100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Haustlauf

1.10.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu 3. október

Velferðarráðuneytið stendur fyrir norrænni ráðstefnu um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu á Nauthól 3. október undir yfirskrifinni; Ný hugsun og þróun heimaþjónustu í hinum vestræna heimi. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á vefnum.

Lesa meira
 
Skipulag

1.10.2014 Velferðarráðuneytið Sameining heilbrigðisstofnana tók gildi í dag

Formleg sameining heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum tók gildi í dag 1. október. Yfirstjórnum heilbrigðisstofnana fækkar um átta og aðeins ein heilbrigðisstofnun starfar í hverju heilbrigðisumdæmi þótt starfsstöðvar séu víða.

Lesa meira
 

1.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.
Lesa meira
 

30.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Breyting á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna innanlands

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

30.9.2014 Velferðarráðuneytið Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Alls er úthlutað 132 milljónum króna til 11 verkefna sem eiga að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar.

Lesa meira
 

30.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman greinargerð um þær umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði sem standa fyrir dyrum á komandi löggjafarþingi. Umbæturnar eru einar þær viðamestu sem ráðist hefur verið í á lagalegri umgjörð íslensks fjármálamarkaðar.
Lesa meira
 

29.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. 

Lesa meira
 

29.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Erlendur Sveinsson skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands

Erlendur er kvikmyndagerðarmaður og hefur komið að starfsemi Kvikmyndasafns Íslands um áratugaskeið.

Lesa meira
 

29.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda. Skýrslan er til upplýsingar fyrir haghafa, þ.e. neytendur, lánveitendur, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Lesa meira
 

29.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um vistun ungra fanga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára. Unnt er að veita umsögn um reglugerðardrögin til 10. október og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

26.9.2014 Forsætisráðuneytið Páll Þórhallsson tekur við formennsku í stjórnarskrárnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað Pál Þórhallsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, nýjan formann stjórnarskrárnefndar. Páll tekur við formennsku af Sigurði Líndal, prófessor emeritus, sem nýlega fékk lausn frá störfum að eigin ósk.

Lesa meira
 

26.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Albaníu undirritaður

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Albaníu til að komast hjá tvísköttun og nær samningurinn til tekjuskatta.  

Lesa meira
 
Ferðamenn á göngu.

26.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.
Lesa meira
 

26.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Terry Jester CEO Silicor Materials

26.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingarsamningur um byggingu sólarkísilverksmiðju undirritaður

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingarsamning við Silicor Materials hf. um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. Við sama tilefni undirritaði ráðherra jafnframt yfirlýsingu um sókn á sviði nýsköpunar á sviði efnistækni, m.a. ál- og kísilvinnslu.

Lesa meira
 

26.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttri reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til 10. október næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Embætti landlæknis

26.9.2014 Velferðarráðuneytið Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
 

25.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla AGS um virðisaukaskatt og vörugjöld á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt skýrslu sína „Modernizing the Icelandic VAT“. Í skýrslunni er fjallað um umbætur á íslenska virðisaukaskattskerfinu, en úttekt AGS var unnin að beiðni íslenskra stjórnvalda.
Lesa meira
 

25.9.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Í dag hélt forsætisráðherra ræðu á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn, sem haldið var til hliðar við allsherjarþing Sameinuðþjóðanna, en Ísland var fyrsta ríkið til að fullgilda samninginn sem hamla mun gegn ólögmætum vopnaviðskiptum og treysta mannréttindi og mannúðarlög frekar í sessi. 
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

25.9.2014 Velferðarráðuneytið Stjórnsýsla félagsþjónustu og barnaverndar verði skerpt og skýrð

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Skipuð hefur verið nefnd til að annast útfærslu verkefnisins.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir fundaði um almenningssamgöngur með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga.

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Farþegum hefur fjölgað á nánast öllum leiðum almenningssamgöngukerfisins

Efling almenningssamgangna á landsbyggðinni í kjölfar þess að sérleyfakerfið var lagt niður var umræðuefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á fundi með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem haldinn var í gær í tengslum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú stendur á Akureyri.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng í dag.

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Kynnti sér framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag miðstöð Vegagerðarinnar á Akureyri og skoðaði einnig framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng. Alls hafa verið sprengdir tæplega 2.700 metrar Eyjafjarðarmegin í göngunum en greftri þar var hætt í lok ágúst og byrjað að bora í Fnjóskadal og eru gangamenn komnir vel á annað hundrað metra inn þeim megin.

Lesa meira
 

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti héraðsdómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara.

Lesa meira
 
haestirettur

25.9.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti hæstaréttardómara laust til setningar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu landsþingsins í dag.

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Hvítbók um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins fyrir áramót

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri nú síðdegis og flutti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræðu við upphaf þingsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambandsins, setti þingið en yfirskrift þess er áskoranir í bráð og lengd. Um 200 manns voru við þingsetninguna en þingið stendur fram á föstudag.

Lesa meira
 

24.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ofanflóðagarðar vígðir í Bolungarvík

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega ný snjóflóðamannvirki í Traðarhyrnu í Bolungarvík við hátíðlega athöfn um helgina. Þar með er lokið gerð og frágangi ofanflóðavarna í Bolungarvík.

Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson á World e-ID

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki byggja á traustri grunngerð

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug unnið að því að búa til trausta grunngerð um rafræna þjónustu sem er tvímælalaust hagkvæmt til lengri tíma litið. Hluti af því er markviss uppbygging á grunngerð fyrir rafræn skilríki sem hófst hér á landi eftir að lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt um síðustu aldamót.  Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem í dag flutti lykilræðu á World e-ID Congress, tíundu heimsráðstefnunni um rafræn skilríki sem fram fer í Marseille í Frakklandi.

Lesa meira
 

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki byggja á traustri grunngerð

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug unnið að því að búa til trausta grunngerð um rafræna þjónustu sem er tvímælalaust hagkvæmt til lengri tíma litið. Hluti af því er markviss uppbygging á grunngerð fyrir rafræn skilríki sem hófst hér á landi eftir að lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt um síðustu aldamót.  Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem í dag flutti lykilræðu á World e-ID Congress, tíundu heimsráðstefnunni um rafræn skilríki sem fram fer í Marseille í Frakklandi.
Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra sendir réttarfarsnefnd og stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd erindi vegna símahlustunar

Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra.

Lesa meira
 

24.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ræddi stöðu efnahagsmála í London

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti í gær erindi á fundinum Iceland‘s Bright Future sem fram fór í London á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. 

Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Reglugerð um flýtimeðferð hælisumsókna gefin út

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um hvaða skilyrði geta verið fyrir sérstakri málsmeðferð umsækjenda um hæli hér á landi, svokallaða flýtimeðferð. Í flýtimeðferð felst að ekki er talin þörf á fullri efnismeðferð umsóknar um hæli, afgreiðslu umsóknar er forgangsraðað á undan öðrum umsóknum og/eða frestir í málsmeðferðinni eru styttri en þegar mál hljóta fulla efnismeðferð, svo sem vegna gagnaöflunar.

Lesa meira
 

24.9.2014 Innanríkisráðuneytið Þingmannanefnd vinnur að umbótum í útlendingamálum

Þverpólitísk þingmannanefnd sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði endurskoðar nú lög um útlendinga og er stefnt að því að frumvarp til nýrra útlendingalaga verði lagt fyrir Alþingi á komandi vetri. Nefndina leiðir Óttarr Proppé alþingismaður. Auk hans sitja í nefndinni alþingismennirnir Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Lesa meira
 
Byggingakranar.

24.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp til nýrra laga um byggingarvörur

Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um byggingarvörur sem felur í sér nýja heildarlöggjöf á þessu sviði verði frumvarpið að lögum. Tilgangurinn með löggjöfinni er að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um eiginleika byggingarvara með tilliti til þeirra grunnkrafna sem mannvirkjum er ætlað að uppfylla, t.d. um öryggi og hollustu.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Hermann Ottósson

23.9.2014 Velferðarráðuneytið Samningur við Rauða krossinn vegna móttöku flóttafólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, undirrituðu í gær samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári.

Lesa meira
 

23.9.2014 Forsætisráðuneytið Ræða forsætisráðherra á leiðtogafundi um loftslagsmál

Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu. Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar jarðhitaáætlunar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðabankann. 

Lesa meira
 

23.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Frumvarpið er til komið vegna skuldbindinga Íslands vegna EES samningsins. 

Lesa meira
 
eilsugæslustöðin í Hafnarstræti

23.9.2014 Velferðarráðuneytið Heilsugæslustöðin á Akureyri verður hluti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri verður hluti af þjónustu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem verður til við sameiningu heilbrigðisstofnana 1. október næstkomandi. Starfsfólk heilsugæslunnar heldur óbreyttum launakjörum og réttindum við yfirfærsluna.

Lesa meira
 

23.9.2014 Innanríkisráðuneytið Lög um frestun á nauðungarsölum hafa tekið gildi

Lög um að nauðungarsölum verði frestað áfram á meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir hafa tekið gildi. Með lögunum er sýslumönnum veitt heimild til að fresta nauðungarsölum fram yfir 1. mars 2015.

Lesa meira
 

23.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og er umsagnarfrestur til 3. október næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál

22.9.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi um loftslagsmál og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York

Til fundarins er boðað af hálfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í því augnamiði að sporna gegn neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og varða veginn til Parísar á næsta ári þar sem ætlunin er að ná fram bindandi loftslagssamningi. 

Lesa meira
 
Skýrsla OS um raforkueftirlit

22.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits

Orkustofnun hefur skilað til iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýrslu í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 um starfsemi raforkueftirlits. Gerð er grein fyrir starfsemi stofnunarinnar sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum vegna áranna 2011 til og með 2013. 

Lesa meira
 
Við vígslu ofanflóðavarnargarða í Bolungarvík

22.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakur sjóður til að efla byggðarannsóknir settur á laggirnar

Á Byggðaráðstefnu Íslands 2014 sem haldin var á Patreksfirði kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra byggðamála sérstakan byggðarannsóknasjóð sem ætlað er að efla rannsóknir á þessu sviði. 

Lesa meira
 

22.9.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin tekur fyrir stöðuskýrslu um einfaldara regluverk

Á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn var tekin fyrir stöðuskýrsla um einföldun gildandi regluverks. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að einfalda regluverk og er það verkefni sérstaklega tekið upp í núverandi stjórnarsáttmála.

Lesa meira
 
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði aðalfund Sýslumannafélags Íslands.

20.9.2014 Innanríkisráðuneytið Breytt umdæmaskipan meðal umræðuefna á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands

Breytt umdæmaskipan sýslumannsembætta, aðgerðaáætlun um breytingarnar, fjármál og fleira efni var til umræðu á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands sem lauk í Borgarfirði í dag. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði fundinn í gær, flutti fundarmönnum kveðju innanríkisráðherra og þakkaði sýslumönnum fyrir góð samskipti og umræður við undirbúning breytinga á embættunum sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur.

20.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur nýverið og kynnti sér starfsemi dómstólsins. Ingimundur Einarsson dómstjóri og Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður í Dómarafélagi Íslands, gengu með ráðherra og fylgdarliði um húsnæði héraðsdóms. Greindu þeir síðan frá helstu þáttum starfseminnar ásamt þeim Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, og Friðriki Þ. Stefánssyni, rekstrar- og mannauðsstjóra.

Lesa meira
 
Unnið að úrskurði

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Úrskurðarnefndir sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti ríkisstjórn í dag lagafrumvarp þar sem lagt er til að sjö úrskurðar- og kærunefndir á málefnasviði ráðuneytisins verði sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála. Markmiðið er hagræðing og aukin skilvirkni.

Lesa meira
 
Illugi Gunnarsson í Hörpu

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki og viðurkenning náms

Illugi Gunnarsson ávarpaði norræna ráðstefnu um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum

Lesa meira
 

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla um vísinda- og nýsköpunarkerfið hér á landi

Úttekt á íslenska vísinda- og nýsköpunarkerfinu var gerð á vegum ráðgjafanefndar Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Eftirfylgni Ríkisendurskoðunar vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um eftirfylgni vegna ábendinga sem stofnunin gerði vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu árið 2011. Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi brugðist við öllum ábendingum sem þá voru gerðar á fullnægjandi hátt.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Gunther Oettinger

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framkvæmdastjóri orkumála innan ESB standa fyrir jarðhitahringborði í Brussel

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum í Brussel um möguleika á sviði jarðvarma í Evrópu. Fundurinn var skipulagður af íslenskum stjórnvöldum og Gunther Oettinger, framkvæmdastjóra orkumála innan ESB. Fulltrúar frá fjölda íslenskra fyrirtækja á þessu sviði tóku þátt í fundinum, auk sérfræðinga víða að úr Evrópu.

Lesa meira
 
Bakgrunnsgögn

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Mótun vinnumarkaðsstefnu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd sem móta skal tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir lok þessa árs.

Lesa meira
 

19.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.
Lesa meira
 
Neyðarsamstarf-raforkukerfisins

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundað um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna

Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku. Í vikunni fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra með þessum aðilum um viðbúnað í raforkukerfinu vegna umbrotanna í og við Vatnajökul.
Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað.

Lesa meira
 
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í dag í Búðardal.

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira
 

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira
 
Á fiskmarkaðnum

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Humbersvæðið á Bretlandi

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórður Ægir Óskarsson  sendiherra Íslands í Bretlandi, heimsóttu svo kallað Humber-svæði í vikunni en hafnarborgin Grimsby er í hjarta þess.

Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Grænlensku skipi synjað um löndun á norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið synjaði í gær grænlenskri útgerð um leyfi til að landa hér norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu. Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk-íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni.
Lesa meira
 

18.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur víða um land

Degi íslenskrar náttúru var fagnað víða um land 16. september. Meðal annars undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðaukasamning við Grænfánaverkefni Landverndar sem kveður á um aukna fjárveitingu til starfsemi og þróunar verkefnisins á komandi vetri.

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin  í Hörpu 19. september 2014

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,

í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin í Hörpu 19. september 2014 

Lesa meira
 

16.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið RÚV og Tómas J. Knútsson verðlaunuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
 
Sigurði færðar þakkir

16.9.2014 Forsætisráðuneytið Sigurður Líndal lætur af störfum í stjórnarskrárnefnd

Sigurður Líndal prófessor emeritus hefur að eigin ósk fengið lausn frá störfum sínum fyrir stjórnarskrárnefnd, vegna aldurs og anna við önnur störf. Sigurður var skipaður formaður nefndarinnar í nóvember 2013. 
Lesa meira
 
Sameining

16.9.2014 Velferðarráðuneytið Samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun

Hafin er samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun sem verður til samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sameiningu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frestur til að senda inn tillögur rennur út 1. október.

Lesa meira
 

15.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samgönguvika sett á Degi íslenskrar náttúru

Okkar vegir – okkar val, er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 
Biophilia kennsluverkefni

15.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Listir og þátttaka

Ráðstefnan „Arts & Audiences“ verður haldin í Hörpu 20. og 21. október undir yfirskriftinni „Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“

Lesa meira
 

15.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Íslensk skip hafa ekki leyfi til síldveiða í grænlenskri lögsögu

Ekkert íslenskt skip hefur leyfi Fiskistofu til veiða á síld í grænlenskri lögsögu, enda eru ekki skilyrði til slíkrar leyfisveitingar þar sem enginn samningur er milli Grænlands og Íslands um síldveiðar.
Lesa meira
 
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram í gær og í dag.

13.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp í dag á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem nú stendur í Sveitarfélaginu Vogum. Ræddi hún meðal annars samstarf ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, atvinnuuppbyggingu og fleira. Fundurinn hófst í gær og voru þar meðal annars til umræðu menntamál, almenningssamgöngur, málefni fatlaðs fólks og fjallað var um tækifærin á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir ráðherra og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Afganskt flóttafólk boðið velkomið til Hafnarfjarðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samning um móttöku, aðstoð og stuðning við sex manna fjölskyldu frá Afganistan sem hingað er komin á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks.

Lesa meira
 
Heilsugæslan - Miðstöð heilsuverndar

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Fjárlagafrumvarpið: Efling heilsugæslu forgangsmál

Alls renna um 143 milljarðar króna til heilbrigðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Aukingin nemur um 5,3 milljörðum króna, eða um 3,9%. Efling heilsugæslu er forgangsmál og er gert ráð fyrir rúmlega 600 milljóna króna raunaukningu á framlagi til heilsugæslu og sjúkraflutninga.

Lesa meira
 

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Nýmæli í geðheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

Geðheilbrigðisþjónusta fyrir íbúa Suðurlands verður aukin og bætt með samstarfssamningi sem gerður hefur verið milli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmiðið er að byggja upp samhæfða geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.

Lesa meira
 
Börn í Laugarnesskóla 2014

12.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ytra mat á fjórum grunnskólum

Skýrslur um ytra mat á Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Kirkjubæjarskóla í Skaftárhreppi og Vallaskóla á Selfossi

Lesa meira
 

12.9.2014 Forsætisráðuneytið Stjórnarskrárnefnd kallar eftir athugasemdum við fyrstu áfangaskýrslu

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október

Lesa meira
 

11.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjárlagafrumvarpið sett fram myndrænt

Fyrirtækið Datamarket hefur, líkt og síðustu ár, sett fjárlagafrumvarpið fram með myndrænum hætti. Á vef þess er að skoða útgjöld ríkisins eftir ráðuneytum fyrir fjárlagafrumvarp ársins 2015.
Lesa meira
 
Í hjólastól

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Helstu sérfræðingar heims funda um mænuskaða í Reykjavík

Mænuskaði, forvarnir, gagnasöfnun og rannsóknir og meðferð og umönnun þeirra sem hlotið hafa mænuskaða er umfjöllunarefni þriggja daga fundar helstu sérfræðinga í heims á þessu sviði sem funda í Reykjavík dagana 11. – 13. september.

Lesa meira
 
Móðir og barn

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Starfshópur ræði framtíð fæðingarorlofs

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.

Lesa meira
 
Lyf

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Staðreyndir um greiðsluþátttöku vegna S-merktra lyfja

Sjúklingar sem liggja inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum munu ekki taka þátt í kostnaði vegna lyfja sem þeir fá meðan á innlögn stendur frekar en verið hefur, þrátt fyrir áformaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í S-merktum og leyfisskyldum lyfjum. Greiðsluþátttakan mun einungis ná til notkunar þessara lyfja utan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.

Lesa meira
 
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fyrsta fundi fjármálastöðugleikaráðs.

11.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálastöðugleikaráð tekur til starfa

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 10. september 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 

Lesa meira
 

10.9.2014 Forsætisráðuneytið Samráðshópur um viðbrögð við náttúruvá skipaður

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu forsætisráðherra að skipa samráðshóp fimm ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá. Hópurinn mun yfirfara fjárþörf og kostnað aðila og einstakra stofnana vegna eldgossins í Holuhrauni og jarðhræringa í og við öskju Bárðarbungu og í Dyngjujökli. 

Lesa meira
 
Hugsi

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Forvarnir gegn sjálfsvígum

Alþjóðadagur forvarna gegn sjálfsvígum er í dag, 10. september. Af því tilefni var efnt til málþings í Iðnó í dag undir yfirskriftinni; Rjúfum þagnarmúrinn og kyrrðarstundir verða haldnar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum í kvöld kl. 20.00 í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Lesa meira
 

10.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira
 
Húsin í bænum

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Félagslegt húsnæði sveitarfélaga

Samtals eru tæplega 1.800 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins. Úthlutun þeirra á félagslegu húsnæði frá janúar til júní síðastliðnum svarar til þess að tæplega 8% hópsins hafi fengið úrlausn.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Fjárlagafrumvarpið: Áhersla á almannatryggingar og lífeyrismál

Alls renna 122,6 milljarðar króna til verkefna á sviði félags- og húsnæðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta er aukning sem nemur 2,841 milljörðum frá þessu ári eða um 2,4%. Bætur lífeyrisþega eru varðar og 650 milljónum varið til hækkunar frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega.

Lesa meira
 
Björn Oddsson, sérfræðingur hjá almannavörnum, fræðir fundarmenn um stöðu mála í Bárðarbungu.

10.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra kynnti sér þróun mála í Bárðarbungu á fundi hjá almannavörnum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti í morgun almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt ráðuneytisstjórum innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og nokkru samstarfsmönnum úr báðum ráðuneytum. Fulltrúar almannavarnadeildar fóru yfir stöðuna í Bárðarbungu og í Holuhrauni og upplýstu ráðherra um nokkrar mögulegar sviðsmyndir. Ríkisstjórnin mun ræða stöðuna á fundi sínum síðar í dag.

Lesa meira
 

10.9.2014 Forsætisráðuneytið Fundur forsætisráðherra með yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins

Á fundinum báru málefni nýliðins leiðtogafundar bandalagsins í Wales hæst, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og viðbúnaður bandalagsins í austanverðri Evrópu. Einnig var ástandið í Sýrlandi og Írak til umræðu.

Lesa meira
 
Göngum í skólann 2014

10.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Göngum í skólann

Verkefninu hleypt af stokkunum í Laugarnesskóla

Lesa meira
 

9.9.2014 Innanríkisráðuneytið Svar við bréfi umboðsmanns Alþingis frá 25. ágúst

Innanríkisráðherra hefur í dag svarað umboðsmanni Alþingis vegna bréfs hans frá 25. ágúst síðastliðnum. Bréfið fer hér á eftir:

Lesa meira
 

9.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjárlagafrumvarp 2015

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015 hefur verið lagt fram á Alþingi. Annað árið í röð er frumvarpið hallalaust, en gert er ráð fyrir 4,1 mia.kr. afgangi á næsta ári. Stöðugleiki og vöxtur sem styðst við ábyrga stjórn efnahagamála er inntak ríkisfjármálaáætlunar næstu ára.  Samhliða aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu verður hlúð að velferðarkerfinu með auknum framlögum til almannatrygginga. 

Lesa meira
 

9.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki auka öryggi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vill taka eftirfarandi fram um nýtingu rafrænna skilríkja og ráðstöfun fjármuna til höfuðstólslækkunar verðtryggðra skulda.

Lesa meira
 

9.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Göngum í skólann verkefnið 2014 að hefjast

Göngum í skólann

Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni

Lesa meira
 

9.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla OECD um menntamál 2014

Hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi hækkar jafnt og þétt

Lesa meira
 

9.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa. 

Lesa meira
 

8.9.2014 Innanríkisráðuneytið Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira
 

8.9.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundi lokið

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 8. september 2014 er lokið.

Lesa meira
 

8.9.2014 Innanríkisráðuneytið Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið sem er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Lesa meira
 

5.9.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 8. september 2014

Reglulegur fundur ríkisráðs Íslands verður haldinn á Bessastöðum mánudaginn 8. september kl. 11.00.
Lesa meira
 
Herdís Gunnarsdóttir

5.9.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir.

Lesa meira
 
Þröstur Óskarsson

5.9.2014 Velferðarráðuneytið Skipun forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Þröstur Óskarsson verður forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem tekur til starfa 1. október næstkomandi samkvæmt ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Skipunin byggist á mati  lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Lesa meira