Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Rare Disease Day

27.2.2015 Velferðarráðuneytið Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði í dag málþing félags Einstakra barna og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldið var í tilefni af alþjóðlegum degi sjaldgæfra sjúkdóma. Víða um heim er haldið árlega upp á daginn þann 28. febrúar og er hann tileinkaður umræðum og vitundarvakningu um málefni þeirra milljóna einstaklinga sem haldnir eru sjaldgæfum sjúkdómum sem og aðstandenda þeirra.

Lesa meira
 
Origami fugl

27.2.2015 Forsætisráðuneytið Origami fuglar á ríkisstjórnarborðið

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland fengu í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag afhentan hvatningargrip, í formi handbrotins fugls úr origami pappír í fallegri öskju. Tilgangurinn var að vekja athygli á samstarfsverkefni Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og Vinnumálastofnunar sem miðar að því að finna störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og nefnist Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Páll Einarsson

27.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingarsamningur við Matorku um fiskeldisstöð í Grindavík undirritaður

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við Matorku ehf. vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Áætlað er að framleiðsla hefjist á þessu ári og fullum afköstum verði náð á árinu 2016. Áætluð ársframleiðslugeta er 3.000 tonn af eldisfiski og mun framleiðslan skapa 40 varanleg störf.

Lesa meira
 

27.2.2015 Innanríkisráðuneytið Alþingi samþykkir lagabreytingu vegna frestunar á nauðungarsölum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um nauðungarsölur en innanríkisráðherra lagði frumvarp þessa efnis fyrir Alþingis síðastliðinn miðvikudag sem samþykkt var óbreytt. Í lögunum er heimilað að gerðarþoli sem sótt hefur um leiðréttingu fasteignaveðlána en hefur ekki fengið endanlega niðurstöðu varðandi umsókn sína geti óskað eftir fresti á nauðungarsölu. Heimildin fyrir sýslumann til að taka ákvörðun um frestun fellur niður 1. október 2015.

Lesa meira
 
Rögnvaldur Guðmundsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir

27.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Þriggja milljóna króna styrkur til Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, skrifuðu í dag undir samning um 3 m.kr. styrk frá ráðuneytinu til samtakanna. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun sögutengdrar ferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira
 

27.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skilvirkari umgjörð jarða- og eignamála  

Hagkvæm og skilvirk umsýsla eigna ríkisins er meginhlutverk Ríkiseigna sem taka til starfa 1. mars en þá sameinast jarðaumsýsla fjármála- og efnahagsráðuneytis og fasteignaumsýsla Fasteigna ríkissjóðs.

Lesa meira
 
Ofbeldi

26.2.2015 Velferðarráðuneytið Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis heldur námskeið um forvarnir og aðgerðir 

Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis sem skipað var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun þann 2. mars næstkomandi standa fyrir námskeiði á Eskifirði um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. Fleiri námskeið eru fyrirhuguð víðar um land.

Lesa meira
 

26.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann á dögunum og opnaði stafræna smiðju til nýsköpunar á sviði rafiðngreina

Lesa meira
 

26.2.2015 Velferðarráðuneytið Framlenging á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur að tillögu samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks veitt sveitarfélögunum Hornafirði, Vestmannaeyjabæ, Norðurþingi og Þjónustusvæði Vestfjarða framlengingu á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða. 

Lesa meira
 
Starfshópur sem kannaði gjaldtöku á innanlandsflug skilaði innanríkisráðherra nýverið skýrslu sinni.

26.2.2015 Innanríkisráðuneytið Starfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi skilar tillögum til innanríkisráðherra

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að kanna opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð hefur skilað ráðherra skýrslu sinni. Í niðurstöðum er bent á að niðurfelling farþega- og lendingargjalda svo og virðisaukaskatts á aðföngum í innanlandsflugi myndi skila að meðaltali 1.700 króna verðlækkun á fluglegg. Þá bendir hópurinn á þá leið að bjóða út flugleiðir og skilgreina leyfilegt hámarksverð. Ólöf Nordal innanríkisráðherra tók við skýrslunni í vikunni og sagði að efni hennar yrði gaumgæft í ráðuneytinu.

Lesa meira
 
Þórey Vilhjálmsdóttir

25.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýtt ferðamálaráð skipað

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára.

Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.

Lesa meira
 

25.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sameiginleg úrlausnarefni Québec-fylkis og Norðurlanda

Biophilia kynnt á fjölmennu málþingi um sjálfbæra þróun á norðurslóðum

Lesa meira
 

25.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Framlag Íslands í OECD skýrslu um aðföng í menntakerfum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt skýrslu með upplýsingum um framkvæmd menntamála á Íslandi með tilliti til starfsemi, mannauðs og stefnu stjórnvalda.

Lesa meira
 
Sigríður Auður Arnardóttir

25.2.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Sigríður Auður Arnardóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi. Þetta er gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Lesa meira
 
Frá fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

24.2.2015 Forsætisráðuneytið Tillögur að stefnumótun og aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum

Ráðherranefnd um lýðheilsumál, sem skipuð er forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, fundaði í gær í forsætisráðuneytinu um tillögur verkefnisstjórnar og lýðheilsunefndar.

Lesa meira
 

24.2.2015 Forsætisráðuneytið Þurfum sameiginlega að viðhalda stöðugleikanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði hádegisverðarfund Félaga viðskipta- og hagfræðinga í dag. Tilefni fundarins var 25 ára afmæli Þjóðarsáttarsamninganna svokölluðu. 

Lesa meira
 
Frá Skaftafelli

24.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Rúmum 175 milljónum úthlutað úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir alls 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Lesa meira
 

24.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Breyting á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla

Heiti reglugerðarinnar breytist í reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum enda fjallar hún um þjónustu, ábyrgð og skyldur við nemendur en ekki um nemendur sérstaklega.

Lesa meira
 

23.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heimildir samræmdar til að veita erlend lán

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram breytingar á lögum sem ætlað er að tryggja að heimildir til að veita erlend lán verði samræmdar. Varða breytingarnar helst þá áhættu sem getur stafað af slíkum lánveitingum, ekki síst þegar í hlut eiga lántakar sem almennt hafa tekjur í íslenskum krónum. Slík áhætta varðar ekki aðeins hlutaðeigandi lántaka heldur jafnframt lánveitendur og fjármálakerfið í heild sinni.
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum - verndartími hljóðrita

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög frumvarpi til laga til að leiða í íslensk lög hluta af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/77/ESB frá 27. september 2011 breytingu á tilskipun 2006/116/EB um verndartíma hljóðrita og tiltekinna skyldra réttinda.
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum - 2. og 3. áfangi endurskoðunar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingar á höfundalögum, nr. 73/1972 (2. og 3. áfangi heildarendurskoðunar - I. kafli laganna og samningskvaðaleyfi).
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný skýrsla: Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi

Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á þau tækifæri sem kennarar hafa til starfsþróunar og hve miklum fjármunum er veitt til hennar.

Lesa meira
 
Ljósleiðaraverkefnið á Vestfjörðum

23.2.2015 Innanríkisráðuneytið Ljósleiðarahringtenging undirbúin á Snæfellsnesi og Vestfjörðum

Fjarskiptasjóður hefur kallað eftir upplýsingum um markaðsáform fjarskiptafyrirtækja um lagningu og rekstur ljósleiðarahringtenginga um Snæfellsnes og Vestfirði. Innanríkisráðherra hefur falið sjóðnum að styrkja framkvæmdina reynist þess þörf.

Lesa meira
 

23.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Konur rúmlega þriðjungur forstöðumanna

Konur eru rúmlega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu og hefur hlutfallið hækkað frá síðasta ári. Þetta kemur fram í kynjabókhaldi sem birt er í nýju fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana. 

Lesa meira
 

23.2.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðuneyti umhverfismála í aldarfjórðung

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fagnar 25 ára afmæli í dag en það var stofnað 23. febrúar árið 1990 undir nafni umhverfisráðuneytisins. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti.

Lesa meira
 
Á annað hundrað manns sótti flugöryggisfund sem haldinn var í vikunni.

21.2.2015 Innanríkisráðuneytið Vel sóttur fundur um flugöryggi

Innanríkisráðuneyti efndi í vikunni til fundar um flugöryggi í einka- og frístundaflugi eða almannaflugi í samvinnu við Isavia, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Tilgangur fundarins var að grasrótin og stjórnsýslan gætu talað saman um flugöryggi í einka- og frístundaflugi. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, setti fundinn og sagði í upphafi ávarps síns að flugið væri snar þáttur í lífi Íslendinga og minntist á hvernig frumkvöðlar í fluginu hefðu nánast fært landið í einu skref inn í nútímann og tæknina.

Lesa meira
 
Sigríður Björk Guðjónsdóttir greindi ráðherra frá helstu þáttum í starfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

21.2.2015 Innanríkisráðuneytið Heimsótti lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti í vikunni embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina. Tóku forráðamenn embættanna á móti ráðherra og fylgdarliði og kynntu starfsemina fyrir ráðherra.

Lesa meira
 

20.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úthlutun til norsks - íslensks menningarsamstarfs 2015

Styrkir hafa verið veittir til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á sviði menningarmála

Lesa meira
 

20.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntadagur atvinnulífsins 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í ráðstefnunni, ávarpaði gesti og afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra setti samgönguþing í dag.

19.2.2015 Innanríkisráðuneytið Rætt um áherslur og stefnu samgönguáætlunar 2015 til 2026 á samgönguþingi

Samgönguþing var haldið í dag þar sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti áherslur sínar til samgönguráðs fyrir vinnu við tólf ára samgönguáætlun sem nú er á lokastigi. Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs, fór yfir helstu áfanga í vinnu við gerð áætlunarinnar en stefnt er að því að ljúka henni á næstu vikum og sömuleiðis umhverfismati áætlunarinnar.

Lesa meira
 
Fundur Íslands og Grænlands

19.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Jákvæður fundur Íslands og Grænlands um sjávarútvegsmál

Árlegur tvíhliða fundur Íslands og Grænlands um sjávarútvegsmál var haldinn í Reykjavík í vikunni. Á fundinum var farið yfir stöðu helstu nytjastofna, nýtingu þeirra og samstarf þjóðanna á alþjóðlegum fundum NAFO (Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar) og NEAFC Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar). Fundurinn var jákvæður sem er mikilvægt í ljósi þeirra miklu sameiginlegu hagsmuna sem þjóðirnar eiga.

Lesa meira
 
Björn Zoëga

19.2.2015 Velferðarráðuneytið Björn Zoëga ráðinn formaður verkefnastjórnar

Björn Zoëga læknir og fyrrverandi forstjóri Landspítala hefur verið ráðinn formaður verkefnastjórnar um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.
Lesa meira
 
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri setti umferðarþing í dag.

19.2.2015 Innanríkisráðuneytið Yfir 100 manns við setningu umferðarþings

Umferðarþing var sett í morgun í Reykjavík þar sem flutt eru erindi um ýmis svið umferðaröryggis. Fluttir voru fyrirlestrar um orsakir og áhrifavalda banaslysa, um mannslíkamann og umferðarslys, slys á óvörðum vegfarendum, hvort fatlað fólk byggi við  sama öryggi og aðrir í umferðinni og um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga. Umferðarþing er skipulagt af innanríkisráðuneytinu og Samgöngustofu.

Lesa meira
 

19.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson og Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri tilnefndar af Íslands hálfu
Lesa meira
 

19.2.2015 Velferðarráðuneytið Þingsályktunartillaga um fjölskyldustefnu afhent félags- og húsnæðismálaráðherra

Verkefnisstjórn um mótun fjölskyldustefnu hefur afhent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, tillögur sínar um stefnu og aðgerðir í málaflokknum til ársins 2020, en mótun stefnu í málefnum barna og fjölskyldna hefur verið meðal forgangsverkefna ráðherra.

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Þrautar þeim Arnóri Víkingssyni, Sigrúnu Baldursdóttur og Eggerti S Birgissyni

19.2.2015 Velferðarráðuneytið Samningur um meðferð einstaklinga með vefjagigt

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar um meðferð einstaklinga með vefjagigt.

Lesa meira
 

18.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Hátt í sjötíu þúsund rafræn símaskilríki

Hátt í sjötíu þúsund rafræn skilríki í farsíma hafa verið gefin út síðustu mánuði og símar eru nú orðnir algengasta leið fólks til að nota rafræn skilríki. Heildarfjöldi virkra rafrænna skilríkja er orðinn um 150 þúsund.

Lesa meira
 
Forsætisráðherra, rektor Háskóla Íslands og þjóðminjavörður undirrita samning um gömlu Loftskeytastöðina

18.2.2015 Forsætisráðuneytið Þjóðminjasafnið afhendir Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina - Húsið verður aldargamalt í ár og því friðað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður undirrituðu í gær samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.

Lesa meira
 

17.2.2015 Velferðarráðuneytið Verkframkvæmdir og fullnaðarhönnun boðin út

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið Nýjum Landspítala ohf. að hefja undirbúning útboðs á fullnaðarhönnun meðferðarkjarna á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Lesa meira
 

17.2.2015 Innanríkisráðuneytið Auglýsing um hækkun á gjaldskrá vegna stöðubrotsgjalda

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur óskað eftir staðfestingu innanríkisráðherra á hækkun stöðvunarbrota í Reykjavík en samkvæmt umferðarlögum ákveður sveitarstjórn fjárhæðina í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir. Á þetta við þegar álagning fer fram á vegum sveitarfélags. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um gjaldskrána til og með 4. febrúar næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

16.2.2015 Utanríkisráðuneytið „Snart mig hversu samhugurinn var mikill"

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti minningarathöfn í kvöld vegna árásanna í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
 

16.2.2015 Forsætisráðuneytið Símtal við forsætisráðherra Danmerkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ræddi í dag símleiðis við Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.

Lesa meira
 

13.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun samninga um Smáþjóðaleikana

Mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri og forseti ÍSÍ undirrituðu samstarfssamninga um Smáþjóðaleikana 2015

Lesa meira
 

13.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Auglýsing frá Menningarsjóði Íslands og Finnlands

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning.
Lesa meira
 
Hafrannsóknastofnun

13.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Útgjaldarammi Hafrannsóknastofnunar hækkar um 12% á milli ára

Fjárveitingar til Hafrannsóknastofnunar hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og í einhverjum tilvikum hefur misskilnings gætt varðandi framlög ríkisins til stofnunarinnar. Af þessu tilefni vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka fram að útgjaldarammi Hafrannsóknastofnunar hækkar um liðlega 12% á milli áranna 2014 og 2015 eða sem nemur 327 m.kr.

Lesa meira
 

13.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 112 dagurinn skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti við athöfn í tilefni af 112 deginum

Lesa meira
 

12.2.2015 Innanríkisráðuneytið Fundur um flugöryggismál í einka- og frístundaflugi 18. febrúar

Öryggismál í einka- og frístundaflugi er efni fundar um flugöryggismál sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir í samvinnu við Samgöngustofu, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Flugmálafélag Íslands. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar milli klukkan 9 og 12.45 á Icelandair hótelinu Reykjavík Natura.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing

12.2.2015 Forsætisráðuneytið Afnám fjármagnshafta er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands í dag.

Lesa meira
 

12.2.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 9. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. 

Lesa meira