Fréttir frá ráðuneytunum

7.12.2016 Innanríkisráðuneytið Þinglýsingatími verði styttur í tvo til þrjá virka daga

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að stytta afgreiðslutíma þinglýstra skjala hjá embættinu niður í tvo til þrjá virka daga en hann hefur undanfarið verið allt að 12 virkir dagar. Embættið fékk ráðgjafa til að fara yfir verklag og innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að veita embættinu viðbótarfjárveitingu til að ná þessu markmiði.

Orðastríðið

7.12.2016 Utanríkisráðuneyti Orðastríðið

Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra hefur tekið saman endurminningar sínar frá því í landhelgisdeilunni við Breta í tilefni þess að í ár eru 40 ár liðin frá lokum deilunnar. Helgi, sem er einn af okkar reyndustu diplómötum, var sendur til starfa við sendiráð Íslands í London þegar Niels P. Sigurðsson sendiherra var kallaður heim í mótmælaskyni við aðgerðir Breta á miðunum. 

Fjárlagafrumvarpið 2017: Félags- og húsnæðismál

7.12.2016 Velferðarráðuneytið Fjárlagafrumvarpið 2017: Félags- og húsnæðismál

Útgjöld til málaefnasviða og málaflokka sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra verða 161,7 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Útgjöldin hækka um 25,6 ma. kr. frá fjárlögum ársins 2016, sem nemur 18,8%.

7.12.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Breytingar á framsetningu fjárlaga

Sameinaðir liðir mennta- og menningarmálaráðuneytis í fylgiriti með fjárlagafrumvarpi 2017

7.12.2016 Innanríkisráðuneytið Áfrýjunarupphæð vegna einkamála 2017 auglýst

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal auglýsa breytingu á fjárhæðinni miðað við breytingu á lánskjaravísitölu. Áfrýjunarfjárhæðin fyrir árið 2017 er 804.146 krónur.

Drög að reglugerð um umhverfismerki í kynningu

7.12.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um umhverfismerki í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um umhverfismerki. Reglugerðin gildir um norræna umhverfismerkið, Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins, Blómið og kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.

Atlantshafsbandalagið áfram í lykilhlutverki

7.12.2016 Utanríkisráðuneyti Atlantshafsbandalagið áfram í lykilhlutverki

Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja sem haldinn var í Brussel í gær og dag. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands

Reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu til umsagnar

7.12.2016 Velferðarráðuneytið Reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu til umsagnar

Hér með birtir velferðarráðuneytið til umsagnar drög að reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu. Í reglugerðinni er kveðið á um fjárhæðir og greiðslur þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. febrúar 2017.

Tillögur starfshóps um fyrirkomulag orlofsmála fatlaðs fólks

7.12.2016 Velferðarráðuneytið Tillögur starfshóps um fyrirkomulag orlofsmála fatlaðs fólks

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði til að fjalla um fyrirkomulag orlofsmála fatlaðs fólks hefur skilað tillögum sínum til ráðherra.

Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

7.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

Í samræmi við ný búvörulög var Byggðastofnun falið síðastliðið vor að útfæra með einfaldari og skýrari hætti en áður svæðisbundinn stuðning fyrir sauðfjárbændur á þeim landsvæðum sem háðust eru sauðfjárrækt. Hingað til hefur verið miðað við mörk sveitarfélaga, en eftir breytinguna verður miðað við fjarlægð frá næsta þéttbýlisstað. 

Fjárlagafrumvarp 2017

6.12.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjárlagafrumvarp 2017

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 hefur verið lagt fram á Alþingi, í samræmi við fjármálastefnu og fjármálaáætlun til fimm ára, sem samþykktar voru í ágúst sl. og byggjast á nýrri löggjöf um opinber fjármál.

Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

6.12.2016 Velferðarráðuneytið Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Velferðarráðuneytið birtir hér með táknmálstúlkaða teiknimynd sem Evrópráðið lét gera á síðasta ári til að fræða börn og stuðla að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum.

6.12.2016 Velferðarráðuneytið Skýrsla um störf Velferðarvaktarinnar árin 2014-2016

Velferðarvaktin hefur skilað félags- og húsnæðisráðherra meðfylgjandi stöðuskýrslu þar sem fjallað er um starfsemi vaktarinnar á árunum 2014–2016.

6.12.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðuneytið á Facebook

Fjármála- og efnahagsráðuneytið opnar í dag Facebook-síðu,  samhliða því að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 er lagt fram.

Niðurstöður PISA könnunar 2015

6.12.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Niðurstöður PISA könnunar 2015

Niðurstöður benda til þess að frammistaða íslenskra nemenda sé lakari en árið 2012 þegar rannsóknin var gerð síðast.

5.12.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breyting á reglugerð um starfsleyfi fyrir mengandi atvinnurekstur í umsögn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um breytingu á reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Styrkir til rannsókna á sviði hugverkaréttar

5.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir til rannsókna á sviði hugverkaréttar

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur undirritað samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Einkaleyfastofu og Össur Iceland ehf. um styrki til stofnunarinnar vegna rannsóknarverkefnis á sviði hugverkaréttar. Er stefnt að því að gefið verði út kennslurit í hugverkarétti á árinu 2019.

Snýst um grundvallaratriði

2.12.2016 Utanríkisráðuneyti Snýst um grundvallaratriði

Á fundi með Iceland Foods kynnti fyrirtækið tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands. Lagalegum aðgerðum til að ógilda skráningu orðmerkisins „Iceland“ hjá EUIPO verður því fram haldið.

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði
lokið

2.12.2016 Innanríkisráðuneytið Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið

Lokið er lagningu ljósleiðara milli Ísafjarðar og Hrútafjarðarbotns og er þar með komin á hringtenging ljósleiðara um Vestfirði. Samhliða lagningu ljósleiðara var þriggja fasa rafstrengur lagður í jörð og með þessum aðgerðum styrkjast fjarskipta- og raforkuinnviðir á Vestfjörðum verulega.

2.12.2016 Velferðarráðuneytið Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Fjórir umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun nóvember síðastliðnum.

Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

2.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

Í lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er kveðið á um sérstaka ráðgjafarnefndar sem skal vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni. Ráðgjafarnefndin er nú fullskipuð og er Ágúst Einarsson formaður hennar.

2.12.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um starfsemi Lindarhvols

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi

1.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi

Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Í því augnamiði hefur verið skipaður starfshópur sem skal vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og skal hann ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní 2017.

Persónuvernd,
tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi

1.12.2016 Innanríkisráðuneytið Persónuvernd, tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi

Stefnumót við örugga framtíð, ógnir, tækifæri og áskoranir voru umfjöllunarefni UT-dagsins í ár en hann hefur verið haldinn árlega frá 2006. Að deginum standa innanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.