Fréttir frá ráðuneytunum

Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson

5.2.2016 Velferðarráðuneytið Undirritun samnings vegna skimunar krabbameins í ristli og endaþarmi

Heilbrigðisráðherra og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands undirrituðu í dag samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr.

Lesa meira
 
Lyfjaafgreiðsla

5.2.2016 Velferðarráðuneytið Samkeppniseftirlitið telur greiðsluþátttökukerfi lyfja ekki hindra samkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur lokið umfjöllun um erindi Öryrkjabandalags Íslands sem óskaði eftir athugun á því hvort reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggingum í lyfjakostnaði færu gegn markmiðum samkeppnislaga. Stofnunin telur svo ekki vera og segir reglugerðina hafa aukið jöfnuð sjúkratryggðra.

Lesa meira
 

5.2.2016 Innanríkisráðuneytið Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður 9. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar, og verður síðdegis dagskrá í húsakynnum menntavísindasviðs Háskóla Íslands í salnum Bratta við Stakkahlíð í Reykjavík. Dagskráin stendur milli klukkan 13 og 16.

Lesa meira
 

5.2.2016 Innanríkisráðuneytið Málþing um hvernig á að efla eftirlit með lögreglu

Innanríkisráðuneytið efnir til málþings í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Háskóla Íslands um efnið: Hvernig á að efla eftirlit með lögreglu? Málþingið fer fram föstudaginn 12. febrúar næstkomandi kl. 12-14 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, í stofu V-101 á 1. hæð.

Lesa meira
 
Gísli Þorsteinsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

4.2.2016 Velferðarráðuneytið Blóðgjöf er lífgjöf

Heilbrigðisráðherra veitti í gær Gísla Þorsteinssyni viðurkenningarskjal fyrir að hafa gefið blóð 175 sinnum. Árlega hefur Blóðbankinn samband við 8 – 10.000 virka blóðgjafa sem gefa samtals um 15.000 blóðgjafir. Til að mæta þeirri þörf sem er að jafnaði fyrir hendi þarf  bankinn á að halda um 16.000 blóðgjöfum á ári.

Lesa meira
 
Bætt tannheilsa

3.2.2016 Velferðarráðuneytið Upplýsingar um tannvernd og tannheilsu

Nú stendur yfir árleg tannverndarvika Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Á vef embættisins er að finna ýmsar upplýsingar og ábendingar um tannvernd og tannheilsu. Foreldrar eru minntir á rétt barna til gjaldfrjálsra tannlækinga en forsenda þess er að börnin séu með skráðan heimilistannlækni.

Lesa meira
 

3.2.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Styrkir til verkefna og rekstrar 2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira
 
Myrdalur

3.2.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Mikil umræða um umhverfismál á Alþingi

Umhverfismál voru mikið til umræðu á Alþingi í liðinni viku. Góðar og málefnalegar umræður voru meðal annars um loftslagsmál og ekki síst um Parísarsamkomulagið og sögðust þingmenn vonast eftir fleiri gagnlegum samræðum um þennan yfirgripsmikla málaflokk sem umhverfismálin eru.

Lesa meira
 

2.2.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Lesa meira
 

1.2.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stór skref í átt til gagnsæis og aðhalds í ríkisrekstri með birtingu reikninga

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst á þessu ári stíga stór skref í átt til þess að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins í samræmi við stefnu stjórnvalda þar um. Unnið er að því að reikningar úr bókhaldi ríkisins, sem ekki hafa hingað til komið fyrir sjónir almennings, verði birtir. Helstu markmið með birtingunni eru aukið gagnsæi og aðhald í ríkisrekstri og bætt stjórnsýsla.

Lesa meira
 

1.2.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna gagna sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna árið 2009

Þann 10. júní á síðasta ári svaraði fjármála- og efnahagsráðuneytið erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem óskað var eftir því að nefndin fengi afrit af tilgreindum gögnum er varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna á árinu 2009. Svarinu var fylgt eftir með bréfi, dags. 18. september sl., þar sem einstök atriði voru nánar skýrð. Engar athugasemdir hafa borist ráðuneytinu frá þingnefndinni í framhaldi af því.

Lesa meira
 

1.2.2016 Innanríkisráðuneytið Umsagnarfrestur um póstfrumvarp framlengdur

Framlengdur hefur verið til og með 8. febrúar umsagnarfrestur um frumvarp til nýrra laga um póstþjónustu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Evrópskir ráðherrar samkeppnismála

29.1.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Evrópskir ráðherrar samkeppnismála ræddu m.a. aðgangshindranir á internetinu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sat í gærmorgun ráðherrafund Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna um samkeppnismál þar sem áhersla var lögð á iðnað og innri markað Evrópu. Fundurinn fór fram í Amsterdam, en Hollendingar fara með forsæti Evrópusambandsins á fyrri hluta þessa árs.

Lesa meira
 
Þungt hugsi

29.1.2016 Velferðarráðuneytið Vinnufundur um stefnu í öldrunarmálum

Verkefnisstjórn á vegum heilbrigðisráðherra sem vinnur að úttekt á öldrunarþjónustu og greiningu á heilbrigðishluta þjónustu við aldraða, stóð fyrir fjölmennum vinnufundi í gær þar sem verkefnisstjórnin kynnti stöðuna á greiningarvinnu sinni og efndi til umræðu um ýmsar hliðar öldrunarþjónustunnar.

Lesa meira
 
Raddir unga fólksins

29.1.2016 Velferðarráðuneytið Vinnufundur stýrihóps um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi

Fjölmennt var á vinnufundi stýrihóps innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi í Iðnó í gær. Fundarstjóri var Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri Reykjavíkurborgar.

Lesa meira
 
Undirritun samningsins

29.1.2016 Velferðarráðuneytið Samningur undirritaður um tilraunaverkefnið TINNU

Félags- og húsnæðismálaráðherra og skrifstofustjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar undirrituðu í gær samning um tilraunaverkefnið TINNU sem borgin mun annast og hefur að markmiði að styðja einstæða foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og börn þeirra.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi og Poul Michelsen.

29.1.2016 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja ræða EFTA og norrænt samstarf

Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja, Gunnar Bragi Sveinsson og Poul Michelsen, áttu í dag sinn fyrsta formlega fund eftir að ný stjórn tók við völdum í Færeyjum í september s.l. 

Lesa meira
 

29.1.2016 Innanríkisráðuneytið Eitt tilboð í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær vegna útboðs fyrir hönd fjarskiptasjóðs í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum. Aðeins eitt tilboð barst og var það 171% yfir kostnaðaráætlun sjóðsins.

Lesa meira
 
Ólafur Darri Andrason

28.1.2016 Velferðarráðuneytið Ólafur Darri Andrason skipaður skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Ólaf Darra Andrason skrifstofustjóra skrifstofu hagmála og fjárlaga í velferðarráðuneytinu. Ólafur Darri var einn þeirra fjögurra umsækjenda sem sérstök hæfnisnefnd taldi hæfasta til að gegna embættinu.

Lesa meira
 
Þjónusta við aldraða

28.1.2016 Velferðarráðuneytið Innleiðing á samræmdu mati á þörf fólks fyrir öldrunar- og heimaþjónustu

Heilbrigðisráðherra hefur veitt 50 milljónir króna til að undirbúa og innleiða nýtt matskerfi sem þróað hefur verið til að meta á samræmdan hátt þörf fólks fyrir öldrunar- og heimaþjónustu og gera þjónustuna markvissari. 

Lesa meira
 
Plastpokar.

28.1.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur vinnur tillögur um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plastpoka. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi.

Lesa meira
 

28.1.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 10. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Lesa meira
 

28.1.2016 Innanríkisráðuneytið Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2016. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira
 
Frá vinnufundi um aðgerðir gegn ofbeldi.

28.1.2016 Innanríkisráðuneytið Vinnufundur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti stóðu í dag fyrir vinnufundi í Reykjavík um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi. Stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi skipulagði fundinn og sátu hann nærri 100 manns.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival