Fréttir frá ráðuneytunum

2.3.2015 Forsætisráðuneytið Fagmennska og samhugur einkenndi viðbrögðin

Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur forsætisráðherra ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra.

Lesa meira
 

2.3.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Næstu skref í átt til einfaldara kerfis

Endurskoðun á lögum og reglugerðum vegna kaupa á þjónustu erlendis frá og færsla á sölu áfengis í neðra þrep virðisaukaskatts er meðal þess sem er til skoðunar í næstu skrefum í átt að einfaldara virðisaukaskattskerfi.

Lesa meira
 
Rare Disease Day

27.2.2015 Velferðarráðuneytið Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði í dag málþing félagsins Einstakra barna og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldið var í tilefni af alþjóðlegum degi sjaldgæfra sjúkdóma. Víða um heim er haldið árlega upp á daginn þann 28. febrúar og er hann tileinkaður umræðum og vitundarvakningu um málefni þeirra milljóna einstaklinga sem haldnir eru sjaldgæfum sjúkdómum sem og aðstandenda þeirra.

Lesa meira
 
Origami fugl

27.2.2015 Forsætisráðuneytið Origami fuglar á ríkisstjórnarborðið

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland fengu í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag afhentan hvatningargrip, í formi handbrotins fugls úr origami pappír í fallegri öskju. Tilgangurinn var að vekja athygli á samstarfsverkefni sem nefnist Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Páll Einarsson

27.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fjárfestingarsamningur við Matorku um fiskeldisstöð í Grindavík undirritaður

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við Matorku ehf. vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Áætlað er að framleiðsla hefjist á þessu ári og fullum afköstum verði náð á árinu 2016. Áætluð ársframleiðslugeta er 3.000 tonn af eldisfiski og mun framleiðslan skapa 40 varanleg störf.

Lesa meira
 

27.2.2015 Innanríkisráðuneytið Alþingi samþykkir lagabreytingu vegna frestunar á nauðungarsölum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um nauðungarsölur en innanríkisráðherra lagði frumvarp þessa efnis fyrir Alþingis síðastliðinn miðvikudag sem samþykkt var óbreytt. Í lögunum er heimilað að gerðarþoli sem sótt hefur um leiðréttingu fasteignaveðlána en hefur ekki fengið endanlega niðurstöðu varðandi umsókn sína geti óskað eftir fresti á nauðungarsölu. Heimildin fyrir sýslumann til að taka ákvörðun um frestun fellur niður 1. október 2015.

Lesa meira
 
Rögnvaldur Guðmundsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir

27.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Þriggja milljóna króna styrkur til Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, skrifuðu í dag undir samning um 3 m.kr. styrk frá ráðuneytinu til samtakanna. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun sögutengdrar ferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira
 

27.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skilvirkari umgjörð jarða- og eignamála  

Hagkvæm og skilvirk umsýsla eigna ríkisins er meginhlutverk Ríkiseigna sem taka til starfa 1. mars en þá sameinast jarðaumsýsla fjármála- og efnahagsráðuneytis og fasteignaumsýsla Fasteigna ríkissjóðs.

Lesa meira
 
Ofbeldi

26.2.2015 Velferðarráðuneytið Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis heldur námskeið um forvarnir og aðgerðir

Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis sem skipað var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun þann 2. mars næstkomandi standa fyrir námskeiði á Eskifirði um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. Fleiri námskeið eru fyrirhuguð víðar um land.

Lesa meira
 

26.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann á dögunum og opnaði stafræna smiðju til nýsköpunar á sviði rafiðngreina

Lesa meira
 

26.2.2015 Velferðarráðuneytið Framlenging á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur að tillögu samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks veitt sveitarfélögunum Hornafirði, Vestmannaeyjabæ, Norðurþingi og Þjónustusvæði Vestfjarða framlengingu á undanþágu frá íbúafjöldamörkum þjónustusvæða. 

Lesa meira
 
Starfshópur sem kannaði gjaldtöku á innanlandsflug skilaði innanríkisráðherra nýverið skýrslu sinni.

26.2.2015 Innanríkisráðuneytið Starfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi skilar tillögum til innanríkisráðherra

Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að kanna opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð hefur skilað ráðherra skýrslu sinni. Í niðurstöðum er bent á að niðurfelling farþega- og lendingargjalda svo og virðisaukaskatts á aðföngum í innanlandsflugi myndi skila að meðaltali 1.700 króna verðlækkun á fluglegg. Þá bendir hópurinn á þá leið að bjóða út flugleiðir og skilgreina leyfilegt hámarksverð. Ólöf Nordal innanríkisráðherra tók við skýrslunni í vikunni og sagði að efni hennar yrði gaumgæft í ráðuneytinu.

Lesa meira
 
Þórey Vilhjálmsdóttir

25.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýtt ferðamálaráð skipað

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára.

Formaður ráðsins er Þórey Vilhjálmsdóttir og varaformaður Páll Marvin Jónsson. Þau eru skipuð án tilnefningar.

Lesa meira
 

25.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sameiginleg úrlausnarefni Québec-fylkis og Norðurlanda

Biophilia kynnt á fjölmennu málþingi um sjálfbæra þróun á norðurslóðum

Lesa meira
 

25.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Framlag Íslands í OECD skýrslu um aðföng í menntakerfum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt skýrslu með upplýsingum um framkvæmd menntamála á Íslandi með tilliti til starfsemi, mannauðs og stefnu stjórnvalda.

Lesa meira
 
Sigríður Auður Arnardóttir

25.2.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Sigríður Auður Arnardóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi. Þetta er gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Lesa meira
 
Frá fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

24.2.2015 Forsætisráðuneytið Tillögur að stefnumótun og aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum

Ráðherranefnd um lýðheilsumál, sem skipuð er forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, fundaði í gær í forsætisráðuneytinu um tillögur verkefnisstjórnar og lýðheilsunefndar.

Lesa meira
 

24.2.2015 Forsætisráðuneytið Þurfum sameiginlega að viðhalda stöðugleikanum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði hádegisverðarfund Félaga viðskipta- og hagfræðinga í dag. Tilefni fundarins var 25 ára afmæli Þjóðarsáttarsamninganna svokölluðu. 

Lesa meira
 
Frá Skaftafelli

24.2.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Rúmum 175 milljónum úthlutað úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir alls 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Lesa meira
 

24.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Breyting á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla

Heiti reglugerðarinnar breytist í reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskólum enda fjallar hún um þjónustu, ábyrgð og skyldur við nemendur en ekki um nemendur sérstaklega.

Lesa meira
 

23.2.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heimildir samræmdar til að veita erlend lán

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram breytingar á lögum sem ætlað er að tryggja að heimildir til að veita erlend lán verði samræmdar. Varða breytingarnar helst þá áhættu sem getur stafað af slíkum lánveitingum, ekki síst þegar í hlut eiga lántakar sem almennt hafa tekjur í íslenskum krónum. Slík áhætta varðar ekki aðeins hlutaðeigandi lántaka heldur jafnframt lánveitendur og fjármálakerfið í heild sinni.
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum - verndartími hljóðrita

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög frumvarpi til laga til að leiða í íslensk lög hluta af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/77/ESB frá 27. september 2011 breytingu á tilskipun 2006/116/EB um verndartíma hljóðrita og tiltekinna skyldra réttinda.
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samráð um drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum - 2. og 3. áfangi endurskoðunar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingar á höfundalögum, nr. 73/1972 (2. og 3. áfangi heildarendurskoðunar - I. kafli laganna og samningskvaðaleyfi).
Lesa meira
 

23.2.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný skýrsla: Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi

Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á þau tækifæri sem kennarar hafa til starfsþróunar og hve miklum fjármunum er veitt til hennar.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival