opnar nýsköpunarvef fyrir opinberan rekstur 

Fjallað er um yfir 110 nýsköpunarverkefni í opinberum rekstri á nýrri vefsíðu, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur hleypt af stokkunum. Þar á meðal eru fjögur íslensk verkefni, sem öll hafa hlotið verðlaun eða viðurkenningu fyrir nýsköpun hér á landi og sum þeirra einnig erlendis.

Lesa meira
 

26.6.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar um viðskiptamál í Kína

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum.

Lesa meira
 

26.6.2014 Utanríkisráðuneytið Endurnýjun norræns samstarfs

Fundur samstarfsráðherra Norðurlandanna fór fram á Hótel Rangá í dag og var aðalumræðuefni fundarins hvernig mætti endurnýja og efla norrænt samstarf.

Lesa meira
 
síld

26.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sameiginleg yfirlýsing sjávarútvegsráðherra Íslands og Noregs um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Sigurður Ingi Jóhannsson og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir undrun sinni á því að Evrópusambandið og Færeyingar hafi átt í tvíhliða samningaviðræðum um veiði Færeyinga á síld umfram ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknaráðsins.

Lesa meira
 

26.6.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Áfangaskýrsla vegna undirbúnings skipulags landnotkunar

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu þar sem dregin eru fram þau atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu. Meðal þess sem starfshópurinn telur að fjalla þurfi um eru skilgreining og flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining á því hvað dregur að ferðamenn og hvernig það verði best varðveitt, endurheimt vistkerfa, stuðningur við skógrækt m.t.t. mismunandi skógræktarskilyrða og skipulag og mannvirkjagerð við uppbyggingu sem tengist ferðaþjónustu.

Lesa meira
 
Íslenskur ostur

26.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stór áfangi í því að auka öryggi íslenskra matvæla

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sleit í vikunni tímabundna verkefninu „örugg matvæli“ sem unnið hefur verið að frá því snemma á árinu. Verkefnið fól í sér kaup og uppsetningu á rannsóknartækjum og þjálfun starfsmanna Matís á rannsóknartækjum. Hér er um samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda að ræða en þýskir sérfræðingar hafa séð um alla þjálfun á tækjabúnaðinn.
Lesa meira
 

25.6.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræða áherslumál leiðtogafundar

Í gær og í dag funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins um áherslumál komandi leiðtogafundar sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk.  Breyttar öryggishorfur í Evrópu í kjölfar aðgerða rússneskra stjórnvalda í Úkraínu settu mark sitt á alla umræðu á fundinum. 

Lesa meira
 
Elisabet Aspaker og Sigurður Ingi

25.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Norski sjávarútvegsráðherrann kynnir sér íslenskan sjávarútveg

Elisabet Aspaker sjávarútvegsráðerraNoregs er hér á landi ásamt sendinefnd í tilefni norræns ráðherrafundar sem haldinn er á Selfossi í vikunni. Aspaker hefur undanfarna tvo daga kynnt sér íslenskan sjávarútveg og fundaði hópurinn m.a. með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra og íslenskum sérfræðingum.

Lesa meira
 

25.6.2014 Forsætisráðuneytið Um skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna úthlutana forsætisráðuneytisins af safnliðum fjárlagaárin 2012-14

Forsætisráðuneytið fagnar úttekt þeirri sem Ríkisendurskoðun birtir í dag um úthlutanir ráðuneytisins á þremur safnliðum vegna fjárlagaáranna 2012-14. Úttektin staðfestir að forsætisráðuneytið fór að lögum við úthlutun styrkja bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar ráðherranefnd um atvinnumál var starfandi, og þegar eftirstöðvum þeirrar fjárheimildar sem ráðherranefndin hafði áður haft aðkomu að var úthlutað í desember 2013. 

Lesa meira
 

25.6.2014 Innanríkisráðuneytið Umsækjendur um starf forstjóra Samgöngustofu

Alls bárust 24 umsóknir um starf forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var laust til umsóknar 6. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 22. júní. Hæfni umsækjanda verður metin af þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipar.

Lesa meira
 

25.6.2014 Innanríkisráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína heimsótti innanríkisráðherra

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, Zhang Mao, sem einnig fer með neytendamál þar í landi, heimsótti Ísland á dögunum og átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 
Leikskolaborn-heimsaekja-mennta--og-menningarmalaraduneytid

25.6.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Mismunandi aðstæður barna á leikskólaaldri í Evrópu

Börn sem hafa gengið í leikskóla hafa forskot fram yfir önnur börn á seinni skólastigum

Lesa meira
 
Norræn ráðherranefnd

25.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi fundar með norrænum ráðherrum á Selfossi

Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt verður haldinn á Hótel Selfossi 25.-27. júní. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, þar sem Ísland fer þetta árið með formennsku í Norðurlandasamstarfinu.
Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Carsten Hansen

24.6.2014 Velferðarráðuneytið Ráðherrar báru saman bækur um húsnæðismál

Carsten Hansen, ráðherra húsnæðis-, bæja- og byggðamála í Danmörku og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, áttu fund saman í Reykjavík í dag þar sem húsnæðismál landanna beggja voru til umræðu. Ráðherrarnir sammæltust um að skiptast á upplýsingum um húsnæðismál á komandi misserum.

Lesa meira
 

24.6.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð í tengslum við starfrækslu loftfara til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfsrækslu loftfara. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 2. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

24.6.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 2. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

24.6.2014 Utanríkisráðuneytið Stuðningur Íslands við friðaráætlun í Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnar því að Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hafi lagt fram áætlun um hvernig stilla megi til friðar í landinu.

Lesa meira
 

24.6.2014 Utanríkisráðuneytið Að gefnu tilefni um TiSA viðræður

Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl.

Lesa meira
 
nordiskeflagg

24.6.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ísland fær fjórar tilnefningar til Náttúruverndar- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Þrettán eru tilnefndir til Náttúruverndar- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár og fá samfélög á Íslandi flestar tilnefningarnar eða alls fjórar. Það eru Sjálfseignarstofnunin Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sólheimar í Grímsnesi, Reykjavíkurborg og samstarf sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi.
Lesa meira
 
Húsin í götunni

24.6.2014 Velferðarráðuneytið Ný velferðarvakt skipuð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja velferðarvakt í stað þeirrar sem stofnuð var árið 2009 og lauk störfum í febrúar síðastliðinn. Nýja velferðarvaktin mun gegna sambærilegu hlutverki og hin fyrri sem samráðs- og samstarfsvettvangur og álitsgjafi á sviði velferðarmála.

Lesa meira
 

24.6.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Úthlutun aflaheimilda Íslands fyrir árið 2014 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks

Veiðiheimildir í Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski sem koma í hlut Íslands og veiða má á línu frá 1. ágúst 2014, á svæðinu suður af Íslandi, nema 25 tonnum. Útgerðir sem hafa áhuga á að nýta þessa heimild skulu sækja um til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 30. júní 2014. Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 BT.

Lesa meira