Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

26.4.2017 Innanríkisráðuneytið Stofnun stýrihóps um mannréttindi undirbúin

Innanríkisráðuneytið undirbýr nú skipun stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í gær. Þá upplýsti ráðherra einnig að lokið væri allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi og er það í annað sinn sem slík úttekt fer fram hér á landi.

26.4.2017 Innanríkisráðuneytið Tólf umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl síðastliðinn. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

26.4.2017 Innanríkisráðuneytið Tók þátt í ráðherrafundi um tölvuvæðingu

Fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem hafa tölvu- og netvæðingu á sinni könnu fór fram í Osló í vikunni og tók Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þátt í fundinum. Ræddi hann meðal annars um þátt tölvuvæðingar í þróun og breytingum á vinnumarkaði og hversu brýnt væri að menntakerfið fylgdi samfélagsþróuninni.

25.4.2017 Forsætisráðuneyti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja

Á fundi sínum í dag ræddu Bjarni og Aksel meðal annars um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála og sjávarútvegs- og viðskiptamál. Farið var yfir ýmsa þætti er varða samskipti landanna, meðal annars mál tengd Hoyvíkursamningnum, samvinnu Íslands og Færeyja.

25.4.2017 Innanríkisráðuneytið Illugi Gunnarsson verður formaður stjórnar Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar er  haldinn í dag í Skagafirði og var tilkynnt um nýja stjórn stofnunarinnar á fundinum. Formaður hennar er Illugi Gunnarsson. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp í upphafi fundar í fjarveru Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

25.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra.

25.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Dagur umhverfisins er í dag

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur 25. apríl ár hvert. Dagurinn er tileinkaður Sveini Pálssyni sem fæddist þennan dag árið 1762. Sveinn er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á mikilvægi þess að vernda náttúruna og ganga ekki um of á gæði hennar. Árið 1998 valdi ríkisstjórn Íslands því fæðingardag hans, 25.apríl, sem Dag umhverfisins.

25.4.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingum á lögum vegna endurupptöku dómsmála

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur til 26. maí og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

24.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Samráðshópur um jöfnun launa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar

Í samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var í september 2016 var sérstaklega fjallað um að vinna þurfi að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðshóp til að fara yfir og meta hvaða tölfræðigögn og -aðferðir þurfi að liggja til grundvallar í slíkri vinnu.

24.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Vegna sölu ríkisins á jörðinni Vífilsstöðum

Ríkissjóður gerði á dögunum samning við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífilsstöðum fyrir 560 m.kr. auk þess sem ríkissjóður á rétt á 60% hlutdeild í ábata af sölu byggingarréttar á svæðinu, sem fer umfram það sem gert var ráð fyrir við verðmat á landinu.

24.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins.

21.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

20.4.2017 Innanríkisráðuneytið Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu í dag undir samning um gerð Dýrafjarðarganga en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Undirbúningur framkvæmda getur nú hafist.

19.4.2017 Utanríkisráðuneyti Bretar og Íslendingar samstíga í fríverslunarmálum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur í gær og í dag átt fundi í London með ráðherrum í ráðuneyti sem fer með úrsögn Breta úr ESB (DExEU), og breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu (DIT) þar sem sameiginleg úrlausnarefni vegna úrsagnar Breta úr ESB og framtíðarfyrirkomulag viðskipta landanna  voru til umræðu. 

19.4.2017 Innanríkisráðuneytið Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Talið er tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.

18.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Skýrsla starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þann 21. mars sl. starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).

18.4.2017 Utanríkisráðuneyti Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands i kjölfar útgöngunnar. „Þetta var afar jákvæður og gagnlegur fundur og mikill samhljómur ríkti,“ segir utanríkisráðherra. 

12.4.2017 Innanríkisráðuneytið Heimsótti embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti bæði embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í gær. Þar átti hún samtal við bæði forráðamenn og starfsmenn embættanna um verkefnin, áskoranir og það sem vel gengur.

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar - umsóknarfrestur til 1. maí

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. 

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar - umsóknarfrestur til 1. maí

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. 


12.4.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til 24. apríl næstkomandi.

12.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Félags- og jafnréttisráðherra, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og formaður innflytjendaráðs ræddu ýmis málefni innflytjenda á fundi í gær þegar endurnýjaður var samingur um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur.

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fyrirkomulag strandveiða 2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017. Aukning verður á veiðiheimildum á svæði D um 200 tonn frá fyrra ári, og heildaraflaheimildir hækkaðar úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. 

12.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.

11.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist

Íbúðalánasjóður hefur að beiðni félags- og jafnréttismálaráðherra unnið greiningu á vöntun á húsnæðismarkaði á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun á landinu undanfarin ár.

11.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

11.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um greiðslur fólks fyrir heilbrigðisþjónustu í nýju greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1. maí næstkomandi, ásamt reglugerð um tilvísanir barna. Nýtt kerfi ver fólk fyrir háum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu.

11.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Reglugerð um tilvísanir fyrir börn

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um tilvísanir fyrir börn. Tilvísunum er ætlað að draga úr heilbrigðisútgjöldum barnafjölskyldna, sjá til þess að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og vera liður í því að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu.

10.4.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Tvær skýrslur um vöktun og rannsóknarinnviði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslurnar Vöktun á Íslandi; kortlagning og framtíðarsýn og Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar.

10.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Frumvarp um innleiðingu keðjuábyrgðar o.fl.

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem snýr að starfsemi erlendra þjónustuveitenda hér á landi, þar á meðal starfsmannaleiga. Markmið frumvarpsins eru m.a. að bæta yfirsýn stjórnvalda með starfsemi erlendra aðila hér á landi, styrkja eftirlit með henni og sporna við félagslegum undirboðum.

10.4.2017 Innanríkisráðuneytið Embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis auglýst

Gefnir hafa verið út þrír forsetaúrskurðir um Stjórnarráð Íslands sem taka eiga gildi 1. maí næstkomandi. Sú breyting verður á skiptingu ráðuneyta að nýtt dómsmálaráðuneyti og nýtt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti taka til starfa 1. maí og er það í samræmi við þingsályktun Alþingis sem samþykkt var 22. mars síðastliðinn.

8.4.2017 Innanríkisráðuneytið Svæðisstjóri Flóttamannastofnunar SÞ segir Ísland fyrirmynd annarra landa

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu. Pia hefur reglulega heimsótt Ísland undanfarin fimm ár og fundar þá með fulltrúum stjórnvalda og mannúðarsamtaka hér á landi.

7.4.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna árásar í Stokkhólmi

Forsætisráðherra hefur í dag sent  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands Stefani Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar samúðarkveðjur og samstöðu, vegna árásar í Stokkhólmi fyrr í dag.

7.4.2017 Forsætisráðuneyti Ný ráðuneyti dómsmála og samgöngu- og sveitarstjórnarmála sett á fót.

Forseti Íslands hefur í dag staðfest tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands. Breytingarnar fela í sér að í stað innanríkisráðuneytis komi annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, en með því fjölgar ráðuneytum úr átta í níu.

7.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Ráðstafanir í lánsfjárstýringu ríkissjóðs skila umtalsverðum sparnaði í vaxtakostnaði

Eins og fram kom í tilkynningu ráðuneytisins 5. apríl sl. hefur ríkissjóður keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala eða sem svarar til u.þ.b. 100 ma.kr. Þessi ráðstöfun er liður í lánsfjárstýringu ríkissjóðs og er tilgangurinn með henni að draga umtalsvert úr vaxtakostnaði þegar litið er til næstu fimm ára og styrkja þannig stöðu ríkisfjármálanna.

7.4.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Los Angeles Reykjavík Festival

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra tekur þátt í viðmikilli íslenskri tónlistarhátíð í Los Angeles

7.4.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Skýrsla um varðveislu menningararfleifðar á stafrænu formi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu um stöðu varðveislu íslenskrar menningar­arfleifðar á stafrænu formi.

7.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. apríl, og helgar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hann þunglyndi að þessu sinni. Stofnunin áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og efnir í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu til herferðar gegn þunglyndi sem á að standa í heilt ár.

7.4.2017 Innanríkisráðuneytið Breyting á reglugerð um miðlun upplýsinga vegna flutninga á sjó til umsagnar

Drög að reglugerð um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 19. apríl næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

7.4.2017 Forsíða STJR Fréttir Börn í ábyrgðarhlutverkum gagnvart foreldrum sínum

Fjallað var um aðstæður barna sem axla ábyrgðarhlutverk gagnvart foreldrum sínum vegna erfiðra aðstæðna þeirra, á fundi sem efnt var til í tengslum við komu fulltrúa norsku stofnunarinnar Barns Beste í vikunni.

6.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Samkomulag ríkisins við Garðabæ um kaup á Vífilsstöðum

Fjármála- og efnhagsráðuneytið f.h. ríkissjóðs hefur náð samkomulagi um að Garðabær kaupi jörðina Vífilsstaði. Um er að ræða alls 202,4 ha sem er svæðið í kringum  Vífilsstaðaspítala,  svæði austan Vífilsstaða (Skyggnir), núverandi golvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli.

6.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Skrifað undir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið

Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2022 var undirritað í dag. Samkomulagið, sem undirritað var af fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,  byggir á nýlegum lögum um opinber fjármál. Lögin ná yfir fjármál hins opinbera í heild sinni og hafa að markmiði að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

6.4.2017 Utanríkisráðuneyti Þýskaland eitt helsta samstarfsríki Íslendinga

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Sigmar Gabriel utanríkisráðherra Þýskalands í Berlín, þar sem þeir ræddu tvíhliðamál og þau málefni sem hæst ber á alþjóðavettvangi. Í gærkvöldi var Guðlaugur Þór svo viðstaddur kynningu í sendiráðsbústað Íslands í Berlín á “Out of Controll” verkefni myndlistarmannsins Egils Sæbjörnssonar.

6.4.2017 Forsætisráðuneyti Bætt launatölfræði

Í tengslum við fund Þjóðhagsráðs, sem haldinn var í dag, vann Hallgrímur Snorrason, fyrrum hagstofustjóri, greinargerð fyrir forsætisráðuneytið um launatölfræði í Noregi og á Íslandi. 

6.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar skipuð

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórnin er ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir rammaáætlun.

6.4.2017 ForsíðaSTJR-Fréttir Þjóðhagsráð ræddi samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál.  Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

6.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið MATARAUÐUR ÍSLANDS

MATARAUÐUR ÍSLANDS er nýtt heiti á verkefni um matvælaframleiðslu, matarmenningu og matarferðaþjónustu og heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Verkefnið hét áður Matvælalandið Ísland en það nafn reyndist frátekið af samstarfshópi nokkurra hagaðila í matvælageiranum.

6.4.2017 Forsætisráðuneyti Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn – 2. fundur Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu  efnahagsmála og samspil  opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. 

6.4.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð vegna tjónaökutækja til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Breytingin snýst um ökutæki sem orðið hafa fyrir tjóni og hvernig staðið skuli að viðgerð þeirra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. apríl og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.