Fréttir frá ráðuneytunum

25.8.2016 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna jarðskjálftans á Ítalíu

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggingar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær.

Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir

25.8.2016 Innanríkisráðuneytið Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir

Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir var til umræðu á morgunverðarfundi Deloitte og Samtaka iðnaðarins í gær þar sem flutt voru nokkur erindi um efnið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að brýnt væri að auka opinbera fjárfestingu í innviðum og að við henni blasti að ráðast yrði í fjárfrekar vegaframkvæmdir.

25.8.2016 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra sendir samúðarkveðjur til ítölsku þjóðarinnar

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í morgun samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli. Sagði Lilja íslensk stjórnvöld reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum.  

Utanríkisráðherra fundar með varautanríkisráðherra Rússlands

23.8.2016 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra fundar með varautanríkisráðherra Rússlands

Efnahagsmál, tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, svæðisbundin málefni og alþjóðamál voru til umfjöllunar á fundi Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Vladímír Títov varautanríkisráðherra Rússlands sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í dag. 

Áhugi á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japan

23.8.2016 Utanríkisráðuneyti Áhugi á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japan

Vinna við gerð tvísköttunarsamnings, samstarf á sviði auðlinda- og orkumála og áhuginn á gerð loftferðasamnings var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við hóp japanskra þingmanna sem staddir eru hér á landi. Tilefni heimsóknarinnar er 60 ára afmæli stjórnmálasambands milli Japans og Íslands.

Skýrsla starfshóps um rekstur og þjónustu sjúkra- og sjúklingahótels við Hringbraut

22.8.2016 Velferðarráðuneytið Skýrsla starfshóps um rekstur og þjónustu sjúkra- og sjúklingahótels við Hringbraut

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að fjalla um rekstur nýs sjúkrahótels við Hringbraut og leiðir til að efla þjónustu við þá sem þarfnast þjónustu sjúkrahótels hefur skilað ráðherra greinargerð sinni.

Ísland styður aðild Færeyja að EFTA

22.8.2016 Utanríkisráðuneyti Ísland styður aðild Færeyja að EFTA

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, lýsti yfir eindregnum stuðningi við aðild Færeyja að EFTA - fríverslunarsamtökum Evrópu - á fundi með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja í dag. Færeyingar hafa formlega óskað eftir aðild að EFTA og var umsóknin til umræðu á fundi EFTA-ríkjanna í sumar. Þar lýsti Lilja afdráttarlaust yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við umsókn Færeyinga, sem er lögð fram með samþykki og stuðningi Dana. Aðildarríki EFTA nú eru fjögur; Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland en aðild nýrra ríkja krefst samþykkis allra aðildarríkjanna. 

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið og Fjarðabyggð sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, skrifuðu í dag undir samning um að sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli. Fjarðabyggð leggur til 76 milljónir króna í verkefnið og ríkissjóður rúmlega 82 milljónir.

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Samráð ESB um útleigu á vöruflutningabílum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýlega opið samráð um endurskoðun tilskipunar um notkun vöruflutninga bifreiða sem leigðar hafa verið af bílaleigum til flutninga á vörum á vegum. Samráðið stendur til 4. nóvember 2016.

Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi

22.8.2016 Utanríkisráðuneyti Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi

Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu í dag yfirlýsingu um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. Skipaður verður vinnuhópur með fulltrúum þjóðanna og mun hann koma saman í fyrsta skipti í Nuuk í Grænlandi í október.

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu að reglugerð um skotvopn til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 29. ágúst nk. og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á saltfiskhátíð í Portúgal

19.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á saltfiskhátíð í Portúgal

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er um þessar mundir stödd á saltfiskhátíð í Ilhavo í Portúgal en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Löng hefð er fyrir saltfiskviðskiptum á milli Íslands og Portúgals og í  ferðinni hitti ráðherrann meðal annars sjávarútvegsráðherra Portúgals.

Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

19.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Per Sandberg  sjávarútvegsráðherra Noregs funduðu á þriðjudaginn í Þrándheimi. Ræddu ráðherrarnir meðal annars stöðu sjávarútvegs í ríkjunum, ástand fiskveiðistofna  og samvinnu ríkjanna í sjávarútvegi þar með talið á alþjóðavettvangi.

19.8.2016 Innanríkisráðuneytið Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

19.8.2016 Forsætisráðuneyti Kortlagning hagsmuna Íslands á norðurslóðum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, skýrslu sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið og ber heitið „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum – Tækifæri og áskoranir“.  

Kynning á styrkjaflokkum og umsóknarferli Tækniþróunarsjóðs

19.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Kynning á styrkjaflokkum og umsóknarferli Tækniþróunarsjóðs

Tækniþróunarsjóður stendur fyrir kynningum á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli. Umsóknarfrestur er til 15. september.

19.8.2016 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið sneri við úrskurði sýslumanns

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum landsins bréf þar sem fram kemur að það hafi ástæðu til að ætla að nokkurs misræmis gæti í því hvers konar gagna sýslumenn krefjist við könnun hjónavígsluskilyrða þegar um erlend hjónaefni er að ræða svo og hvernig þau gögn séu metin.

19.8.2016 Utanríkisráðuneyti Íslenskir hagsmunir verði tryggðir við Brexit

Ríkisstjórnin ákvað í morgun, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu hérlendra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Auk utanríkisráðherra sitja í nefndinni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2016

19.8.2016 Velferðarráðuneytið Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2016

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs. Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, munu veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna á liðnu ári.

19.8.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið 100 milljónir króna sparast í kjölfar fimm sameiginlegra útboða

Á vormánuðum stóð verkefnisstjórn um bætt innkaup að fimm sameiginlegum örútboðum innan núverandi rammasamningskerfis m.a. á tölvum, tölvuskjám, pappír o.fl. Alls tóku 55 stofnanir þátt í útboðunum og er áætlaður lágmarksávinningur þeirra yfir 100 milljónir króna. 

Sveitarstjórnarráðherrar fjölluðu um lýðræðisþróun og samráð við íbúa

18.8.2016 Innanríkisráðuneytið Sveitarstjórnarráðherrar fjölluðu um lýðræðisþróun og samráð við íbúa

Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, samráð við íbúa og hvernig sveitarfélög geta sem best sinnt verkefnum sínum voru meðal helstu umfjöllunarefna á fundi sveitarstjórnarráðherra Norðurlanda í Reykjavík í dag. Fulltrúar ríkjanna röktu til dæmis hvernig háttað er lýðræðisþróun í sveitarfélögum á Norðurlöndum.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á stærstu saltfiskhátíð í Portúgal

18.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á stærstu saltfiskhátíð í Portúgal

Portúgalir eru sú þjóð í heiminum sem borðar mest af saltfiski og föstudaginn 19. ágúst verður sérstakur Íslandsdagur á saltfiskhátíðinni í borginni Ilhavo. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sækir hátíðina ásamt Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra Íslands gagnvart Portúgal, Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra í Grindavík og fulltrúum fjölmargra íslenskra fyrirtækja.

18.8.2016 Velferðarráðuneytið Greiðslur til hjúkrunarheimila

Tekið hafa gildi breytingar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum og eru án samnings um verð. Breytt gjaldskrá tengist annars vegar breytingum á samsetningu rýma og hins vegar framlagi til að styrkja rekstur lítilla hjúkrunarheimila.

17.8.2016 Innanríkisráðuneytið Norrænir sveitarstjórnarráðherrar þinga í Reykjavík

Fundur sveitarstjórnarráðherra frá Norðurlöndum fer fram í Reykjavík á morgun og er Ólöf Nordal innanríkisráðherra gestgjafi fundarmanna. Fundur embættismanna landanna fer fram í dag.