Fréttir frá ráðuneytunum

Snýst um grundvallaratriði

2.12.2016 Utanríkisráðuneyti Snýst um grundvallaratriði

Á fundi með Iceland Foods kynnti fyrirtækið tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands. Lagalegum aðgerðum til að ógilda skráningu orðmerkisins „Iceland“ hjá EUIPO verður því fram haldið.

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði
lokið

2.12.2016 Innanríkisráðuneytið Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið

Lokið er lagningu ljósleiðara milli Ísafjarðar og Hrútafjarðarbotns og er þar með komin á hringtenging ljósleiðara um Vestfirði. Samhliða lagningu ljósleiðara var þriggja fasa rafstrengur lagður í jörð og með þessum aðgerðum styrkjast fjarskipta- og raforkuinnviðir á Vestfjörðum verulega.

2.12.2016 Velferðarráðuneytið Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Fjórir umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun nóvember síðastliðnum.

Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

2.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

Í lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er kveðið á um sérstaka ráðgjafarnefndar sem skal vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni. Ráðgjafarnefndin er nú fullskipuð og er Ágúst Einarsson formaður hennar.

2.12.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um starfsemi Lindarhvols

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi

1.12.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi

Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Í því augnamiði hefur verið skipaður starfshópur sem skal vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og skal hann ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní 2017.

Persónuvernd,
tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi

1.12.2016 Innanríkisráðuneytið Persónuvernd, tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi

Stefnumót við örugga framtíð, ógnir, tækifæri og áskoranir voru umfjöllunarefni UT-dagsins í ár en hann hefur verið haldinn árlega frá 2006. Að deginum standa innanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

30.11.2016 Forsætisráðuneyti Alþingi kvatt saman þriðjudaginn 6. desember nk.

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 13.30.

Skipun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands

29.11.2016 Velferðarráðuneytið Skipun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðjón Hauksson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 1. janúar 2017. Hæfnisnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu mat Guðjón hæfastan úr hópi sex umsækjenda.

29.11.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Starf ritara á skrifstofu yfirstjórnar og skrifstofu laga og stjórnsýslu

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf ritara á skrifstofu yfirstjórnar og skrifstofu laga og stjórnsýslu. Um er að ræða hálft starf.

Íslensk sendinefnd til Beirúts vegna móttöku flóttafólks

28.11.2016 Velferðarráðuneytið Íslensk sendinefnd til Beirúts vegna móttöku flóttafólks

Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Beirút í Líbanon til þess að halda námskeið um íslenskt samfélag, í samstarfi við IOM, Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, fyrir sýrlenskt flóttafólk sem er nú staðsett í Líbanon.

28.11.2016 Velferðarráðuneytið Óskað er eftir umsögnum um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Sumarið 2015 skipaði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, starfshóp sem falið var að semja drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021. 

Fundur norrænna atvinnu-, orku- og byggðamálaráðherra

25.11.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundur norrænna atvinnu-, orku- og byggðamálaráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra sótti í þessari viku fund norrænna ráðherra atvinnu-, byggða- og orkumála í Helsinki. Formennska í Norrænu ráðherranefndinni hefur verið í höndum Finna á þessu ári og stýrði Olli Rehn atvinnuvega- og viðskiptaráðherra Finnlands fundinum. Noregur mun fara með formennskuna á árinu 2017.

Útreikningur á framhaldsskólaeiningum fyrir starfsþjálfun

25.11.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Útreikningur á framhaldsskólaeiningum fyrir starfsþjálfun

Svör við fyrirspurnum frá framhaldsskólum um hvernig haga skuli útreikningum á framhaldsskólaeiningum fyrir starfsþjálfun nemenda.

25.11.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á umferðarlögum vegna bílastæðagjalda til umsagnar

Drög að breytingu á umferðarlögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Tilgangur breytingarinnar að heimila ráðherra og sveitarstjórnum að ákveða gjald fyrir bílastæði og þjónustu kringum þau. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 5. desember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is

Skrifað undir tvo
árangursstjórnunarsamninga

25.11.2016 Innanríkisráðuneytið Skrifað undir tvo árangursstjórnunarsamninga

Nýlega var skrifað undir árangursstjórnunarsamninga innanríkisráðuneytis við embætti sýslumanns á Suðurlandi og embætti sýslumanns á Suðurnesjum. Hafa slíkir samningar verið gerðir við flest sýslumannsembætti landsins síðustu vikur og mánuði.

Ísland fái að nota nafnið sitt

24.11.2016 Utanríkisráðuneyti Ísland fái að nota nafnið sitt

Utanríkisráðuneytið, auk Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins, hafa gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods, sem hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. 

Til umsagnar: Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum.

24.11.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Til umsagnar: Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum.

Í reglugerðunum er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt búvörusamningnum, m.a. hvaða skilyrði framleiðendur þurfi að uppfylla, umsóknir, framkvæmd og fleira. Gert er ráð fyrir að eftirfarandi reglugerðir taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember 2016.

Ný reglugerð um gæði eldsneytis

23.11.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný reglugerð um gæði eldsneytis

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um gæði eldsneytis, sem felur í sér breytingar á reglum um fljótandi eldsneyti.

Frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða í umsagnarferli

23.11.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Ráðherra fagnar niðurstöðu ESA

23.11.2016 Utanríkisráðuneyti Ráðherra fagnar niðurstöðu ESA

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fagnar niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í dag en stofnunin telur að íslenskum yfirvöldum hafi verið heimilt að setja lög um eign á aflandskrónum og að þau hafi verið í samræmi við EES-samninginn.

23.11.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna til umsagnar

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu héraðssaksóknara og lögreglustjóra við rannsókn sakamála eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 2. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is.

Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

23.11.2016 Velferðarráðuneytið Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

Vinnumálastofnun opnaði 21. nóvember sl. Greiðslustofu húsnæðisbóta og upplýsinga- og umsóknarvefinn www.husbot.is  þar sem leigjendur geta sótt um húsnæðisbætur samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur sem taka gildi 1. janúar 2017.

Markvissari og greiðari aðgangur almennings að upplýsingum og þjónustu

23.11.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Markvissari og greiðari aðgangur almennings að upplýsingum og þjónustu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð 17. nóvember sl. fyrir fundi um upplýsingatæknimál ríkisins þar sem rætt var hvernig hið opinbera geti gert aðgang að upplýsingum og þjónustu við almenning greiðari, skilvirkari og markvissari.