Fréttir frá ráðuneytunum

Eygló Harðardóttir ávarpar Jafnréttisþing 2015

25.11.2015 Velferðarráðuneytið Ávarp ráðherra við upphaf Jafnréttisþings í dag

Opinber umræða sem heldur á lofti stöðluðum kynjamyndum vinnur gegn jafnrétti. Þessu getum við breytt með því að hampa fjölbreytileikanum, efla þekkingu á kerfisbundnu misrétti og ræða um samfélagslegan ávinning af auknu jafnrétti, sagði Eygló Harðardóttir, ráðherra jafnréttismála við upphaf Jafnréttisþings sem nú stendur yfir.

Lesa meira
 

25.11.2015 Utanríkisráðuneytið Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun.
Lesa meira
 
OECD-2015

25.11.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Education at a Glance 2015

Árlegt rit OECD um alþjóðlega tölfræði menntamála er komið út.

Lesa meira
 

25.11.2015 Innanríkisráðuneytið Tvær málstofur á UT-deginum á morgun

Tvær málstofur verða á dagskrá árlegs UT-dags sem fram fer á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík á morgun. Á þeirri fyrri sem stendur yfir kl. 10.30 til 12.30 verður fjallað um upplýsingatæknina og lýðræðið og sú seinni hefur yfirskriftina upplýsingatæknin alls staðar og stendur hún frá kl. 13 til 15.30.

Lesa meira
 

25.11.2015 Forsætisráðuneytið Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. 

Lesa meira
 
Staða og þróun jafnréttismála 2013 - 2015 - Forsíða skýrslu

24.11.2015 Velferðarráðuneytið Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015

Fjallað er um stöðu karla og kvenna á öllum helstu sviðum samfélagsins í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra sem lögum samkvæmt er lögð fram ár hvert í upphafi jafnréttisþings. Þar er einnig fjallað um stöðu verkefna samkvæmt framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til ársins 2014.

Lesa meira
 
Til skoðunar

24.11.2015 Velferðarráðuneytið Starfshópur endurskoðar lög um sjúkratryggingar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að meta reynslu af framkvæmd laga um sjúkratryggingar, einkum varðandi gerð samninga um rekstur heilbrigðisþjónustu og eftirlit með þeim.

Lesa meira
 
Frá málstofu innanríkisráðuneytisins og ESA um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum.

24.11.2015 Innanríkisráðuneytið Málstofa um reglur um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum

Innanríkisráðuneytið stóð nýverið fyrir málstofu um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum. Var hún haldin í samvinnu við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, og sóttu hana um 30 manns, fulltrúar ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stofnana sem sinna samgöngumálum og heyra undir innanríkisráðuneytið.

Lesa meira
 

24.11.2015 Innanríkisráðuneytið Um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis

Innanríkisráðuneytið minnir á að íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira
 

23.11.2015 Utanríkisráðuneytið Vegna framlengingar vegabréfa

Framlengt vegabréf telst ekki gilt sem ferðaskilríki eftir 24. nóvember. Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta
Lesa meira
 
EFTA ráðherrar

23.11.2015 Utanríkisráðuneytið Áhrif fríverslunarsamnings ríkja við Kyrrahafið rædd á ráðherrafundi EFTA

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat í dag ráðherrafund EFTA í Genf en þar ákváðu ráðherrarnir m.a. að stefna að því að þróa nánar viðskiptasamráð EFTA við Bandaríkin.
Lesa meira
 
Kortlagning-sjavarbotns

23.11.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hafsbotninn í kringum Ísland skal kortlagður á næstu 10-15 árum

Að tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ríkisstjórnin samþykkt stórátak í kortlagningu hafsbotnsins innan íslensku efnahagslögsögunnar. Kortlagningin mun styrkja stöðu Íslands sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar og getur skapað mikið markaðsgildi fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þá mun kortlagningin verða mikilvæg undirstaða þegar kemur að því að skipuleggja nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir fundar með orkumálaráðherra Tyrklands

20.11.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fundaði með orkumálaráðherra Tyrklands

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í morgun í Istanbúl með Ali Riza Alaboyun, orkumálaráðherra Tyrklands.

Lesa meira
 

20.11.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Styrkir til grunnnáms í listdansi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrki til dansskóla sem kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla.

Lesa meira
 

20.11.2015 Innanríkisráðuneytið Samstaða á fundi ráðherra Evrópuríkja um að herða á landamæraeftirliti

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sat í dag neyðarfund dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópuríkja í Brussel þar sem fjallað var um forgangsaðgerðir ríkjanna í baráttunni við hryðjuverk. Innanríkisráðherra segir að í máli ráðherra á fundinum hafi komið fram mikil samstaða um aðgerðirnar og samhugur hafi verið með Frökkum vegna hryðjuverkanna í París föstudaginn 13. nóvember. Einnig kom fram að árásirnar í París hafi ekki verið einungis á Frakka heldur á Evrópu alla, viðhorf og lifnarðahætti Evrópubúa.

Lesa meira
 

20.11.2015 Innanríkisráðuneytið Samstaða á fundi ráðherra Evrópuríkja um að herða á landamæraeftirliti

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sat í dag neyðarfund dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópuríkja í Brussel þar sem fjallað var um forgangsaðgerðir ríkjanna í baráttunni við hryðjuverk. Innanríkisráðherra segir að í máli ráðherra á fundinum hafi komið fram mikil samstaða um aðgerðirnar og samhugur hafi verið með Frökkum vegna hryðjuverkanna í París föstudaginn 13. nóvember. Einnig kom fram að árásirnar í París hafi ekki verið einungis á Frakka heldur á Evrópu alla, viðhorf og lifnarðahætti Evrópubúa.

Lesa meira
 

20.11.2015 Innanríkisráðuneytið Vegna framlengingar vegabréfa

Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Þjóðskrár Íslands að þeir sem hafa nú þegar greitt fullt gjald vegna þessa geti leitað eftir því að fá hluta gjaldsins endurgreiddan.

Lesa meira
 

20.11.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-september 2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – september 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira
 

19.11.2015 Innanríkisráðuneytið Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll

Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll telur innanríkisráðuneytið mikilvægt að koma því skýrt á framfæri að í bréfi ráðuneytisins til Reykjavíkurborgar, dags. 3. nóvember síðastliðinn var ekki tekin endanleg ákvörðun að hafna lokun brautar 06/24 (NA/SV-brautar). Í bréfinu er kröfum Reykjavíkurborgar um að ríkinu sé skylt að loka brautinni þegar í stað hins vegar hafnað.

Lesa meira
 

19.11.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um skotelda til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 26. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 
Fjögur áherslusvið stefnu í nýsköpun og tækni

18.11.2015 Velferðarráðuneytið Hátt í 200 manns ræddu nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Þátttaka var góð og umræður fjörugar á vinnustofu sem velferðarráðuneytið efndi til í dag til að fjalla um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu og lausnir framtíðarinnar á því sviði. Stefnumótun í velferðartækni, aðgerðir og nýjar lausnir voru til umfjöllunar.

Lesa meira
 
Lyf

18.11.2015 Velferðarráðuneytið Hvatt til ábyrgrar notkunar sýklalyfja

Talið er að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi í Evrópu og nýjustu tölur staðfesta að fjöldi sjúklinga sem sýkist af sýklalyfjaónæmum gerlum eykst um alla Evrópu. Í dag er Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf haldinn í áttunda sinn.

Lesa meira
 
Lyf

18.11.2015 Velferðarráðuneytið Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um lækningatæki

Óskað er eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lyfjalögum og lögum um lækningatæki. Frumvarpið varðar heimildir Lyfjastofnunar til gjaldtöku vegna þjónustu sem stofnuninni ber að veita samkvæmt lögum.

Lesa meira
 

18.11.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Reglugerðir Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður til umsagnar.

Óskað er eftir því að aðilar sendi umsagnir fyrir 18. desember 2015

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival