Fréttir frá ráðuneytunum

24.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Síle ræddu aukið samstarf á sviði sjávarútvegsmála

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Raúl Súnico aðstoðarsjávarútvegsráðherra Síle, ásamt sendinefndum sínum, áttu í dag tvíhliða fund í Puerto Varas. Á fundinum var fjallað um sjávarútvegs- og fiskeldismál.
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Styrkir til gæðaverkefna árið 2014

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2014. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi í samræmi við áherslur heilbrigðisráðherra í verkefninu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017.

Lesa meira
 
Stjórn Jafnréttissjóðs, forsætisráðherra og styrkþegar

24.10.2014 Forsætisráðuneytið Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman

Forsætisráðherra flutti í dag, á kvennafrídeginum og degi Sameinuðu þjóðanna, ávarp við árlegt málþing Jafnréttissjóðs og afhenti af því tilefni fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð 8,6 mkr. 

Lesa meira
 

24.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að breytingum á lögum um landmælingar og grunnkortagerð til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð (tengill á lögin). Breytingarnar eru til komnar vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga.  

Lesa meira
 
Ráðherra skráir sig í grunninn undir vökulu auga verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Líffæragjafar skrái vilja sinn í nýjan gagnagrunn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að skrá sig í miðlægan grunn um líffæragjafa þegar hann opnaði formlega í dag vefsvæði sem Embætti landlæknis hefur sett á fót í þessu skyni. Ráðherra skipaði í dag starfshóp sem fjalla á um leiðir til að fjölga líffæragjöfum. Fólk er hvatt til að taka afstöðu og lýsa vilja sínum í þessum efnum.

Lesa meira
 
Stjórnarráðshúsið

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Efling sóttvarna og viðbúnaðar vegna ebólu

Velferðarráðuneytið og stofnanir þess hafa að undanförnu unnið að styrkingu sóttvarna og eflingu viðbúnaðar vegna ebólufaraldursins í Vestur-Afríku.  Heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag helstu verkefni sem unnið er að vegna þessa og áætlaðan kostnað vegna þeirra.

Lesa meira
 
Launajafnrétti

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Reglugerð um jafnlaunavottun undirrituð á baráttudegi kvenna, 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla kröfur staðalsins geta þar með fengið vottað að málsmeðferð og ákvarðanataka þeirra í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Lesa meira
 

24.10.2014 Velferðarráðuneytið Dagur átaksins; Útrýmum lömunarveiki

Á Íslandi var byrjað að bólusetja fyrir lömunarveiki (mænusótt) árið 1956 og síðasta tilfellið sem greindist hér á landi var 1960. Árið 1994 voru vesturlönd án mænuveiki og nú hefur tekist að útrýma henni í öllum löndum öðrum en Nígeríu, Afganistan og Pakistan.

Lesa meira
 
Undirritun viljayfirlýsingar um menningarmál Ísland Kína

23.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viljayfirlýsing um samstarf á sviði menningarmála við Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála

Lesa meira
 
Makrílveiði

23.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ísland áfram utan makrílsamnings

Árlegur fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða í Norðaustanverðu Atlantshafi var haldinn í London 21.-23. október. Á fundinum var vísindaráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) kynnt og undirstrikaði hún sterka stöðu makrílstofnsins. Jafnframt sýndi hún fram á mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu yfir sumartímann þegar makríllinn er í ætisleit.

Lesa meira
 
Vígsla á nýju húsnæði fyrir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

23.10.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ungt fólk – Framhaldsskólanemar 2013

Í skýrslunni Ungt fólk 2013 eru upplýsingar um menntun, menningu, íþróttaiðkun, heilsuhegðun og heilsuvísa, líðan og framtíðarsýn íslenskra ungmenna í framhaldsskólum landsins

Lesa meira
 

23.10.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun  á samlegð í starfsemi þessara stofnana.  
Lesa meira
 

23.10.2014 Innanríkisráðuneytið Starfshópur vinnur að stefnumótun og skipulagi í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins er nú að hefja vinnu við að móta nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. apríl 2015.

Lesa meira
 
Paul Wheelhouse, Elisabeth Aspaker og Sigurður Ingi Jóhannsson,

23.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherrar Noregs og Íslands funduðu í Síle

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherra Noregs áttu í gær tvíhliða fund í Puerto Varas í Síle, þar sem þau sækja fiskeldissýninguna AquaSur. Á fundinum rædd þau ýmis mál er varða sameiginlega hagsmuni þjóðanna, m.a. þá neikvæðu stöðu sem er í viðræðum um stýringu flestra þeirra stofna sem þjóðirnar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart

Lesa meira
 
Raflínur

22.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um raflínur

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Bæði þessi þingmál lúta að flutningskerfi raforku og voru drög að þeim áður birt á heimasíðu ráðuneytisins (27. júní og 19. ágúst) og var öllum gefið færi á að senda inn umsagnir og ábendingar. 

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ársfundi ASÍ

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Áherslur ráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands

Félags- og húsnæðismálaráðherra reifaði hugmyndir um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að lausnum í húsnæðismálum, ræddi ábyrgð atvinnurekenda í atvinnumálum fatlaðs fólks, talaði um horfur í efnahags- og atvinnumálum o.m.fl. í ræðu á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem nú stendur yfir.

Lesa meira
 
Meðferð

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Framtíð ADHD-teymis og eftirlit með lyfjaávísunum

Heilbrigðisráðherra áformar að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítala um áframhaldandi rekstur ADHD-teymisins sem sett var á fót í byrjun síðasta árs. Gerð verður fagleg úttekt á starfsemi teymisins og eftirlit með lyfjaávísunum lækna aukið.

Lesa meira
 
Merki fyrir rafræn skilríki - mini

22.10.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Verkefnisstjórn um útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að fylgja eftir sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja um að stuðla að útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

22.10.2014 Velferðarráðuneytið Samstarfsverkefni um NPA verði framlengt

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem miðar að því að framlengja samstarfsverkefni um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) til ársloka 2016. Ákvörðunin er tekin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

21.10.2014 Forsætisráðuneytið Málþingið Kyn og fræði - ný þekking verður til

Forsætisráðherra mun úthluta styrkjum til rannsókna á sviði jafnréttismála úr Jafnréttissjóði á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október næstkomandi á morgunverðarmálþingi á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún.

Lesa meira
 

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira
 
Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu á Nesjavöllum í dag.

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Norrænir dómsmálaráðherrar funda á Íslandi

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna sitja nú reglulegan fund sem fram fer á Íslandi og stýrir honum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra. Á fundinum er meðal annars rætt um ýmsar hliðar dóms- og réttarvörslukerfisins, unga afbrotamenn og samspil refsinga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira
 
Sigurður Ingi Jóhannsson á málþingi í Síle 2014

21.10.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Síle

Hinn 20. október 2014, tók Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þátt í málþingi á vegum Universidad Andrés Bello, í Santiago í Síle.
Lesa meira
 

21.10.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingum á reglugerðum um almannaflug til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival