Fréttir frá ráðuneytunum

28.5.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherrar Norðurlanda funda í Bergen 29. og 30. maí

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,  sækir sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda sem haldinn verður 29. og 30. maí í Bergen í boði Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. 

Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum í eigu sveitarfélaganna

26.5.2017 Velferðarráðuneytið Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum í eigu sveitarfélaganna

Varasjóður húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins hefur birt niðurstöður árlegrar könnunar sinnar á leiguíbúðum sveitarfélaganna árið 2016. Sveitarfélögin í landinu eiga samtals 5.089 íbúðir og hefur þeim fjölgað um 1,9% frá árinu 2015.

26.5.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um skráningu staðfanga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um skráningu staðfanga, þ.e. upplýsinga er varða staðsetningu lóða, mannvirkja, örnefna og fleira. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin sem skulu berast í síðasta lagi 9. júní næstkomandi á netfangið postur@srn.is.

Framlag Íslands mikils metið

26.5.2017 Forsætisráðuneyti Framlag Íslands mikils metið

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. 

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funda í Brussel

25.5.2017 Forsætisráðuneyti Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funda í Brussel

Þróun öryggismála, efling sameiginlegra varna og baráttan gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. 

Aukin skilvirkni og aðrar innri aðgerðir ekki síður mikilvæg en aukning hlutafjár

25.5.2017 Utanríkisráðuneyti Aukin skilvirkni og aðrar innri aðgerðir ekki síður mikilvæg en aukning hlutafjár

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í gær þátt í árlegum samráðsfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum með Jim Young Kim forseta bankans.

24.5.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Brussel 25. maí.  

Efld
vöktun á ástandi Mývatns

24.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Efld vöktun á ástandi Mývatns

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar

24.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið til setu í nefndinni.

Haukur Guðmundsson skipaður
ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis

24.5.2017 Innanríkisráðuneytið Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Hauk Guðmundsson héraðsdómslögmann ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi. Embættið var auglýst 10. apríl og voru umsækjendur 12 en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og var Haukur á meðal umsækjenda sem metnir voru hæfir.

24.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðherra skipar starfshóp um úrbætur í þrífösun rafmagns

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, hefur skipað starfshóp til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli, með áherslu á þrífösun rafmagns. Uppfært dreifikerfi bætir afhendingaröryggi raforku og eflir t.d. möguleika á að víðar verði mögulegt að hefja framleiðslu á raforku með smávirkjunum. Styrking dreifikerfis mun einnig styðja við frekari áform um orkuskipti og rafvæðingu samgangna.

Áskorun um móttöku flóttafólks

24.5.2017 Velferðarráðuneytið Áskorun um móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók í dag á móti áskorun frá stjórn ungliðahreyfingar Amnesty International og starsfólki Íslandsdeildar samtakanna með undirskriftum um 5.400 manns sem hvetja stjórnvöld til að efla móttöku flóttafólks.

Norræn samvinna fer vaxandi á flestum sviðum

24.5.2017 Utanríkisráðuneyti Norræn samvinna fer vaxandi á flestum sviðum

Evrópumál og Brexit, öryggismál og norræn samvinna voru á meðal dagskrárefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló, sem lauk fyrr í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn.

Tedros Adhanom Ghebreyesus kjörinn framkvæmdastjóri WHO

24.5.2017 Velferðarráðuneytið Tedros Adhanom Ghebreyesus kjörinn framkvæmdastjóri WHO

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, var í gær kjörinn framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Ghebreyesus tekur við embættinu af Margaret Chan frá Hong Kong sem hefur leitt stofnunina frá ársbyrjun 2007.

24.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið júlí - desember 2017

15. maí rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2017. Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega í kjölfar lagabreytinga

23.5.2017 Velferðarráðuneytið Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega í kjölfar lagabreytinga

Miklar breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi um áramótin með einföldun bótakerfisins, sameiningu bótaflokka o.fl. hafa bætt kjör aldraðra. Sérstök hækkun bóta til aldraðra og öryrkja hefur tryggt báðum hópum hærri ráðstöfunartekjur en þeir höfðu fyrir gildistöku laganna.

23.5.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sendir samúðarkveðju vegna árásarinnar í Manchester

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur í dag fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands vottað fórnarlömbum og aðstandendum árásarinnar í Manchester samúð sína. 

Skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum

23.5.2017 Velferðarráðuneytið Skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum

Fjallað er um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum og umsýslu með þessum málaflokki í nýrri skýrslu sem danska greiningarfyrirtækið KORA tók saman fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf þjóðanna í lyfjamálum.

23.5.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Málefni Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málefni Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað hafa verið til athugunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti um nokkurt skeið.

Allir þurfa að leggjast á árarnar og ræða jafnrétti

23.5.2017 Utanríkisráðuneyti Allir þurfa að leggjast á árarnar og ræða jafnrétti

Rakarastofuráðstefna um jafnrétti og kynbundið ofbeldi stendur yfir í Norræna húsinu í dag og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu að að jafnrétti væri allra hagur.

23.5.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðstefna um vágestina veggjatítlur og myglusvepp

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Háskóla Íslands, Mannvirkjastofnun, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðlagatryggingu Íslands, boða til ráðstefnu um veggjatítlur og myglusvepp. Þar verður m.a. fjallað um hlutverk opinberra aðila vegna tjóna á fasteignum sem hljótast af þessum vágestum.

22.5.2017 Innanríkisráðuneytið Dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt skilar umsögn

Dómnefnd um umsækjendur um embætti 15 dómara við Landsrétt hefur skilað dómsmálaráðherra umsögn sinni. Embættin voru auglýst laus til umsóknar 10. febrúar síðastliðinn með umsóknarfresti til 28. febrúar. Alls sóttu 37 um embættin en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Ræddu samskipti Íslands og Kína

22.5.2017 Utanríkisráðuneyti Ræddu samskipti Íslands og Kína

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Zhao Hongzhu, stjórnarmanni í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, sem staddur er hér á landi.

22.5.2017 Forsætisráðuneyti Fundargerð 2. fundar Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom saman til annars fundar 6. apríl sl. en hlutverk ráðsins er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.