Fréttir frá ráðuneytunum

Norrænir jafnréttisvísar

30.6.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Norrænir jafnréttisvísar

Meðalaldur foreldra við fæðingu fyrsta barns hækkar stöðugt, dánartíðni vegna krabbameins á Norðurlöndunum er hærri hjá körlum en konum, íslenskir feður taka flesta fæðingarorlofsdaga af körlum á Norðurlöndunum. Þetta og margt fleira má lesa út úr jafnréttisvísum Norrænu ráðherranefndarinnar.

30.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Sveitarfélög minnt á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Innanríkisráðuneytið hefur skrifað sveitarfélögum landsins til að minna á að enn stendur yfir tilraunaverkefni varðandi rafrænar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélaga en heimild til þeirra er að finna í 10. kafla sveitarstjórnarlaga. Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.

30.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Heimild til að flytja aflaheimild í makríl milli ára eykst um 10%

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur samþykkt beiðni útgerða um að hverju skipi verði heimilt að flytja allt að 20% af úthlutuðum aflaheimildum í makríl frá árinu 2016 til ársins 2017

29.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál

Yirlýsingin kveður m.a. á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátarleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál, viðhald og rekstur varnarmannvirkja, upplýsingaskipti og hagnýtt samstarf, m.a.á sviði æfinga, leitar og björgunar og neyðaraðstoðar. 

Gestastofa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli að Malarrifi opnuð

29.6.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Gestastofa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli að Malarrifi opnuð

Margmenni var við opnun gestastofu að Malarrifi í gær, sama dag og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hélt upp á 15 ára afmæli sitt. Enduropnuð var sýning um náttúru og sögu þjóðgarðsins í húsnæði þjóðgarðsins að Malarrifi sem hefur nú verið gert upp með glæsibrag. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði gestastofuna formlega og flutt voru ávörp frá fulltrúum þjóðgarðsins, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar.

29.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Samúðarkveðja til Tyrkja vegna árásar í Istanbúl

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðaróskir til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna  hryðjuverkaárásarinnar á flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði yfir fjörtíu manns lífið.

Aðkoma almennings að eftirliti með ávinningi og áhættu lyfja

29.6.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Aðkoma almennings að eftirliti með ávinningi og áhættu lyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að opna sérfræðinganefndarfundi um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja fyrir almenningi. Þátttaka í opnum fundum stendur öllum til boða og verða fundirnir auglýstir með fyrirvara á vef stofnunarinnar.

29.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi kynnt

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi hafa nú verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og athugasemda. Skýrslan verður hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Óskað er eftir því að athugasemdir berist eigi síðar en sunnudaginn 10. júlí næstkomandi á netfangið mannrettindi@irr.is.

Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

29.6.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

Starfshópur hefur skilað Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Ráðherra skipaði starfshópinn í lok janúar síðastliðinn með það að markmiði að hægt verði að draga úr notkun burðarplastpoka í áföngum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar með forsætisráðherra Svartfjallalands

29.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar með forsætisráðherra Svartfjallalands

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Milo Đukanović, forsætisráðherra Svartfjallalands, sem sækir Ísland heim í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að stofnað var til sjálfstæðs ríkis Svartfjallalands. 

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Ákvörðun veiðigjaldsnefndar um veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017.

Veiðigjaldsnefnd hefur ákvarðað veiðigjald helstu nytjastofna á Íslandsmiðum fyrir næsta fiskveiðiár. Veiðigjaldanefnd er skipuð samkvæmt lögum 74/2012  fólki sem hefur þekkingu á sviði hagfræði, sjávarútvegsmála og reikningshalds.

Lífhagkerfisstefna 2016

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Lífhagkerfisstefna 2016

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur farið fram vinna við setningu stefnu um eflingu lífhagkerfisins á Íslandi.

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2016

29.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2016

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga sem færist nú fram um einn mánuð samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs.  Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015.

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Verkefnið, rafbílar - átak í innviðum, er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum

28.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót kvennalandsliða í golfi

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi. 

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

27.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics.

27.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum

Á fundi ríkisstjórnarinnar 31. maí 2016 var samþykkt að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan er undir forystu forsætisráðuneytisins en mun fara fram í nánu samstarfi við þau ráðuneyti sem við eiga og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. 

Aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með fríverslunarsamningi við Georgíu

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með fríverslunarsamningi við Georgíu

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Georgíu. Undirritunin fór fram á ráðherrafundi EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss.

Undirritun tvísköttununarsamnings við Liechtenstein

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Undirritun tvísköttununarsamnings við Liechtenstein

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands.

Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

27.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Nær samningurinn til tekju- og eignaskatta. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands en Aurelia Frick utanríkisráðherra fyrir hönd Liechtenstein.

Samningar tókust um loðnuvertíðina 2016/17

27.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Samningar tókust um loðnuvertíðina 2016/17

Samingafundur um loðnu var haldinn í Álasundi 22.-24. júní 2016 milli Íslands, Grænlands og Noregs. Meginefni fundarins var að ná samningi um vertíðina 2016/17.

Náið samráð EFTA-ríkja vegna ákvörðunar Breta

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Náið samráð EFTA-ríkja vegna ákvörðunar Breta

EFTA-ríkin munu eiga með sér náið samráð til að viðhalda nánum efnahags- og viðskiptatengslum við Bretland, samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss. Ísland tekur við forystu í EFTA og EES 1. júlí nk. 

Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag

25.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag

Forsetakosningarnar standa nú yfir og verða kjörstaðir yfirleitt opnir til klukkan 22 í kvöld nema á einstaka stað þar sem kosningum er jafnvel lokið. Alls eru 245.004 á kjörskrá, 122.870 konur og 122.134 karlar. Alls eru 91.435 á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum báðum en fjölmennasta kjördæmið er Suðvesturkjördæmi þar sem 67.478 eru á kjörskrá.

Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum

25.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum

Sendinefnd frá stjórnvöldum í Suður-Kóreu dvelst um þessar mundir hér á landi og fylgist með undirbúningi og framkvæmd forsetakosninganna. Sendinefndin (National Election Commission) fylgdist með þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um ESB í vikunni og kom hingað til lands í gær.