Hoppa yfir valmynd
4. október 2005 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2005-2006

FYLGISKJAL MEÐ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA 4. OKTÓBER 2005.

Forsætisráðuneytið

  • Frumvarp til laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun).
  • Frumvarp til laga um verðlagningu og aðgengi að opinberum gögnum.
  • Frumvarp til laga um heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.
  • Frumvarp til laga um sameiningu matvælarannsókna.
  • Frumvarp til laga um þjóðskrá og almannaskráningu.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tilkynningar aðsetursskipta, um breytingu á lögum um nafnskírteini og um breytingu á ýmsum lögum sem tengjast flutningi þjóðskrár frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytis (svo sem lögum um kosningar til Alþingis, lögum um kosningar til sveitarstjórna o.fl.).

Menntamálaráðuneytið

  • Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið.
  • Frumvarp til laga um háskóla.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Háskóla Íslands, nr. 41/1999.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Kennaraháskóla Íslands, nr. 137/1997.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Háskólann á Akureyri, nr. 40/1999.
  • Frumvarp til laga um Stofnun íslenskra fræða – Árnastofun.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 66/1995.
  • Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972.
  • Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum.
  • Frumvarp til æskulýðslaga.
  • Frumvarp til laga um tónlistarskóla.
  • Frumvarp til laga um Náttúruminjasafn.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra nr. 86/1998.
  • Frumvarp til laga um fjölmiðla.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 80/1996.

Utanríkisráðuneytið

  • Frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu,tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Palermo-samnings gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi, ásamt þremur bókunum við hann.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings gegn netglæpum, ásamt viðbótarbókun við hann.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um aðgerðir gegn mansali,
  • tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum og um fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu,tillaga til þingsályktunar um fullgildingu alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um að koma í veg fyrir kjarnorkuhryðjuverk.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um ábyrgð og skaðabætur vegna tjóns af völdum flutnings á hættulegum og eitruðum efnum á sjó.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um aðstoð ef kjarnorkuslys ber að höndum eða neyðarástand skapast af völdum geislunar.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Færeyja hins vegar.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Túnis.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu.
  • Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og tollabandalags Suður-Afríkuríkja (SACU).
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2004 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2004 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2004 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2005 um breytingu á XIII. viðauka (Samgöngur) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2005 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2005 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.
  • Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 105/2005 um breytingu á XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við EES-samninginn.
  • Tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2006.

Landbúnaðarráðuneytið

  • Heildarendurskoðun laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/1999 um landshlutabundin skógræktarverkefni.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1999 um búnaðarfræðslu.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 84/1997 um búnaðargjald.
  • Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum nr. 81/2004.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum.

Sjávarútvegsráðuneytið

  • Lög um stjórn fiskveiða (veiðar ferðamanna).
  • Frumvarp um viðurlagaákvæði (bandormur).
  • Frumvarp um hvalveiðar.
  • Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (hólfaskipting).
  • Frumvarp um Verðlagsstofu skiptaverðs (breyting á hlutverki og nafni).

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

  • Frumvarp til laga um meðferð opinberra mála.
  • Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot).
  • Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum (heimilisofbeldi).
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum um útlendinga.
  • Frumvarp til laga um almannavarnir.
  • Frumvarp til laga um Landhelgisgæslu Íslands.
  • Frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra mála o.fl. (skipulögð glæpastarfsemi).
  • Frumvarp til laga um breyt. á l. um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.
  • Frumvarp til laga um öflun sönnunargagna vegna brota á lögum um hugverkaréttindi.
  • Frumvarp til laga um happdrætti.
  • Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum og lögum um meðferð opinberra mála.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna.

Félagsmálaráðuneytið

  • Frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
  • Frumvarp til innleiðingar á efni tilskipunar þingsins og ráðsins, nr. 2000/34/EB, frá 22. júní 2000, um breytingu á tilskipun ráðsins 93/104/EB, um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma þannig að hún taki til þeirra geira og starfsemi sem fellur utan gildissviðs þeirrar tilskipunar (vinnutími lækna í starfsnámi).
  • Frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa (ábyrgða­sjóðsgjald).
  • Frumvarp til innleiðingar á efni tilskipunar ráðsins, nr. 2002/14/EB, frá 11. mars 2002, um upplýsingar og samráð við starfsmenn innan Evrópusambandsins.
  • Frumvarp til innleiðingar á efni tilskipunar ráðsins nr. 2003/72/EB, um Evrópu­samvinnu­félög.
  • Frumvarp til laga um útsenda starfsmenn. (Skýringar á gildissviði).
  • Skýrsla félagsmálaráðherra til Alþingis um Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2005.
  • Frumvarp til laga um gatnagerðargjald. (Heildarlög.)
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, með síðari breytingum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.
  • Skýrsla félagsmálaráðherra til Alþingis um sveitarstjórnarmál.
  • Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993.
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra nr. 18/1984.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar 117/1993.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu nr. 111/2000.
  • Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.
  • Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta.
  • Frumvarp til laga um skrár á heilbrigðissviði.
  • Frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum nr. 19/1997.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun nr. 55/1997.
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga 74/1997.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sálfræðinga nr. 40/1976.

Fjármálaráðuneytið

  • Frumvarp til fjárlaga 2006.
  • Frumvarp til fjáraukalaga 2005.
  • Frumvarp til lokafjárlaga 2004.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti ofl.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald ofl.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 12/1999, um Lífeyrissjóð bænda.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 94/2001, um opinber innkaup.
  • Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 84/2001, um skipan opinberra framkvæmda.

Samgönguráðuneytið

  • Frumvarp til hafnalaga.
  • Frumvarp til laga um öryggismönnun fiskiskipa.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsókn sjóslysa.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um siglingavernd.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands.
  • Frumvarp til laga um breytingu á siglingalögum.
  • Frumvarp til laga um breytingu alþjóða siglingareglum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.
  • Frumvarp til laga um fjarskiptasjóð.
  • Frumvarp til laga um umferðarmál.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bílaleigur.
  • Frumvarp til laga sem tengjast breytingum á Flugmálastjórn.
  • Frumvarp til laga um veitinga- og gistihús.

Iðnaðarráðuneytið

  • Frumvarp til laga um tæknirannsóknir.
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Byggðastofnun.
  • Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
  • Frumvarp til vatnalaga.
  • Frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.
  • Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum á orkusviði.
  • Frumvarp til laga um hitaveitur.
  • Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum.
  • Raforkuskýrsla iðnaðarráðherra 2005.
  • Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009.
  • Framkvæmdaáætlun um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrir­tækjum.

Viðskiptaráðuneytið

  • Frumvarp til laga um breytingar á samkeppnislögum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði.
  • Frumvarp til laga um fyrningu skulda.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, með síðari breytingum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, með síðari breytingum (1. tilskipun í félagarétti).
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkahlutafélög, með síðari breytingum.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkahlutafélög, með síðari breytingum (1. til­skipun í félagarétti).
  • Frumvarp til laga um sameignarfélög.
  • Frumvarp til laga um evrópsk samvinnufélög.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslunaratvinnu, með síðari breytingum (fylgiréttargjald).
  • Frumvar til laga um faggildingu o.fl.
  • Frumvarp til laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

Hagstofa Íslands

  • Frumvarp til laga um opinbera hagskýrslugerð og Hagstofu Íslands.

Umhverfisráðuneytið

  • Frumvarp til lagu um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999.
  • Frumvarp til laga um aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál.
  • Frumvarp til laga um umhverfismat áætlana.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum nr. 53/1995.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landmælingar og kortagerð nr. 95/1997.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.
  • Frumvarp til laga um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Frumvarp til laga um efni og efnavörur.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýravernd, nr. 15/1994.
  • Frumvarp til skipulagslaga.
  • Frumvarp til byggingarlaga.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000.
  • Frumvarp til laga um vatnsstjórnun.
  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996.
  • Frumvarp til laga um vernd erfðaauðlinda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum