100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

29.1.2015 Innanríkisráðuneytið Umferðarþing og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar

Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 9 og 12.15 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13.15 til 17. Vinsamlegast athugið breytta dagsetningu.

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Rússar breyta lagalegri stöðu upplýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Pétursborg

Sendiherrar norrænu ríkjanna í Rússlandi gengu í dag á fund stjórnvalda í Moskvu og mótmæltu ákvörðun stjórnvalda. 

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðuneytið einn helsti bakhjarl alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu 2016

Utanríkisráðherra og Rósbjörg Jónsdóttir frá fyrirtækinu Gekon hf. undirrituðu í dag samstarfssamning um að utanríkisráðuneytið verði einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar Iceland Geothermal Conference – IGC 2016
Lesa meira
 

28.1.2015 Innanríkisráðuneytið Greining á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi

Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, hefur undanfarin ár unnið að greiningu á banaslysum frá 1915 til 2014 eða allt frá upphafi bílaaldar á Íslandi. Á þessum tíma hafa alls 1.502 látist í 1.374 slysum.

Lesa meira
 

28.1.2015 Innanríkisráðuneytið Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2015. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira
 
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, kynnir skýrsluna sem fjallar um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátæk og einnig sex tillögur til úrbóta.

28.1.2015 Velferðarráðuneytið Velferðarvaktin afhendir félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með tillögum til að vinna bug á fátækt

Í dag kynnti Velferðarvaktin skýrslu um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt, ásamt tillögum til úrbóta, en skýrslan var í gær afhent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Tíu milljónir til Barnahjálpar SÞ vegna flóða í Malaví

Stjórnvöld í Malaví hafa lýst yfir neyðarástandi á flóðasvæðunum sem taka til um þriðjung landsins og biðlað til alþjóðasamfélagsins um aðstoð

Lesa meira
 

28.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ferðastyrkir til að taka þátt í sænsk - íslenskum verkefnum

Frestur til að sækja um styrki úr Sænsk - íslenska samstarfssjóðnum rennur út 1. febrúar nk.

Lesa meira
 
Dómstóll EFTA

28.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið EFTA dómstóllinn átelur að tvær tilskipanir hafi ekki verið innleiddar

Í dag kvað EFTA dómstóllinn upp tvo dóma í málum gegn íslenskum stjórnvöldum varðandi innleiðingu á tilskipunum ESB. Annars vegar tilskipun um kröfur varðandi visthönnun orkutengdra vara (tilskipun 2009/125/EB) og hins vegar varðandi tilskipun um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum (tilskipun 2011/7/EB). Samkvæmt dómunum höfðu íslensk stjórnvöld, á þeim tíma sem málin voru höfðuð, ekki innleitt tilskipanirnar með fullnægjandi hætti.

Lesa meira
 

28.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Opnunarhátíð Alþjóðlegs árs ljóssins

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp á opnunarhátíð í Háskóla Íslands í gær.

Lesa meira
 

28.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Lesa meira
 

27.1.2015 Utanríkisráðuneytið Metnaðarmál að Ísland taki virkan þátt í starfi SÞ

Þetta kom fram í ávarpi utanríkisráðherra á hátíðarsamkomu í Háskóla Íslands í dag í tilefni af 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og ári ljóssins 2015

Lesa meira
 

27.1.2015 Forsætisráðuneytið Tilkynning frá forsætisráðherra í tilefni þess að 70 ár eru frá frelsun útrýmingabúðanna í Auscwitz

„Í dag minnumst við þess að 70 ár eru liðin frá frelsun fanga úr útrýmingarbúðunum Auschwitz í Póllandi. Um leið og við minnumst fórnarlamba Helfararinnar og liðinna hörmungaratburða skulum við hafa hugfast hversu mikilvægt það er að sá lærdómur sem menn draga af sögunni gleymist ekki. Það er og verður viðvarandi verkefni að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og grunngildi réttarríkisins.“

Lesa meira
 
Skurðaðgerð undirbúin

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Starfshópur um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, samanber lög um dánarvottorð og krufningar og lög um landlækni og lýðheilsu.  
Lesa meira
 
Könnun meðal fyrrum bótaþega

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Meirihluti bótaþega virkur á vinnumarkaði þegar bótatímabili lýkur

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins sýna að meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fullnýtt höfðu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins hafði hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð, eða 57,8% svarenda. Að auki höfðu 5,8% hafið nám. Þannig sögðust 63,6% svarenda vera annaðhvort launamenn í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi. 

Lesa meira
 

27.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ungt fólk 2014

Niðurstöður rannsókna á högum nemenda í þremur efstu bekkjum grunnskóla komin út

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Styrkur til Landssamtakanna Þroskahjálpar til framleiðslu þáttaraðarinnar „Með okkar augum“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, hafa undirritað samning um styrkveitingu, að fjárhæð 2 milljónir króna, til framleiðslu á nýrri þátttaröð sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“ þar sem fólk með þroskahömlun er í lykilhlutverkum. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

26.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Opinn fundur í Reykjavík um náttúrupassa, þriðjudaginn 27. jan. kl. 17 á Grand hótel

Af hverju náttúrupassi?

er yfirskrift á fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haldið hringinn í kringum landið á síðustu vikum. Nú er komið að höfuðborginni og næsti fundur er haldinn á Grand hótel á morgun (þriðjudag 27. janúar) kl. 17.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Lesa meira
 

26.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið OECD skýrslu um umhverfismál fylgt eftir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi 2001-2013.

Lesa meira
 
Þrír af ráðherrum í ráðherranefnd um jafnréttismál

23.1.2015 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutar 10 milljónum úr framkvæmdasjóði jafnréttismála

Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutaði í dag 10 milljónum króna úr framkvæmdasjóði jafnréttismála til verkefna á vegum ráðuneyta. 

Lesa meira
 

23.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Um stöðu háskóla og umræður um sameiningu þeirra

Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um hugsanlega sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Hólaskóla – Háskólans á Hólum

Lesa meira
 
Fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði nýsköpunarráðstefnuna.

23.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut í dag nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Lesa meira
 

23.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar


Starfshópur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði 3. mars 2014 um tollamál á sviði landbúnaðar hefur nú skilað skýrslu til ráðherra. Hópnum var meðal annars falið að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningunum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.

Lesa meira
 
síld margar

23.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Strandríkjafundir um norsk-íslenska síld og kolmunna

Lokið er í London strandríkjafundum um norsk-íslenska síld og kolmunna vegna veiðistjórnunar ársins 2015 en fundirnir voru framhald funda í október og desember síðastliðnum.

Lesa meira
 

23.1.2015 Utanríkisráðuneytið Samningaviðræður um niðurfellingu tolla í verslun með umhverfisvörur

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki til að koma upplýsingum á framfæri um viðskiptahagsmuni með umhverfisvörur vegna marghliða samningaviðræðna um niðurfellingu tolla í verslun með umhverfisvörur.

Lesa meira
 

23.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2015

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nemendur og foreldrar fái meira svigrúm til að undirbúa framhaldsskólavistina.

Lesa meira
 

23.1.2015 Utanríkisráðuneytið Varað við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs á fundi SÞ

Á fundi sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðaði í gær, varaði Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs og auknum ofbeldisverkum í garð trúarhópa

Lesa meira
 

22.1.2015 Utanríkisráðuneytið Átt þú hagsmuna að gæta í viðskiptum við Filippseyjar?

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki til að koma upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Filippseyjum á framfæri vegna fríverslunarviðræðna.
Lesa meira
 

22.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samningur við Snorrasjóð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur endurnýjað samning við Snorrasjóð um ráðstöfun rekstrarframlags í fjárlögum til þriggja ára.

Lesa meira
 

22.1.2015 Innanríkisráðuneytið Skýrsla OECD um samkeppnishæfni hafnaborga

Komin er út skýrsla á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um samkeppnishæfni hafnaborga. Fjallað er um áhrif hafna á borgir, stefnumótun og hvernig má auka jákvæð áhrif hafna á umhverfið og milda neikvæð áhrif. Talið er að auka megi hag borga af hafnastarfsemi meðal annars með því að stofna klasa um hafaþjónustu og ýta undir að iðfyrirtæki séu sem næst höfnum.

Lesa meira
 

21.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýr áfangi í undirbúningi losunar fjármagnshafta

Nýr áfangi er hafinn í undirbúningi losunar fjármagnshafta, en fyrir liggja tillögur um breytingar á áætlun um losun hafta. Framundan er vinna við að rýna þessar tillögur og koma þeirri stefnu sem mótuð verður í framkvæmd. Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. 

Lesa meira
 

21.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Mælt fyrir frumvarpi til laga um Menntamálastofnun

Mennta- og menningarmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um nýja stjórnsýslustofnun á sviði menntamála á Alþingi í dag.

Lesa meira
 
Húsin í bænum

21.1.2015 Velferðarráðuneytið Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar 2014

Leigjendaaðstoðin sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið hefur birt ársskýrslu um starfsemi sína árið 2014. Alls bárust 2.017 erindi sem flest snerust um ástand og viðhald leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings.

Lesa meira
 

21.1.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 4. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík

20.1.2015 Velferðarráðuneytið Samningur við Reykjavíkurborg um móttöku og aðstoð við flóttafólk

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samning um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem koma til landsins í boði ríkisstjórnarinnar á árunum 2014 og 2015 og munu setjast að í Reykjavík.

Lesa meira
 
NordBio

20.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið NordBio áætlunin miðar að því að Norðurlöndin verði leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda

Áætlun um Norræna lífhagkerfið (NordBio) var meginverkefni í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. Áætlunin nær til þriggja ára (2014-2016) og er unnin í samstarfi fimm norrænna ráðherranefnda. Í síðustu viku kynntu verkefnastjórar þeirra níu verkefna sem fjármögnuð eru af NordBio áætluninni stöðu hvers verkefnis fyrir sig og þann árangur sem þegar er kominn fram. 

Lesa meira
 

20.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fundur fjármálastöðugleikaráðs 19. janúar 2015

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn mánudaginn 19. janúar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 
Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

20.1.2015 Velferðarráðuneytið Kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á opnum kynningarfundi um Þróunarsjóð í málefnum innflytjenda, sem haldin var af velferðarráðuneyti og innflytjendaráði föstudaginn 16. janúar.

Lesa meira
 
Hreindýr.

19.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Hreindýrakvóti ársins 2015

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári.

Lesa meira
 

16.1.2015 Innanríkisráðuneytið Starfshópur kanni hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna sinna

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem kanna á hvernig jafna megi stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Skal starfshópurinn útfæra leiðir til að eyða aðstöðumun sem er á heimilum þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum.

Lesa meira
 

16.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna húsnæðismála í rannsóknarhúsinu að Borgum

Vegna fréttaflutnings RÚV um húsnæðismál ríkisstofnana í rannsóknarhúsinu að Borgum á Akureyri bendir fjármála- og efnahagsráðuneytið á eftirfarandi atriði.
Lesa meira
 

16.1.2015 Innanríkisráðuneytið Embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur laust til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. mars 2015 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira
 

15.1.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra ávarpar öryggisráð SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem fjallað var um ástand mála í miðausturlöndum

Lesa meira
 

15.1.2015 Utanríkisráðuneytið Á fjórða hundrað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu Íslands og Súrínam hjá SÞ

Á fjórða hundað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu að í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og gær.

Lesa meira
 

15.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972, með áorðnum breytingum (innleiðing tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2012/28/ESB um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum)

Lesa meira
 

15.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Íslensk tónlist í öndvegi á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Hollandi

Mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti í sérstakri móttöku fyrir velunnara íslenskrar tónlistar og forsvarsmenn evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.

Lesa meira
 

15.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Flutningur verkefna til Námsgagnastofnunar

Námsgagnastofnun hefur tekið við vistun, uppfærslu og umsjón með rafrænum handbókum um öryggi og velferð barna í leik- og grunnskólum

Lesa meira
 
Frá afhendingu gæðastyrkja 2014

15.1.2015 Velferðarráðuneytið Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi, í samræmi við verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017.
Lesa meira
 

14.1.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 985/2011 um flugvernd. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is. til og með 21. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 

13.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nýr vefur rammaáætlunar

Nýr vefur rammaáætlunar hefur verið opnaður á nýju léni, www.ramma.is. Vefurinn leysir af hólmi eldri vef og tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika. 
Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

12.1.2015 Velferðarráðuneytið Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, rituðu í dag undir nýjan samning um að Mannréttindaskrifstofa Íslands annist áfram lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. 

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, voru viðstaddar kynninguna ásamt Jónu Pálsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðneytinu.

12.1.2015 Innanríkisráðuneytið Nýtt efni kynnt til aðstoðar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum kynnti í dag nýtt myndband sem ætlað er til leiðbeiningar börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig var kynnt nýtt efni fyrir réttarvörslukerfið. Viðstaddar voru ásamt fleirum þær Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira
 
Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 201

12.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýsköpunarverðlaun veitt í fjórða sinn á ráðstefnu um skapandi opinbera þjónustu

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða afhent í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi. Um 50 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna í ár.

Lesa meira
 

11.1.2015 Forsætisráðuneytið Samstaða með Frökkum

Vegna fréttaflutnings af boði til íslenskra stjórnvalda um þátttöku fulltrúa Íslands í samstöðugöngu í París í dag vill forsætisráðuneytið árétta eftirfarandi:

Lesa meira
 
Fjölbýli

10.1.2015 Velferðarráðuneytið Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2015

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2015. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.

Lesa meira
 

9.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra kynnir sér stofnanir ráðuneytisins

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í vikunni fimm af stofnunum ráðuneytisins; Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun. Í heimsóknunum kynnti ráðherra sér starfsemi stofnananna og ræddi við stjórnendur og starfsfólk þeirra.

Lesa meira
 

9.1.2015 Innanríkisráðuneytið Rannsakaði viðhorf fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála

Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar sem unnin var á vegum Eddu-öndvegisseturs við Háskóla Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort og þá hvernig breytinga sé þörf. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

9.1.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um atvinnuréttindi farmanna til umsagnar

Drög að reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 30. janúar nk.

Lesa meira
 

9.1.2015 Innanríkisráðuneytið Kærunefnd útlendingamála tekur til starfa

Kærunefnd útlendingamála hefur tekið til starfa en nefndin er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem sett var á fót í kjölfar breytinga síðastliðið vor á lögum um útlendinga nr. 96/2002. Felst lagabreytingin í því að almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál hefur verið færð frá innanríkisráðherra til hinnar nýju kærunefndar og hefur hún sömu valdheimildir og ráðherra til að úrskurða í kærumálum.

Lesa meira
 

9.1.2015 Utanríkisráðuneytið Karlar virkjaðir í jafnréttisbaráttu á Rakarastofuráðstefnu

Ísland og Súrinam standa saman að ráðstefnunni sem verður haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 14.-15. janúar. 
Lesa meira
 

9.1.2015 Innanríkisráðuneytið Farið að áliti kærunefndar lausafjár- og þjónustu kaupa í færri tilvikum hérlendis en hjá nágrannaríkjum

Farið er eftir áliti kærunefndar lausafjár- og þjónustkaupa í mun færri tilvikum hérlendis en til dæmis í Noregi eða Danmörku samkvæmt nýrri skýrslu nefndarinnar þar sem þessi tölfræði hefur verið tekin saman. Árin 2011 til 2013 var farið eftir áliti nefndarinnar í 35% til 43% tilvika en til samanburðar má geta þess að í Noregi var árið 2013 farið að álitum nefndarinnar í 98% tilvika og 84% tilvika í Danmörku.

Lesa meira
 
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi

9.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Handbókin Ofbeldi gegn börnum - hlutverk skóla

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og Námsgagnastofnun hafa gefið út handbókina Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla.Höfundar eru Guðrún Kristinsdóttir prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Lesa meira
 

9.1.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um þjóðskrá til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um þjóðskrá er nú til kynningar hjá ráðuneytinu en með því eru lögð til ný heildarlög um þjóðskrá. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 22. janúar næstkomandi. Markmið frumvarpsins er að fá fram skýrar lagaheimildir fyrir Þjóðskrá Íslands til þess að stofnunin geti sinnt verkefnum sínum á traustum grunni og með fullnægjandi fjármögnun.

Lesa meira
 

9.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2015-16. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Lesa meira
 
Raforuöryggi

9.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Árleg skýrsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skýrslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skýrslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.

Lesa meira
 

9.1.2015 Velferðarráðuneytið Breytingar á viðmiðunarfjárhæð eignamarka vegna húsaleigubóta

Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og 7. gr. reglugerðar um húsaleigubætur, nr. 118/2003, tekur viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta breytingum hinn 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu. 

Lesa meira
 

9.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úthlutun listamannalauna árið 2015

Mikil eftirspurn er eftir starfslaunum listamanna. Sótt var um laun í meira en 10 þúsund mánuði en til úthlutunar voru um 1600 mánaðarlaun.

Lesa meira
 
Viðurkenning sjávarklasans

9.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Þrjú samstarfsverkefni innan Íslenska sjávarklasans fá viðurkenningu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi,  afhenti í gær þremur samstarfsverkefnum innan Íslenska sjávarklasans viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu 2014. Verkefnin eru skemmtilega ólík og spanna allt frá þurrkun matvæla til orkusparandi tæknilausna og sölu á matvöru og öðrum kosti til skemmtiferðaskipa.
Lesa meira
 

8.1.2015 Innanríkisráðuneytið Umferðarþing og samgönguþing verða haldin 30. janúar

Ráðgert er að efna til umferðarþings og samgönguþings föstudaginn 30. janúar í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu og verða upplýsingar um dagskrá og skráningu birtar í næstu viku.

Lesa meira
 

8.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Yfirlýsing um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins

Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja það og bæta, í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands sem undirrituð var í dag í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna.
Lesa meira
 

8.1.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi um breytingar á vatnsveitulögum til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir nú til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 30. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra er hér í flugstjórasætinu vinstra megin í flugherminum og hægra megin er Hilmar Baldursson flugrekstrarstjóri.

8.1.2015 Innanríkisráðuneytið Opnuðu formlega flughermi Icelandair

Icelandair tók í gær formlega í notkun flughermi í nýju húsnæði fyrirtækisins í Hafnarfirði. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair og Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins klipptu á borða og opnuðu þannig flugherminn með táknrænum hætti.

Lesa meira
 
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrita sameiginlega yfirlýsingu

8.1.2015 Forsætisráðuneytið Stjórnvöld og læknar taka höndum saman um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins

Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. 

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi

8.1.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra fundar með sendiherra Frakklands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í hádeginu fund með Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, og kom formlega á framfæri samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París. 

Lesa meira
 
Á myndinni má sjá Aileen Svensdóttur, formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun og Halldór Gunnarsson við undirritun samkomulagsins.

8.1.2015 Velferðarráðuneytið Ný vefsíða Átaks, félags fólks með þroskahömlun

Réttindavakt velferðarráðuneytisins veitti nýlega Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, 740 þúsund króna styrk til að útbúa gagnvirka vef- og upplýsingasíðu fyrir félagsmenn á auðskildu máli.

Lesa meira
 

8.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 
Lesa meira
 
Forsætisráðherra og fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins

7.1.2015 Forsætisráðuneytið Heimilisiðnaðarfélagið í heimsókn

Góðir gestir komu í heimsókn í forsætisráðuneytið í dag. Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins mættu prúðbúnir á fund forsætisráðherra og kynntu starf félagsins.

Lesa meira
 

7.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Flutningur verkefna til Námsgagnastofnunar

Námsgagnastofnun hefur tekið við umsýslu um fagráð eineltismála í grunnskólum og undanþágunefnd grunnskóla.

Lesa meira
 
Ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs HÍ 2015

7.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ráðstefna um líf- og heilbrigðisvísindi

Nýlega var haldin 17. ráðstefnan um líf- og heilbrigðisvísindi á vegum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.  Fjórar ungar vísindakonur voru verðlaunaðar fyrir rannsóknarverkefni sín

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

6.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa á Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum og Borgarnesi

Á næstu dögum og vikum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gera víðreist um landið til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum.

„Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.

Lesa meira
 

5.1.2015 Velferðarráðuneytið Reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Frestur til að skila umsögnum er til og með 20. janúar 2015.

Lesa meira
 
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME

5.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er skipuð formaður stjórnar FME. 

Lesa meira
 

2.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nýr ráðherra tekur við lyklum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur áramótaávarp

31.12.2014 Forsætisráðuneytið Áramótaávarp forsætisráðherra 2014

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2014.

Lesa meira
 

31.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Sigrún Magnúsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Sigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, gamlársdag.

Lesa meira
 

31.12.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundi lokið

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2014 er lokið. Á fundinum voru meðal annars endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira
 
Hér sjást nýju umdæmamörkin og skrifstofur embættanna í hverju umdæmi.

31.12.2014 Innanríkisráðuneytið Umfangsmiklar breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu í gildi um áramót

Hinn 1. janúar breytast umdæmamörk embætta sýslumanna og lögreglu í landinu þegar umdæmum sýslumanna fækkar úr 24 í 9 og umdæmum lögreglu úr 15 í 9. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessum embættum á síðari áratugum. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir og stjórnvöld áttu víðtækt samráð við fjölmarga aðila í aðdraganda breytinganna.

Lesa meira
 

31.12.2014 Innanríkisráðuneytið Banaslys í umferðinni ekki svo fá í áratugi

Banaslys í umferðinni hafa ekki verið svo fá á einu ári og nú frá árinu 1966 þegar kerfisbundin skráning hófst. Fjórir hafa látist á árinu í þremur umferðarslysum, tvær konur og tveir karlar. Árið 1968 þegar hægri umferð var tekin upp létust 6 í umferðarslysum, árið 2010 létust 8 og árið 2012 létust 9. Í fyrra létust 15 í 14 slysum. Að meðaltali hafa um 16 manns látist á ári í umferðarslysum síðustu 10 árin.

Lesa meira
 

30.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um verðbólgu undir fráviksmörkum

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag greinargerð Seðlabanka Íslands til ríkisstjórnarinnar um verðbólgu undir fráviksmörkum.
Lesa meira
 
Lyf

30.12.2014 Velferðarráðuneytið Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar um áramót

Hlutur sjúkratryggðra í lyfjakostnaði lækkar 1. janúar 2015 samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út. Þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda lækkar um 10%; fer hjá  almennum notendum úr 69.416 kr. í 62.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22. ára  úr 46.277 kr. í 41.000 kr.

Lesa meira
 

30.12.2014 Velferðarráðuneytið Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2014 

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira
 
ÚTÓN

30.12.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, 12 milljóna kr. fjárstyrk af ráðstöfunarfé sínu til að mæta kostnaði vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í janúar nk.

Lesa meira
 

30.12.2014 Velferðarráðuneytið Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015–2019. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 13. janúar 2015.

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson og Ólafur Áki Ragnarsson

30.12.2014 Velferðarráðuneytið Heimahjúkrun og rekstur Sundabúðar áfram á hendi Vopnfirðinga

Heilbrigðisráðherra og sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps undirrituðu í dag endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. 

Lesa meira
 
Ríkisstjórnin og fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands

30.12.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórninni afhent tillaga að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaáætlun

Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands afhentu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, tillögur sínar að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaáætlun og greinargerð. 

Lesa meira
 
Stjornarradid

30.12.2014 Velferðarráðuneytið Félagsvísar kynntir í ríkisstjórn

Mikilvægar upplýsingar um fjölmörg atriði sem tengjast lífskjörum þjóðarinnar og ólíkum aðstæðum hópa, s.s. eftir fjöskyldugerð, kyni og aldri eru í nýjum Félagsvísum sem nú hafa verið birtir í þriðja sinn. Félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti Félagsvísana á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Lesa meira
 

30.12.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 31. desember 2014

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum miðvikudaginn 31. desember n.k. kl. 10.00.
Lesa meira