Fréttir frá ráðuneytunum

Ferðamálastefna

4.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ný ferðamálastefna kynnt á þriðjudaginn

"Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið" skrifa Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í sameiginlegri grein í Fréttablaðinu 3. okt. í tilefni af kynningu á nýrri ferðamálastefnu. 
Lesa meira
 
Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ

2.10.2015 Utanríkisráðuneytið Heimsmarkmiðum fagnað, áhersla á jafnrétti og loftslagsmál

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Lesa meira
 
Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í dag.

2.10.2015 Innanríkisráðuneytið Samgöngumál og fjarskiptamál meðal umræðuefna á aðalfundi SSA

Almenningssamgöngur og önnur samgöngumál, ljósleiðaramál, umhverfismál og fleira voru meðal umfjöllunarefna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Fundinum lýkur uppúr hádegi á morgun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og ræddi meðal annars samgöngumál, eflingu sveitarfélaga og um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira
 

2.10.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Skráningu á Umhverfisþing lýkur 6. október

Skráning á IX. Umhverfisþing stendur nú sem hæst. Þingið verður haldið föstudaginn 9. október á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Lesa meira
 

2.10.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherrafundir Norðurlandanna í Helsingör og Marienborg

Forsætisráðherra Íslands mun sækja fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn 2.-3. október í Helsingör og Marienborg í boði Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. 

Lesa meira
 
Vinnumál

2.10.2015 Velferðarráðuneytið Aukið eftirlit til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

Erlendum ríkisborgurum fjölgar ört á íslenskum vinnumarkaði og spáir Vinnumálastofnun að þeir verði um eða yfir átján þúsund á næsta ári. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti samantekt um þessa þróun á fundi ríkisstjórnar í dag og aðgerðir til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

2.10.2015 Innanríkisráðuneytið Samráð á vegum ESB um netnotkun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 24. september 2015 samráð á vefnum um málefni sem varða netnotkun. Fjallar annað samráðið um frelsi notenda á netinu og hitt um regluumhverfi fyrir ýmsa starfsemi sem fram fer á netinu. Samráðið stendur fram yfir miðjan desember.

Lesa meira
 

1.10.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ræddi flóttamannavandann í öryggisráði SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir framlagi Íslands til flóttamannavandans og beindi orðum sínum að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ríkri ábyrgð þess á rót vandans
Lesa meira
 

1.10.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Vegna fréttar um styrkveitingu Orkusjóðs

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um styrkveitingu Orkusjóðs til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóði. Rétt eins og fyrirtæki og einstaklingar, sækja hinar ýmsu rannsókna- og þróunarstofnanir ríkisins um styrki í sjóðina.

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum

Birt hefur verið auglýsing um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla.

Lesa meira
 

1.10.2015 Innanríkisráðuneytið Skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll auglýstar

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll. Hafa þær að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti og fleira. Unnt er að senda ráðuneytinu skriflegar athugsemdir til og með 16. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Forsætisráðherra Íslands með flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) eftir fund þeirra í gær

1.10.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra ávarpaði leiðtogafund Ban Ki-moon um flóttamannavandann og fólksflutninga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp í gær á leiðtogafundi í boði Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um aukna og árangursríkari samvinnu um flóttamannavandann og fólksflutninga í tengslum við ný heimsmarkmið.

Lesa meira
 

1.10.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lokaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands 

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað lokaskýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Málþing um hagræn áhrif íþrótta

Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið á málþingi 8. október

Lesa meira
 

1.10.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið HÍ fimmta árið í röð á meðal bestu háskóla heims

Fimmta árið í röð er Háskóli Íslands í hópi bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings
Lesa meira
 

1.10.2015 Innanríkisráðuneytið ESB efnir til samráðs um framtíðarreglur varðandi fjarskipti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað samráð á tveimur sviðum um framtíðarreglur um fjarskipti í Evrópu. Í báðum tilvikum stendur samráðið til 7. desember næstkomandi.

Lesa meira
 

1.10.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar í flestum geirum

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman frá 2008 eins og gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun stjórnvalda 2010 og jafnvel aðeins meira en áætlað var. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, hinni þriðju í röðinni. 

Lesa meira
 

30.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Mælt fyrir frumvarpi um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um endurflutning frumvarpsins er að ræða þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á síðasta þingi.

Lesa meira
 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við upphaf ráðstefnunnar um flutningalandið Ísland.

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Flutninga- og samgöngukerfið er grundvallarforsenda búsetugæða og atvinnulífs

Flutningalandið Ísland var yfirskrift ráðstefnu sem Sjávarklasinn stóð fyrir og var fjallað um spurninguna hvernig byggja eigi upp flutningakerfið á Íslandi. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og sagði meðal annars að flutningar snertu alla innviði þjóðfélagsins og að það væri fyrirmerðarmikill málaflokkur í innanríkisráðuneytinu. Flutninga- og samgöngukerfið væri ein heild og grundvallarforsenda búsetugæða og öflugs atvinnulífs.

Lesa meira
 

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Ráðstefna um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi

Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni er yfirskrift ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Nordregio, stofnunar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldin verður í Reykjavík mánudaginn 26. október næstkomandi. Fjallað verður um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi og spurt hvað læra megi af norrænum umbótaverkefnum.

Lesa meira
 
Blágresi og sóleyjar

30.9.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra mælir fyrir breytingum á lögum um náttúruvernd

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 sem taka eiga gildi 15. nóvember næstkomandi.  Breytingarnar miðast að því að skýra betur framkvæmd laganna, ná betri samstöðu um málefni nýrra náttúruverndarlaga og styrkja þannig náttúruvernd í landinu frá því sem nú er.

Lesa meira
 
Frá kynningarfundi um breytingar á lögræðislögum.

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Samráðsfundur um breytingar á lögræðislögum

Innanríkisráðuneytið efndi í vikunni í til óformlegs fundar um breytingar á lögræðislögum sem taka eiga gildi í byrjun næsta árs og snerta nauðungarvistanir. Ein breytingin felst í því að frá áramótum verður eingöngu heimilt að svipta mann lögræði tímabundið. Breytingar er snerta nauðungarvistanir fela meðal annars í sér að ákvörðum læknis um að vista mann nauðugan á sjúkrahúsi má standa í allt að 72 klukkustundir. Ef talið er nauðsynlegt að halda sjúklingi nauðugum lengur verður að óska eftir samþykki sýslumanns fyrir nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring.

Lesa meira
 

30.9.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um rafrænar íbúakosningar til umsagnar

Endurskoðuð hefur verið reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og eru drög reglugerðarinnar nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 14. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi hjá SÞ

29.9.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur í vikunni þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, en 70 ár eru liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar voru settar á fót.
Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival