Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar: 14. nóvember 1963 - 10. júlí 1970.

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar 14. nóvember 1963Talið frá vinstri: Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson, Birgir Thorlacius ríkisráðsritari, Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ.Gíslason, Ingólfur Jónsson.

  • Bjarni Benediktsson, (lést 10.07.1970) forsætisráðherra
  • Guðmundur Í. Guðmundsson, (til 31.08.1965) utanríkisráðherra
  • Emil Jónsson, (til 31.08.1965) sjávarútvegsráðherra og (frá 1.1 1970) félagsmálaráðherra og (frá 31.08.1965) utanríkisráðherra
  • Gunnar Thoroddsen, (til 08.05.1965) fjármálaráðherra
  • Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og viðskiptaráðherra
  • Ingólfur Jónsson, samgönguráðherra
  • Jóhann Hafstein, dóms- og kirkjumálaráðherra, iðnaðarráðherra, fór einnig með heilbrigðismál til 1.1. 1970.
  • Magnús Jónsson, (frá 08.05.1965) fjármálaráðherra og (frá 1.1. 1970) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra, (frá 31.08.1965 - 31.12 1969) félagsmálaráðherra og (frá 1.01.1970) heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

Bjarni Benediktsson fórst í húsbruna að Þingvöllum aðfararnótt 10. júlí 1970 ásamt konu sinni og dóttursyni. Tók Jóhann Hafstein þá við forsæti í ríkisstjórn.

Mynd af seinna ráðuneyti Bjarna Benediktssonar 14. nóvember 1963 - 10. júlí 1970 með breytingumMeð breytingum 31. ágúst 1965. Talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Ásgeir Bjarnason forseti Sameinaðs Alþingis, Þórður Eyjólfsson forseti Hæstaréttar, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. ÞorsteinssonStuðst er við upplýsingar úr bókunum, Stjórnarráð Íslands 1904-1964 og Stjórnarráð Íslands 1964-2004