Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

INSPIRE. Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun landupplýsinga.

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar

Skýrslur vinnuhópa vegna innleiðingar INSPIRE verkefnisins um stafrænar landupplýsingar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands.

Lesa meira
 

3.7.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki fyrir farsíma örugg

Öryggisgalli í Samsung Galaxy snjallsímum hefur ekki áhrif á öryggi rafrænna skilríkja í tækjunum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga hjá ráðgjafafyrirtækjunum Admon og Syndis sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir að ályktaði um málið eftir að öryggisfyrirtækið NowSecure greindi frá öryggisgallanum á dögunum.

Lesa meira
 
Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR

3.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Matís og Tilraunastöð HÍ að Keldum verða tilvísunarrannsóknarstofur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í vikunni gert þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlutverki tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að uppfylla skyldu samkvæmt EES-samningnum á sviði matvælaöryggis. 

Lesa meira
 

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarpið, sem er í samræmi við bráðabirgðaákvæði laganna, felur m.a. í sér endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi garðsins og eru réttaráhrif stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins skýrð.

Lesa meira
 

3.7.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Frumvarp um stöðugleikaskatt samþykkt samhljóða  

Alþingi samþykkti í dag frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um stöðugleikaskatt, en þverpólitísk samstaða var um afgreiðslu þess í þinginu. Með nýjum lögum um stöðugleikaskatt er lögfestur einskiptis skattur í því markmiði að skapa forsendur fyrir losun þeirra fjármagnshafta sem komið var á hérlendis í kjölfarið á hruni fjármálakerfisins árið 2008.

Lesa meira
 
Skrifað undir samning um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes.

3.7.2015 Innanríkisráðuneytið Samið við Orkufjarskipti um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes

Í dag var undirritaður samningur milli fjarskiptasjóðs, f.h. innanríkisráðuneytisins, við Orkufjarskipti hf. um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes. Ekkert fjarskiptafélag bauð sig fram til verksins á markaðslegum forsendum og bauð sjóðurinn því út styrk í mars síðastliðnum. Þrjú tilboð bárust á bilinu 66 til 87 milljónir króna og áttu Orkufjarskipti hf. hagstæðasta tilboðið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 86 milljónir króna.

Lesa meira
 
Hús í Reykjavík

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tillögur að skoðunarhandbókum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðherra óskar eftir umsögnum um tillögur Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Lesa meira
 
Alþingi

3.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nýsamþykkt lög frá Alþingi

Alþingi samþykkti í vikunni fimm frumvörp til laga á málefnaasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.  Um er að ræða lög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og breytingar á lögum um loftslagsmál, efnalögum, lögum um náttúruvernd og lögum um úrvinnslugjald.

Lesa meira
 

3.7.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingar á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara nr. 237/2014 eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 16. júlí næstkomandi.

Lesa meira
 

3.7.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingareglugerðum á sviði siglinga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að tveimur breytingareglugerðum á sviði siglinga. Annars vegar er um að ræða drög að breytingu á reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum og hins vegar drög að breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 24. júlí nk. og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 

2.7.2015 Forsætisráðuneytið Ný lög um verndarsvæði í byggð

Alþingi hefur í dag samþykkt frumvarp forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð. Með lögunum er í fyrsta sinn á Ísland mælt með skýrum og heildstæðum hætti fyrir um í lögum um heimild til að vernda byggðarheildir og þannig lagður grundvöllur að því að menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta sé verndað um ókomin ár.

Lesa meira
 
Samkeppniseftirlit - logo

2.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samkeppniseftirlitið hlýtur viðurkenningu Alþjóðabankans fyrir leiðbeiningar- og málsvarastörf sín á krepputímum

Á fundi Alþjóðabankans (World Bank) sem haldin var í Washington þann 23. júní sl. var Samkeppniseftirlitinu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til endurreisnar íslenska hagkerfisins eftir efnahagshrunið 2008 og beitingu samkeppnislaga á krepputímum. Viðurkenningin snýr ekki síst að því hvernig Samkeppniseftirlitið hefur beitt leiðsagnar- og málsvarahlutverki sínu í þessu skyni. 

Lesa meira
 

2.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

2.7.2015 Utanríkisráðuneytið Vilji til að skoða frekara samstarf Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í Pentagon með aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna Robert S Work.
Lesa meira
 
Í hjólastól

2.7.2015 Velferðarráðuneytið Úttektir á aðgengi fatlaðs fólks

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.  Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 20. ágúst 2015.

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úthlutun úr Myndlistarsjóði

Í dag úthlutaði myndlistarráð úr Myndlistarsjóði fyrir árið 2015, 18,5 milljónum til 42 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar.
Lesa meira
 

1.7.2015 Forsætisráðuneytið Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands samþykktar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Með breytingum gefst færi á að ráðast í úrbætur á skipulagi og starfi Stjórnarráðsins.

Lesa meira
 
Sauðkind

1.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýskipuð verðlagsnefnd búvara

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara en hún starfar samkvæmt lögum nr. 99/1993.  Nefndin er skipuð til eins árs í senn. 

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Erna Ómarsdóttir skipuð listdansstjóri Íslenska dansflokksins

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ernu Ómarsdóttur listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá 1. ágúst nk.

Lesa meira
 

1.7.2015 Utanríkisráðuneytið Eitt ár liðið frá gildistöku fríverslunarsamnings við Kína

Eitt ár er í dag frá gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína. Af því tilefni hefur sameiginleg nefnd samningsaðila fundað í gær og dag í Reykjavík en þetta er fyrsti fundur nefndarinnar.

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Alþingi samþykkti lög um Menntamálastofnun

Menntamálastofnun mun sinna þeim verkefnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt auk þess sem stjórnsýsluverkefni verða flutt frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til hennar.

Lesa meira
 
Vernd afurðarheita

1.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Vernd erlendra afurðarheita á Íslandi - andmælafrestur til 31. ágúst

Ísland og Evrópusambandið eiga í viðræðum um gerð milliríkjasamnings um gagnkvæmnisvernd afurðarheita sem vísa til uppruna eða landssvæðis, í skilningi 1. mgr. 22. gr. TRIPS-samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og laga nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. 

Lesa meira
 

1.7.2015 Utanríkisráðuneytið Ljósmyndir og ljóð frá Íslandi á sýningu í Smithsonian-safninu

Smithsonian-safnið í Washington, stærsta safna- og rannsóknarsamstæða heims, opnaði í gær stóra sýningu á ljósmyndum frá Íslandi eftir Feodor Pitcairn og ljóðum eftir Ara Trausta Guðmundsson undir heitinu Upprunalegt landslag; Ísland afhjúpað
Lesa meira
 

1.7.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um för yfir landamæri til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um för yfir landamæri, nr. 1212/2007. Snýst breytingin um samræmingu á reglum um tímabundna upptöku eftirlits á innri landamærum Schengen-svæðisins við sérstakar aðstæður og ítarlegri málsmeðferðarreglur þar að lútandi. 

Lesa meira
 
Jafnréttissjóður

1.7.2015 Forsætisráðuneytið Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Á vegum forsætisráðuneytisins er starfræktur sérstakurrannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður. Tilgangur hans er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðukvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 23. ágúst 2015.

Lesa meira
 

30.6.2015 Utanríkisráðuneytið Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
 
Himinn

30.6.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.

Lesa meira
 

30.6.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ræðir endurnýjanlega orkugjafa og loftslagsmál á fundi SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í sérstakri dagskrá um loftslagsmál á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Lesa meira
 

30.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Moody's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs  í Baa2 úr Baa3. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Önnur úthlutun úr Tónlistarsjóði

Þjóðlagahátíð á Siglufirði hlýtur hæsta styrkinn að þessu sinni
Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkisreikningur 2014

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2014 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Helstu niðurstöður eru að tekjujöfnuður ársins var jákvæður um 46,4 ma.kr. sem er betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Til samanburðar var smávægilegur tekjuhalli á árinu 2013.

Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – apríl 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Utanríkisráðuneytið Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands
Lesa meira
 

26.6.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 millj. kr. til viðbótar til táknmálstúlkunar í daglegu lífi

Eftirspurn eftir táknmálsþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. 
Lesa meira
 

26.6.2015 Innanríkisráðuneytið Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015

Innanríkisráðherra hefur samþykkt  tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunarfjármagn sjóðsins til greiðslu framlaganna verði 10.700 m.kr. en endanleg framlög ársins 2014 námu rúmum 10.180 m.kr. Hækkun áætlaðra framlaga á árinu 2015 nemur því 5,1%.
Lesa meira
 

26.6.2015 Innanríkisráðuneytið Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að áætluðu uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2015 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001 með síðari breytingum.
Lesa meira
 

26.6.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra fundar með utanríkisráðherrum Ítalíu og Páfagarðs

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heimsótti í gær Ítalíu, þar sem hann átti fundi með Paolo Gentiloni utanríkisráðherra, Paul Gallaghe, utanríkisráðherra Páfagarðs, og kynnti sér starfsemi Matvælaáætlunar SÞ, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar.

Lesa meira
 

26.6.2015 Innanríkisráðuneytið Uppfært yfirlit vegna undirbúnings fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Unnið er að því að tryggja að íslenskt lagaumhverfi sé í samræmi við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks svo hægt verði að fullgilda samninginn hið fyrsta. Innanríkisráðuneytið hefur nú uppfært samanburðartöflu sem liggur til grundvallar undirbúningi fullgildingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
 

25.6.2015 Velferðarráðuneytið Samvinnuhópur vegna öryggisvistunar einstaklinga

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað samvinnuhóp sem tryggja á að þjónusta og skipulag skipulag samstarfs ríkis og sveitarfélaga vegna einstaklinga sem þurfa á öryggisvistun að halda sé í samræmi við lög, alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og alþjóðleg viðurkennd gæðaviðmið.

Lesa meira
 

25.6.2015 Innanríkisráðuneytið Stýrihópur um framtíðarflugvöll á höfuðborgarsvæðinu telur nýjan flugvöll í Hvassahrauni koma best út

Stýrihópur fulltrúa innanríkisráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um athugun á framtíðarflugvallarstæði Reykjavíkurflugvallar hefur skilað innanríkisráðherra skýrslu sinni. Kannaðir voru nokkrir flugvallakostir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og kemst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flugvöllur í Hvassahrauni komi best út til að taka við þeirri starfsemi sem nú fer fram á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að á næstunni verði farið yfir skýrslu stýrihópsins og metið hvert næsta skref verður varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Lesa meira
 
Skrifað undir samning um ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum.

25.6.2015 Innanríkisráðuneytið Samið við Mílu um hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum

Í dag var undirritaður samningur milli fjarskiptasjóðs, f.h. innanríkisráðuneytisins, við Mílu ehf. um fyrri hluta hringtengingar ljósleiðarastrengs um Vestfirði. Ekkert fjarskiptafélag bauð sig fram til verksins á markaðslegum forsendum og bauð sjóðurinn því út styrk í mars síðastliðnum. Þrjú tilboð bárust á bilinu 56,3 til 123 milljónir króna og átti Míla hagstæðasta tilboð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 131 milljón króna.

Lesa meira
 
Kornakur.

25.6.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið. Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.
Lesa meira
 

24.6.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins

Á fundinum eru aðgerðir til að efla sameiginlega varnar- og viðbragðsgetu bandalagsins efst á baugi. 
Lesa meira
 

24.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Yfirlýsing um starfsskilyrði og kjaramál hjúkrunarfræðinga

Stjórnvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Lesa meira
 

24.6.2015 Forsætisráðuneytið Stefna í almannavarna- og öryggismálum samþykkt

Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017 var samþykkt í morgun á fundi almannavarna- og öryggismálaráðs og í framhaldinu skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður ráðsins, undir stefnuskjalið. 

Lesa meira
 
Forsætisráðherra er formaður almannavarna- og öryggismálaráðs og skrifaði hann undir stefnuskjalið í dag.

24.6.2015 Innanríkisráðuneytið Stefna í almannavarna- og öryggismálum samþykkt

Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017 var samþykkt í morgun á fundi almannavarna- og öryggismálaráðs og í framhaldinu skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður ráðsins, undir stefnuskjalið. Stefnan miðar að því að tryggja heildarsýn yfir áhættuþætti og inniheldur hún megináherslur fyrir málefnasvið almannavarna og 42 aðgerðir sem þykja nauðsynlegar og varða öryggi samfélagsins í víðu samhengi.

Lesa meira
 

24.6.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um öryggisbúnað barna í ökutækjum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglum um öryggisbúnað barna í ökutækjum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 8. júlí næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 

24.6.2015 Innanríkisráðuneytið Verkefni er varða dómtúlka og skjalaþýðendur flutt til sýslumannsembættis í Vestmannaeyjum

Verkefni sem snúa að löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda verða flutt frá embætti sýslumannsins á Vestfjörðum til embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum. Breytingin tekur gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

24.6.2015 Velferðarráðuneytið Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsendurhæfingu

Móta þarf stefnu um málefni fólks með skerta starfsgetu og setja reglur um eftirlit með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu. Ríkisendurskoðun ítrekar þessar ábendingar til velferðarráðuneytisins í skýrslu en fellur frá tveimur öðrum ábendingum sem ráðuneytið hefur þegar brugðist við að mati stofnunarinnar.

Lesa meira