Fréttir frá ráðuneytunum

Skýrsla um rannsókn á dræmri kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kynnt í innanríkisráðuneytinu í dag.

30.10.2014 Innanríkisráðuneytið Margar ástæður nefndar fyrir minnkandi kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum í vor

Enginn flokkur í framboði í mínu sveitarfélagi höfðaði til mín, mér fannst of margir flokkar vera í framboði, mér fannst ekki skipta máli hver yrði kosinn í sveitarstjórn, ég taldi að atkvæði mitt myndi ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Allt eru þetta ástæður sem fram komu í svörum kjósenda í rannsókn á ástæðum fyrir minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor.

Lesa meira
 

30.10.2014 Innanríkisráðuneytið Ný reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn

Reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar hefur tekið gildi og kemur í stað eldri reglugerðar um sama efni. Ástæða þessarar breytingar er sú að tilfærsla hefur orðið á verkefnum með sameiningu ráðuneyta, uppfæra þurfti lagatilvísanir í reglugerðinni og um leið var breytt nokkrum öðrum efnisatriðum.

Lesa meira
 
Hús í Reykjavík

29.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014

Reykjavík hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í kvöld.

Lesa meira
 

29.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfisráðherrar Norðurlanda ræddu Norðurskautsmál á fundi sínum í dag

Umhverfisráðherrar Norðurlanda funduðu í Stokkhólmi í dag í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem nú stendur þar yfir. Mikill samhljómur var meðal ráðherranna í þemaumræðu um Norðurskautið, sem Sigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði forsögu um fundinum.

Lesa meira
 
Bjarni Benediktsson undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd á fundií Berlín Mynd:Axel Schmidt/OECD

29.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Undirritaði yfirlýsingu um gagnsæi og sanngirni í skattamálum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd yfirlýsingu vegna upptöku nýs alþjóðlegs staðals um sjálfkrafa upplýsingaskipti í skattamálum. Alls undirrituðu fulltrúar 51 ríkis yfirlýsinguna, en undirritunin fór fram í Berlín á Global Forum, fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um gagnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum.

Lesa meira
 
Norrænir ráðherrar menningarmála Norðurlandaráðsþing 2014

29.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menningarráðherrar Norðurlanda funda í Stokkhólmi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði fundi menningarráðherra Norðurlanda, sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem nú stendur yfir og samráðsfundi með menntamálanefnd Norðurlandaráðs

Lesa meira
 
Stokkhólmur

29.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Menntun og jafnrétti rædd á Norðurlandaráðsþingi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði málþingi um helstu viðfangsefni á sviði jafnréttismála og menntunar

Lesa meira
 

29.10.2014 Innanríkisráðuneytið Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015 sem þegar hafa komið til úthlutunar nema um 33 milljörðum króna

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um heildarúthlutun framlaga á næsta ári til hinna ýmsu málaflokka sem sjóðurinn sinnir samanber reglugerðir um starfsemi sjóðsins. Alls nema úthlutanirnar nú um 33 milljörðum króna.

Lesa meira
 

29.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi. Með henni er innleidd EES-gerð, þ.e. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB). Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 10. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi. Mynd: Magnus Fröderberg/Norden.org

28.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fundur norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag árlegum fundi norrænna fjármálaráðherra sem fram fór í Stokkhólmi, en Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
 
Norrænir forsætisráðherrar á fréttamannafundi í Stokkhólmi

28.10.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra tekur þátt í störfum Norðurlandaráðsþings og ráðherrafundum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í störfum Norðurlandaráðsþings, sem sett var í dag í þinghúsinu í Stokkhólmi. Flutti ráðherra meðal annars ræðu um þróun Norðurlandasamstarfs og tók þátt í þingumræðum.

Lesa meira
 

27.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

Lesa meira
 

27.10.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþing

Norðurlandaráðsþing verður sett á morgun, þriðjudag, í Stokkhólmi og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og ráðherrafundum því tengdu. 

Lesa meira
 
Síle GSI ræða

27.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sigurður Ingi ræddi fiskeldi á Íslandi á alþjóðlegri fiskeldisráðstefnu í Síle

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbært  fiskeldi var haldin sl. föstudag í Puerto Montt Síle í tengslum við fiskeldissýninguna AquaSur. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði ráðstefnuna með erindi um viðfangsefni og tækifæri í íslensku fiskeldi. Ráðstefnan var á vegum GSI-Global Salmonal Initiative. Þar er um að ræða samtök fiskeldisfyrirtækja víðsvegar að úr heiminum sem fjalla um sameiginleg viðfangsefni fiskeldis á heimsvísu. 

Lesa meira
 

24.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Síle ræddu aukið samstarf á sviði sjávarútvegsmála

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Raúl Súnico aðstoðarsjávarútvegsráðherra Síle, ásamt sendinefndum sínum, áttu í dag tvíhliða fund í Puerto Varas. Á fundinum var fjallað um sjávarútvegs- og fiskeldismál.
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Styrkir til gæðaverkefna árið 2014

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2014. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

Lesa meira
 
Stjórn Jafnréttissjóðs, forsætisráðherra og styrkþegar

24.10.2014 Forsætisráðuneytið Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman

Forsætisráðherra flutti í dag, á kvennafrídeginum og degi Sameinuðu þjóðanna, ávarp við árlegt málþing Jafnréttissjóðs og afhenti af því tilefni fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð 8,6 mkr. 

Lesa meira
 

24.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að breytingum á lögum um landmælingar og grunnkortagerð til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð (tengill á lögin). Breytingarnar eru til komnar vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga.  

Lesa meira
 
Ráðherra skráir sig í grunninn undir vökulu auga verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Líffæragjafar skrái vilja sinn í nýjan gagnagrunn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að skrá sig í miðlægan grunn um líffæragjafa þegar hann opnaði formlega í dag vefsvæði sem Embætti landlæknis hefur sett á fót í þessu skyni.

Lesa meira
 
Stjórnarráðshúsið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Efling sóttvarna og viðbúnaðar vegna ebólu

Velferðarráðuneytið og stofnanir þess hafa að undanförnu unnið að styrkingu sóttvarna og eflingu viðbúnaðar vegna ebólufaraldursins í Vestur-Afríku.  Heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag helstu verkefni sem unnið er að vegna þessa og áætlaðan kostnað vegna þeirra.

Lesa meira
 
Launajafnrétti

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Reglugerð um jafnlaunavottun undirrituð á baráttudegi kvenna, 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla kröfur staðalsins geta þar með fengið vottað að málsmeðferð og ákvarðanataka þeirra í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Lesa meira
 

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Dagur átaksins; Útrýmum lömunarveiki

Á Íslandi var byrjað að bólusetja fyrir lömunarveiki (mænusótt) árið 1956 og síðasta tilfellið sem greindist hér á landi var 1960. Árið 1994 voru vesturlönd án mænuveiki og nú hefur tekist að útrýma henni í öllum löndum öðrum en Nígeríu, Afganistan og Pakistan.

Lesa meira
 
Undirritun viljayfirlýsingar um menningarmál Ísland Kína

23.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viljayfirlýsing um samstarf á sviði menningarmála við Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála

Lesa meira
 
Makrílveiði

23.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ísland áfram utan makrílsamnings

Árlegur fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða í Norðaustanverðu Atlantshafi var haldinn í London 21.-23. október. Á fundinum var vísindaráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) kynnt og undirstrikaði hún sterka stöðu makrílstofnsins. Jafnframt sýndi hún fram á mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu yfir sumartímann þegar makríllinn er í ætisleit.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival