Fréttir frá ráðuneytunum

22.5.2015 Forsætisráðuneytið Útför Halldórs Ásgrímssonar

Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi fimmtudag 28. maí kl. 13:00, frá Hallgrímskirkju.
Lesa meira
 

22.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

22.5.2015 Utanríkisráðuneytið Málefni hafsins og endurnýjanleg orka í brennidepli norðurslóðasamstarfs Íslands og Bandaríkjanna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu fund í Washington í gær um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, varnar- og öryggismál, málefni norðurslóða ofl.
Lesa meira
 

21.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Kjarasamningar og efnahagsmál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál. Samtektin er unnin út frá greiningu frá Seðlabanka Íslands á nokkrum sviðsmyndum vegna kjarasamninga.

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sex nýir höfundar hljóta Nýræktarstyrki 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi í dag

Lesa meira
 

21.5.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um póstdreifingu til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um framkvæmd póstþjónustu. Miðar breytingin meðal annars að því að draga úr kostnaði við dreifingu pósts. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 1. júní 2015 og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Evrópska háskólasvæðið 2015

Skýrsla um innleiðingu Bolognaferlisins

Lesa meira
 

21.5.2015 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra styður þjóðarátak

Félög fólks með taugasjúkdóma og mænuskaða á Íslandi funduðu með forsætisráðherra í Stjórnarráðinu á miðvikudag, til að vekja athygli á þjóðarátakinu „Stattu með taugakerfinu“.  

Lesa meira
 

21.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015

Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2015.

Lesa meira
 

20.5.2015 Utanríkisráðuneytið Útskrift úr Jafnréttisskóla Háskóla SÞ

Í útskriftarhópnum eru fimm konur og fimm karlar sem koma frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu.

Lesa meira
 

20.5.2015 Utanríkisráðuneytið Áhersla á sjálfbæra orku fyrir kynslóðir framtíðar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um sjálfbæra orku. Að henni standa SÞ og SE4ALL-vettvangurinn en Ísland er í hópi sjö ríkja sem hafa stutt við rekstur hans, auk alþjóðastofnana á borð við SÞ.
Lesa meira
 
Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.

20.5.2015 Innanríkisráðuneytið Opinn fundur um Mannréttindadómstól Evrópu 27. maí

Innanríkisráðuneytið og Mannréttindastofnun HÍ standa fyrir fundi um mannréttindamál miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 12 og stendur til kl. 13.

Lesa meira
 
MEET IN REYKJAVIK

20.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók þátt í ferðamálaráðstefnu í Frankfurt

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti á þriðjudag IMEX ferðakaupstefnuna í Frankfurt sem fer fram dagana 19-21. maí. Var ráðherra boðið sérstaklega til kaupstefnunnar til þátttöku á IMEX 2015 Politicians Forum þar sem rúmlega 30 stjórnmálamenn og um 20 forystumenn úr greininni víðsvegar að úr heiminum komu saman.

Lesa meira
 

20.5.2015 Velferðarráðuneytið Kynbundinn launamunur rakinn til kynjaskiptingar starfa á vinnumarkaði

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnti í morgun á fundinum Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tekjuskattur einstaklinga - dreifing og áhrif á ríkissjóð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjuskattsgreiðslur einstaklinga og dreifingu eftir tekjutíundum að teknu tilliti til útsvars og vaxta- og barnabóta. 

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana 20. maí 2015

Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana, 2. tölublað 17. árgangs, er komið út á vef ráðuneytisins.

Lesa meira
 

20.5.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar, undir forystu Peter Dohlman, tengist sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Kvennaskólann í Reykjavík laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

20.5.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 
Launajafnrétti - lógó

20.5.2015 Velferðarráðuneytið Kynbundinn launamunur fer minnkandi hér á landi

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnir í dag niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsóknina, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Lesa meira
 

19.5.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tekið á móti Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Chen Lei, vatnamálaráðherra Kína fyrr í þessari viku. Meginefni fundarins voru málefni ferskvatns á Íslandi og í Kína.
Lesa meira
 
Mynd: Norden.org

19.5.2015 Utanríkisráðuneytið Halldórs Ásgrímssonar minnst

Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra lengst allra, frá 23. apríl 1995 til 15. september 2004 er hann varð forsætisráðherra.
Lesa meira
 

19.5.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðherra hefur ekki heimild til að ákveða hvaða dýralæknar skuli annast kjötskoðun

Í gær var farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann sjái til þess að yfirdýralæknir eða sjálfstætt starfandi dýralæknir verði fenginn til að starfa sem kjötskoðunarlæknir við slátrun grísa. Í lögum  um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 er Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit og er ráðherra því  óheimilt að taka slíka ákvörðun.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Íslands

19. júní

Hvatt til þess að gefið verði frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 14.4.2015

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 hvetur ríkisstjórn Íslands vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag. 

Lesa meira

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival