Fréttir frá ráðuneytunum

3.5.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Efling umhverfismála í brennidepli

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, upplýsti í ávarpi sínu á ársfundi  Umhverfisstofnunar sl. föstudag að gert væri ráð fyrir byggingu gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi á Hellissandi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 en þar væru áætlaðar um 300 milljónir króna til verkefnisins.

Lesa meira
 

3.5.2016 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir siðareglur ráðherra

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun siðareglur ráðherra í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Siðareglurnar byggjast á siðareglum sem settar voru árið 2011.

Lesa meira
 

3.5.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um réttindi til að falla frá samningi til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi og byggður er á nýjum lögum um neytendasamninga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 10. maí næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Vegvísir

3.5.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Rekstrarfélag Stjórnstöðvar ferðamála stofnað

Íslenska ríkið og Samtök ferðaþjónustunnar hafa í dag stofnað formlega sérstakt sameignarfélag utan um rekstur Stjórnstöðvar ferðamála. 

Lesa meira
 

3.5.2016 Forsætisráðuneytið Jöfnuður tekna aldrei meiri á Íslandi

Nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu ESB, sýna að ekkert Evrópuríki býr við jafnmikinn tekjujöfnuð og Ísland. Samanburður Eurostat er byggður á upplýsingum um tekjur á árinu 2013. Jöfnuður tekna hefur aldrei verið meiri á Íslandi en á árinu 2014.

Lesa meira
 

3.5.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Sveigjanleiki aukinn í byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð sem hefur það að markmiði að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Breytingarnar lúta einna helst að aðkomu, umferðarleiðum og innri rýmum mannvirkja sem og stjórn mannvirkjamála hvað varðar minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi.

Lesa meira
 

3.5.2016 Utanríkisráðuneytið Öryggismál og samskiptin við Bandaríkin í forgrunni á fundi norrænna utanríkisráðherra

Samskipti Norðurlandanna og Bandaríkjanna, öryggismál í Evrópu, flóttamannamál og málefni norðurslóða voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk nú fyrir stundu í Borgå í Finnlandi

Lesa meira
 
Vatnajökulsþjóðgarður

2.5.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Vinna hafin við skoðun á mögulegri tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í samvinnu við Illuga Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra, sett af stað undirbúning vinnu við að skilgreina, afmarka og afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga fyrir næstu tilnefningu náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO.

Lesa meira
 

30.4.2016 Innanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast í dag 30. apríl

Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands frá og með deginum í dag, 30. apríl, bæði innan lands og utan. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar, sjá einnig nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Lesa meira
 

29.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Ný ofurtölva sem Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan (DMI) reka sameiginlega í húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðarveg var formlega vígð á Veðurstofunni í gær.

Lesa meira
 

29.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera lagðar fram í fyrsta sinn

Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar.

Lesa meira
 

29.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leyfður heildarafli á rækju við Snæfellsnes 820 tonn

Nýlegur rannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar sýnir sterka stöðu rækjustofnsins við Snæfellsnes og mældist stofnvísitalan yfir meðallagi. Í ljósi þessa hefur heildarafli á rækju ákveðinn 820 tonn á komandi vertíð sem hefst 1. maí og er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Lesa meira
 

29.4.2016 Forsætisráðuneytið Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira
 

29.4.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um flugvernd til umsagnar

Drög að reglugerð um flugvernd eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og með 13. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

29.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

29.4.2016 Velferðarráðuneytið Alþingi samþykkir stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Tillaga heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi í dag. Stefnan felur í sér framtíðarsýn og skilgreind markmið um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Heildarkostnaður aðgerða við framkvæmd stefnunnar er áætlaður rúmar 560 milljónir króna.

Lesa meira
 
Reykjavík - Mynd: Johannes Jansson/norden.org

29.4.2016 Velferðarráðuneytið Samningur um rekstur sjúkrahótels í Ármúla framlengdur

Lokun sjúkrahótelsins í Ármúla í Reykjavík hefur verið frestað til 31. maí samkvæmt samkomulagi Sjúkratrygginga Íslands og Heilsumiðstöðvarinnar. Með þessu skapast aukið svigrúm til að finna þessari þjónustu farveg þar til nýtt sjúkrahótel verður opnað á næsta ári.

Lesa meira
 

29.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Árni Bragason skipaður í embætti landgræðslustjóra

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára.

Lesa meira
 
Hringborðsumræður um mannréttindamál

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Mannréttindi alþjóðleg og altæk

Mikilvægi virðingar fyrir mannréttindum og þáttur þeirra í utanríkisstefnu Íslands var umfjöllunarefni Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, á alþjóðlegum hringborðsumræðum um mannréttindamál.

Lesa meira
 

28.4.2016 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni

Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni að það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ísland væri á meðal fremstu þjóða þegar stuðst væri við mælikvarða sem mæla gæði samfélagsins almennt. 

Lesa meira
 
Frá fundi um umbætur í útlendingamálum

28.4.2016 Innanríkisráðuneytið Umbótaverkefni Útlendingastofnunar og Flóttamannastofnunar skila árangri

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Útlendingastofnun kynntu í vikunni niðurstöður og árangur umbótaverkefnis stofnananna sem hófst árið 2013. Markmið verkefnisins voru meðal annars að auka skilvirkni í úrlausn hælismála, stytta bið eftir niðurstöðu umsókna um hæli og bæta aðferðir við ákvarðanatöku og sýna niðurstöður skýrslunnar að það hefur gengið eftir. Flóttamannastofnunin hefur unnið sambærileg verkefni í samvinnu við yfirvöld í Svíþjóð, Eystrasaltslöndunum og víðar.

Lesa meira
 

28.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi ræddi málefni landbúnaðar og sjávarútvegs við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti í dag fundi með þeim Phil Hogan, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála og Karmenu Vella, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Lesa meira
 
Fulltrúar EFTA-ríkjanna og Filippseyja

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Filippseyja undirritaður

Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna forsetakosninga má hefjast 30. apríl nk.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 25. júní 2016 má hefjast 30. apríl og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Íslands

Stjórnarráðshúsið og verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar - 22.4.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, áttu í dag fund með forsvarsmönnum stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi og afhentu þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar samanber meðfylgjandi skjal.


Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival