Fréttir frá ráðuneytunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur.

20.9.2014 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur nýverið og kynnti sér starfsemi dómstólsins. Ingimundur Einarsson dómstjóri og Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður í Dómarafélagi Íslands, gengu með ráðherra og fylgdarliði um húsnæði héraðsdóms. Greindu þeir síðan frá helstu þáttum starfseminnar ásamt þeim Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, og Friðriki Þ. Stefánssyni, rekstrar- og mannauðsstjóra.

Lesa meira
 
Unnið að úrskurði

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Úrskurðarnefndir sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti ríkisstjórn í dag lagafrumvarp þar sem lagt er til að sjö úrskurðar- og kærunefndir á málefnasviði ráðuneytisins verði sameinaðar í eina úrskurðarnefnd velferðarmála. Markmiðið er hagræðing og aukin skilvirkni.

Lesa meira
 
Illugi Gunnarsson í Hörpu

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki og viðurkenning náms

Illugi Gunnarsson ávarpaði norræna ráðstefnu um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum

Lesa meira
 

19.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Skýrsla um vísinda- og nýsköpunarkerfið hér á landi

Úttekt á íslenska vísinda- og nýsköpunarkerfinu var gerð á vegum ráðgjafanefndar Evrópusambandsins um rannsóknir og nýsköpun

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Eftirfylgni Ríkisendurskoðunar vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um eftirfylgni vegna ábendinga sem stofnunin gerði vegna þjónustusamninga Barnaverndarstofu árið 2011. Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi brugðist við öllum ábendingum sem þá voru gerðar á fullnægjandi hátt.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Gunther Oettinger

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framkvæmdastjóri orkumála innan ESB standa fyrir jarðhitahringborði í Brussel

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum í Brussel um möguleika á sviði jarðvarma í Evrópu. Fundurinn var skipulagður af íslenskum stjórnvöldum og Gunther Oettinger, framkvæmdastjóra orkumála innan ESB. Fulltrúar frá fjölda íslenskra fyrirtækja á þessu sviði tóku þátt í fundinum, auk sérfræðinga víða að úr Evrópu.

Lesa meira
 
Bakgrunnsgögn

19.9.2014 Velferðarráðuneytið Mótun vinnumarkaðsstefnu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd sem móta skal tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir lok þessa árs.

Lesa meira
 

19.9.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.
Lesa meira
 
Neyðarsamstarf-raforkukerfisins

19.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundað um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna

Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku. Í vikunni fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra með þessum aðilum um viðbúnað í raforkukerfinu vegna umbrotanna í og við Vatnajökul.
Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað.

Lesa meira
 
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í dag í Búðardal.

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira
 

18.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira
 
Á fiskmarkaðnum

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Humbersvæðið á Bretlandi

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórður Ægir Óskarsson  sendiherra Íslands í Bretlandi, heimsóttu svo kallað Humber-svæði í vikunni en hafnarborgin Grimsby er í hjarta þess.

Lesa meira
 

18.9.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Grænlensku skipi synjað um löndun á norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið synjaði í gær grænlenskri útgerð um leyfi til að landa hér norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu. Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk-íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni.
Lesa meira
 

18.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur víða um land

Degi íslenskrar náttúru var fagnað víða um land 16. september. Meðal annars undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðaukasamning við Grænfánaverkefni Landverndar sem kveður á um aukna fjárveitingu til starfsemi og þróunar verkefnisins á komandi vetri.

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin  í Hörpu 19. september 2014

Lesa meira
 
Verkiðn í Kórnum í Kópavogi 2014

16.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukinn sýnileiki náms á Norðurlöndum

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms sem fer fram í formlega skólakerfinu,

í óformlegu námi og á vinnustöðum verður haldin í Hörpu 19. september 2014 

Lesa meira
 

16.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið RÚV og Tómas J. Knútsson verðlaunuð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Lesa meira
 
Sigurði færðar þakkir

16.9.2014 Forsætisráðuneytið Sigurður Líndal lætur af störfum í stjórnarskrárnefnd

Sigurður Líndal prófessor emeritus hefur að eigin ósk fengið lausn frá störfum sínum fyrir stjórnarskrárnefnd, vegna aldurs og anna við önnur störf. Sigurður var skipaður formaður nefndarinnar í nóvember 2013. 
Lesa meira
 
Sameining

16.9.2014 Velferðarráðuneytið Samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun

Hafin er samkeppni um nafn á nýja þjónustustofnun sem verður til samkvæmt frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sameiningu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Frestur til að senda inn tillögur rennur út 1. október.

Lesa meira
 

15.9.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samgönguvika sett á Degi íslenskrar náttúru

Okkar vegir – okkar val, er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira
 

15.9.2014 Innanríkisráðuneytið Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira
 
Biophilia kennsluverkefni

15.9.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Listir og þátttaka

Ráðstefnan „Arts & Audiences“ verður haldin í Hörpu 20. og 21. október undir yfirskriftinni „Virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival