100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

31.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Rafrænir reikningar frá 1. janúar 2015

Frá og með 1. janúar 2015 skulu allir reikningar til ríkisstofnana vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti.  Ákvörðunin um að taka upp rafræna reikninga frá og með 2015 var kynnt í febrúar sl. Hún er í samræmi við gildandi samninga við birgja um fyrirkomulag reikninga. 

Lesa meira
 
Skýrsla um rannsókn á dræmri kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kynnt í innanríkisráðuneytinu í dag.

30.10.2014 Innanríkisráðuneytið Margar ástæður nefndar fyrir minnkandi kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum í vor

Enginn flokkur í framboði í mínu sveitarfélagi höfðaði til mín, mér fannst of margir flokkar vera í framboði, mér fannst ekki skipta máli hver yrði kosinn í sveitarstjórn, ég taldi að atkvæði mitt myndi ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Allt eru þetta ástæður sem fram komu í svörum kjósenda í rannsókn á ástæðum fyrir minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor.

Lesa meira
 

30.10.2014 Innanríkisráðuneytið Ný reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn

Reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar hefur tekið gildi og kemur í stað eldri reglugerðar um sama efni. Ástæða þessarar breytingar er sú að tilfærsla hefur orðið á verkefnum með sameiningu ráðuneyta, uppfæra þurfti lagatilvísanir í reglugerðinni og um leið var breytt nokkrum öðrum efnisatriðum.

Lesa meira
 
Hús í Reykjavík

29.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014

Reykjavík hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í kvöld.

Lesa meira
 

29.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfisráðherrar Norðurlanda ræddu Norðurskautsmál á fundi sínum í dag

Umhverfisráðherrar Norðurlanda funduðu í Stokkhólmi í dag í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem nú stendur þar yfir. Mikill samhljómur var meðal ráðherranna í þemaumræðu um Norðurskautið, sem Sigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði forsögu um fundinum.

Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd á fundií Berlín Mynd:Axel Schmidt/OECD

29.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Undirritaði yfirlýsingu um gagnsæi og sanngirni í skattamálum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd yfirlýsingu vegna upptöku nýs alþjóðlegs staðals um sjálfkrafa upplýsingaskipti í skattamálum. Alls undirrituðu fulltrúar 51 ríkis yfirlýsinguna, en undirritunin fór fram í Berlín á Global Forum, fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um gagnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum.

Lesa meira
 
Norrænir ráðherrar menningarmála Norðurlandaráðsþing 2014

29.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menningarráðherrar Norðurlanda funda í Stokkhólmi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði fundi menningarráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem nú stendur yfir og samráðsfundi með menntamálanefnd Norðurlandaráðs

Lesa meira
 
Stokkhólmur

29.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntun og jafnrétti rædd á Norðurlandaráðsþingi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði málþingi um helstu viðfangsefni á sviði jafnréttismála og menntunar

Lesa meira
 

29.10.2014 Innanríkisráðuneytið Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015 sem þegar hafa komið til úthlutunar nema um 33 milljörðum króna

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um heildarúthlutun framlaga á næsta ári til hinna ýmsu málaflokka sem sjóðurinn sinnir samanber reglugerðir um starfsemi sjóðsins. Alls nema úthlutanirnar nú um 33 milljörðum króna.

Lesa meira
 

29.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi. Með henni er innleidd EES-gerð, þ.e. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB). Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 10. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi. Mynd: Magnus Fröderberg/Norden.org

28.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fundur norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag árlegum fundi norrænna fjármálaráðherra sem fram fór í Stokkhólmi, en Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
 
Norrænir forsætisráðherrar á fréttamannafundi í Stokkhólmi

28.10.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra tekur þátt í störfum Norðurlandaráðsþings og ráðherrafundum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í störfum Norðurlandaráðsþings, sem sett var í dag í þinghúsinu í Stokkhólmi. Flutti ráðherra meðal annars ræðu um þróun Norðurlandasamstarfs og tók þátt í þingumræðum.

Lesa meira
 

27.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

Lesa meira
 

27.10.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþing

Norðurlandaráðsþing verður sett á morgun, þriðjudag, í Stokkhólmi og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og ráðherrafundum því tengdu. 

Lesa meira
 
Síle GSI ræða

27.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi ræddi fiskeldi á Íslandi á alþjóðlegri fiskeldisráðstefnu í Síle

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbært  fiskeldi var haldin sl. föstudag í Puerto Montt Síle í tengslum við fiskeldissýninguna AquaSur. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði ráðstefnuna með erindi um viðfangsefni og tækifæri í íslensku fiskeldi. Ráðstefnan var á vegum GSI-Global Salmonal Initiative. Þar er um að ræða samtök fiskeldisfyrirtækja víðsvegar að úr heiminum sem fjalla um sameiginleg viðfangsefni fiskeldis á heimsvísu. 

Lesa meira
 

24.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Síle ræddu aukið samstarf á sviði sjávarútvegsmála

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Raúl Súnico aðstoðarsjávarútvegsráðherra Síle, ásamt sendinefndum sínum, áttu í dag tvíhliða fund í Puerto Varas. Á fundinum var fjallað um sjávarútvegs- og fiskeldismál.
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Styrkir til gæðaverkefna árið 2014

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2014. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

Lesa meira
 
Stjórn Jafnréttissjóðs, forsætisráðherra og styrkþegar

24.10.2014 Forsætisráðuneytið Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman

Forsætisráðherra flutti í dag, á kvennafrídeginum og degi Sameinuðu þjóðanna, ávarp við árlegt málþing Jafnréttissjóðs og afhenti af því tilefni fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð 8,6 mkr. 

Lesa meira
 

24.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að breytingum á lögum um landmælingar og grunnkortagerð til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð (tengill á lögin). Breytingarnar eru til komnar vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga.  

Lesa meira
 
Ráðherra skráir sig í grunninn undir vökulu auga verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Líffæragjafar skrái vilja sinn í nýjan gagnagrunn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að skrá sig í miðlægan grunn um líffæragjafa þegar hann opnaði formlega í dag vefsvæði sem Embætti landlæknis hefur sett á fót í þessu skyni.

Lesa meira
 
Stjórnarráðshúsið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Efling sóttvarna og viðbúnaðar vegna ebólu

Velferðarráðuneytið og stofnanir þess hafa að undanförnu unnið að styrkingu sóttvarna og eflingu viðbúnaðar vegna ebólufaraldursins í Vestur-Afríku.  Heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag helstu verkefni sem unnið er að vegna þessa og áætlaðan kostnað vegna þeirra.

Lesa meira
 
Launajafnrétti

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Reglugerð um jafnlaunavottun undirrituð á baráttudegi kvenna, 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla kröfur staðalsins geta þar með fengið vottað að málsmeðferð og ákvarðanataka þeirra í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Lesa meira
 

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Dagur átaksins; Útrýmum lömunarveiki

Á Íslandi var byrjað að bólusetja fyrir lömunarveiki (mænusótt) árið 1956 og síðasta tilfellið sem greindist hér á landi var 1960. Árið 1994 voru vesturlönd án mænuveiki og nú hefur tekist að útrýma henni í öllum löndum öðrum en Nígeríu, Afganistan og Pakistan.

Lesa meira
 
Undirritun viljayfirlýsingar um menningarmál Ísland Kína

23.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viljayfirlýsing um samstarf á sviði menningarmála við Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála

Lesa meira
 
Makrílveiði

23.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ísland áfram utan makrílsamnings

Árlegur fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða í Norðaustanverðu Atlantshafi var haldinn í London 21.-23. október. Á fundinum var vísindaráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) kynnt og undirstrikaði hún sterka stöðu makrílstofnsins. Jafnframt sýndi hún fram á mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu yfir sumartímann þegar makríllinn er í ætisleit.

Lesa meira
 
Vígsla á nýju húsnæði fyrir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

23.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ungt fólk – Framhaldsskólanemar 2013

Í skýrslunni Ungt fólk 2013 eru upplýsingar um menntun, menningu, íþróttaiðkun, heilsuhegðun og heilsuvísa, líðan og framtíðarsýn íslenskra ungmenna í framhaldsskólum landsins

Lesa meira
 

23.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun  á samlegð í starfsemi þessara stofnana.  
Lesa meira
 

23.10.2014 Innanríkisráðuneytið Starfshópur vinnur að stefnumótun og skipulagi í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins er nú að hefja vinnu við að móta nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. apríl 2015.

Lesa meira
 
Paul Wheelhouse, Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Jóhannsson,

23.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherrar Noregs og Íslands funduðu í Síle

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherra Noregs áttu í gær tvíhliða fund í Puerto Varas í Síle, þar sem þau sækja fiskeldissýninguna AquaSur. Á fundinum rædd þau ýmis mál er varða sameiginlega hagsmuni þjóðanna, m.a. þá neikvæðu stöðu sem er í viðræðum um stýringu flestra þeirra stofna sem þjóðirnar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart

Lesa meira
 
Raflínur

22.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um raflínur

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Bæði þessi þingmál lúta að flutningskerfi raforku og voru drög að þeim áður birt á heimasíðu ráðuneytisins (27. júní og 19. ágúst) og var öllum gefið færi á að senda inn umsagnir og ábendingar. 

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ársfundi ASÍ

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Áherslur ráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands

Félags- og húsnæðismálaráðherra reifaði hugmyndir um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að lausnum í húsnæðismálum, ræddi ábyrgð atvinnurekenda í atvinnumálum fatlaðs fólks, talaði um horfur í efnahags- og atvinnumálum o.m.fl. í ræðu á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem nú stendur yfir.

Lesa meira
 
Meðferð

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Framtíð ADHD-teymis og eftirlit með lyfjaávísunum

Heilbrigðisráðherra áformar að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítala um áframhaldandi rekstur ADHD-teymisins sem sett var á fót í byrjun síðasta árs. Gerð verður fagleg úttekt á starfsemi teymisins og eftirlit með lyfjaávísunum lækna aukið.

Lesa meira
 
Merki fyrir rafræn skilríki - mini

22.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Verkefnisstjórn um útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að fylgja eftir sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja um að stuðla að útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Samstarfsverkefni um NPA verði framlengt

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem miðar að því að framlengja samstarfsverkefni um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) til ársloka 2016. Ákvörðunin er tekin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

21.10.2014 Forsætisráðuneytið Málþingið Kyn og fræði - ný þekking verður til

Forsætisráðherra mun úthluta styrkjum til rannsókna á sviði jafnréttismála úr Jafnréttissjóði á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október næstkomandi á morgunverðarmálþingi á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún.

Lesa meira
 

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira
 
Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu á Nesjavöllum í dag.

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Norrænir dómsmálaráðherrar funda á Íslandi

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna sitja nú reglulegan fund sem fram fer á Íslandi og stýrir honum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra. Á fundinum er meðal annars rætt um ýmsar hliðar dóms- og réttarvörslukerfisins, unga afbrotamenn og samspil refsinga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira
 
Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014

21.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Síle

Hinn 20. október 2014, tók Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þátt í málþingi á vegum Universidad Andrés Bello, í Santiago í Síle.
Lesa meira
 

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingum á reglugerðum um almannaflug til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Illugi Gunnarsson Arts and audiences í Hörpu

20.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði norrænu ráðstefnuna Arts & Audiences, sem nú stendur yfir í Hörpu og lýkur á morgun 21. október. Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun í íslenskri löggjöf. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 27. október næstkomandi.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Þeir íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis, eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þessum tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira
 

20.10.2014 Innanríkisráðuneytið Tillaga að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar til kynningar

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar tillögu að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Frumvarpið var áður lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki afgreitt en frumvarpið hefur verið unnið í innanríkisráðuneytinu í samræmi við tillögur kirkjuþings þar að lútandi.

Lesa meira
 
Lyfjastofnun

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri Lyfjastofnunar lætur af störfum

Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar, hefur óskað eftir því að láta af störfum 1. febrúar á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á þá beiðni og verður embættið auglýst laust til umsóknar innan skamms.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

17.10.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra lagði áherslu á náið samstarf ríkis og sveitarfélaga á ársþingi SSNV

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gær en meðal umfjöllunarefna ársfundarins auk aðalfundarstarfa var erindi um landsskipulagsstefnu, stefnumörkun og aðkomu sveitarfélaga, um stöðu og framtíð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og um sóknaráætlanir landshluta. Auk ráðherra ávörpuðu fundinn þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Lesa meira
 
Framhaldsskólinn Mosfellsbæ vígsluhátíð 2014

17.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menningarstefna í mannvirkjagerð gefin út að nýju

Stefnumörkun á sviði verklegrar framkvæmda er orðin hluti af stjórnsýslu hér á landi og er orðin viðurkennd leið til þess að efla gæði manngerðs umhverfis

Lesa meira
 

17.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur skoðar ráðleggingar OECD í umhverfismálum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að setja á fót starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta, í því skyni að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001 – 2013.

Lesa meira
 
Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Norrænt samstarf í heilbrigðismálum verði eflt

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær yfirlýsingu um framtíðarsamstarf þjóðanna á sviði heilbrigðismála og vilja til þess að efla það á ýmsum sviðum.

Lesa meira
 
Við afhendingu lýðheilsuverðlaunanna 2014

17.10.2014 Velferðarráðuneytið Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2014

Íþrótta og ólympíusamband Íslands hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár fyrir að stuðla með starfi sínu að heilbrigðum lífsstíl almennings og þar með bættri lýðheilsu. Verðlaunin voru afhent í tengslum við fund heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í gær.

Lesa meira
 

17.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Opið samráðsferli um breytingar á lögum er varða frístundaheimili

Málefni frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólastigi.

Lesa meira
 

16.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fundur fjármálastöðugleikaráðs

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 15. október 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Lesa meira
 
Lyf

16.10.2014 Velferðarráðuneytið Lyfjagreiðslukerfið og reynslan af því

Um 4.000 einstaklingar hafa náð hámarksþakinu sem er á greiðsluþátttöku sjúklings í lyfjagreiðslukerfinu sem tók gildi í maí 2013. Kerfið virðist stuðla að hagkvæmari notkun lyfja og draga úr sóun eins og að var stefnt. Um 1.000 samningar hafa verið gerðir um greiðsludreifingu vegna kaupa einstaklinga á lyfjum.

Lesa meira
 

16.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Brotthvarf úr framhaldsskólum á vorönn 2014

869 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum í lok vorannar 2014. Brot á skólareglum algengasta ástæðan

Lesa meira
 
Geitur

16.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samið um geitina við Erfðanefnd landbúnaðarins

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Ætlunin er að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn.

Lesa meira
 
ESA

15.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Innleiðing tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum - frumvarp liggur fyrir Alþingi

Í dag tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að stofnunin hafi stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna óinnleiddrar tilskipunar um merkingar á orkutengdum vörum. Tilskipunin er hluti af víðtækari löggjöf sem sett er til að stuðla að orkusparnaði. Frumvarp til laga um innleiðingu á umræddri tilskipun var samþykkt í ríkisstjórn fyrr á þessu ári og var hún lögð fram á á Alþingi þann 15. september.
Lesa meira
 
Landspítali

15.10.2014 Velferðarráðuneytið Höfðingleg tækjagjöf Lions til Landspítala

Lionshreyfingin færði Landspítala að gjöf í gær tvö tæki til augnlækninga, annars vegar sjónsviðsmæli sem leysir af hólmi eldra tæki spítalans og hins vegar nýtt tæki sem greinir augnsjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum. Tækin tvö kosta samtals um tíu milljónir króna.

Lesa meira
 
Merki viðburðanna: Saman um jafnrétti í 40 ár

15.10.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefnur um hlutastörf, jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 12. og 13. nóvember

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

14.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Neysluviðmið og áhrif viðisaukaskattsbreytinga á ráðstöfunartekjur

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum leiðir til þess að einstaklingar hafi meira á milli handanna og verðlag lækki. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs dragist saman um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skattar eru því að lækka.

Lesa meira
 
Staðlaráð

14.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Staðlar jafna samkeppni - Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag

Alþjóðlegi staðladagurinn er haldinn í dag, 14. október. Markmiðið með honum er að vekja athygli á mikilvægi staðla og staðlastarfs. Þema staðladagsins í ár er “Staðlar jafna keppnina”, sem vísar m.a. til þess að alþjóðlegir staðlar örva viðskipti, ryðja úr vegi tæknilegum viðskiptahindrunum og jafna þannig samkeppnina. 

Lesa meira
 
Adrian Hasler forsætis- og fjármálaráðherra Liechtenstein, Bjarni Benediktsson, Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs og Michel Barnier hjá framkvæmdastjórn ESB,  í Lúxemborg í dag

14.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sótti fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og ESB í Lúxemborg í dag. Á fundinum náðist samkomulag milli aðila um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

13.10.2014 Velferðarráðuneytið Kynningarfundur um mótun geðheilbrigðisstefnu 17. október

Vinna við mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun er hafin á vegum heilbrigðisráðherra í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og kveðið er á um í ályktun Alþingis þess efnis. Kynningarfundur um stefnumótunarvinnuna verður á Grand hóteli 17. október nk.

Lesa meira
 

13.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um nýja stjórnsýslustofnun á sviði menntamála - Menntamálastofnun

Mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um nýja stjórnsýslustofnun á sviði menntamála á 144. löggjafarþingi.

Lesa meira
 

13.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Drög að reglugerð um milliverðlagningu til umsagnar

Fjármála- og efnahagsráðuneyti óskar eftir umsögnum við drög að nýrri reglugerð um milliverðlagningu. Drögin eru unnin  af starfshóp sem skipaður var fyrr á árinu, en í honum eiga sæti fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og ríkisskattstjóra.

Lesa meira
 

13.10.2014 Velferðarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um jafnréttismál á norðurslóðum

Aðstæður kvenna og karla á norðurheimsskautssvæðinu verða skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni beint að þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku, yfirráðum auðlinda o.fl. á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri 30. - 31. október.

Lesa meira
 

10.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði í dag undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun.
Lesa meira
 
Alþingi

10.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Opið fyrir umsóknir um styrki til verkefna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00, 10. nóvember 2014. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins.
Lesa meira
 
Rjúpa

10.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Veiðitímabil rjúpu hefst 24. október

Veiðidagar rjúpu verða tólf talsins í ár og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 24. október til 16. nóvember 2014. Náttúrufræðistofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 48.000 rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.

Lesa meira
 
Frá Skaftafelli

10.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í maí á næsta ári. 

Lesa meira
 

10.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 10. nóvember 2014

Lesa meira
 
Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði. Með henni á myndi eru Páll E. Winkel og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

10.10.2014 Innanríkisráðuneytið Kynnti sér framkvæmdir við nýtt fangelsi

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær fangelsisbygginguna á Hólmsheiði sem nú er að rísa. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar, og fleiri sögðu frá stöðu framkvæmdanna.

Lesa meira
 

10.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til verkefna á sviði lista og menningar, menningararfs og til uppbyggingar landsmótsstaða

Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna.  Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 10. nóvember 2014

Lesa meira
 

10.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Um þróun í fjölda stöðugilda hjá ríkinu

Fjöldi stöðugilda/ársverka í dagvinnu hjá ríkinu hefur nokkuð verið til umræðu undanfarið og misvísandi fullyrðingar komið fram. Bæði Viðskiptaráð og BSRB hafa birt samanburð á þróun frá árinu 2000 til ársins 2014. Niðurstöður þeirra eru ólíkar og virðist helsta ástæða þess vera sú að flutningur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga er ekki tekinn með í reikninginn á sama hátt, né heldur stofnanir sem komið hafa inn í miðlægt launakerfi ríkisins á tímabilinu, en voru áður utan þess.

Lesa meira
 

10.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðherra á ársfundum AGS, Alþjóðabankans og Ecofin

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 10.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. 

Lesa meira
 
Bjarni Bendiktsson á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

9.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Traust stoð opinberrar fjármálastjórnar mikilvæg

Gríðarlega áríðandi er að skjóta traustari stoðum undir samræmda opinbera fjármálastjórn með því að endurskoða formlegan samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga, en ekki síður með endurskoðun lagaumhverfis. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu á fjármálastefnu sveitarfélaganna í dag.

Lesa meira
 
Ingi Steinar Ingason, Embætti landlæknis, kynnir VERU

9.10.2014 Velferðarráðuneytið Tímamót: Rafrænn aðgangur fólks að eigin heilbrigðisupplýsingum

Tímamót urðu í heilbrigðisþjónustunni í dag þegar Heilsugæslustöðin í Glæsibæ tók í notkun heilbrigðisgáttina VERU sem veitir einstaklingum sem þar fá þjónustu rafrænan aðgang að margvíslegum upplýsingum um eigið heilsufar. Heilbrigðisráðherra opnaði gáttina formlega.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs í dag.

8.10.2014 Innanríkisráðuneytið Unnið verður að útfærslu breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs í vetur

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á síðasta ári námu alls 34,6 milljörðum króna og framlög úr sjóðnum 34,8 milljörðum króna. Er það rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á tekjum og framlögum frá árinu 2012. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram í Reykjavík í dag.

Lesa meira
 

8.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Þingsályktunartillaga um rammaáætlun til Alþingis

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Er þetta endurflutningur tillögu frá í vor en hún er í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar).
Lesa meira
 

8.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Lesa meira
 
ESA

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ákvörðun ESA um endurkröfu ríkisaðstoðar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð þegar gerðir voru fjárfestingarsamningar við fyrirtækin Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsla. Umræddir fjárfestingarsamningar voru gerðir á tímabilinu frá 2010 til 2012 á grundvelli laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þau lög féllu úr gildi í lok árs 2013 en ESA hafði í október 2010 samþykkt þá löggjöf sem lögmætt ríkisaðstoðarkerfi. Niðurstaða ESA snýr því að framkvæmd laganna að því er þessa samninga varðar.

Lesa meira
 
ESA

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti brjóta í bága við EES samning

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á hráum kjötafurðum, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.

Lesa meira
 

8.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna hvalabjórs staðfest, en bjórinn öruggur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag úrskurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvalabjór.

Lesa meira
 
Stattu með þér!

8.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Frumsýning á Stattu með þér

Stuttmyndin Stattu með þér er ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla og gerð í framhaldi af Fáðu já sem framleidd var fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.

Lesa meira
 

8.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Gagnsemi skiptináms

Skiptinemum farnast betur á vinnumarkaði

Lesa meira
 
Íbúðalánasjóður í Borgartúni

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Íbúðalánasjóður setur 400 íbúðir í sölu

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli sem hefst 17. október. Íbúðirnar verða boðnar til sölu í sjö eignasöfnum víðs vegar um landið. Fasteignamat þeirra nemur alls um 6,5 milljörðum króna.

Lesa meira
 

7.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um öryggisráðstafanir vegna viðburða við vegi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna starfsemi og viðburða á og við vegi. Drögin eru unnin hjá Samgöngustofu og verður nú leitað umsagnar lögreglu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda umsögn um drögin á netfangið postur@irr.is til 24. október næstkomandi.

Lesa meira
 

7.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna.
Lesa meira
 
Áttaviti

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna.

Lesa meira
 
Vegvísir á sjúkrahúsi

7.10.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um samræmdan rétt flóttamanna til sjúkratrygginga

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem tryggja á samræmdan rétt þeirra sem fá stöðu flóttamanna hér á landi til sjúkratrygginga og jafna þannig stöðu þeirra, verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
 

7.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands rann út mánudaginn 22. september sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna.

Lesa meira
 

7.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vel sóttur kynningarfundur

Góð þátttaka var á kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar, en fundurinn var haldinn í ráðuneytinu í gær.

Lesa meira
 

7.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 17. október næstkomandi.

Lesa meira
 
Evrópskir orkumálaráðherrar

6.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundur orkumála ráðherra ESB og EFTA.

Á fundinum var m.a. til umræðu hvernig unnt sé að efla orkuöryggi í Evrópu og innri markað fyrir raforku.

Lesa meira
 

6.10.2014 Innanríkisráðuneytið Breytingar á ýmsum ákvæðum réttarfarslaga til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi sem réttarfarsnefnd hefur samið að tilhlutan innanríkisráðherra. Eru þar lagðar til fjölmargar breytingar á ákvæðum réttarfarslaga. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 14. október næstkomandi.

Lesa meira
 

6.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. 

Lesa meira
 
Hermann Sæmundsson flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

3.10.2014 Innanríkisráðuneytið Ferðaþjónusta, samgöngur og sóknaráætlanir meðal efnis á aðalfundi Eyþings

Ört vaxandi ferðaþjónusta, áhrif hennar, samgöngur, sóknaráætlanir og byggðaþróun voru meðal umræðuefna á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem nú stendur að Narfastöðum í Reykjadal. Einnig var kynnt áfangaskýrsla um almenningssamgöngur og á morgun verða almenn aðalfundarstörf.

Lesa meira
 
Kerfisáhættunefnd kom saman til fyrsta fundar 2.október

3.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar

Fyrsti fundur nýstofnaðrar kerfisáhættunefndar var haldinn í gær. Nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og gerir tillögur til ráðsins. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. 

Lesa meira
 
Leiðsöguhundar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar.

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um sameiningu þjónustustofnana

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag lagafrumvarp um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. Frumvarpið felur í sér sameiningu þjónustustofnana í eina stofnun sem sinna mun börnum og fullorðnum vegna margvíslegrar fötlunar og sjaldgæfra sjúkdóma.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Áherslur félags- og húsnæðismálaráðherra í málefnum aldraðra

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir sína skoðun að flytja eigi ábyrgð á þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, rétt eins og málefni fatlaðra og menntun á grunnskólastigi. Samþætting heimaþjónustu er viðfangsefni norrænnar ráðstefnu sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

3.10.2014 Velferðarráðuneytið Um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu

Eftirfarandi eru viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu.

Lesa meira
 
Davíð Þór Björgvinsson

3.10.2014 Innanríkisráðuneytið Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara til að gefa endurupptökunefnd umsögn um viðhorf embættisins til tveggja endurupptökubeiðna Ragnars Aðalsteinssonar hrl., dags. 4. september sl., f.h. Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar sem fram eru komnar vegna Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marínó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni, Albert Klahn Skaftasyni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni.

Lesa meira