Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

8.10.2015 Utanríkisráðuneytið Fjölþjóðleg ráðstefna um flóttamannavanda

Fyrir hönd Íslands sátu ráðstefnuna Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins.
Lesa meira
 

8.10.2015 Innanríkisráðuneytið Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira
 

8.10.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Búist við margmenni á Umhverfisþing

Um 350 manns taka þátt í Umhverfisþingi sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun, föstudaginn 9. október. Að þessu sinni er meginþema þingsins samspil náttúru og ferðamennsku.

Lesa meira
 
Kristján Þór á málþingi Frumtaka

8.10.2015 Velferðarráðuneytið Hækkun lyfjaútgjalda ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfa

Ein stærsta áskorun stjórnenda á sviði heilbrigðismála, jafnt hér á landi sem annars staðar snýr að vaxandi framboði nýrra og afar dýrra líftæknilyfja. Heilbrigðisráðherra ræddi m.a. um þetta á málþingi Frumtaka sem haldið var í Hörpu í gær undir yfirskriftinni: Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu?

Lesa meira
 

8.10.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðherra á fundum AGS, Alþjóðabankans og OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 9.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Lima í Perú. 

Lesa meira
 
Guðrún Þorleifsdóttir

7.10.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Sett skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Guðrúnu Þorleifsdóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Lesa meira
 

7.10.2015 Innanríkisráðuneytið Unnið að úrbótum vegna skuldbindinga um samevrópska loftrýmið

Eftirlitsstofnun EFTA gaf út í dag út rökstutt álit um að Ísland fullnægði ekki skuldbindingum samkvæmt reglum um samevrópska loftrýmið. Íslensk stjórnvöld hafa átt í samskiptum við eftirlitsstofnunina vegna þessa máls og unnið að úrbótum á þeim atriðum sem koma fram í álitinu. Höfðu íslensk stjórnvöld sent stofnuninni tímaáætlun um úrbætur sem unnið hefur verið eftir.

Lesa meira
 

7.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tillögur um fullorðins- og framhaldsfræðslu og um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf

Birtar hafa verið skýrslur verkefnahóps um fullorðins- og framhaldsfræðslu og starfshóps um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf

Lesa meira
 

7.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla um háskóla og vísindi á Íslandi

Skýrslan lýsir stöðu háskóla- og rannsóknarstarfsemi um þessar mundir, meðal annars með tilvísun í nýjar tölulegar upplýsingar um málaflokkinn

Lesa meira
 

7.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir veittir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Markmið sjóðsins Forritarar framtíðarinnar efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum

Lesa meira
 
Hús    (NN – norden.org)

7.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Reglugerð um störf aðstoðarmanna fasteignasala til umsagnar

Fyrirhugað er að setja reglugerð um störf aðstoðarmanna fasteignasala sbr. 4. málsl. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 70/2015 sem fjallar um hvaða störf megi fela aðstoðarmönnum fasteignasala. Drög að slíkri reglugerð eru hér með sett á vefinn til kynningar og umsagnar.

Lesa meira
 

7.10.2015 Forsætisráðuneytið Heildarlisti yfir stefnur og stefnumótandi áætlanir - Bætt yfirsýn

Í febrúar 2015 tók stefnuráð Stjórnarráðsins til starfa. Í ráðinu sitja sérfræðingar úr öllum ráðuneytum í stefnumótun og áætlanagerð. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar. 

Lesa meira
 
Kristján Þór Júlíusson, Sigurður Ólafsson, María Heimisdóttir og Páll Matthíasson

7.10.2015 Velferðarráðuneytið Átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að heilbrigðisráðherra gangi frá samkomulagi um samstarfsverkefni heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead um átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi.

Lesa meira
 
Sigurður Ingi á

6.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi ræðir verndun sjávar á „Our Ocean“ ráðstefnunni í Síle

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði í gær ráðstefnugesti á „OurOcean“ ráðstefnunni í Valparísó í Síle. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en að þessu sinni eru það stjórnvöld í Síle sem eru gestgjafar. Markmiðið með ráðstefnunni, sem nú er haldin í annað sinn, er að leita leiða til berjast gegn hættum sem lífríki sjávar stafar af ýmsum umhverfisþáttum, ólöglegum fiskveiðum, plastmengun og súrnun hafsins.

Lesa meira
 
Vegvisir

6.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Vegvísir í ferðaþjónustu – öflugri atvinnugrein

Í dag kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýja ferðamálastefnu. Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna verið langt umfram spár og væntingar eru um áframhaldandi vöxt greinarinnar. Til að stuðla að farsælli þróun í ferðaþjónustu á Íslandi tóku iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, og Samtök ferðaþjónustunnar höndum saman um mótun stefnu í ferðaþjónustu til lengri tíma með áherslu á sjálfbæra þróun.

Lesa meira
 

6.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntamálastofnun hefur tekið formlega til starfa

Menntamálastofnun er ný stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem er ætlað að stuðla að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.
Lesa meira
 

6.10.2015 Utanríkisráðuneytið Ísland bætir stöðu sína í frammistöðumati ESA

Í nýju frammistöðumati sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, birtir í dag kemur fram að innleiðingarhallinn var kominn niður í 2,1% í apríl sl. þegar nýja matið var unnið

Lesa meira
 
Vegvisir

6.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Útsending frá kynningu á nýrri ferðamálastefnu

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar munu kynna nýja ferðamálastefnu í dag kl. 14 í Hörpu. Fundurinn er opinn öllum - en áhugasamir sem ekki eiga heimangengt geta horft á fundinn í tölvunni. Útsending frá fundinum.

Lesa meira
 

6.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ísland í forgunni á listahátíðinni Culturescapes 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði listahátíðina, sem er stór þverfagleg hátíð sem leggur áherslu á að kynna menningu frá öðrum löndum eða menningarsvæðum

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

6.10.2015 Velferðarráðuneytið Styrkir til gæðaverkefna árið 2015

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2015. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar s.s. með tilfærslu verkefna og efldu þverfaglegu samstarfi starfsfólks.

Lesa meira
 

5.10.2015 Velferðarráðuneytið Huld Magnúsdóttir sett forstjóri Tryggingastofnunar tímabundið

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur falið Huld Magnúsdóttur að gegna stöðu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins frá 15. október næstkomandi, tímabundið um níu mánaða skeið, í fjarveru Sigríðar Lillýar Baldursdóttur sem hefur hlotið námsleyfi til sama tíma.

Lesa meira
 
Ferðamálastefna

4.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ný ferðamálastefna kynnt á þriðjudaginn

"Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið" skrifa Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í sameiginlegri grein í Fréttablaðinu 3. okt. í tilefni af kynningu á nýrri ferðamálastefnu. 
Lesa meira
 
Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ

2.10.2015 Utanríkisráðuneytið Heimsmarkmiðum fagnað, áhersla á jafnrétti og loftslagsmál

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í dag.

2.10.2015 Innanríkisráðuneytið Samgöngumál og fjarskiptamál meðal umræðuefna á aðalfundi SSA

Almenningssamgöngur og önnur samgöngumál, ljósleiðaramál, umhverfismál og fleira voru meðal umfjöllunarefna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Fundinum lýkur uppúr hádegi á morgun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og ræddi meðal annars samgöngumál, eflingu sveitarfélaga og um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira
 

2.10.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skráningu á Umhverfisþing lýkur 6. október

Skráning á IX. Umhverfisþing stendur nú sem hæst. Þingið verður haldið föstudaginn 9. október á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Lesa meira
 

2.10.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherrafundir Norðurlandanna í Helsingör og Marienborg

Forsætisráðherra Íslands mun sækja fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn 2.-3. október í Helsingör og Marienborg í boði Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. 

Lesa meira
 
Vinnumál

2.10.2015 Velferðarráðuneytið Aukið eftirlit til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

Erlendum ríkisborgurum fjölgar ört á íslenskum vinnumarkaði og spáir Vinnumálastofnun að þeir verði um eða yfir átján þúsund á næsta ári. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti samantekt um þessa þróun á fundi ríkisstjórnar í dag og aðgerðir til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

2.10.2015 Innanríkisráðuneytið Samráð á vegum ESB um netnotkun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 24. september 2015 samráð á vefnum um málefni sem varða netnotkun. Fjallar annað samráðið um frelsi notenda á netinu og hitt um regluumhverfi fyrir ýmsa starfsemi sem fram fer á netinu. Samráðið stendur fram yfir miðjan desember.

Lesa meira
 

1.10.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ræddi flóttamannavandann í öryggisráði SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir framlagi Íslands til flóttamannavandans og beindi orðum sínum að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ríkri ábyrgð þess á rót vandans
Lesa meira
 

1.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Vegna fréttar um styrkveitingu Orkusjóðs

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um styrkveitingu Orkusjóðs til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóði. Rétt eins og fyrirtæki og einstaklingar, sækja hinar ýmsu rannsókna- og þróunarstofnanir ríkisins um styrki í sjóðina.

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum

Birt hefur verið auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla.

Lesa meira
 

1.10.2015 Innanríkisráðuneytið Skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll auglýstar

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll. Hafa þær að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti og fleira. Unnt er að senda ráðuneytinu skriflegar athugsemdir til og með 16. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Forsætisráðherra Íslands með flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) eftir fund þeirra í gær

1.10.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra ávarpaði leiðtogafund Ban Ki-moon um flóttamannavandann og fólksflutninga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp í gær á leiðtogafundi í boði Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um aukna og árangursríkari samvinnu um flóttamannavandann og fólksflutninga í tengslum við ný heimsmarkmið.

Lesa meira
 

1.10.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lokaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands 

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað lokaskýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Málþing um hagræn áhrif íþrótta

Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið á málþingi 8. október

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið HÍ fimmta árið í röð á meðal bestu háskóla heims

Fimmta árið í röð er Háskóli Íslands í hópi bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings
Lesa meira
 

1.10.2015 Innanríkisráðuneytið ESB efnir til samráðs um framtíðarreglur varðandi fjarskipti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað samráð á tveimur sviðum um framtíðarreglur um fjarskipti í Evrópu. Í báðum tilvikum stendur samráðið til 7. desember næstkomandi.

Lesa meira
 

1.10.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar í flestum geirum

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman frá 2008 eins og gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun stjórnvalda 2010 og jafnvel aðeins meira en áætlað var. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, hinni þriðju í röðinni. 

Lesa meira
 

30.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Mælt fyrir frumvarpi um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um endurflutning frumvarpsins er að ræða þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á síðasta þingi.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við upphaf ráðstefnunnar um flutningalandið Ísland.

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Flutninga- og samgöngukerfið er grundvallarforsenda búsetugæða og atvinnulífs

Flutningalandið Ísland var yfirskrift ráðstefnu sem Sjávarklasinn stóð fyrir og var fjallað um spurninguna hvernig byggja eigi upp flutningakerfið á Íslandi. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og sagði meðal annars að flutningar snertu alla innviði þjóðfélagsins og að það væri fyrirmerðarmikill málaflokkur í innanríkisráðuneytinu. Flutninga- og samgöngukerfið væri ein heild og grundvallarforsenda búsetugæða og öflugs atvinnulífs.

Lesa meira
 

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Ráðstefna um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi

Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni er yfirskrift ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Nordregio, stofnunar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldin verður í Reykjavík mánudaginn 26. október næstkomandi. Fjallað verður um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi og spurt hvað læra megi af norrænum umbótaverkefnum.

Lesa meira
 
Blágresi og sóleyjar

30.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra mælir fyrir breytingum á lögum um náttúruvernd

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 sem taka eiga gildi 15. nóvember næstkomandi.  Breytingarnar miðast að því að skýra betur framkvæmd laganna, ná betri samstöðu um málefni nýrra náttúruverndarlaga og styrkja þannig náttúruvernd í landinu frá því sem nú er.

Lesa meira
 
Frá kynningarfundi um breytingar á lögræðislögum.

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Samráðsfundur um breytingar á lögræðislögum

Innanríkisráðuneytið efndi í vikunni í til óformlegs fundar um breytingar á lögræðislögum sem taka eiga gildi í byrjun næsta árs og snerta nauðungarvistanir. Ein breytingin felst í því að frá áramótum verður eingöngu heimilt að svipta mann lögræði tímabundið. Breytingar er snerta nauðungarvistanir fela meðal annars í sér að ákvörðum læknis um að vista mann nauðugan á sjúkrahúsi má standa í allt að 72 klukkustundir. Ef talið er nauðsynlegt að halda sjúklingi nauðugum lengur verður að óska eftir samþykki sýslumanns fyrir nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring.

Lesa meira
 

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um rafrænar íbúakosningar til umsagnar

Endurskoðuð hefur verið reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og eru drög reglugerðarinnar nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 14. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi hjá SÞ

29.9.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur í vikunni þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, en 70 ár eru liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar voru settar á fót.
Lesa meira
 
Heimsókn kvenna frá Indlandi

29.9.2015 Velferðarráðuneytið Jafnrétti og tækifæri til fjárfestinga

Hópur indverskra kvenna heimsótti velferðarráðuneytið í dag og átti fund með félags- og húsnæðismálaráðherra sem sagði þeim frá ýmsum staðreyndum um jafnrétti kynjanna hér á landi og stöðu kvenna í atvinnulífinu. Konurnar eru félagar í kvennadeild eins elsta viðskiptaráðs Indlands.

Lesa meira
 
skogur

29.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur leggur til sameiningu skógræktarstarfs í eina stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Lesa meira
 
Jafnréttisráð

29.9.2015 Velferðarráðuneytið Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar ráðsins 2015. Veitt verður viðurkenning þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Frestur til að skila tilnefningum rennur út 27. október 2015.

Lesa meira
 
Varnarefni eru meðal annars notuð í garðrækt.

29.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna. Meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.
Lesa meira
 

29.9.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um breytingar á hegningarlögum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Eru annars vegar lagðar til breytingar á íslenskum refsiákvæðum sem eru nauðsynlegar svo Ísland geti fullgilt samning Evrópuráðsins frá árinu 2011 um forvarnir og barráttu gegn ofbeldi gegn konum. Hins vegar er lagt til að sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum (heimilisofbeldi) verði sett í almenn hegningarlög. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 16. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira