Vefir Stjórnarráðsins

Um stjórnarráðsvefinn

Stjórnarráð Íslands hefur byggt upp þjónustu á vefnum með það að markmiði að auka þjónustu við almenning, stofnanir og fyrirtæki, jafnframt því að hagræða.

Stjórnarráðið hefur tekið virkan þátt í þróun vefmála hér á landi og leitast við að sýna frumkvæði í að byggja upp vandaða vefi. Einnig hafa verið mótaðar reglur í umgengni við þá.

Markmið vefjanna er að gera notendum kleift að leita hvers kyns upplýsinga sem stjórnsýslan miðlar og sækja rafræna opinbera þjónustu með einföldum og skjótvirkum hætti.

Hér fyrir neðan er vísað í nánari upplýsingar um stjórnarráðsvefina.