Fréttir frá ráðuneytunum

Samningur um ferðaþjónustureikninga handsalaður

16.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stórbætt tölfræði um ferðaþjónustuna

Hagstofan mun hér eftir halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga en mikil vöntun hefur verið á tölfræði er varðar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar og samanburður við önnur lönd verið erfiður. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning þessa efnis og er hann til þriggja ára.

Lesa meira
 

16.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Af hverju leikskólakennari?

,,Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig. Þau kanna heiminn í rauninni með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi.” 

Lesa meira
 

16.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umsækjendur um embætti skólameistara Flensborgarskóla

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði rann út þriðjudaginn 8. apríl 2014. 

Lesa meira
 
Vegvísir á sjúkrahúsi

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkrahúsið á Akureyri

Ríkisendurskoðun telur að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar varðandi skipulag, stefnumótun og stjórnun Sjúkrahússins á Akureyri á fullnægjandi hátt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem farið er yfir viðbrögð við ábendingum sem fram komu í skýrslu stofnunarinnar árið 2011.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

15.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra með frumvarp um ívilnanir vegna nýfjárfestinga

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Markmið laganna er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, bæta samkeppnishæfni Íslands og styrkja byggðaþróun. 

Lesa meira
 

15.4.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Mikilvægt að huga að öryggi rafrænna auðkenna

Í ljósi umræðu um netöryggi undanfarna daga vegna veilunnar Heartbleed, vekur fjármála- og efnahagsráðuneytið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna auðkenna.

Lesa meira
 
Laura Scheving Thorsteinsson, Sigríður Haraldsdóttir og Geir Gunnlaugsson

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Mikilvæg þróun upplýsingatækni hjá Embætti landlæknis

Heilbrigðisráðherra heimsótti Embætti landlæknis sl. föstudag til að kynna sér helstu verkefni sem unnið er að hjá embættinu. Ráðherra voru meðal annars kynnt verkefni við þróun og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár, fjallað var um ávinninginn af nýjum lyfjagagnagrunni og af vistunarskrá með rauntímaupplýsingum um innlagnir og komur á sjúkrahús allt aftur til ársins 1999.

Lesa meira
 
Á vinnustað

15.4.2014 Velferðarráðuneytið Átaksverkefni tryggir tæp 400 sumarstörf fyrir námsmenn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar, að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum.

Lesa meira
 

14.4.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Matarsóun í brennidepli á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“, á Degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira
 
Stýrihópur kannar mögulega samvinnu hins opinbera og einkaaðila við samgönguframkvæmdir.

14.4.2014 Innanríkisráðuneytið Stýrihópur kannar mögulegar samgönguframkvæmdir með aðkomu einkaaðila

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað stýrihóp til að fara yfir hvaða  samgönguframkvæmdir kæmu til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Formaður hópsins er Helga Valfells hagfræðingur og var fyrsti fundur haldinn í ráðuneytinu nýverið.

Lesa meira
 

14.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Samningar undirritaðir um stuðning við bridge, skák og íþróttastarf fatlaðra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Bridgesamband Íslands, Skáksamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra

Lesa meira
 

14.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Vaxandi starfsemi frístundaheimila

Stjórnendur sveitarfélaga óska eftir að sett verði skýr opinber viðmið um rekstur frístundaheimila og að mótaður verði miðlægur rammi um starfsemi þeirra
Lesa meira
 
Bætt tannheilsa

14.4.2014 Velferðarráðuneytið Vöktun fyrirhuguð á heimtum barna til heimilistannlækna

Embætti landlæknis mun koma á fót rafrænni vöktun á heimtum barna til heimilistannlækna og safna rauntímaupplýsingum um tannheilsu þeirra. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að ráðast í rannsókn á tannheilsu íslenskra barna. Einnig þurfi að efla skráningu barna hjá heimilistannlæknum.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

14.4.2014 Velferðarráðuneytið Ráðstefna um jafnréttismál í Þórshöfn

Dagana 27. og 28. maí mun Jafnréttisstofa, í samvinnu við velferðarráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina standa fyrir ráðstefnu um jafnréttismál í Þórshöfn í Færeyjum. Ráðstefnan er einn af mörgum viðburðum vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Lesa meira
 

13.4.2014 Utanríkisráðuneytið Markmiðið er útrýming fátæktar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í gær yfirlýsingu fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Lesa meira
 

13.4.2014 Utanríkisráðuneytið Áframhaldandi tækifæri í jarðhita

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Sufian Ahmed, fjármálaráðherra Eþíópíu og Maxwell M. Mkwezalamba, fjármálaráðherra og Ralph Pachalo Jooma, efnahags- og þróunarmálaráðherra Malaví .
Lesa meira
 

12.4.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ítrekar stuðning við samkynhneigða í Úganda

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði með Maríu Kiwanuka, fjármálaráðherra Úganda, í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans í Washington.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

12.4.2014 Utanríkisráðuneytið Áhugi á auknu samstarfi Íslands og Bandaríkjanna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Lesa meira
 

11.4.2014 Utanríkisráðuneytið Íslensk sérþekking nýtist vel í samstarfi við Alþjóðabankann

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í gær með fulltrúum Alþjóðabankans, en bankinn gegnir lykilhlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu. Á morgun flytur Gunnar Bragi ávarp fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans. 
Lesa meira
 
forsíða ársrits mmrn

11.4.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ársrit 2013 komið út

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út ársrit fyrir 2013 með upplýsingum um helstu viðfangsefni ársins

Lesa meira
 
Frá fundi innanríkisráðherra með fulltrúum SSNV í Skagafirði í gær.

11.4.2014 Innanríkisráðuneytið Ræddi breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu á fundi hjá SSNV

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra á fundi með fulltrúum embættanna á Blönduósi og  Sauðárkróki ásamt sveitarstjórnarfulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alþingi hefur nú til meðferðar lagafrumvörp er fjalla um þessar breytingar og bíða þau nú annarrar umræðu.

Lesa meira
 
Oddný Mjöll Arnardóttir (t.v.) og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

11.4.2014 Innanríkisráðuneytið Samið við Mannréttindastofnun HÍ um rafræna útgáfu á dómareifunum

Innanríkisráðuneytið hefur samið við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um styrk til rafrænnar útgáfu á dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu. Undir samninginn skrifuðu í dag þær Oddný Mjöll Arnardóttir, fyrir hönd Mannréttindastofnunar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira
 

11.4.2014 Velferðarráðuneytið Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lætur af störfum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hafa gert með sér samkomulag um starfslok Gunnars. Valbjörn Steingrímsson mun gegna stöðunni tímabundið.

Lesa meira
 

10.4.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar með viðskiptavini í fjórtán löndum. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira