100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Samningur um ferðaþjónustureikninga handsalaður

16.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stórbætt tölfræði um ferðaþjónustuna

Hagstofan mun hér eftir halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga en mikil vöntun hefur verið á tölfræði er varðar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar og samanburður við önnur lönd verið erfiður. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning þessa efnis og er hann til þriggja ára.

Lesa meira
 

16.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Af hverju leikskólakennari?

,,Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig. Þau kanna heiminn í rauninni með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi.” 

Lesa meira
 

16.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um embætti skólameistara Flensborgarskóla

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði rann út þriðjudaginn 8. apríl 2014. 

Lesa meira
 
Vegvísir á sjúkrahúsi

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkrahúsið á Akureyri

Ríkisendurskoðun telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar varðandi skipulag, stefnumótun og stjórnun Sjúkrahússins á Akureyri á fullnægjandi hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem farið er yfir viðbrögð við ábendingum sem fram komu í skýrslu stofnunarinnar árið 2011.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

15.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra með frumvarp um ívilnanir vegna nýfjárfestinga

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Markmið laganna er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, bæta samkeppnishæfni Íslands og styrkja byggðaþróun. 

Lesa meira
 

15.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Mikilvægt að huga að öryggi rafrænna auðkenna

Í ljósi umræðu um netöryggi undanfarna daga vegna veilunnar Heartbleed, vekur fjármála- og efnahagsráðuneytið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna auðkenna.

Lesa meira
 
Laura Scheving Thorsteinsson, Sigríður Haraldsdóttir og Geir Gunnlaugsson

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Mikilvæg þróun upplýsingatækni hjá Embætti landlæknis

Heilbrigðisráðherra heimsótti Embætti landlæknis sl. föstudag til að kynna sér helstu verkefni sem unnið er að hjá embættinu. Ráðherra voru meðal annars kynnt verkefni við þróun og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár, fjallað var um ávinninginn af nýjum lyfjagagnagrunni og af vistunarskrá með rauntímaupplýsingum um innlagnir og komur á sjúkrahús allt aftur til ársins 1999.

Lesa meira
 
Á vinnustað

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Átaksverkefni tryggir tæp 400 sumarstörf fyrir námsmenn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar, að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.

Lesa meira
 

14.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Matarsóun í brennidepli á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“, á Degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira
 
Stýrihópur kannar mögulega samvinnu hins opinbera og einkaaðila við samgönguframkvæmdir.

14.4.2014 Innanríkisráðuneytið Stýrihópur kannar mögulegar samgönguframkvæmdir með aðkomu einkaaðila

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað stýrihóp til að fara yfir hvaða  samgönguframkvæmdir kæmu til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Formaður hópsins er Helga Valfells hagfræðingur og var fyrsti fundur haldinn í ráðuneytinu nýverið.

Lesa meira
 

14.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samningar undirritaðir um stuðning við bridge, skák og íþróttastarf fatlaðra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Bridgesamband Íslands, Skáksamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra

Lesa meira
 

14.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Vaxandi starfsemi frístundaheimila

Stjórnendur sveitarfélaga óska eftir að sett verði skýr opinber viðmið um rekstur frístundaheimila og að mótaður verði miðlægur rammi um starfsemi þeirra
Lesa meira
 
Bætt tannheilsa

14.4.2014 Velferðarráðuneytið Vöktun fyrirhuguð á heimtum barna til heimilistannlækna

Embætti landlæknis mun koma á fót rafrænni vöktun á heimtum barna til heimilistannlækna og safna rauntímaupplýsingum um tannheilsu þeirra. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að ráðast í rannsókn á tannheilsu íslenskra barna. Einnig þurfi að efla skráningu barna hjá heimilistannlæknum.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

14.4.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefna um jafnréttismál í Þórshöfn

Dagana 27. og 28. maí mun Jafnréttisstofa, í samvinnu við velferðarráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina standa fyrir ráðstefnu um jafnréttismál í Þórshöfn í Færeyjum. Ráðstefnan er einn af mörgum viðburðum vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Lesa meira
 

13.4.2014 Utanríkisráðuneytið Markmiðið er útrýming fátæktar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í gær yfirlýsingu fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Lesa meira
 

13.4.2014 Utanríkisráðuneytið Áframhaldandi tækifæri í jarðhita

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Sufian Ahmed, fjármálaráðherra Eþíópíu og Maxwell M. Mkwezalamba, fjármálaráðherra og Ralph Pachalo Jooma, efnahags- og þróunarmálaráðherra Malaví .
Lesa meira
 

12.4.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ítrekar stuðning við samkynhneigða í Úganda

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði með Maríu Kiwanuka, fjármálaráðherra Úganda, í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans í Washington.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

12.4.2014 Utanríkisráðuneytið Áhugi á auknu samstarfi Íslands og Bandaríkjanna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Lesa meira
 

11.4.2014 Utanríkisráðuneytið Íslensk sérþekking nýtist vel í samstarfi við Alþjóðabankann

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í gær með fulltrúum Alþjóðabankans, en bankinn gegnir lykilhlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu. Á morgun flytur Gunnar Bragi ávarp fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans. 
Lesa meira
 
forsíða ársrits mmrn

11.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ársrit 2013 komið út

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út ársrit fyrir 2013 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins

Lesa meira
 
Frá fundi innanríkisráðherra með fulltrúum SSNV í Skagafirði í gær.

11.4.2014 Innanríkisráðuneytið Ræddi breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu á fundi hjá SSNV

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra á fundi með fulltrúum embættanna á Blönduósi og  Sauðárkróki ásamt sveitarstjórnarfulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alþingi hefur nú til meðferðar lagafrumvörp er fjalla um þessar breytingar og bíða þau nú annarrar umræðu.

Lesa meira
 
Oddný Mjöll Arnardóttir (t.v.) og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

11.4.2014 Innanríkisráðuneytið Samið við Mannréttindastofnun HÍ um rafræna útgáfu á dómareifunum

Innanríkisráðuneytið hefur samið við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um styrk til rafrænnar útgáfu á dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu. Undir samninginn skrifuðu í dag þær Oddný Mjöll Arnardóttir, fyrir hönd Mannréttindastofnunar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira
 

11.4.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lætur af störfum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hafa gert með sér samkomulag um starfslok Gunnars. Valbjörn Steingrímsson mun gegna stöðunni tímabundið.

Lesa meira
 

10.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar með viðskiptavini í fjórtán löndum. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira
 

10.4.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar í Washington

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann situr m.a. fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Lesa meira
 

9.4.2014 Utanríkisráðuneytið Endurbætur á mannréttindakerfi SÞ samþykktar

Ályktunin er afrakstur tveggja ára samningaviðræðna sem fastafulltrúar Íslands og Túnis leiddu og felur í sér allverulega styrkingu á mannréttindakerfinu.
Lesa meira
 

9.4.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók þátt í fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Tromsø í Norður-Noregi 8.-9. apríl.

Lesa meira
 
Undirritun samnings við United Silicon

9.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingarsamningur vegna kísilvers í Helguvík undirritaður

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Um er að ræða nýfjárfestingarverkefni sem hljóðar upp á 74 millj. evra, eða tæplega 12 milljarða íslenskra króna. 

Lesa meira
 
Nordic Economic Policy Review

9.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Atvinnuleysi ungs fólks í brennidepli í norrænu tímariti um efnahagsmál

Afleiðingar atvinnuleysis hjá ungu fólki eru umfjöllunarefni nýjustu útgáfu tímarits Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Policy Review.

Lesa meira
 
Stefan-Haukur-Johannesson-138x189px

9.4.2014 Utanríkisráðuneytið Stefán Haukur til nýstofnaðrar eftirlitssveitar ÖSE í Úkraínu

Stefán Haukur Jóhannesson mun fara fyrir einu af 10 teymum eftirlitsmanna í landinu, en teymi hans verður í höfuðborginni Kænugarði og héraðinu þar í kring.
Lesa meira
 

8.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp um varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið nær til meðferðar elds á víðavangi, m.a. sinubrenna.

Lesa meira
 

8.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira
 
Lifað í lýðræði Námsgagnastofnun

8.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Lifað í lýðræði

Námsgagnastofnun hefur að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins gefið út leiðbeininga- og verkefnabækling Evrópuráðsins um  lýðræðismenntun 

Lesa meira
 

7.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkissjóður tilbúinn að leggja tugi milljóna í Geysissvæðið án skuldbindinga

Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.

Lesa meira
 
Nordbuk þjóðfundur norrnæna ungmenna

7.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðfundur unga fólksins

Um 100 ungmenni frá Norðurlöndunum ræddu framtíðarsýn sína

Lesa meira
 
Gunnar Bragi ásamt Bente Angell-Hansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins, Dag Vernø Holter, sendiherra Noregs og Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri EDDA.

4.4.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðherra opnar ráðstefnu um framkvæmd ályktunar SÞ 1325 um konur, frið og öryggi

Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig tryggja megi betur framgang ályktunar 1325 í störfum í þágu friðar.
Lesa meira
 

4.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um stöðu forstöðumanns

Umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Námsmatsstofnunar rann út föstudaginn 28. mars sl. mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust 19 umsóknir um stöðuna, þar af frá 9 konum og 10 körlum

Lesa meira
 

4.4.2014 Innanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist 5. apríl

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 getur hafist laugardaginn 5. apríl. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi og til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Sjá nánari upplýsingar á vef sýslumanna.

Lesa meira
 
Ferðamenn á göngu.

4.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nánari útfærsla á framkvæmdaáætlun um vernd og uppbyggingu innviða í náttúrunni 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt ríkisstjórn nánari útfærslu á fyrirhugaðri landsáætlun um uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Frumvarp um áætlunina er í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins.

Lesa meira
 

4.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Kaldsjávarkórallasvæði vernduð

Ísland tilkynnti nýlega fimm verndarsvæði í hafi til OSPAR samningsins en meginmarkmið hans er verndun Norð-Austur Atlantshafsins sem m.a. felst í  uppbyggingu verndarsvæða. Alls hefur Ísland tilkynnt fjórtán svæði til samningsins en nýju svæðin einkennast fyrst og fremst af kaldsjávarkóröllum.

Lesa meira
 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

4.4.2014 Utanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst 7. apríl nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

Lesa meira
 

3.4.2014 Forsætisráðuneytið Árangur og bjartsýni haldast í hendur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði ársfund Samtaka atvinnulífsins í dag.

Lesa meira
 

3.4.2014 Innanríkisráðuneytið Reglugerðardrög um rafræna gjaldtöku af umferð og eftirlit með skipgengum vatnaleiðum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu tvær reglugerðir sem snúast um innleiðingu á reglum er varða annars vegar rafrænt gjaldtökukerfi við innheimtu á veggjöldum og hins vegar reglugerð um afnám eftirlits með flutningum á vegum og skipgengum vatnaleiðum á landamærum aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Umsagnarfrestur er til og með 8. apríl og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

3.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Útreikningar dæma vegna lækkunar höfuðstóls húsnæðislána

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gert útreikninga sem sýna fimm dæmi um möguleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar á höfuðstóli húsnæðislána á dæmigerð heimili.

Lesa meira
 

2.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Þriðja úttekt OECD vegna umhverfismála á Íslandi langt komin

Umhverfismál á Íslandi voru í brennidepli á fundi vinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar  (OECD) um umhverfismál í síðustu viku. Þá sat  sendinefnd Íslands fyrir svörum gagnvart nefndinni varðandi ýmis atriði í skýrslu stofnunarinnar vegna úttektar OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi, sem nú er í vinnslu hjá stofnuninni (Iceland – Environmental Performance Review).

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

2.4.2014 Velferðarráðuneytið Gæði þjónustu og aðbúnaðar íbúa á hjúkrunarheimilum

Stefnt er að því að birta reglulega stöðu gæðavísa sem veita vísbendingar um meðferð og umönnun á einstökum hjúkrunarheimilum.  Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skoða í samhengi nýtingu fjármuna á hjúkrunarheimilum, mönnun og niðurstöður mælinga á gæðum þjónustunnar sem þar er veitt.

Lesa meira
 

2.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ábyrgð, réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins

Niðurstöður könnunar á stöðu innleiðingar reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð, réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins

Lesa meira
 

2.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Enginn grundvöllur fyrir áframhaldandi aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ítreka að veiðarnar séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum, vísindagrundvöllur þeirra traustur og hafið sé yfir allan vafa að þær eru sjálfbærar.
Lesa meira
 
Sigurður Ingi og Jakob Vestergaard

2.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Árlegum tvíhliða fundi um fiskveiðisamninga Færeyja og Íslands lokið

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála og Jakob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja hafa skrifað undir tvíhliða samning um fiskveiðar fyrir árið 2014.

Lesa meira
 
Stjórnarráðshúsið baðað bláu ljósi

2.4.2014 Forsætisráðuneytið Blár apríl hjá Stjórnarráðinu - vitundarvakning um einhverfu

Um heim allan taka fyrirtæki og stofnanir þátt í vitundarvakningu um einhverfu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. 

Lesa meira
 

1.4.2014 Utanríkisráðuneytið Úkraína og Rússland efst á baugi á utanríkisráðherrafundi NATO

Ráðherrarnir áréttuðu fordæmingu sína á ólögmætri innlimun Krímskaga. Viðbúnaður og liðsafli Rússa við landamæri Úkraínu veldur áhyggjum bandalagsríkja sem hafa eflt loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltsríkjunum.
Lesa meira
 

1.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Örnefni og efling tónlistarnáms

Mennta- og menningarmálaráðherra mælir fyrir nýjum lögum á Alþingi

Lesa meira
 

1.4.2014 Velferðarráðuneytið Framtíð heilsugæslu á Völlunum í Hafnarfirði

Vegna umfjöllunar vefmiðilsins Gaflari.is um heilsugæslu á Völlunum þar sem vísað er til viðræðna bæjaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda um málið vilja heilbrigðisráðherra og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Lesa meira
 
Umboðsmaður skuldara

1.4.2014 Velferðarráðuneytið Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara verður styrkt

Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum ef stjórnvöld, fyrirtæki eða samtök draga úr hömlu að veita upplýsingar sem embættinu eru nauðsynlegar til að rækja lögbundið hlutverk sitt. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt frumvarp þessa efnis fram á Alþingi. 

Lesa meira
 

1.4.2014 Innanríkisráðuneytið Ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi frumvarp um frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 15. september verkfallsaðgerðum sem Sjómannasambands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi í dag og óska þess að unnt verði að afgreiða það samdægurs.

Lesa meira
 

1.4.2014 Innanríkisráðuneytið Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 19. mars síðastliðinn um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 á grundvelli 3. gr.  reglugerðar nr. 242/2014.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Vasco Alves Cordeiro

31.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samstarfsáætlun Þróunarsjóðs EFTA á sviði jarðvarma á Azoreyjum kynnt

Í gær var samstarfsáætlun Þróunarsjóðs EFTA á sviði jarðvarma á Azoreyjum kynnt. Af því tilefni ávarpaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ráðstefnu sem haldin var á eynni Terceira á Azoreyjum.
Lesa meira
 
Hjördís Stefánsdóttir hefur verið sett forstjóri Persónuverndar til eins árs

31.3.2014 Innanríkisráðuneytið Hjördís Stefánsdóttir sett forstjóri Persónuverndar til eins árs

Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, hefur tímabundið verið sett forstjóri Persónuverndar. Gildir setning hennar frá 1. apríl 2014 til 31. mars 2015.

Lesa meira
 
Fjölbýli

31.3.2014 Velferðarráðuneytið Réttur til húsaleigubóta verður rýmkaður

Fleiri munu öðlast rétt til húsaleigubóta en nú er, samþykki Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um húsaleigubætur sem félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti ríkisstjórn fyrir helgi. Breytingarnar munu einkum nýtast námsmönnum og þeim sem halda tímabundnum afnotum af íbúðarhúsnæði í kjölfar nauðungarsölu sem þar með geta öðlast rétt til húsaleigubóta.

Lesa meira
 

31.3.2014 Innanríkisráðuneytið Heimilt að birta úrskurði í málefnum útlendinga

Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu í dag um birtingu úrskurða um málefni útlendinga vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira
 

31.3.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Jákvæð áhrif stuttmyndarinnar Fáðu já

Meirihluti stráka og stelpna  finnst þau skilja betur en áður hvað það þýðir að fá samþykki fyrir kynlífi 

Lesa meira
 
Jóhann Gudmundsson og Emanuel Rosing undirrita samninginn

31.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundur milli Íslands og Grænlands um samvinnu þjóðanna á sviði fiskveiða

Þann 29. mars 2014 var undirritaður í Reykjavík árlegur samstarfssamningur milli Íslands og Grænlands á sviði fiskveiða.

Lesa meira
 
Flutningur raforku

31.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Dreifing og flutningur á raforku í dreifbýli lækkar um allt að 20% frá og með 1. apríl 2014. Lækkun að meðaltali 3% í þéttbýli vegna hækkunar á niðurgreiðslum.

Allt frá því að ný raforkulög tóku gildi árið 2005, með aðskilnaði orkufyrirtækja í dreifiveitur og sölufyrirtæki, hefur dreifikostnaður í dreifbýli hækkað langt umfram það sem þekkist í þéttbýli. Stjórnvöld hafa leitað leiða til að lækka raforkuverð í dreifbýli til jafns við það verð sem er hæst í þéttbýli. Fyrir Alþingi  liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að dreifbýlisframlagið hækki á næstu þremur árum.
Lesa meira
 

28.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lagt til að Hvammsvirkjun fari í orkunýtingarflokk

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) leggur til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Verkefnisstjórnin hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sinni að afloknu 12 vikna almennu umsagnarferli sem lauk 19. mars sl. Eftir samráð umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var tillagan lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn í morgun sem samþykkti að leggja hana fram á Alþingi.

Lesa meira
 

28.3.2014 Innanríkisráðuneytið Netöryggissveit flutt til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar verði flutt til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Frumvarpinu er ætlað að tryggja aukið öryggi á þessu sviði og tryggja að forvarnir, viðbrögð og áherslur er varða netöryggi séu í samræmi við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar.

Lesa meira
 

28.3.2014 Utanríkisráðuneytið Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en fastaráð bandalagsins komst samhljóða að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jens Stoltenberg

28.3.2014 Forsætisráðuneytið Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en fastaráð bandalagsins komst samhljóða að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag.

Lesa meira
 
kolmunni

28.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samkomulag strandríkja um kolmunna

Gengið hefur verið frá samkomulagi strandríkja um veiðar á kolmunna fyrir árið 2014. Samkomulagið felur í sér að veiðar ársins verða 1,2 milljón lestir en endurskoðun á aflareglu er frestað til haustsins. Hlutur Íslands úr heildarveiðinni er 194.722 lestir.

Lesa meira
 

28.3.2014 Utanríkisráðuneytið Stofnun sjálfstæðs viðskiptavettvangs á norðurslóðum samþykkt

Embættismannanefnd Norðurskautsráðsins samþykkti að setja á fót samstarfsvettvang viðskiptalífs á norðurslóðum undir nafninu Arctic Economic Council til að efla samstarf stjórnvalda og viðskiptalífs og styrkja ábyrga stefnu í málefnum norðurslóða

Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson

27.3.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands

Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands, 27. mars 2014.

Lesa meira
 
HönnunarMars

27.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gleðilegan HönnunarMars!

HönnunarMars hefst í dag og stendur til sunnudags. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bjóða til yfir 100 viðburða, innsetninga og sýninga víða um borg yfir hátíðardagana. Gleðilega hátíð!

Lesa meira
 

27.3.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla á ensku um efnahagsmál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út skýrslu á ensku um íslensk efnahagsmál.

Lesa meira
 

27.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir ábendingum vegna mótunar laga um skipulag hafs og stranda

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kallar eftir skoðunum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna mótun löggjafar um skipulag hafs og strandar. Löggjöfin verður sú fyrsta sem tekur til skipulagsmála á hafi og ströndum á Íslandi.
Lesa meira
 

26.3.2014 Utanríkisráðuneytið Gunnar Bragi fundar með Evrópumálaráðherra Noregs

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, funduðu í Reykjavík í dag. Á fundinum sammæltust þeir um að styrkja samvinnu ríkjanna enn frekar í málefnum Evrópska efnahagssvæðisins, m.a. með upplýsingaskiptum, starfsmannaskiptum og nánara samráði á öllum sviðum sem varða samninginn, eins fljótt og auðið er.
Lesa meira
 

26.3.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Ríkisstjórnin kynnir í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar.

Lesa meira
 

25.3.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samningar undirritaðir við UMFÍ og LÆF

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Ungmennafélag Íslands og við Landssamband æskulýðsfélaga.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

25.3.2014 Velferðarráðuneytið Fjölgun starfa, hærra atvinnustig og aðgerðir gegn atvinnuleysi

Áhugaverðar upplýsingar um samstarf Norðurlandaþjóðanna, meðal annars á sviði vinnumála, koma fram í skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2013 sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda kynnti á Alþingi í liðinni viku.

Lesa meira
 
Byggingakranar.

25.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra

Ný reglugerð um starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra (tengill) hefur verið undirrituð í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Reglugerðin felur í sér hentugri framsetningu en áður hefur verið og eru ákvæði hennar mun skýrari og ýtarlegri en sambærileg ákvæði eldri byggingarreglugerðar.       
Lesa meira
 
Jafnréttisstofa

24.3.2014 Velferðarráðuneytið Konur og karlar á Íslandi 2014

Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2014 í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið. Þar er birt samantekt á helstu tölum um hlut karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélagsins.

Lesa meira
 

24.3.2014 Utanríkisráðuneytið Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ útskrifar 22 nemendur

Tuttugu og tveir nemendur frá fjórtán löndum útskrifuðust í dag frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þetta er sextánda útskrift skólans og voru sjö konur í hópnum. Frá upphafi hafa alls 286 nemar frá 48 löndum lokið sex mánaða námi við skólann, þar af eru 40% konur.

Lesa meira
 

24.3.2014 Innanríkisráðuneytið Tekjur sveitarfélaga að aukast og gert ráð fyrir hagnaði í ár

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu hafa borist fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur meðal annars fram að heildartekjur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010, framlegð frá rekstri hefur aukist og að áætlanir ársins geri ráð fyrir nokkrum hagnaði.

Lesa meira
 

23.3.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðherra staðfestir þátttöku í eftirlitssveit ÖSE við Deshchytsia

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir brýnt að tryggja frið í samskiptum Úkraínu og Rússlands og að sátt ríki um umbætur í Úkraínu en miklar og sársaukafullar endurbætur á efnahags- og stjórnkerfi landsins séu óumflýjanlegar. Í dag lauk heimsókn hans til höfuðborgar landsins, Kænugarðs þar sem hann átti fundi með ráðamönnum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og starfsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). 

Lesa meira
 

21.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Áhættumat Matvælastofnunar vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta

Matvælastofnun lagt fram áhættumat vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta. Áhættumatið er nú til umsagnar hjá Bændasamtökum Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtökum kúabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum.
Lesa meira
 

21.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins.

Lesa meira
 
Mynd: Félag áhugafólks um Downs heilkennið

21.3.2014 Velferðarráðuneytið Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis gegn aðgreiningu

Í dag 21. mars 2014 er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis (World Down Syndrome Day), sem ætlað er að endurvarpa röddum einstaklinga sem greinst hafa með Downs-heilkenni og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu okkar um allan heim.

Lesa meira
 
Birki.

21.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Alþjóðlegur dagur skóga

Alþjóðlegur dagur skóga er í dag, 21. mars en deginum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi skóga og trjágróðurs.

Lesa meira
 
Ráðherra á fundi Landsnets

21.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra á opnum fundi Landsnets um uppbyggingu raforkuflutningakerfisins

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: "Ég lít svo á að okkur beri skylda til að gaumgæfa vel öll sjónarmið í umræðunni, rökræða málin, fá fram nýjustu og bestu vísindalegu upplýsingar og reyna síðan í sameiningu að móta stefnu til framtíðar sem byggir á skynsemi og ábyrgð út frá sameiginlegum hagsmunum okkar." 
Lesa meira
 

20.3.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra staðfestir þvingunaraðgerðir

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti í dag þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga

Lesa meira
 
Ráðherra ásamt viðurkenningarhöfum og frú Vigdísi Finnbogadóttur

20.3.2014 Velferðarráðuneytið Jafnréttisviðurkenningar veittar: „Jafnrétti þarf að fremja“

Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013 sem Eygló Harðardóttir, ráðhera jafnréttismála veitti í dag. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði forstjóri Orkuveitunnar þegar hann tók á móti viðurkenningunni við athöfn sem haldin var í Hannesarholti að viðstöddu fjölmenni.

Lesa meira
 
Byggingakranar.

20.3.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Aukinn sveigjanleiki með breytingum á byggingarreglugerð

Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur verið undirrituð breyting á byggingarreglugerð. Breytingin lýtur einna helst að 6. hluta reglugerðarinnar um markmið og algilda hönnun og miðar fyrst og fremst að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis.

Lesa meira
 
Hallgrímur Pétursson

20.3.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin styrkir afmælishátíð Hallgríms Péturssonar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita allt að 6 milljónum króna vegna viðburða 2014 og 2015 til að minnast þess að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar prests og sálmaskálds.

Lesa meira
 

20.3.2014 Velferðarráðuneytið Um 67 milljónir króna verkefnastyrkir á sviði heilbrigðismála

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt styrkveitingar til 31 verkefnis á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála. Auglýst var eftir umsóknum um styrki í nóvember síðastliðnum og bárust 48 umsóknir. Úthlutun þeirra byggist á reglum um styrki velferðarráðuneytisins sem veittir eru af safnliðum fjárlaga ár hvert.

Lesa meira
 

20.3.2014 Velferðarráðuneytið Hátt í 300 milljónir króna í verkefnastyrki á sviði félagsmála

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið úthlutun verkefna- og rekstrarstyrkja til 58 félagasamtaka sem starfa á sviði félagsmála, samtals rúmar 286 milljónir króna. Auk verkefna og rekstrarstyrkja eru veittir styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði forvarna, fræðslu og endurhæfingar.

Lesa meira
 
Fiskeldi

20.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherra vill einfalda reglur og eftirlit með fiskeldi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um fiskeldi sem miðar að því að einfalda stjórnsýslu, eftirlit og leyfisveitingarferli með greininni. Í frumvarpinu er jafnframt að finna nýmæli um auknar kröfur til búnaðar í sjókvíaeldi með það að markmiði að verja hagsmuni villtra laxastofna.

Lesa meira
 

20.3.2014 Utanríkisráðuneytið Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál.

Lesa meira
 
Sektorprogram Undervisning, forskning og kultur

20.3.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Formennskuáætlun á dönsku og viðburðadagatal

Formennskuáætlun í Norrænu ráðherranefndinni og viðburðadagatal á sviði menningar- og menntamála, rannsókna og æskulýðsmála á dönsku hefur verið birt

Lesa meira
 

19.3.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies)

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé.

Lesa meira
 

19.3.2014 Velferðarráðuneytið Málþing um norræna samvinnufélagsmódelið 21. mars

Hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni málþings sem haldið verður föstudaginn 21. mars. Forstöðumenn samtaka samvinnufélaga frá Norðurlandaþjóðunum lýsa þróun samvinnufélaga í heimalöndun sínum. Málþingið hefst með ávarpi félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira
 
Byggingaframkvæmdir

18.3.2014 Velferðarráðuneytið Ráðgjafarskýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur fengið í hendur sameiginlega skýrslu ráðgjafafyrirtækjanna KPMG og Analytica með greiningum og tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála. Skýrslan er innlegg í vinnu verkefnisstjórnarinnar sem reiknar með því að skila félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum í lok apríl.

Lesa meira
 
Norðurlandaráð

18.3.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs lýsir yfir vonbrigðum með makrílsamning Norðmanna, Færeyinga og ESB

Nýgerður samningur Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl er gagnrýndur af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sökum þess að veiðarnar séu langt frá því að geta talist sjálfbærar þar sem að þær heimili langtum meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um.

Lesa meira