100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

31.8.2014 Innanríkisráðuneytið Lagt til að nauðungarsölum verði frestað áfram

Innanríkisráðherra mun leggja fram á fyrstu dögum þingsins frumvarp um breytingar á nauðungarsölulögum þar sem gert er ráð fyrir að nauðungarsölum verði frestað áfram meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir. Frumvarpið, sem kynnt var í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag, gerir ráð fyrir að nauðungarsölum verði áfram frestað fram yfir 1. mars 2015 en frestur samkvæmt gildandi lögum á að renna út 1. september.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vefnum.

Lesa meira
 

29.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umbætur í menntamálum

Illugi Gunnarsson heldur opna fundi í Borgarnesi og á Akranesi 1. september
Lesa meira
 
Frá norrænu jafnréttisráðstefnunni í Hörpu

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Femínismi, karlmennska og jafnrétti á Norðurlöndum

Jafnréttissamstarf norrænu ríkisstjórnanna hefur skilað árangri sem löndin geta miðlað til annarra heimshluta. Enn má þó gera betur til að virkja karlmenn til þátttöku í jafnréttisstarfi. Fjallað er um afmælisráðstefnuna í Hörpu sl. þriðjudag á vef Norðurlandaráðs.

Lesa meira
 
Á ferðinni

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Mat á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið rannsókn á viðhorfum og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var unnin að beiðni velferðarráðuneytisins og gefur kost á samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var áður en yfirfærslan átti sér stað í ársbyrjun 2011.

Lesa meira
 
Frá fyrsta fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

29.8.2014 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um lýðheilsumál fer af stað

Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira
 

29.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um orku- og olíumál í Stavangri

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti dagana 25. og 26. ágúst ráðstefnu ONS (Offshore Northern Seas) í Stavangri í Noregi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu og sýningu sem haldinu hefur verið árlega í 40 ár. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu og framtíðarhorfur á sviði olíuleitar og -vinnslu, sem og þróun orkumála almennt í heiminum og tók ráðherra þátt í umræðum um þau mál.
Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á vísinda- og nýsköpunarkerfinu á Íslandi

Drög að skýrslu um nýja úttekt kynnt á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag

Lesa meira
 

28.8.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til umsagnar

Drög að breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsögn um frumvarpsdrögin til og með 8. september næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Rannsóknaþing 2014

Helstu viðfangsefni þingsins verða umræður um úttekt á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Lesa meira
 
Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna

28.8.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra heimsækir umboðsmann barna

Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið, það vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.

Lesa meira
 
EFTA

28.8.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

 dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar.
Lesa meira
 

28.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf.

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mat Hafrannsóknastofnunar á áhrifum veiðibanns á lúðu

Í október 2013 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar um áhrif veiðibanns á lúðu, en beinar veiðar á lúðu voru bannaðar með reglugerð frá og með 1. janúar 2012. Í greinagerð stofnunarinnar  er fjallað um útbreiðslu og líffræði lúðunnar, veiðar á henni, ástand stofnsins, vernd og viðreisn lúðu í Norður Atlantshafi, rannsóknir á afdrifum lúðu sem er sleppt o.fl. Þá er fjallað um merkingar Hafrannsóknastofnunar á lúðu sem ráðist hefur verið í til að auka þekkingu á stofninum og áhrif veiðibannsins.

Lesa meira
 
Nýr dómsmálaráðherra heilsaði uppá starfsmenn í innanríkisráðuneytinu í dag.

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýr dómsmálaráðherra tekur við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig hefur tekið við sem nýr dómsmálaráðherra heimsótti ráðuneytið í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti nýjan ráðherra fyrir starfsmönnum og kvaðst hann hlakka til samstarfsins.

Lesa meira
 

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Tíu umsóknir um tvö embætti lögreglustjóra

Umsóknarfrestur um embætti tveggja lögreglustjóra, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar í Vestmannaeyjum, rann út 18. ágúst síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um hvort embætti.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

27.8.2014 Velferðarráðuneytið Skýrsla um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæruheimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Alþingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati.

Lesa meira
 
Lítið barn fær vítamín

27.8.2014 Utanríkisráðuneytið Kallað eftir umsóknum frá félagasamtökum til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar

Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári samkvæmt  verklagsreglum um samstarf utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi frá 2012. 
Lesa meira
 
Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti norrænnar ráðstefnu um jafnréttismál - /Mynd: Hörður Ásbjörnsson

27.8.2014 Velferðarráðuneytið Spyrjum um áhrif fremur en völd

Völd eru ekki markmið í sjálfum sér, heldur fela þau í sér möguleikann til að hafa áhrif, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir m.a. í ávarpi við opnun norrænnar afmælisráðstefnu um jafnréttismál í Hörpu í gær. Samfélagsleg ábyrgð og virk lýðræðisþáttaka var henni ofarlega í huga en hún kom víða við í ræðu sinni.

Lesa meira
 
Dr. Maryanne Wolf

27.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Um lestrarnám og læsi - opinn fyrirlestur í Hörpu

Á fjórða hundrað manns hlýða á fyrirlestur Dr. Maryanne Wolf

Lesa meira
 

26.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneyti

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun gegna samhliða embætti forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 

26.8.2014 Forsætisráðuneytið Málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds færð undan verksviði innanríkisráðherra

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, og mun forsætisráðherra gegna því embætti samhliða störfum sínum sem forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 

25.8.2014 Utanríkisráðuneytið Um eitt þúsund manns heimsóttu ráðuneytið

Um eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. „Við erum dipló“ var yfirskrift opna hússins að þessu sinni og var athyglinni beint að diplómatíunni sem hefur áhrif á alla Íslendinga, hvern einasta dag, allan ársins hring.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni. 
Lesa meira
 

25.8.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra kynnir sér viðbúnað Veðurstofu Íslands

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands í dag vegna jarðhræringa í Bárðabungu og við Dyngjujökul. Fékk hann ítarlegt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina undanfarna daga ásamt því að kynna sér spár um hugsanleg flóð, eldsumbrot og öskufall, ef til eldgoss skyldi koma.

Lesa meira
 

25.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Stóra norræna loftslagsáskorunin

Markmiðið er að skapa einstakan vettvang fyrir samstarf skólabekkja á öllum Norðurlöndunum um sjálfbæra þróun

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

25.8.2014 Velferðarráðuneytið Bein útsending frá jafnréttisráðstefnu á vefnum

Á morgun, þriðjudaginn 26. ágúst, fer fram í Hörpu norræn ráðstefna um jafnréttismál í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Ráðstefnan verður send út á vefnum og hefst útsending kl. 9:30.

Lesa meira
 
Helgi Örn Pétursson, Gunnar Bragi, Rannveig Þórhallsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir

25.8.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðherra opnar þýðingamiðstöð á Seyðisfirði

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag starfsstöð þýðingamiðstöðvar á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa á Seyðisfirði en nú þegar eru starfsstöðvar á Ísafirði og Akureyri og í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Tord André Lien

25.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ragnheiður Elín fundar með orku- og olíumálaráðherra Noregs

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun í dag og á morgun sækja alþjóðlega ráðstefnu og sýningu um orku- og olíumál í Stavangri í Noregi. Um er að ræða eina stærstu ráðstefnu í heimi á þessu sviði og hefur hún verið haldin árlega í 40 ár.

Lesa meira
 

23.8.2014 Innanríkisráðuneytið Ráðherrar kynntu sér stöðu umbrotanna í Vatnajökli

Vegna umbrotanna undir Dyngjujökli í norðanverðum Vatnajökli hefur viðbúnaðarstig almannavarna verið hækkað i neyðarstig. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð síðdegis í dag og kynntu sér framvindu umbrotanna og viðbrögð.

Lesa meira
 

22.8.2014 Utanríkisráðuneytið Dagskrá á opnu húsi á Menningarnótt

Dagskráin okkar á morgun er stútfull af spennandi örfyrirlestrum, ljúfum tónum og krassandi kynningum.
Lesa meira
 

22.8.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Gagnleg heimsókn ráðherra á Austurland

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og starfsfólk hans heimsótti Skógrækt ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga í vikunni. Notaði ráðherra tækifærið til að kynna sér umhverfismál Alcoa í Reyðarfirði. Þá fundaði hann með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi sem og forsvarsmönnum Austurbrúar og Náttúrustofu Austurlands.

Lesa meira
 

22.8.2014 Innanríkisráðuneytið Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum

Föstudaginn 5. september 2014 verður haldin norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum. Að ráðstefnunni standa Lagastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Lesa meira
 

22.8.2014 Utanríkisráðuneytið Norðurlöndin undirrita samninga um upplýsingaskipti við Hong Kong

Norrænu ríkin (Ísland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð) undirrituðu í dag tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong, Kína. Samningarnir voru undirritaðir í sendiráði Íslands í París.
Lesa meira
 
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Linda Lai, efnahags- og viðskiptafulltrúi Hong Kong gagnvart Evrópusambandinu handsala upplýsingaskiptasamninginn.

22.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Norðurlöndin undirrita samninga um upplýsingaskipti við Hong Kong

Norrænu ríkin (Ísland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð) undirrituðu í dag tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong, Kína. Samningarnir voru undirritaðir í sendiráði Íslands í París.

Lesa meira
 
Sæmundur á selnum

21.8.2014 Velferðarráðuneytið Samantekt íslenskra rannsókna á stöðu fatlaðs fólks

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands hefur skilað velferðarráðuneytinu skýrslu með yfirliti og samantekt um helstu niðurstöður íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á stöðu fatlaðs fólks á árabilinu 2000–2013.

Lesa meira
 
Starfshópur um fjármál kirkjunnar skilaði ráðherra tillögum sínum á dögunum. Frá vinstri: Viðar Helgason, Sigríður Anna Þórðardóttir, Inga Rún Ólafsdótir og Gísli Jónasson.

21.8.2014 Innanríkisráðuneytið Unnið að samkomulagi um hækkun sóknargjalda

Starfshópur um fjárhagsleg málefni Þjóðkirkjunnar leggur til að Þjóðkirkjan og innanríkisráðuneytið semji um hækkun sóknargjalda í áföngum á næstu árum. Einnig leggur nefndin til að eigi síðar en árið 2016 verði samið um að draga að fullu til baka á tilteknum tíma skerðingu á sóknargjöldum til að að ákvæði laga nr. 91/1987 um sóknargjöld komi að fullu til framkvæmda á ný.

Lesa meira
 
Þjóðlist 1 á Akureyri 2014

20.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Erfðir til framtíðar

Norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri

Lesa meira
 
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti sér framkvæmdirnar á Hólmsheiði á dögunum.

20.8.2014 Innanríkisráðuneytið Allsherjar- og menntamálanefnd skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti í síðustu viku fangelsið á Litla Hrauni og Sogni og kynnti sér einnig framkvæmdir við nýja fangelsið á Hólmsheiði.

Lesa meira
 

20.8.2014 Innanríkisráðuneytið Auglýst eftir ráðgjafateymi fyrir nauðungarvistaða einstaklinga

Innanríkisráðneytið minnir á auglýsingu um ráðningu fjögurra ráðgjafa til að annast ráðgjöf við nauðungarvistaða einstaklinga á sjúkrahúsi. Frestur til að sækja um rennur út þriðjudaginn  26. ágúst næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Lesa meira
 
Frú Vigdís Finnbogadóttir: „Hvar eru allir karlarnir?“ - Mynd / Gunnar G. Vigfússon

19.8.2014 Velferðarráðuneytið Tímamótaráðstefna um jafnréttismál 26. ágúst

Skráning stendur yfir á norræna ráðstefnu um jafnréttismál sem fram fer í Hörpu 26. ágúst nk. í tilefni 40 ára afmælis Norðurlandasamstarfs á sviði jafnréttismála. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð, enda deila þar af þekkingu sinni þekktir erlendir og hérlendir fyrirlesarar.

Lesa meira
 

19.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, til umsagnar.

Á komandi haustþingi hyggst iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Lesa meira
 
True West

18.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skilaboð Vestfirðinga til iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru skýr

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði víðreist um Vestfirði í síðustu viku,  heimsótti fjölda fyrirtækja og fundaði með sveitastjórnum. Það dylst engum sú mikla uppbygging og sóknarhugur sem á sér stað á Vestfjörðum sér í lagi hvað varðar fiskeldi og ferðaþjónustu. Skilaboð Vestfirðinga voru skýr; ríkisvaldið þarf að tryggja að íbúar Vestfjarða sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta varðandi samgöngur, orkumál og aðra innviði samfélagsins. Þá munu þeir eflast og dafna og treysta þjóðarhag.

Lesa meira
 
Forsætisráðherra með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna

18.8.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra fundar með fulltrúum almannavarna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna. Þeir kynntu ráðherra þróun mála síðustu sólarhringa og þær viðbragðsáætlanir sem eru í gangi vegna hugsanlegra umbrota í Bárðarbungu.

Lesa meira
 

18.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík hefur verið birt. Úttektin var gerð af Attentus ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Lesa meira
 

15.8.2014 Innanríkisráðuneytið Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis frá 6. ágúst

Hér á eftir fer bréf innanríkisráðherra með svörum við fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis frá 6. ágúst sem sent var umboðsmanni í dag.

Lesa meira
 

15.8.2014 Utanríkisráðuneytið Opið hús í utanríkisráðuneytinu 23. ágúst

„Við erum dipló" er yfirskrift opins húss í utanríkisráðuneytinu í tengslum við dagskrá Menningarnætur, 23. ágúst næstkomandi. Ráðuneytið opnar húsið upp á gátt milli kl. 14.00 og 17.00 og kynnir starfið í máli og myndum.

Lesa meira
 

15.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í stöðu seðlabankastjóra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.

Lesa meira
 

15.8.2014 Velferðarráðuneytið Björn Zoega stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands til næstu fjögurra ára í samræmi við  6. gr. laga um sjúkratryggingar nr.  112/2008.

Lesa meira
 

14.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna umfjöllunar um fjárheimildir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Vegna umfjöllunar um fjárheimildir Framkvæmdasjóðs ferðamannstaða vill fjármála- og efnahagsráðuneytið taka fram að ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að brýnt væri að veita  fjármunum til nauðsynlegra verkefna til að standa að framkvæmdum til auka öryggi ferðafólks og varna skemmdum á ferðamannastöðum.
Lesa meira
 

14.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkisreikningur 2013

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2013 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Afkoma ársins 2013 er mun betri en ráð var fyrir gert. Tekjujöfnuður var neikvæður um 732 m.kr. en í fjáraukalögum ársins 2013 var gert ráð fyrir tekjuhalla að upphæð 19,7 ma.kr.

Lesa meira
 
Teitur Björn Einarsson

14.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra

Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Lesa meira
 

13.8.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

Á fundinum ræddu þeir helstu málefni og áherslur á leiðtogafundi  bandalagsins sem fram fer í Wales í september n.k. Sérstök áhersla verður lögð á samskipti við Rússland vegna ástandsins í Úkraínu.
Lesa meira
 

13.8.2014 Forsætisráðuneytið Fundur forsætisráðherra og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

Á fundinum var undirbúningur fyrir leiðtogafund bandalagsins í Wales í næsta mánuði til umræðu, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Málefni Afganistan voru  til umfjöllunar sem og öryggishorfur í Mið-Austurlöndum. 
Lesa meira
 
Kolgrafafjörður II 291113

13.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Strandveiðar á A og C svæði.

Fiskistofa hefur vakið athygli ráðuneytisins á því að aflaheimildir verða ekki fullnýttar miðað við þennan tíma.
Lesa meira
 

12.8.2014 Forsætisráðuneytið Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 13. ágúst, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Wales í september nk. 

Lesa meira
 

12.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Engin framúrkeyrsla hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um framúrkeyrslu ríkisstofnanna á fyrri hluta ársins vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka skýrt fram að útgjöld Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru innan fjárheimilda. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

12.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsækir fyrirtæki og framtaksfólk á Vestfjörðum

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun gera víðreist um Vestfirði næstu þrjá dagana en þá mun hún heimsækja fjölda fyrirtækja á svæðinu og funda með heimamönnum um uppbyggingu atvinnulífs og annað sem horfir til framfara í landshlutanum.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra ávarpaði fund sýslumanna og lögreglustjóra í ráðuneytinu í dag.

11.8.2014 Innanríkisráðuneytið Ný embætti sýslumanna og lögreglustjóra undirbúin

Haldinn var í innanríkisráðuneytinu í dag fundur um undirbúning að breyttu skipulagi umdæma sýslumanna og lögreglustjóra í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi á liðnu vori. Breyting á umdæmunum og aðskilnaður embætta sýslumanna og lögreglustjóra tekur formlega gildi 1. janúar næstkomandi en fram að því verður unnið að útfærslu breytinganna og eflingu embættanna.

Lesa meira
 

11.8.2014 Utanríkisráðuneytið Upplýsingar vegna ebólufaraldurs

Embætti landlæknis hefur gefið út nýjar ráðleggingar til ferðamanna vegna ebólufaraldsins í Vestur Afríku. 

Lesa meira
 
Geitur

11.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Starfshópur skilar tillögum um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra fól í mars sl. starfshópi að koma með tillögur að stuðningsaðgerðum hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum til ráðherra og eru þær í fimm liðum.

Lesa meira
 

11.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um menningarmál í Edinborg

Illugi Gunnarsson mennta – og menningarmálaráðherra tekur þátt í „Edinburgh International Culture Summit”

Lesa meira
 

8.8.2014 Utanríkisráðuneytið Ákvörðun ríkisstjórnar um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna í neyð og að undirbúningur vegna móttöku þeirra hefjist þegar í stað. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira
 
Vegabréf

8.8.2014 Velferðarráðuneytið Ákvörðun ríkisstjórnar um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna í neyð og að undirbúningur vegna móttöku þeirra hefjist þegar í stað. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra klippti á borða á Múlakvíslarbrú að viðstöddum vegamálastjóra, brúarverkfræðingi, skæraverði, ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis.

6.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýrri brú yfir Múlakvísl fagnað

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu í dag á borða á nýrri brú yfir Múlakvísl og lýstu hana formlega opna við fögnuð viðstaddra. Kemur hún í stað einbreiðrar bráðabirgðabrúar sem reist var á sjö dögum í júlí 2011 eftir að flóð í Múlakvísl sópaði brúnni burt og rauf þar með Hringveginn.

Lesa meira
 

5.8.2014 Velferðarráðuneytið Umsækjendur um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana

Samtals bárust 22 umsóknir um stöður forstjóra sameinaðra heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum sem taka til starfa 1. október næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst.

Lesa meira
 

3.8.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í hátíðarhöldum Mountain, í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, í tilefni af Íslendingadeginum sem haldinn var 2. ágúst. 

Lesa meira
 

1.8.2014 Innanríkisráðuneytið Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis

Hér að neðan er bréf innanríkisráðherra með svörum við fyrirspurnum  umboðsmanns Alþingis sem sent var umboðsmanni í dag.

Lesa meira
 

1.8.2014 Innanríkisráðuneytið Ráðgjafateymi fyrir nauðungarvistaða einstaklinga

Innanríkisráðneytið hyggst ráða fjóra ráðgjafa til að annast ráðgjöf við nauðungarvistaða einstaklinga á sjúkrahúsi. Einn þeirra yrði tilgreindur sem verkefnisstjóri. Frestur til að sækja um er til 26. ágúst næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu hér að neðan.

Lesa meira
 

31.7.2014 Innanríkisráðuneytið Þórólfur Árnason skipaður forstjóri Samgöngustofu

Þórólfur Árnason rekstrarverkfræðingur var metinn hæfastur umsækjenda um embætti forstjóra Samgöngustofu að mati valnefndar og í samræmi við niðurstöðu hennar hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipað hann í embættið. Þórólfur mun hefja störf þann 6. ágúst nk.

Lesa meira
 

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Nýir sendiherrar

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson
Lesa meira
 

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Brugðist við yfirvofandi hungursneyð í Suður Súdan

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að veita tólf milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna (World Food Program) til að bregðast við neyðarástandi í Suður Súdan sem ríkt hefur frá því átök brutust þar út í desember á síðasta ári.
Lesa meira
 

30.7.2014 Utanríkisráðuneytið Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Lesa meira
 

30.7.2014 Innanríkisráðuneytið Embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum laus til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti lögreglustjóra, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst næstkomandi. Innanríkisráðherra skipar í embættin frá 1. janúar 2015 til fimm ára.

Lesa meira
 

29.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Forstöðumaður Námsmatsstofnunar

Arnór Guðmundsson hefur verið skipaður forstöðumaður Námsmatsstofnunar
Lesa meira
 

24.7.2014 Innanríkisráðuneytið Lögreglustjórum fækkað úr 15 í 9

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Embætti lögreglustjóra á landinu verða 9 í stað 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Ný lögreglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórnendum og hagkvæmari rekstri.

Lesa meira
 

24.7.2014 Velferðarráðuneytið Svara vegna biðlista leitað hjá stærstu sveitarfélögum landsins

Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu.

Lesa meira
 

23.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skipað í sýslumannsembætti og þeim fækkað úr 24 í 9

Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum.

Lesa meira
 

23.7.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra Ísraels sent bréf vegna ástandsins á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza hvar mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ákall til öryggisráðsins að beita sér fyrir viðvarandi lausn í Palestínumálinu - Hernámið er rót vandans

Á opnum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs fordæmdi Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, brot beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum og sagði framferði Ísraelshers í hernaðinum gagnvart Gaza vekja upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og skuldbindingar.

Lesa meira
 

22.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lán frá Norðurlöndunum greidd upp

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS árið 2008. 
Lesa meira
 

22.7.2014 Innanríkisráðuneytið Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Tveir hafa dregið umsóknina til baka. Nýr forstjóri verður skipaður fyrir 5. ágúst.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð vegna ástandsins á Gaza

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna þeirra brýnu neyðar sem skapast hefur vegna átakanna á svæðinu. Er þar brugðist við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna ástandsins á Gaza þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

Lesa meira
 

18.7.2014 Utanríkisráðuneytið Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína.
Lesa meira
 

18.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

Lesa meira
 

17.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um erlendar fjárfestingar og endurskoðun laga gerð opinber

Mikilvægt er að ákvarðanir tengdar erlendum fjárfestingum byggist á skýrum almennum reglum er meðal niðurstaðna skýrslu nefndar um endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga að fasteignum hér á landi en nefndin skilaði tillögum sínum nýverið til innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag heimsókn sinni til Úkraínu ásamt Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands. Meðan á dvölinni í Kænugarði stóð áttu ráðherrarnir fundi með Petro Poroshenko forseta og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra.
Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) var kynnt í dag, 17. júlí. Þar er gerð grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem fram koma í frammistöðumatinu miða við stöðuna 11. maí 2014.

Lesa meira
 

16.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland býður Úkraínu kortlagningu á jarðhita

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf íslenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænugarði í dag. 

Lesa meira
 

15.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar með forseta Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund í Kænugarði í kvöld með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra landsins. Gunnar Bragi er nú í tveggja daga heimsókn í Úkraínu.

Lesa meira
 

14.7.2014 Innanríkisráðuneytið Hafin verði rannsókn á minnkandi kosningaþátttöku

Innanríkisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga láta kanna ástæður fyrir minnkandi kjörsókn í kjölfar sveitarstjórnakosninganna í vor

Lesa meira
 

11.7.2014 Utanríkisráðuneytið Skýrsla Þóris Guðmundssonar um þróunarsamvinnu lögð fram

Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkiráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra.

Lesa meira
 
Sjúkrabifreið

11.7.2014 Velferðarráðuneytið Samið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Hann er gerður á grundvelli gildandi fjárveitinga til verkefnisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðið frá ferðum til Gaza

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar.
Lesa meira
 

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Framkvæmdastjórn AGS ræddi um 4. eftirfylgniskýrslu um Ísland

Hinn 7. júlí fóru umræður fram um fjórðu  eftirfylgniskýrslu um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Lesa meira
 
Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og  Fabrice Filliez, fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins, undirrituðu samninginn.

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Sviss

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og eignir.  Af hálfu Íslands undirritaði Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins samninginn en Fabrice Filliez fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi

Skýrsla nefndar um leyfisveitinar og eftirlit í fiskeldi hefur verið skilað til sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lesa meira