Fréttir frá ráðuneytunum

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Nýr formaður þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ragnarsson formann þjóðleikhúsráðs
Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

21.11.2014 Utanríkisráðuneytið Seinkun á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa

Fríverslunarsamningur Aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, GCC, og EFTA tók gildi þann 1. júlí sl. Aðildarríki GCC hafa nýlega upplýst EFTA ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess. Þau hafa jafnframt gefið til kynna að svo kunni að fara að samningurinn komi ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. EFTA-ríkin hafa komið á framfæri þungum áhyggjum sínum af þessari seinkun.
Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tillögur um stefnu og verkefni fyrir börn og ungt fólk

Ráðuneytinu hafa verið afhentar tillögur um aðgerðaáætlun í barnamenningarmálum og stefnu í æskulýðsmálum

Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira
 

20.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til grunnnáms í listdansi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla.

Lesa meira
 

19.11.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað um framkvæmd EES-samningsins

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands.  
Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira
 
Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita

19.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum

Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi

Lesa meira
 

19.11.2014 Forsætisráðuneytið Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana

Forsætisráðherra skipaði í júní sl. vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði.

Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Lesa meira
 

18.11.2014 Velferðarráðuneytið Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Lesa meira
 

18.11.2014 Innanríkisráðuneytið Leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila

Póst- og fjarskiptastofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Lesa meira
 

18.11.2014 Forsætisráðuneytið Stefnuráð samþykkt í ríkisstjórn

Í dag samþykkti ríkisstjórnin að tillögu forsætisráðherra að fela forsætisráðuneytinu að undirbúa stofnun stefnuráðs innan Stjórnarráðs Íslands. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar.
Lesa meira
 

18.11.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Jöfnun á flutningi og dreifingu á raforku til húshitunar

Á fundi ríkisstjórnar í fyrri viku var samþykkt tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að á fjárlögum fyrir árið 2015 verði 91,5 m.kr. bætt við niðurgreiðslur til húshitunar til að bregðast við fyrirhuguðum hækkunum á kostnaði við rafhitun húsnæðis í þéttbýli. Þær hækkanir má rekja annars vegar til fyrirhugaðra breytinga á neðra þrepi virðisaukaskatts og hins vegar upptöku jöfnunargjalds á raforku, frá og með áramótum, en því gjaldi er ætlað að fjármagna fulla jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku í dreifbýli og þéttbýli.

Lesa meira
 

18.11.2014 Innanríkisráðuneytið Tveir nýir lögreglustjórar skipaðir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Lesa meira
 

18.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. 

Lesa meira
 
Fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra ásamt ungmennum.

18.11.2014 Forsætisráðuneytið Ungmenni hitta ríkisstjórnina

Þann 20. nóvember næstkomandi verður 25 ára afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíðlegur. Af því tilefni hittu sex ungmenni ríkisstjórnina og ræddu um málefni sem varða sáttmálann og hagsmuni barna. 

Lesa meira
 
Vinnufundur um Biophilia í Hörpu nóv 2014

18.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Biophiliu kennsluverkefnið hafið

Dagana 13. – 14. nóvember 2014 hittust fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum hér á landi til að ræða um Biophiliu aðferðafræðina, tengja hana við fjölbreyttar kennsluaðferðir og hefja samstarf milli landanna um þróun verkefnisins

Lesa meira
 

18.11.2014 Velferðarráðuneytið Frumvarp um staðgöngumæðrun til umsagnar

Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eru hér með birt til umsagnar. Frumvarpið er samið af starfshópi sem velferðarráðherra skipaði til verksins haustið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember.

Lesa meira
 

17.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Surtseyjarsýning opnuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum

Sigurður Ingi Jóhannson, umhverfis- og auðlindarráðherra, opnaði á föstudag sérstaka sýningu um Surtsey í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Við sama tilefni undirritaði forstjóri Umhverfisstofnunar nýja verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Surtsey. 

Lesa meira
 

17.11.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra ræðir áhuga Brasilíu á fríverslun á fundi EFTA-ráðherra

Þá áttu ráðherrarnir fund með Michael Punke, vara-viðskiptafullrúa Bandaríkjanna um stöðu fríverslunarviðræðna Bandaríkjanna við Evrópusambandið.
Lesa meira
 
Frá athöfn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.

16.11.2014 Innanríkisráðuneytið Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum

„Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, m.a. í ávarpi sínu við athöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag, á árlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Efnt var til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira
 

15.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2014

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu 2014 voru afhent í Iðnó í dag 15. nóvember.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival