Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar: 14. nóvember 1963 - 10. júlí 1970.

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar 14. nóvember 1963Talið frá vinstri: Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson, Birgir Thorlacius ríkisráðsritari, Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ.Gíslason, Ingólfur Jónsson.

  • Bjarni Benediktsson, (lést 10.07.1970) forsætisráðherra
  • Guðmundur Í. Guðmundsson, (til 31.08.1965) utanríkisráðherra
  • Emil Jónsson, (til 31.08.1965) sjávarútvegsráðherra og (frá 1.1 1970) félagsmálaráðherra og (frá 31.08.1965) utanríkisráðherra
  • Gunnar Thoroddsen, (til 08.05.1965) fjármálaráðherra
  • Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og viðskiptaráðherra
  • Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra
  • Jóhann Hafstein, dóms- og kirkjumálaráðherra, iðnaðarráðherra, fór einnig með heilbrigðismál til 1.1. 1970.
  • Magnús Jónsson, (frá 08.05.1965) fjármálaráðherra og (frá 1.1. 1970) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra, (frá 31.08.1965 - 31.12 1969) félagsmálaráðherra og (frá 1.01.1970) heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

Bjarni Benediktsson fórst í húsbruna að Þingvöllum aðfararnótt 10. júlí 1970 ásamt konu sinni og dóttursyni. Tók Jóhann Hafstein þá við forsæti í ríkisstjórn.

Mynd af seinna ráðuneyti Bjarna Benediktssonar 14. nóvember 1963 - 10. júlí 1970 með breytingumMeð breytingum 31. ágúst 1965. Talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Ásgeir Bjarnason forseti Sameinaðs Alþingis, Þórður Eyjólfsson forseti Hæstaréttar, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson