100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði aðalfund Sýslumannafélags Íslands.

20.9.2014 Innanríkisráðuneytið Breytt umdæmaskipan meðal umræðuefna á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands

Breytt umdæmaskipan sýslumannsembætta, aðgerðaáætlun um breytingarnar, fjármál og fleira efni var til umræðu á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands sem lauk í Borgarfirði í dag. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði fundinn í gær, flutti fundarmönnum kveðju innanríkisráðherra og þakkaði sýslumönnum fyrir góð samskipti og umræður við undirbúning breytinga á embættunum sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur.

20.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur nýverið og kynnti sér starfsemi dómstólsins. Ingimundur Einarsson dómstjóri og Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður í Dómarafélagi Íslands, gengu með ráðherra og fylgdarliði um húsnæði héraðsdóms. Greindu þeir síðan frá helstu þáttum starfseminnar ásamt þeim Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, og Friðriki Þ. Stefánssyni, rekstrar- og mannauðsstjóra.

Lesa meira
 
Unnið að úrskurði

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Úrskurðarnefndir sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti ríkisstjórn í dag lagafrumvarp þar sem lagt er til að sjö úrskurðar- og kærunefndir á málefnasviði ráðuneytisins verði sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála. Markmiðið er hagræðing og aukin skilvirkni.

Lesa meira
 
Illugi Gunnarsson í Hörpu

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki og viðurkenning náms

Illugi Gunnarsson ávarpaði norræna ráðstefnu um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum

Lesa meira
 

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla um vísinda- og nýsköpunarkerfið hér á landi

Úttekt á íslenska vísinda- og nýsköpunarkerfinu var gerð á vegum ráðgjafanefndar Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Eftirfylgni Ríkisendurskoðunar vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um eftirfylgni vegna ábendinga sem stofnunin gerði vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu árið 2011. Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi brugðist við öllum ábendingum sem þá voru gerðar á fullnægjandi hátt.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Gunther Oettinger

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framkvæmdastjóri orkumála innan ESB standa fyrir jarðhitahringborði í Brussel

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum í Brussel um möguleika á sviði jarðvarma í Evrópu. Fundurinn var skipulagður af íslenskum stjórnvöldum og Gunther Oettinger, framkvæmdastjóra orkumála innan ESB. Fulltrúar frá fjölda íslenskra fyrirtækja á þessu sviði tóku þátt í fundinum, auk sérfræðinga víða að úr Evrópu.

Lesa meira
 
Bakgrunnsgögn

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Mótun vinnumarkaðsstefnu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd sem móta skal tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir lok þessa árs.

Lesa meira
 

19.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.
Lesa meira
 
Neyðarsamstarf-raforkukerfisins

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundað um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna

Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku. Í vikunni fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra með þessum aðilum um viðbúnað í raforkukerfinu vegna umbrotanna í og við Vatnajökul.
Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað.

Lesa meira
 
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í dag í Búðardal.

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira
 

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira
 
Á fiskmarkaðnum

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Humbersvæðið á Bretlandi

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórður Ægir Óskarsson  sendiherra Íslands í Bretlandi, heimsóttu svo kallað Humber-svæði í vikunni en hafnarborgin Grimsby er í hjarta þess.

Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Grænlensku skipi synjað um löndun á norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið synjaði í gær grænlenskri útgerð um leyfi til að landa hér norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu. Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk-íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni.
Lesa meira
 

18.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur víða um land

Degi íslenskrar náttúru var fagnað víða um land 16. september. Meðal annars undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðaukasamning við Grænfánaverkefni Landverndar sem kveður á um aukna fjárveitingu til starfsemi og þróunar verkefnisins á komandi vetri.

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin  í Hörpu 19. september 2014

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,

í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin í Hörpu 19. september 2014 

Lesa meira
 

16.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið RÚV og Tómas J. Knútsson verðlaunuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
 
Sigurði færðar þakkir

16.9.2014 Forsætisráðuneytið Sigurður Líndal lætur af störfum í stjórnarskrárnefnd

Sigurður Líndal prófessor emeritus hefur að eigin ósk fengið lausn frá störfum sínum fyrir stjórnarskrárnefnd, vegna aldurs og anna við önnur störf. Sigurður var skipaður formaður nefndarinnar í nóvember 2013. 
Lesa meira
 
Sameining

16.9.2014 Velferðarráðuneytið Samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun

Hafin er samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun sem verður til samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sameiningu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frestur til að senda inn tillögur rennur út 1. október.

Lesa meira
 

15.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samgönguvika sett á Degi íslenskrar náttúru

Okkar vegir – okkar val, er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 
Biophilia kennsluverkefni

15.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Listir og þátttaka

Ráðstefnan „Arts & Audiences“ verður haldin í Hörpu 20. og 21. október undir yfirskriftinni „Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“

Lesa meira
 

15.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Íslensk skip hafa ekki leyfi til síldveiða í grænlenskri lögsögu

Ekkert íslenskt skip hefur leyfi Fiskistofu til veiða á síld í grænlenskri lögsögu, enda eru ekki skilyrði til slíkrar leyfisveitingar þar sem enginn samningur er milli Grænlands og Íslands um síldveiðar.
Lesa meira
 
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram í gær og í dag.

13.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp í dag á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem nú stendur í Sveitarfélaginu Vogum. Ræddi hún meðal annars samstarf ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, atvinnuuppbyggingu og fleira. Fundurinn hófst í gær og voru þar meðal annars til umræðu menntamál, almenningssamgöngur, málefni fatlaðs fólks og fjallað var um tækifærin á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir ráðherra og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Afganskt flóttafólk boðið velkomið til Hafnarfjarðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu í dag samning um móttöku, aðstoð og stuðning við sex manna fjölskyldu frá Afganistan sem hingað er komin á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks.

Lesa meira
 
Heilsugæslan - Miðstöð heilsuverndar

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Fjárlagafrumvarpið: Efling heilsugæslu forgangsmál

Alls renna um 143 milljarðar króna til heilbrigðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Aukingin nemur um 5,3 milljörðum króna, eða um 3,9%. Efling heilsugæslu er forgangsmál og er gert ráð fyrir rúmlega 600 milljóna króna raunaukningu á framlagi til heilsugæslu og sjúkraflutninga.

Lesa meira
 

12.9.2014 Velferðarráðuneytið Nýmæli í geðheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

Geðheilbrigðisþjónusta fyrir íbúa Suðurlands verður aukin og bætt með samstarfssamningi sem gerður hefur verið milli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Markmiðið er að byggja upp samhæfða geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu.

Lesa meira
 
Börn í Laugarnesskóla 2014

12.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ytra mat á fjórum grunnskólum

Skýrslur um ytra mat á Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Kirkjubæjarskóla í Skaftárhreppi og Vallaskóla á Selfossi

Lesa meira
 

12.9.2014 Forsætisráðuneytið Stjórnarskrárnefnd kallar eftir athugasemdum við fyrstu áfangaskýrslu

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október

Lesa meira
 

11.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjárlagafrumvarpið sett fram myndrænt

Fyrirtækið Datamarket hefur, líkt og síðustu ár, sett fjárlagafrumvarpið fram með myndrænum hætti. Á vef þess er að skoða útgjöld ríkisins eftir ráðuneytum fyrir fjárlagafrumvarp ársins 2015.
Lesa meira
 
Í hjólastól

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Helstu sérfræðingar heims funda um mænuskaða í Reykjavík

Mænuskaði, forvarnir, gagnasöfnun og rannsóknir og meðferð og umönnun þeirra sem hlotið hafa mænuskaða er umfjöllunarefni þriggja daga fundar helstu sérfræðinga í heims á þessu sviði sem funda í Reykjavík dagana 11. – 13. september.

Lesa meira
 
Móðir og barn

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Starfshópur ræði framtíð fæðingarorlofs

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.

Lesa meira
 
Lyf

11.9.2014 Velferðarráðuneytið Staðreyndir um greiðsluþátttöku vegna S-merktra lyfja

Sjúklingar sem liggja inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum munu ekki taka þátt í kostnaði vegna lyfja sem þeir fá meðan á innlögn stendur frekar en verið hefur, þrátt fyrir áformaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í S-merktum og leyfisskyldum lyfjum. Greiðsluþátttakan mun einungis ná til notkunar þessara lyfja utan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana.

Lesa meira
 
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fyrsta fundi fjármálastöðugleikaráðs.

11.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálastöðugleikaráð tekur til starfa

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 10. september 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 

Lesa meira
 

10.9.2014 Forsætisráðuneytið Samráðshópur um viðbrögð við náttúruvá skipaður

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu forsætisráðherra að skipa samráðshóp fimm ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá. Hópurinn mun yfirfara fjárþörf og kostnað aðila og einstakra stofnana vegna eldgossins í Holuhrauni og jarðhræringa í og við öskju Bárðarbungu og í Dyngjujökli. 

Lesa meira
 
Hugsi

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Forvarnir gegn sjálfsvígum

Alþjóðadagur forvarna gegn sjálfsvígum er í dag, 10. september. Af því tilefni var efnt til málþings í Iðnó í dag undir yfirskriftinni; Rjúfum þagnarmúrinn og kyrrðarstundir verða haldnar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum í kvöld kl. 20.00 í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Lesa meira
 

10.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Lesa meira
 
Húsin í bænum

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Félagslegt húsnæði sveitarfélaga

Samtals eru tæplega 1.800 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins. Úthlutun þeirra á félagslegu húsnæði frá janúar til júní síðastliðnum svarar til þess að tæplega 8% hópsins hafi fengið úrlausn.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

10.9.2014 Velferðarráðuneytið Fjárlagafrumvarpið: Áhersla á almannatryggingar og lífeyrismál

Alls renna 122,6 milljarðar króna til verkefna á sviði félags- og húsnæðismála árið 2015 samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta er aukning sem nemur 2,841 milljörðum frá þessu ári eða um 2,4%. Bætur lífeyrisþega eru varðar og 650 milljónum varið til hækkunar frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega.

Lesa meira
 
Björn Oddsson, sérfræðingur hjá almannavörnum, fræðir fundarmenn um stöðu mála í Bárðarbungu.

10.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra kynnti sér þróun mála í Bárðarbungu á fundi hjá almannavörnum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti í morgun almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt ráðuneytisstjórum innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og nokkru samstarfsmönnum úr báðum ráðuneytum. Fulltrúar almannavarnadeildar fóru yfir stöðuna í Bárðarbungu og í Holuhrauni og upplýstu ráðherra um nokkrar mögulegar sviðsmyndir. Ríkisstjórnin mun ræða stöðuna á fundi sínum síðar í dag.

Lesa meira
 

10.9.2014 Forsætisráðuneytið Fundur forsætisráðherra með yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins

Á fundinum báru málefni nýliðins leiðtogafundar bandalagsins í Wales hæst, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og viðbúnaður bandalagsins í austanverðri Evrópu. Einnig var ástandið í Sýrlandi og Írak til umræðu.

Lesa meira
 
Göngum í skólann 2014

10.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Göngum í skólann

Verkefninu hleypt af stokkunum í Laugarnesskóla

Lesa meira
 

9.9.2014 Innanríkisráðuneytið Svar við bréfi umboðsmanns Alþingis frá 25. ágúst

Innanríkisráðherra hefur í dag svarað umboðsmanni Alþingis vegna bréfs hans frá 25. ágúst síðastliðnum. Bréfið fer hér á eftir:

Lesa meira
 

9.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjárlagafrumvarp 2015

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015 hefur verið lagt fram á Alþingi. Annað árið í röð er frumvarpið hallalaust, en gert er ráð fyrir 4,1 mia.kr. afgangi á næsta ári. Stöðugleiki og vöxtur sem styðst við ábyrga stjórn efnahagamála er inntak ríkisfjármálaáætlunar næstu ára.  Samhliða aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu verður hlúð að velferðarkerfinu með auknum framlögum til almannatrygginga. 

Lesa meira
 

9.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki auka öryggi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vill taka eftirfarandi fram um nýtingu rafrænna skilríkja og ráðstöfun fjármuna til höfuðstólslækkunar verðtryggðra skulda.

Lesa meira
 

9.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Göngum í skólann verkefnið 2014 að hefjast

Göngum í skólann

Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni

Lesa meira
 

9.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla OECD um menntamál 2014

Hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi hækkar jafnt og þétt

Lesa meira
 

9.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða en í þeim er m.a. fjallað um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða sem og vatnsöflun til slökkvistarfa. 

Lesa meira
 

8.9.2014 Innanríkisráðuneytið Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira
 

8.9.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundi lokið

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 8. september 2014 er lokið.

Lesa meira
 

8.9.2014 Innanríkisráðuneytið Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið sem er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Lesa meira
 

5.9.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 8. september 2014

Reglulegur fundur ríkisráðs Íslands verður haldinn á Bessastöðum mánudaginn 8. september kl. 11.00.
Lesa meira
 
Herdís Gunnarsdóttir

5.9.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir.

Lesa meira
 
Þröstur Óskarsson

5.9.2014 Velferðarráðuneytið Skipun forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Þröstur Óskarsson verður forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem tekur til starfa 1. október næstkomandi samkvæmt ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Skipunin byggist á mati  lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Lesa meira
 
Öryggishandbók leikskóla

5.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Öryggishandbók leikskóla

Handbókin er til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla.

Lesa meira
 

5.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra heimilað að undirbúa samkomulag ríkis og kirkju um leiðréttingu sóknargjalda

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fékk í dag heimild ríkisstjórnarinnar til að hefja undirbúning að gerð samkomulags milli ríkis og kirkju á grundvelli tillagna starfshóps sem gera ráð fyrir að umframskerðing sóknargjalda verði jöfnuð út á fjórum árum. Markmiðið með samningnum er að upphefja þann hluta aðhaldskrafna árin 2009-2012 sem gekk lengra en gert var gagnvart öðrum aðilum sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum.

Lesa meira
 

5.9.2014 Forsætisráðuneytið Þátttaka efld í störfum Atlantshafsbandalagsins

Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra um þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Hyggjast stjórnvöld fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í einstök verkefni þess, þ.á m. í Úkraínu.

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setti norræna ráðstefnu um gjafsóknarmál í Norræna húsinu í dag.

5.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra setti norræna ráðstefnu um gjafsóknarreglur í einkamálum

Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum er haldin í Reykjavík í dag. Ráðstefnan er á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands og með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Lesa meira
 

5.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttektir á starfsemi þriggja framhaldsskóla

Birtar hafa verið skýrslur um úttektir á starfsemi Flensborgarskóla, Menntaskólans við Sund og Verzlunarskóla Íslands

Lesa meira
 

5.9.2014 Innanríkisráðuneytið Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til 18. september nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Framhaldsskólanemendur

5.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Brottfall úr framhaldsskólum

Hagstofan hefur greint brottfall úr framhaldsskólum og er miðað við nemendur sem innrituðust í skóla haustið 2004 og hver staða þeirra er fjórum, sex og sjö árum síðar.

Lesa meira
 

5.9.2014 Innanríkisráðuneytið Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2014. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira
 

4.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Unnið að svari til ESA vegna raforkutilskipunar ESB

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um að íslensk stjórnvöld hafi „trassað“ að innleiða raforkutilskipun ESB í rúm sjö ár vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira
 

4.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafræn skilríki greiða fyrir framkvæmd skuldaleiðréttingarinnar

Ákveðið hefur verið að nýta rafræn skilríki til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Nú þegar eru hátt í 100 þúsund manns með virk rafræn skilríki og hafa símafélög lýst því að þau verða reiðubúin með lausnir fyrir viðskiptavini sína.

Lesa meira
 
Vinnumál

4.9.2014 Velferðarráðuneytið Skipulag vinnumarkaðsmála og athugasemdir Ríkisendurskoðunar

Velferðarráðuneytið hefur skoðað kosti og galla þess að sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið. Ráðuneytið telur ekki sýnt að með því náist faglegur ávinningur eða hagræðing að því marki að það réttlæti sameiningu stofnananna að svo stöddu.

Lesa meira
 
Makrílveiði

4.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Makrílveiðar smábáta, sem veiða með línu og handfærum, verða stöðvaðar frá og með 5. september 2014

Í ár var ráðstafað 6.817 tonnum til smábáta, samanborið við 3.200 tonn árið 2013, endalegur afli varð þó 4.678 tonn í fyrra.

Lesa meira
 
Hafnasambandsþing stendur nú yfir á Ólafsfirði.

4.9.2014 Innanríkisráðuneytið Hlutur hafna í landsframleiðslu er verulegur

Hafnasambandsþing hófst í morgun á Ólafsfirði og stendur til morguns. Á dagskrá er meðal annars umfjöllun um fjárhag og stöðu hafna, efnahagsleg áhrif hafna og langtímastefna. Þá verður rætt um hafnalög og reglugerðir. Gísli Gíslason, formaður Hafnasambandsins, setti þingið og Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu innanríkisáðuneytisins, flutti ávarp fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

4.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Heildarúttekt OECD á umhverfismálum Íslendinga kynnt

Íslensk náttúra hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar sem og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðamenn. Íslendingar njóta mikilla lífsgæða og hreins umhverfis sem býður upp á framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta er meðal meginniðurstaðna heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013, en úttektarskýrslan var kynnt í dag.

Lesa meira
 

4.9.2014 Innanríkisráðuneytið Umsóknarfrestur um starf formanns kærunefndar útlendingamála rennur út 8. september

Innanríkiráðuneytið hefur auglýst að nýju með framlengdum umsóknarfresti starf lögfræðings sem formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. september næstkomandi.

Lesa meira
 
Í sólskinsskapi

4.9.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefna um fjölskyldustefnur og velferð barna

Fjölskyldustefnur og velferð barna er yfirskrift norrænnar ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 5. september. Fjallað verður um fjölskyldustefnur fyrr og nú og tengsl við fátækt meðal barna á Norðurlöndunum, velferðarþjónustu í nærumhvefi og mikilvægi samráðs við ákvarðanatökur á opinberum vettvangi. Bein vefútsending verður frá ráðstefnunni.

Lesa meira
 

4.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 
Nýtt tengivirki tekið í notkun

3.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag formlega í notkun nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Nýja tengivirkið er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið, innan við Ísafjarðarkaupstað, og er um samstarfsverkefni Landsnets og Orkubús Vestfjarða að ræða. Framkvæmdir hófust haustið 2013 og var heildarkostnaður um hálfur milljarður króna.

Lesa meira
 

3.9.2014 Innanríkisráðuneytið Málsmeðferðartími hælisumsókna 90 dagar

Málsmeðferðartími hælisumsókna verður að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í málum sem hafa komið inn frá og með 25. ágúst. Þetta var eitt megin markmiða með breytingum á útlendingalögum síðastliðið vor. Með þeim breytingum og breyttu verklagi í hefur náðst árangur í að auka skilvirkni og vanda verklag við meðferð hælisumsókna undanfarin misseri.

Lesa meira
 

3.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirbúningur að nýju vinnumati fyrir framhaldsskólakennara

Unnið er að nýju vinnumati fyrir kennslu allra námsáfanga í framhaldsskólum landsins

Lesa meira
 

3.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
 

3.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um kröfur um tvöfaldan byrðing til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 18. september nk. á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

3.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra

Tíu umsóknir bárust um stöðuna, frá þremur konum og sjö körlum
Lesa meira
 

3.9.2014 Innanríkisráðuneytið Neytendasamtökin tilnefnd sem tengiliður við Evrópsku neytendaaðstoðina

Innanríkisráðuneytið hefur tilnefnt Neytendasamtökin sem tengilið Íslands við Evrópsku neytendaaðstoðina, ENA með samningi sem gildir til þriggja ára. Hlutverk ENA er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES.

Lesa meira
 
Fáni Atlantshafsbandalagsins

3.9.2014 Forsætisráðuneytið Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Wales

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk. 

Lesa meira
 

3.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um öryggi leikfanga og fleira til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um öryggi leikfanga og frjálsan flutning þeirra innan EES. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 17. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 

2.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um farmflutninga á landi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um farmflutninga á landi. Unnt er að veita umsögn um frumvarpið til 17. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

2.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar?

Opnir fundir Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um Hvítbók um umbætur í menntamálum

Lesa meira
 

2.9.2014 Innanríkisráðuneytið Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður 8. október

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 8. október næstkomandi  á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:00. Ársfundurinn verður með svipuðu sniði og áður.

Lesa meira
 

2.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið 69 þúsund umsóknir  um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána, en umsóknarfrestur rann út í gær. Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda.

Lesa meira
 

2.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

1.9.2014 Forsætisráðuneytið Breytingar í forsætisráðuneytinu

Ákveðið hefur verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu frá og með deginum í dag, 1. september.  
Lesa meira
 

1.9.2014 Innanríkisráðuneytið Samráð um notkun mannlausra loftfara – dróna

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur nú kost á samráði um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Samráðið stendur til 24. október næstkomandi.

Lesa meira
 

31.8.2014 Innanríkisráðuneytið Lagt til að nauðungarsölum verði frestað áfram

Innanríkisráðherra mun leggja fram á fyrstu dögum þingsins frumvarp um breytingar á nauðungarsölulögum þar sem gert er ráð fyrir að nauðungarsölum verði frestað áfram meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir. Frumvarpið, sem kynnt var í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag, gerir ráð fyrir að nauðungarsölum verði áfram frestað fram yfir 1. mars 2015 en frestur samkvæmt gildandi lögum á að renna út 1. september.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vefnum.

Lesa meira
 

29.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umbætur í menntamálum

Illugi Gunnarsson heldur opna fundi í Borgarnesi og á Akranesi 1. september.

Lesa meira
 
Frá norrænu jafnréttisráðstefnunni í Hörpu

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Femínismi, karlmennska og jafnrétti á Norðurlöndum

Jafnréttissamstarf norrænu ríkisstjórnanna hefur skilað árangri sem löndin geta miðlað til annarra heimshluta. Enn má þó gera betur til að virkja karlmenn til þátttöku í jafnréttisstarfi. Fjallað er um afmælisráðstefnuna í Hörpu sl. þriðjudag á vef Norðurlandaráðs.

Lesa meira
 
Á ferðinni

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Mat á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið rannsókn á viðhorfum og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var unnin að beiðni velferðarráðuneytisins og gefur kost á samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var áður en yfirfærslan átti sér stað í ársbyrjun 2011.

Lesa meira
 
Frá fyrsta fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

29.8.2014 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um lýðheilsumál fer af stað

Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira
 

29.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um orku- og olíumál í Stavangri

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti dagana 25. og 26. ágúst ráðstefnu ONS (Offshore Northern Seas) í Stavangri í Noregi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu og sýningu sem haldinu hefur verið árlega í 40 ár. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu og framtíðarhorfur á sviði olíuleitar og -vinnslu, sem og þróun orkumála almennt í heiminum og tók ráðherra þátt í umræðum um þau mál.
Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á vísinda- og nýsköpunarkerfinu á Íslandi

Drög að skýrslu um nýja úttekt kynnt á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag

Lesa meira
 

28.8.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til umsagnar

Drög að breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsögn um frumvarpsdrögin til og með 8. september næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira