Fréttir frá ráðuneytunum

29.1.2015 Innanríkisráðuneytið Umferðarþing og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar

Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 9 og 12.15 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13.15 til 17. Vinsamlegast athugið breytta dagsetningu.

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Rússar breyta lagalegri stöðu upplýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Pétursborg

Sendiherrar norrænu ríkjanna í Rússlandi gengu í dag á fund stjórnvalda í Moskvu og mótmæltu ákvörðun stjórnvalda. 

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðuneytið einn helsti bakhjarl alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu 2016

Utanríkisráðherra og Rósbjörg Jónsdóttir frá fyrirtækinu Gekon hf. undirrituðu í dag samstarfssamning um að utanríkisráðuneytið verði einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar Iceland Geothermal Conference – IGC 2016
Lesa meira
 

28.1.2015 Innanríkisráðuneytið Greining á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi

Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, hefur undanfarin ár unnið að greiningu á banaslysum frá 1915 til 2014 eða allt frá upphafi bílaaldar á Íslandi. Á þessum tíma hafa alls 1.502 látist í 1.374 slysum.

Lesa meira
 

28.1.2015 Innanríkisráðuneytið Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2015. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira
 
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, kynnir skýrsluna sem fjallar um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátæk og einnig sex tillögur til úrbóta.

28.1.2015 Velferðarráðuneytið Velferðarvaktin afhendir félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með tillögum til að vinna bug á fátækt

Í dag kynnti Velferðarvaktin skýrslu um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt, ásamt tillögum til úrbóta, en skýrslan var í gær afhent Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Lesa meira
 

28.1.2015 Utanríkisráðuneytið Tíu milljónir til Barnahjálpar SÞ vegna flóða í Malaví

Stjórnvöld í Malaví hafa lýst yfir neyðarástandi á flóðasvæðunum sem taka til um þriðjung landsins og biðlað til alþjóðasamfélagsins um aðstoð

Lesa meira
 

28.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ferðastyrkir til að taka þátt í sænsk - íslenskum verkefnum

Frestur til að sækja um styrki úr Sænsk - íslenska samstarfssjóðnum rennur út 1. febrúar nk.

Lesa meira
 
Dómstóll EFTA

28.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið EFTA dómstóllinn átelur að tvær tilskipanir hafi ekki verið innleiddar

Í dag kvað EFTA dómstóllinn upp tvo dóma í málum gegn íslenskum stjórnvöldum varðandi innleiðingu á tilskipunum ESB. Annars vegar tilskipun um kröfur varðandi visthönnun orkutengdra vara (tilskipun 2009/125/EB) og hins vegar varðandi tilskipun um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum (tilskipun 2011/7/EB). Samkvæmt dómunum höfðu íslensk stjórnvöld, á þeim tíma sem málin voru höfðuð, ekki innleitt tilskipanirnar með fullnægjandi hætti.

Lesa meira
 

28.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Opnunarhátíð Alþjóðlegs árs ljóssins

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp á opnunarhátíð í Háskóla Íslands í gær.

Lesa meira
 

28.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga.

Lesa meira
 

27.1.2015 Utanríkisráðuneytið Metnaðarmál að Ísland taki virkan þátt í starfi SÞ

Þetta kom fram í ávarpi utanríkisráðherra á hátíðarsamkomu í Háskóla Íslands í dag í tilefni af 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og ári ljóssins 2015

Lesa meira
 

27.1.2015 Forsætisráðuneytið Tilkynning frá forsætisráðherra í tilefni þess að 70 ár eru frá frelsun útrýmingabúðanna í Auscwitz

„Í dag minnumst við þess að 70 ár eru liðin frá frelsun fanga úr útrýmingarbúðunum Auschwitz í Póllandi. Um leið og við minnumst fórnarlamba Helfararinnar og liðinna hörmungaratburða skulum við hafa hugfast hversu mikilvægt það er að sá lærdómur sem menn draga af sögunni gleymist ekki. Það er og verður viðvarandi verkefni að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og grunngildi réttarríkisins.“

Lesa meira
 
Skurðaðgerð undirbúin

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Starfshópur um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, samanber lög um dánarvottorð og krufningar og lög um landlækni og lýðheilsu.  
Lesa meira
 
Könnun meðal fyrrum bótaþega

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Meirihluti bótaþega virkur á vinnumarkaði þegar bótatímabili lýkur

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins sýna að meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fullnýtt höfðu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins hafði hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð, eða 57,8% svarenda. Að auki höfðu 5,8% hafið nám. Þannig sögðust 63,6% svarenda vera annaðhvort launamenn í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi. 

Lesa meira
 

27.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ungt fólk 2014

Niðurstöður rannsókna á högum nemenda í þremur efstu bekkjum grunnskóla komin út

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar

27.1.2015 Velferðarráðuneytið Styrkur til Landssamtakanna Þroskahjálpar til framleiðslu þáttaraðarinnar „Með okkar augum“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, hafa undirritað samning um styrkveitingu, að fjárhæð 2 milljónir króna, til framleiðslu á nýrri þátttaröð sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“ þar sem fólk með þroskahömlun er í lykilhlutverkum. 

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

26.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Opinn fundur í Reykjavík um náttúrupassa, þriðjudaginn 27. jan. kl. 17 á Grand hótel

Af hverju náttúrupassi?

er yfirskrift á fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haldið hringinn í kringum landið á síðustu vikum. Nú er komið að höfuðborginni og næsti fundur er haldinn á Grand hótel á morgun (þriðjudag 27. janúar) kl. 17.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Lesa meira
 

26.1.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið OECD skýrslu um umhverfismál fylgt eftir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi 2001-2013.

Lesa meira
 
Þrír af ráðherrum í ráðherranefnd um jafnréttismál

23.1.2015 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutar 10 milljónum úr framkvæmdasjóði jafnréttismála

Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutaði í dag 10 milljónum króna úr framkvæmdasjóði jafnréttismála til verkefna á vegum ráðuneyta. 

Lesa meira
 

23.1.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Um stöðu háskóla og umræður um sameiningu þeirra

Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um hugsanlega sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Hólaskóla – Háskólans á Hólum

Lesa meira
 
Fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði nýsköpunarráðstefnuna.

23.1.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut í dag nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Lesa meira
 

23.1.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar


Starfshópur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði 3. mars 2014 um tollamál á sviði landbúnaðar hefur nú skilað skýrslu til ráðherra. Hópnum var meðal annars falið að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningunum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival