100 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

Ráðstefna UT dagsins var haldin í Reykjavík í dag.

27.11.2014 Innanríkisráðuneytið Fjallað um net- og upplýsingaöryggi og rafræna þjónustu á ráðstefnu UT dagsins

Gegnsæ stjórnsýsla, net- og upplýsingaöryggi, rafrænar undirskriftasafnanir og árangur í fjarskiptum var meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu UT dagsins, Byggjum, tengjum og tökum þátt, sem var í Reykjavík í dag. Auk ráðstefnunnar var haldinn fræðslufundur fyrir vefstjóra um upplýsingaöryggi og varnir opinberra vefja gegn hvers kynstölvuárásum.

Lesa meira
 

27.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Auglýsing frá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum

Árið 2015 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.

Lesa meira
 

27.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landmælingar Íslands og Skipulagsstofnun eru fyrstu ríkisstofnanirnar til að aðlaga starfsemi sína Grænum skrefum í ríkisrekstri. Tíu aðrar stofnanir hafa skráð sig til leiks í verkefninu, sem hleypt var af stokkunum á Grand hótel Reykjavík í gær.

Lesa meira
 

26.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðstöfunartekjur hækka og vísitala neysluverðs lækkar- aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Í kjölfar batnandi afkomu og bjartari þjóðhagsspár hefur myndast nokkurt svigrúm fyrir sérstök áherslumál ríkisstjórnarinnar. Því eru lagðar til nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 milli 1. og 2. umræðu. 

Lesa meira
 

26.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna fréttar Rúv um breytingar á virðisaukaskatti

Í hádegisfréttum Rúv í dag var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskatti. Í tilefni fréttaflutningsins áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið að engin handvömm átti sér stað í ráðuneytinu við útgáfu frumvarpsins líkt og fullyrt er í fréttinni. 

Lesa meira
 
Skip við bryggju.

26.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum

Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum, sem eru á könnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Ríkisendurskoðun setur einnig fram ábendingar til ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem miða að efldu og bættu starfi til að sinna þessum samningum og tryggja innleiðingu reglna þeirra hér á landi. 

Lesa meira
 

26.11.2014 Innanríkisráðuneytið Óskað umsagna um framtíðarskipan lögreglumenntunar

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að námið verði þriggja ára nám á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun útvistað til menntakerfis að stórum hluta og að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu.

Lesa meira
 

25.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira
 
Skurðaðgerð undirbúin

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndunum í tölum, máli og myndum

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO) hefur gefið út ritið Helsestatistik for de nordiske lande 2014, þar sem dregnar eru saman viðamiklar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum og sýndur samanburður milli þjóðanna á ýmsum sviðum þjónustunnar.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Tölfræði um félagsleg velferðarmál á Norðurlöndunum

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagslegra velferðarmála hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsmál sem gefur kost á samanburði milli landanna.

Lesa meira
 
Birgir Jakobsson

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Birgir Jakobsson skipaður landlæknir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Lesa meira
 
Lyfjastofnun

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Níu umsækjendur um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar

Nefnd sem heilbrigðisráðherra hefur skipað mun á næstunni fara yfir umsóknir þeirra níu umsækjenda sem sóttu um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og meta hæfni þeirra. Skipað verður  í embættið frá 1. febrúar 2015 þegar núverandi forstjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, lætur af störfum.

Lesa meira
 
Frá fundi ráðherranna

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar

Efla þarf norrænt samstarf um málefni vinnumarkaðarins að mati vinnumarkaðsráðherra Norðurlandanna. Á fundi sínum í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag ákváðu þeir að láta gera rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar.

Lesa meira
 
Bláklukka

24.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 15. desember 2014.

Lesa meira
 

24.11.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Nýju samningarnir eru við Armeníu, Búrúndí, Eþíópíu, Guyana, Máritíus, Nígeríu, Sri Lanka og Tsjad. 

Lesa meira
 
Eurydice og Cedefop skýrsla um brotthvarf 2014

24.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný skýrsla um brotthvarf úr skólum í Evrópu

Eurydice og Cedefop stofnanirnar hafa birt skýrslu sem varpar ljósi á brotthvarf úr námi í Evrópu

Lesa meira
 

24.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldinn var í Indónesíu í síðustu viku. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 78 ríki ráðstefnuna og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira
 

24.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Eftirfarandi er sameiginleg fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka Íslands vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem birt var í dag:

Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Nýr formaður þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ragnarsson formann þjóðleikhúsráðs
Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

21.11.2014 Utanríkisráðuneytið Seinkun á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa

Fríverslunarsamningur Aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, GCC, og EFTA tók gildi þann 1. júlí sl. Aðildarríki GCC hafa nýlega upplýst EFTA ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess. Þau hafa jafnframt gefið til kynna að svo kunni að fara að samningurinn komi ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. EFTA-ríkin hafa komið á framfæri þungum áhyggjum sínum af þessari seinkun.
Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tillögur um stefnu og verkefni fyrir börn og ungt fólk

Ráðuneytinu hafa verið afhentar tillögur um aðgerðaáætlun í barnamenningarmálum og stefnu í æskulýðsmálum

Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira
 

20.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til grunnnáms í listdansi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla.

Lesa meira
 

19.11.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað um framkvæmd EES-samningsins

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands.  
Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira
 
Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita

19.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum

Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi

Lesa meira
 

19.11.2014 Forsætisráðuneytið Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana

Forsætisráðherra skipaði í júní sl. vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði.

Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Lesa meira
 

18.11.2014 Velferðarráðuneytið Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Lesa meira
 

18.11.2014 Innanríkisráðuneytið Leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila

Póst- og fjarskiptastofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Lesa meira
 

18.11.2014 Forsætisráðuneytið Stefnuráð samþykkt í ríkisstjórn

Í dag samþykkti ríkisstjórnin að tillögu forsætisráðherra að fela forsætisráðuneytinu að undirbúa stofnun stefnuráðs innan Stjórnarráðs Íslands. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar.
Lesa meira
 

18.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Jöfnun á flutningi og dreifingu á raforku til húshitunar

Á fundi ríkisstjórnar í fyrri viku var samþykkt tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að á fjárlögum fyrir árið 2015 verði 91,5 m.kr. bætt við niðurgreiðslur til húshitunar til að bregðast við fyrirhuguðum hækkunum á kostnaði við rafhitun húsnæðis í þéttbýli. Þær hækkanir má rekja annars vegar til fyrirhugaðra breytinga á neðra þrepi virðisaukaskatts og hins vegar upptöku jöfnunargjalds á raforku, frá og með áramótum, en því gjaldi er ætlað að fjármagna fulla jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku í dreifbýli og þéttbýli.

Lesa meira
 

18.11.2014 Innanríkisráðuneytið Tveir nýir lögreglustjórar skipaðir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Lesa meira
 

18.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. 

Lesa meira
 
Fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra ásamt ungmennum.

18.11.2014 Forsætisráðuneytið Ungmenni hitta ríkisstjórnina

Þann 20. nóvember næstkomandi verður 25 ára afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíðlegur. Af því tilefni hittu sex ungmenni ríkisstjórnina og ræddu um málefni sem varða sáttmálann og hagsmuni barna. 

Lesa meira
 
Vinnufundur um Biophilia í Hörpu nóv 2014

18.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Biophiliu kennsluverkefnið hafið

Dagana 13. – 14. nóvember 2014 hittust fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum hér á landi til að ræða um Biophiliu aðferðafræðina, tengja hana við fjölbreyttar kennsluaðferðir og hefja samstarf milli landanna um þróun verkefnisins

Lesa meira
 

18.11.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um staðgöngumæðrun til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eru hér með birt til umsagnar. Frumvarpið er samið af starfshópi sem velferðarráðherra skipaði til verksins haustið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember.

Lesa meira
 

17.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Surtseyjarsýning opnuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum

Sigurður Ingi Jóhannson, umhverfis- og auðlindarráðherra, opnaði á föstudag sérstaka sýningu um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Við sama tilefni undirritaði forstjóri Umhverfisstofnunar nýja verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey. 

Lesa meira
 

17.11.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra ræðir áhuga Brasilíu á fríverslun á fundi EFTA-ráðherra

Þá áttu ráðherrarnir fund með Michael Punke, vara-viðskiptafullrúa Bandaríkjanna um stöðu fríverslunarviðræðna Bandaríkjanna við Evrópusambandið.
Lesa meira
 
Frá athöfn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.

16.11.2014 Innanríkisráðuneytið Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum

„Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, m.a. í ávarpi sínu við athöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag, á árlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Efnt var til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira
 

15.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2014

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu 2014 voru afhent í Iðnó í dag 15. nóvember.

Lesa meira
 

14.11.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að lagafrumvarpi um framtíðarskipan ákæruvalds til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um framtíðarskipan ákæruvalds eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 21. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

14.11.2014 Forsætisráðuneytið Fundur með varaforseta ráðgjafarþings Kína

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti nú síðdegis fund með Du Qinglin, varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins, en varaforseti þingsins er staddur hér á landi í boði forseta Alþingis. 

Lesa meira
 
Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.

14.11.2014 Utanríkisráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Kýpur

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta.

Lesa meira
 
Fáni Nicaragua

14.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ragnheiður Elín fer fyrir sendinefnd orku- og verkfræðifyrirtækja til Nicaragua

Dagana 16. til 20. nóvember mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiða sendinefnd fyrirtækja á sviði orkumála og verkfræði til Managua í Nicaragua. Tilgangur ferðarinnar er að kynna íslensk fyrirtæki og tæknilausnir fyrir heimamönnum og skoða þá möguleika á samstarfi sem stjórnvöld í Nicaragua hafa boðið upp á.

Lesa meira
 

14.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tilnefning í Æskulýðsráð

Mennta- og menningarmálaráðuneyti leitar hér með eftir tilnefningum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um fulltrúa í Æskulýðsráð fyrir tímabilið 2015 og 2016 sbr. reglugerð nr. 1088/2007 um skipan fulltrúa í Æskulýðsráð.

Lesa meira
 
Ari Matthíasson

14.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ari Matthíasson skipaður þjóðleikhússtjóri

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í dag Ara Matthíasson sem þjóðleikhússtjóra til fimm ára, frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
 
Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.

14.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Kýpur

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta. 

Lesa meira
 
Sæþór Örn Ásmundsson tekur við verðlaununum

13.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýtt jafnlaunamerki einstakt og lýsandi

Sæþór Örn Ásmundsson bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki sem efnt var til af aðgerðahópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Alls bárust 156 tillögur sem er met í sambærilegum keppnum sem
Hönnunarmiðstöð Íslands hefur komið að.
Lesa meira
 
haestirettur

13.11.2014 Innanríkisráðuneytið Einn umsækjandi um setningu í embætti dómara við Hæstarétt

Embætti dómara við Hæstarétt Íslands var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017. Umsóknarfrestur var til 13. október sl. og barst ein umsókn um embættið, frá Ingveldi Einarsdóttur, settum dómara við Hæstarétt Íslands.

Lesa meira
 
Verðlaunaafhendingin

13.11.2014 Velferðarráðuneytið Nýtt jafnlaunamerki einstakt og lýsandi

Sæþór Örn Ásmundsson bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki sem efnt var til af aðgerðahópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Alls bárust 156 tillögur sem er met í sambærilegum keppnum sem Hönnunarmiðstöð Íslands hefur komið að.

Lesa meira
 
Norrænir orkumálaráðherrar

13.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Orkumálaráðherrar Norðurlandanna leggja áherslu á aukinn hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum

Ráðherrafundur orkumálaráðherra Norðurlandanna var haldinn í gær í Keflavík undir forsæti Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar grænna tæknilausna og þess að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum jafnt á lofti, láði og legi.

Lesa meira
 
Norrænir ráðherrar

13.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Norrænn ráðherrafundur og ráðstefna um byggðamál

Ráðherrafundur Norrænu byggðamálaráðherrana var haldinn í gær í Keflavík. Meðal þess sem hæst bar á fundinum var að samþykkt var tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar þess efnis að sett verði af stað vinna við gerð stefnumótunar í málefnum Norðvestursvæðisins (Vestnorden) sem afmarkast af Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs. Stefnumótunin mun taka til byggðaþróunar, atvinnumála, norrænnar stofnanauppbyggingar, alþjóðasamskipta, umhverfismála og fleiri þátta.

Lesa meira
 

13.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að halda upp á afmæli sáttmálans og jafnframt vekja sérstaka athygli barna og ungmenna á sáttmálanum og gildi hans.

Lesa meira
 
Biophilia kennsluverkefnið

13.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Norrænu samstarfi um Biophiliu kennsluverkefnið formlega hleypt af stokkunum

Biophiliu kennsluverkefniðer eitt af formennskuverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári undir stjórn mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Lesa meira
 
Lesið í kortin

12.11.2014 Velferðarráðuneytið Mikill ávinningur af gæðavottun Geislavarna ríkisins

Forstjóri Geislavarna ríkisins segir að gæðahandbók og vottað gæðakerfi sem stofnunin hefur unnið eftir frá árinu 2008 hafa skilað stofnuninni margvíslegum ávinningi og verulegri og varanlegri hagræðingu í rekstri. Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi stofnunarinnar í gær.

Lesa meira
 
Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson.

12.11.2014 Innanríkisráðuneytið Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson skipaður formaður kærunefndar útlendingamála

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað dr. Hjört Braga Sverrisson, framkvæmdastjóra mannréttindadeildar ÖSE í Kosovo, formann kærunefndar útlendingamála. Alls bárust sextán umsóknir um embættið en sérstök valnefnd mat Hjört Braga hæfastan umsækjenda.
Lesa meira
 

12.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Aukið samstarf milli veðurstofa Íslands og Danmerkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Rasmus Helveg Petersen, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf landanna tveggja á sviði rannsókna á loftslagi, veðurfari og haffræði. Þá kveður viljayfirlýsingin á um aukið samstarf Veðurstofu Íslands og Veðurstofu Danmerkur.

Lesa meira
 

12.11.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra heimsækir höfuðstöðvar háskóla SÞ

Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar með rektor skólans, David Malone, var samningur um starfsemi Jarðhitaskólans endurnýjaður til næstu fimm ára. 

Lesa meira
 

12.11.2014 Utanríkisráðuneytið Styrkir til frjálsra félagasamtaka vegna ebólu og annarra verkefna

Utanríkisráðuneytið veitir um 87 milljónum til verkefna í Sierra Leone, Úganda, Kenía, Gíneu Bissá, Palestínu og Suður-Afríku. 
Lesa meira
 

11.11.2014 Utanríkisráðuneytið Fríverslunarviðræður EFTA og Víetnam halda áfram

Viðræður EFTA og Víetnam hófust árið 2012 og er þar m.a. fjallað um vöruviðskipti, upprunareglur og viðskiptaliprun, þjónustuviðskipti, fjárfestingar, verndun hugverkaréttinda og sjálfbæra þróun.

Lesa meira
 

11.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Dagur íslenskrar tungu 2014

Verðlaun Jónasar Hallgrímsson verða afhent laugardaginn 15. nóvember í Iðnó í sérstakri hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu

Lesa meira
 

11.11.2014 Utanríkisráðuneytið Áhersla á mikilvægi nýfjárfestinga og nýsköpunar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setti í dag ráðstefnu í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar en ráðstefnan var skipulögð af  íslenska verslunararáðinu  í Japan, sendiráði Íslands í Tókýó og íslenska sprotafyrirtækinu Cooori.
Lesa meira
 

11.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samráð við haghafa vegna endurheimtar votlendis

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Lesa meira
 

11.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Fræðslufundur um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda

Í tengslum við stefnumótunarvinnu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara er efnt  til opins fundar til að kynna starf fagráðsins og helstu verkefni þess

Lesa meira
 
Alþingishúsið

11.11.2014 Velferðarráðuneytið Tilskipun um evrópsk samstarfsráð leidd í lög

Alþingi samþykkti 23. október sl. breytingu á lögum til innleiðingar á tilskipun Evrópuráðsins um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum sem starfa í löndum Evrópska efnahagssvæðisins og hafa a.m.k. 1.000 starfsmenn.

Lesa meira
 
Hlutfall barna sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum í Evrópu 2012

10.11.2014 Velferðarráðuneytið Barnafátækt í Evrópu næstminnst á Íslandi árið 2012

Hlutfall barna á aldrinum 0–17 ára sem búa á heimilum undir lágtekjumörkum var 10% á Íslandi árið 2012 og þar með næstlægst í Evrópu á eftir Noregi. Á sama tíma var hlutfallið í löndum Evrópusambandins 20,7% að meðaltali. Þetta kemur fram í nýjum Félagsvísum Hagstofunnar um börn og fátækt.

Lesa meira
 

10.11.2014 Utanríkisráðuneytið Ríkir sameiginlegir hagsmunir

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með japönskum starfsbróður sínum, Fumio Kishida, í Tókýó. Hann fundaði einnig með Shinako Tsuchiya formanni vináttufélags Íslands og Japans á japanska þinginu.

Lesa meira
 

10.11.2014 Innanríkisráðuneytið Fræðsla, umferðareftirlit og framkvæmdir til að fækka banaslysum

Stjórnvöld vörðu um 366 milljónum á síðasta ári í þágu aukins umferðaröryggis samkvæmt umferðaröryggisáætlun samgönguáætlunar. Lögð var áhersla á sérstakar aðgerðir sem eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum. Markmið stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2022 er tvíþætt; annars vegar að fjöldi látinna í umferð á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum það ár. Hins vegar að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um ekki minna en 5% á ári til ársins 2022. Þetta kemur fram í ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar árið 2013 sem var að koma út.

Lesa meira
 
Nordregio

10.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um, byggðamál, svæðisbundna nýsköpun og norræna lífhagkerfið

12. og 13. nóvember verður haldin ráðstefna í Hljómahöllinni í Keflavík þar sem fjallað verður um það hvernig norræna lífhagkerfið getur stutt við nýsköpun í dreifbýli. Ráðstefnan er haldinn samhliða fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um atvinnu-, orku- og byggðamál (MR-NER) en þar verða m.a. byggðamálaráðherrar Íslands, Noregs og Svíþjóðar.

Lesa meira
 
Kynning á niðurstöðum skuldaleiðréttingarinnar

10.11.2014 Forsætisráðuneytið 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í dag niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu. 

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

10.11.2014 Velferðarráðuneytið Kynjahlutfall í nefndum jafnast hjá velferðarráðuneytinu

Konur voru 51% fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum velferðarráðuneytisins árið 2013 og karlar 49%. Kynjahlutfall í nefndum og ráðum ráðuneytanna er hvergi jafnara en í velferðarráðuneytinu og það er eina ráðuneytið þar sem konur eru fleiri en karlar í nefndum og ráðum.

Lesa meira
 
Norden

9.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjö norrænir ráðherrar funda í Keflavík 12. nóvember

Norræna ráðherranefndin um atvinnu-, orku- og byggðamál (MR-NER) fundar í Hljómahöllinni í Keflavík miðvikudaginn 12. nóvember. Í tengslum við fundinn verður haldin tveggja daga ráðstefna þar sem fjallað verður um nýsköpun í lífhagkerfinu og byggðamál.

Lesa meira
 
Við undirritun samnings um sjúkraflutninga

7.11.2014 Velferðarráðuneytið Samið um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu til sex ára

Samningar hafa tekist milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn tekur gildi 1. janúar næstkomandi og gildir til sex ára. Heilbrigðisráðherra segir samninginn kærkominn eftir langvarandi óvissu.

Lesa meira
 
Samantekt Kristins Tómassonar

7.11.2014 Velferðarráðuneytið Aðgerðir gegn einelti verði liður í vinnuverndarstefnu

Efla þarf rannsóknir á einelti á vinnustöðum og styrkja stjórnendur til að vinna gegn einelti og takast á við eineltismál ef upp koma á vinnustað. Þetta kom meðal annars fram á vel sóttum morgunverðarfundi um þessi mál sem haldinn var í dag í tilefni af árlegum degi gegn einelti.

Lesa meira
 
Magnús Stefánsson og Illugi Gunnarsson

7.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viðurkenning veitt á degi gegn einelti

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra veitti í dag Magnúsi Stefánssyni og Páli Óskari Hjálmtýssyni viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. 

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík

7.11.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík

Árleg söfnun Landsbjargar  hófst í gær með sölu nýs neyðarkalls björgunarsveita. 

Lesa meira
 
Northern Future Forum í Helsinki

7.11.2014 Forsætisráðuneytið Northern Future Forum haldið á Íslandi árið 2015

Northern Future Forum fundi forsætisráðherra Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lauk í Helsinki í dag. Að þessu sinni var sjónum einkum beint að nýsköpun og samkeppnishæfni í menntamálum. Í sendinefnd forsætisráðherra Íslands voru fulltrúar frá Háskóla Íslands, Gagarín, Start-up Energy Reykjavík og Kerecis.

Lesa meira
 
Einar S. Einarsson, Illugi Gunnarsson og Páll G. Jónsson

7.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Teikning af Ingunni Arnórsdóttur afhent ráðherra

Í gær komu þeir Einar S. Einarsson og Páll G. Jónsson færandi hendi á skrifstofu ráðherra.  Þeir afhentu Illuga Gunnarsyni forláta teikningu  af Ingunni Arnórsdóttur fyrstu menntakonu Íslands eftir Svölu Sóleygu Jónsdóttur.  

Lesa meira
 

6.11.2014 Innanríkisráðuneytið Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum

Sunnudaginn 16. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira
 

6.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Framlag til menningarsamstarfs milli Noregs og Íslands

Norsk stjórnvöld leggja árlega til framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi milli Noregs og Íslands. Umsóknarfrestur um styrki rennur út þann 15. desember nk.

Lesa meira
 

6.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Dagur gegn einelti

Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira
 

5.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 
Lesa meira
 

5.11.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra tekur þátt í Northern Future Forum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun taka þátt í Northern Future Forum, sem haldið verður í Finnlandi dagana 6.-7. nóvember.

Lesa meira
 

5.11.2014 Innanríkisráðuneytið Frumvarpsdrög um flutning netöryggissveitar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til umsagnar

Drög að lagafrumvarpi um flutning netöryggissveitar frá Póst- og fjarskiptastofnun til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að starfssvið sveitarinnar verði víkkað. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

5.11.2014 Velferðarráðuneytið Morgunverðarfundur – Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember, verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tilefni dagsins efnir félags- og húsnæðismálaráðherra til morgunverðarfundar föstudaginn 7. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 08:15.

Lesa meira
 

4.11.2014 Utanríkisráðuneytið Samningaviðræður EFTA og Malasíu 25-28. nóvember

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Malasíu á sviði vöru- og þjónustuviðskipta.
Lesa meira
 
Afhending sérkennslugagna fyrir einhverf börn

4.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Allir grunnskólar fá sérkennslugögn fyrir einhverf börn

Styrktarfélag barna með einhverfu keypti gögnin fyrir fé sem það safnaði

Lesa meira
 
Bárðarbunga

4.11.2014 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir að veittar verði allt að 687 m. kr. til lykilstofnana vegna eldsumbrota

Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls.

Lesa meira
 
Ræða á stofnfundi SFS

4.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ræða sjávarútvegsráðherra á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn sl. föstudag en þá sameinuðust Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva. Jens Garðar Helgason var kosinn formaður samtakanna en framkvæmdastjóri þeirra er Kolbeinn Árnason. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á stofnfundinum þar sem hann spurði sömu spurningar og spurt var árið 1848; “Sjávarbændur, er nú sjávarútvegur yðar orðin svo ágætur, sem unnt er?“

Lesa meira
 

4.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á stöðu kynja og þátttöku í félagslífi framhaldsskólanema

Gefin hefur verið út skýrsla með helstu niðurstöðum úttektarinnar sem meistaranemar í kynjafræði við Háskóla Íslands gerðu veturinn 2013 - 2014

Lesa meira
 

4.11.2014 Innanríkisráðuneytið Breyting á reglugerð um skoðanir ferja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 743/2001, um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

4.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Frestur til að tilnefna nýsköpunarverkefni í opinberri þjónustu og stjórnsýslu framlengdur

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í fjórða sinn 23. janúar 2015. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna, en frestur til að skila inn tilnefningum fyrir næstu afhendingu hefur verið framlengdur. 

Lesa meira
 

4.11.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. Breytingarnar varða meðal annars flugverndarþjálfun, bakgrunnsathuganir, skimun farþega og fleira. Umsagnarfrestur er til 21. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Embætti landlæknis

3.11.2014 Velferðarráðuneytið Umsóknir um embætti landlæknis 

Velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar embætti landlæknis þann 26. september sl. Landlæknir er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Skipað verður í embættið frá 1. janúar 2015.

Lesa meira
 

3.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samkomulag um stofnun öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði á föstudag samkomulag um stofnun öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins. Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins.

Lesa meira
 

3.11.2014 Utanríkisráðuneytið Rætt um endurskoðun fríverslunarsamnings EFTA við Kanada

Núverandi samningu er frá 2009 en stefnt hefur verið að því að útvíkka hann svo að hann nái til fleiri  sviða, s.s. þjónustuviðskipta
Lesa meira
 

3.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2015 fer fram á menntagatt.is dagana 1. nóvember til 30. nóvember 2014. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og eru upplýsingar um það veittar á vefsíðu viðkomandi skóla.

Lesa meira
 

2.11.2014 Utanríkisráðuneytið Heita stuðningi við væntanlegt samkomulag í loftslagsmálum

Christiana Figueres, framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, átti í gær fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meira