Fréttir frá ráðuneytunum

Gunnar Örn Jónsson
skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

22.3.2017 Innanríkisráðuneytið Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í dag. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin tilbaka.

22.3.2017 Velferðarráðuneytið Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

22.3.2017 Velferðarráðuneytið Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna

22.3.2017 Utanríkisráðuneyti Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál.

Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES

22.3.2017 Utanríkisráðuneyti Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu

22.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Reglur um eignarhald í fjármálafyrirtækjum og kaup fjögurra aðila á hlutum í Arion banka hf.

Í ljósi þess að fjórir fjárfestar hafa gert kaupsamning við Kaupþing ehf. um kaup á hlutum í Arion banka hf. hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið tekið saman upplýsingar sem tengjast málinu, þar á meðal helstu reglur sem gilda um eignarhald í fjármálafyrirtækjum, tilkynningu um kaup á hlutum í Arion banka hf. og þau sérstöku skilyrði sem Kaupþingi hf. voru sett fyrir eignarhaldi á virkum eignarhlut í Arion banka hf. með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 2010.

Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

21.3.2017 Velferðarráðuneytið Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Félags- og jafnréttismálaráðherra efndi í dag til fundar með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og bæjarfélaganna á Suðvesturhorninu til að ræða alvarlega stöðu á húsnæðismarkaðinum og hvaða leiðir séu færar til að bregðast við þeim vanda sem við blasir.

21.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Starfshópur um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Fjármála-  og efnahagsráðherra hefur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hópurinn er skipaður í samráði við Landssamtök lífeyrissjóða.

Framhald átaks til að stytta bið eftir völdum aðgerðum

21.3.2017 Velferðarráðuneytið Framhald átaks til að stytta bið eftir völdum aðgerðum

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um að framkvæma valdar aðgerðir á grundvelli átaks stjórnvalda til að stytta biðlista.

Umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tannlækningar barna

20.3.2017 Velferðarráðuneytið Umfjöllun Ríkisendurskoðunar um tannlækningar barna

Um 91% barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eru nú skráð hjá heimilistannlækni. Ríkisendurskoðun telur góðan árangur hafa náðst hvað þetta varðar og telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014.

Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs SÞ

20.3.2017 Utanríkisráðuneyti Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs SÞ

Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.

Ræða samvinnu innan EFTA og í öryggis- og varnarmálum

20.3.2017 Utanríkisráðuneyti Ræða samvinnu innan EFTA og í öryggis- og varnarmálum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fundi með Monicu Mæland, utanríkisviðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, og fulltrúum utanríkis- og varnarmálanefndar og EFTA-EES-nefndar norska Stórþingsins.

20.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fitch: Ísland losar fjármagnshöft samhliða batnandi ytri stöðu

Afnám fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki á Íslandi endurspeglar aukinn viðnámsþrótt og sterka vörn í formi gjaldeyrisforða sem minnkar hættu á þrýstingi á greiðslujöfnuð og gengi gjaldmiðilsins samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Mat fyrirtækisins tekur enn tillit til áhættu er varðar þjóðhagslegt ójafnvægi.

Fimmta viðræðufundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi lokið

19.3.2017 Utanríkisráðuneyti Fimmta viðræðufundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi lokið

Góður árangur náðist á fundinum og liggja nú fyrir drög að samningi, þar sem ekki skilur mikið á milli aðila. Voru ríkin ásátt um að ljúka samningaviðræðum síðar á þessu ári.

17.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið S&P: Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkuð í A/A-1 í kjölfar losunar fjármagnshafta

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í kvöld hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“ í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Horfur eru stöðugar.

Ávarp heilbrigðisráðherra á málþinginu „Hættu nú alveg“

17.3.2017 Velferðarráðuneytið Ávarp heilbrigðisráðherra á málþinginu „Hættu nú alveg“

Áfram dregur úr tóbaksreykingum landsmanna og sérstaklega meðal ungmenna. Um helmingur framhaldsskólanema hefur prófað rafsígarettur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna reykinga árið 2015 er áætlaður 8 – 10 milljarðar króna. Þetta og fleira kom fram í ávarpi heilbrigðisráðherra á málþingi um tóbaksvarnir í vikunni.

17.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Moody's: Afnám fjármagnshafta hefur jákvæð á hrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans

Matsfyrirtækið Moody‘s birti í dag frétt um að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og fjármálageirans.

Verklag við lyfjaeftirlit og góðar ávísanavenjur

17.3.2017 Velferðarráðuneytið Verklag við lyfjaeftirlit og góðar ávísanavenjur

Lyfjateymi Embættis landlæknis hefur birt stutta lýsingu á því verklagi sem viðhaft er við eftirlit með ávísunum lækna á tiltekna lyfjaflokka. Einnig hafa verið birtar leiðbeiningar fyrir lækna um góða starfshætti við lyfjaávísanir. Tilgangurinn er að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun.

17.3.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingum á almennum hegningarlögum vegna mútubrota til umsagnar

Drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningalaga um mútubrot eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 31. mars næstkomandi og skulu þær sendar á póstfangið postur@irr.is

Heildstætt yfirlit yfir vistgerðir á Íslandi komið út

17.3.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Heildstætt yfirlit yfir vistgerðir á Íslandi komið út

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt kortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis. 

Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

17.3.2017 Velferðarráðuneytið Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

Velferðarráðuneytið birtir hér með niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnisstjórnar sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í september 2015. Verkefnisstjórninni var m.a. falið að greina þann hluta öldrunarþjónustu sem fellur undir heilbrigðismál.

17.3.2017 Velferðarráðuneytið Úrskurður um greiðsluþátttöku vegna fyrirbyggjandi læknisaðgerðar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að niðurstöðu í máli einstaklings sem kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttöku vegna brottnáms og endursköpunar brjósts eftir að viðkomandi greindist með BRCA2 gen. Niðurstaðan er kæranda í vil.

Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

16.3.2017 Velferðarráðuneytið Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

Íslensk stjórnvöld og landsnefnd UN Women á Íslandi kynntu á vel sóttum viðburði í New York í dag verkfærakistu sem nýtist til að hvetja karlmenn til dáða í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Ríkisstjórnir og fjölmörg karlasamtök vinna í auknum mæli að því að leiða drengjum og körlum fyrir sjónir mikilvægi kynjajafnréttis.

16.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um starfsemi Lindarhvols

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.