Fréttir frá ráðuneytunum

25.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira
 
Skurðaðgerð undirbúin

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndunum í tölum, máli og myndum

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO) hefur gefið út ritið Helsestatistik for de nordiske lande 2014, þar sem dregnar eru saman viðamiklar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum og sýndur samanburður milli þjóðanna á ýmsum sviðum þjónustunnar.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Tölfræði um félagsþjónustu Norðurlandaþjóðanna

Fjallað er um umfang, útgjöld og fjármögnun félagsþjónustu hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu 2012-2013 í nýjasta riti NOSOSKO-nefndarinnar sem er nýkomið út. Í ritinu eru margvíslegar tölfræðiupplýsingar um félagsþjónustu sem gefur kost á samanburði milli landanna.

Lesa meira
 
Birgir Jakobsson

25.11.2014 Velferðarráðuneytið Birgir Jakobsson skipaður landlæknir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá 1. janúar 2015. Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Lesa meira
 
Lyfjastofnun

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Níu umsækjendur um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar

Nefnd sem heilbrigðisráðherra hefur skipað mun á næstunni fara yfir umsóknir þeirra níu umsækjenda sem sóttu um stöðu forstjóra Lyfjastofnunar og meta hæfni þeirra. Skipað verður  í embættið frá 1. febrúar 2015 þegar núverandi forstjóri, Rannveig Gunnarsdóttir, lætur af störfum.

Lesa meira
 
Frá fundi ráðherranna

24.11.2014 Velferðarráðuneytið Rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar

Efla þarf norrænt samstarf um málefni vinnumarkaðarins að mati vinnumarkaðsráðherra Norðurlandanna. Á fundi sínum í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag ákváðu þeir að láta gera rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar.

Lesa meira
 
Bláklukka

24.11.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Opið fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka á sviði umhverfismála

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til umsóknar rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 15. desember 2014.

Lesa meira
 

24.11.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Nýju samningarnir eru við Armeníu, Búrúndí, Eþíópíu, Guyana, Máritíus, Nígeríu, Sri Lanka og Tsjad. 

Lesa meira
 
Eurydice og Cedefop skýrsla um brotthvarf 2014

24.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ný skýrsla um brotthvarf úr skólum í Evrópu

Eurydice og Cedefop stofnanirnar hafa birt skýrslu sem varpar ljósi á brotthvarf úr námi í Evrópu

Lesa meira
 

24.11.2014 Innanríkisráðuneytið Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldinn var í Indónesíu í síðustu viku. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 78 ríki ráðstefnuna og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira
 

24.11.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Eftirfarandi er sameiginleg fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka Íslands vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem birt var í dag:

Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Nýr formaður þjóðleikhúsráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ragnarsson formann þjóðleikhúsráðs
Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

21.11.2014 Utanríkisráðuneytið Seinkun á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa

Fríverslunarsamningur Aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, GCC, og EFTA tók gildi þann 1. júlí sl. Aðildarríki GCC hafa nýlega upplýst EFTA ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess. Þau hafa jafnframt gefið til kynna að svo kunni að fara að samningurinn komi ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. EFTA-ríkin hafa komið á framfæri þungum áhyggjum sínum af þessari seinkun.
Lesa meira
 

21.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Tillögur um stefnu og verkefni fyrir börn og ungt fólk

Ráðuneytinu hafa verið afhentar tillögur um aðgerðaáætlun í barnamenningarmálum og stefnu í æskulýðsmálum

Lesa meira
 

21.11.2014 Innanríkisráðuneytið Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira
 

20.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til grunnnáms í listdansi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla.

Lesa meira
 

19.11.2014 Utanríkisráðuneytið Fundað um framkvæmd EES-samningsins

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands.  
Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira
 
Undirritun samnings í Strasbourg um samning gegn hagræðingu úrslita

19.11.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun alþjóðasamnings um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum

Tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi

Lesa meira
 

19.11.2014 Forsætisráðuneytið Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana

Forsætisráðherra skipaði í júní sl. vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði.

Lesa meira
 

19.11.2014 Innanríkisráðuneytið Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Lesa meira
 

18.11.2014 Velferðarráðuneytið Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Lesa meira
 

18.11.2014 Innanríkisráðuneytið Leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila

Póst- og fjarskiptastofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival