Fréttir frá ráðuneytunum

2.9.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra og lögmaður Færeyja funda um Hoyvíkur-samninginn

Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sat einnig fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Lesa meira
 

2.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið 69 þúsund umsóknir  um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána, en umsóknarfrestur rann út í gær. Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda.

Lesa meira
 

2.9.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

1.9.2014 Forsætisráðuneytið Breytingar í forsætisráðuneytinu

Ákveðið hefur verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu frá og með deginum í dag, 1. september.  
Lesa meira
 

1.9.2014 Innanríkisráðuneytið Samráð um noktun mannlausra loftfara – dróna

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur nú kost á samráði um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Samráðið stendur til 24. október næstkomandi.

Lesa meira
 

31.8.2014 Innanríkisráðuneytið Lagt til að nauðungarsölum verði frestað áfram

Innanríkisráðherra mun leggja fram á fyrstu dögum þingsins frumvarp um breytingar á nauðungarsölulögum þar sem gert er ráð fyrir að nauðungarsölum verði frestað áfram meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir. Frumvarpið, sem kynnt var í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag, gerir ráð fyrir að nauðungarsölum verði áfram frestað fram yfir 1. mars 2015 en frestur samkvæmt gildandi lögum á að renna út 1. september.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vefnum.

Lesa meira
 

29.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umbætur í menntamálum

Illugi Gunnarsson heldur opna fundi í Borgarnesi og á Akranesi 1. september.

Lesa meira
 
Frá norrænu jafnréttisráðstefnunni í Hörpu

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Femínismi, karlmennska og jafnrétti á Norðurlöndum

Jafnréttissamstarf norrænu ríkisstjórnanna hefur skilað árangri sem löndin geta miðlað til annarra heimshluta. Enn má þó gera betur til að virkja karlmenn til þátttöku í jafnréttisstarfi. Fjallað er um afmælisráðstefnuna í Hörpu sl. þriðjudag á vef Norðurlandaráðs.

Lesa meira
 
Á ferðinni

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Mat á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið rannsókn á viðhorfum og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var unnin að beiðni velferðarráðuneytisins og gefur kost á samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var áður en yfirfærslan átti sér stað í ársbyrjun 2011.

Lesa meira
 
Frá fyrsta fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

29.8.2014 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um lýðheilsumál fer af stað

Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira
 

29.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um orku- og olíumál í Stavangri

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti dagana 25. og 26. ágúst ráðstefnu ONS (Offshore Northern Seas) í Stavangri í Noregi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu og sýningu sem haldinu hefur verið árlega í 40 ár. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu og framtíðarhorfur á sviði olíuleitar og -vinnslu, sem og þróun orkumála almennt í heiminum og tók ráðherra þátt í umræðum um þau mál.
Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á vísinda- og nýsköpunarkerfinu á Íslandi

Drög að skýrslu um nýja úttekt kynnt á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag

Lesa meira
 

28.8.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til umsagnar

Drög að breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsögn um frumvarpsdrögin til og með 8. september næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Rannsóknaþing 2014

Helstu viðfangsefni þingsins verða umræður um úttekt á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Lesa meira
 
Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna

28.8.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra heimsækir umboðsmann barna

Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið, það vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.

Lesa meira
 
EFTA

28.8.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

 dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar.
Lesa meira
 

28.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf.

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mat Hafrannsóknastofnunar á áhrifum veiðibanns á lúðu

Í október 2013 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar um áhrif veiðibanns á lúðu, en beinar veiðar á lúðu voru bannaðar með reglugerð frá og með 1. janúar 2012. Í greinagerð stofnunarinnar  er fjallað um útbreiðslu og líffræði lúðunnar, veiðar á henni, ástand stofnsins, vernd og viðreisn lúðu í Norður Atlantshafi, rannsóknir á afdrifum lúðu sem er sleppt o.fl. Þá er fjallað um merkingar Hafrannsóknastofnunar á lúðu sem ráðist hefur verið í til að auka þekkingu á stofninum og áhrif veiðibannsins.

Lesa meira
 
Nýr dómsmálaráðherra heilsaði uppá starfsmenn í innanríkisráðuneytinu í dag.

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýr dómsmálaráðherra tekur við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig hefur tekið við sem nýr dómsmálaráðherra heimsótti ráðuneytið í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti nýjan ráðherra fyrir starfsmönnum og kvaðst hann hlakka til samstarfsins.

Lesa meira
 

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Tíu umsóknir um tvö embætti lögreglustjóra

Umsóknarfrestur um embætti tveggja lögreglustjóra, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar í Vestmannaeyjum, rann út 18. ágúst síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um hvort embætti.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

27.8.2014 Velferðarráðuneytið Skýrsla um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæruheimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Alþingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati.

Lesa meira
 
Lítið barn fær vítamín

27.8.2014 Utanríkisráðuneytið Kallað eftir umsóknum frá félagasamtökum til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar

Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári samkvæmt  verklagsreglum um samstarf utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi frá 2012. 
Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival