Fréttir frá ráðuneytunum

Samkeppniseftirlit - logo

2.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Samkeppniseftirlitið hlýtur viðurkenningu Alþjóðabankans fyrir leiðbeiningar- og málsvarastörf sín á krepputímum

Á fundi Alþjóðabankans (World Bank) sem haldin var í Washington þann 23. júní sl. var Samkeppniseftirlitinu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til endurreisnar íslenska hagkerfisins eftir efnahagshrunið 2008 og beitingu samkeppnislaga á krepputímum. Viðurkenningin snýr ekki síst að því hvernig Samkeppniseftirlitið hefur beitt leiðsagnar- og málsvarahlutverki sínu í þessu skyni. 

Lesa meira
 

2.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum laust til umsóknar

Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Lesa meira
 

2.7.2015 Utanríkisráðuneytið Vilji til að skoða frekara samstarf Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í Pentagon með aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna Robert S Work.
Lesa meira
 
Í hjólastól

2.7.2015 Velferðarráðuneytið Úttektir á aðgengi fatlaðs fólks

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.  Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 20. ágúst 2015.

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úthlutun úr Myndlistarsjóði

Í dag úthlutaði myndlistarráð úr Myndlistarsjóði fyrir árið 2015, 18,5 milljónum til 42 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar.
Lesa meira
 

1.7.2015 Forsætisráðuneytið Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands samþykktar

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Með breytingum gefst færi á að ráðast í úrbætur á skipulagi og starfi Stjórnarráðsins ásamt því að bæta skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf og auka samráð og samhæfingu.
Lesa meira
 
Sauðkind

1.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Nýskipuð verðlagsnefnd búvara

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara en hún starfar samkvæmt lögum nr. 99/1993.  Nefndin er skipuð til eins árs í senn. 

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Erna Ómarsdóttir skipuð listdansstjóri Íslenska dansflokksins

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ernu Ómarsdóttur listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá 1. ágúst nk.

Lesa meira
 

1.7.2015 Utanríkisráðuneytið Eitt ár liðið frá gildistöku fríverslunarsamnings við Kína

Eitt ár er í dag frá gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína. Af því tilefni hefur sameiginleg nefnd samningsaðila fundað í gær og dag í Reykjavík en þetta er fyrsti fundur nefndarinnar.

Lesa meira
 

1.7.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Alþingi samþykkti lög um Menntamálastofnun

Menntamálastofnun mun sinna þeim verkefnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt auk þess sem stjórnsýsluverkefni verða flutt frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til hennar.

Lesa meira
 
Vernd afurðarheita

1.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Vernd erlendra afurðarheita á Íslandi - andmælafrestur til 31. ágúst

Ísland og Evrópusambandið eiga í viðræðum um gerð milliríkjasamnings um gagnkvæmnisvernd afurðarheita sem vísa til uppruna eða landssvæðis, í skilningi 1. mgr. 22. gr. TRIPS-samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og laga nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. 

Lesa meira
 

1.7.2015 Utanríkisráðuneytið Ljósmyndir og ljóð frá Íslandi á sýningu í Smithsonian-safninu

Smithsonian-safnið í Washington, stærsta safna- og rannsóknarsamstæða heims, opnaði í gær stóra sýningu á ljósmyndum frá Íslandi eftir Feodor Pitcairn og ljóðum eftir Ara Trausta Guðmundsson undir heitinu Upprunalegt landslag; Ísland afhjúpað
Lesa meira
 

1.7.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um för yfir landamæri til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um för yfir landamæri, nr. 1212/2007. Snýst breytingin um samræmingu á reglum um tímabundna upptöku eftirlits á innri landamærum Schengen-svæðisins við sérstakar aðstæður og ítarlegri málsmeðferðarreglur þar að lútandi. 

Lesa meira
 
Jafnréttissjóður

1.7.2015 Forsætisráðuneytið Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Á vegum forsætisráðuneytisins er starfræktur sérstakurrannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður. Tilgangur hans er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðukvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 23. ágúst 2015.

Lesa meira
 

30.6.2015 Utanríkisráðuneytið Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira
 
Himinn

30.6.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.

Lesa meira
 

30.6.2015 Utanríkisráðuneytið Ráðherra ræðir endurnýjanlega orkugjafa og loftslagsmál á fundi SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í sérstakri dagskrá um loftslagsmál á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Lesa meira
 

30.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Moody's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs  í Baa2 úr Baa3. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Önnur úthlutun úr Tónlistarsjóði

Þjóðlagahátíð á Siglufirði hlýtur hæsta styrkinn að þessu sinni
Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ríkisreikningur 2014

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2014 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Helstu niðurstöður eru að tekjujöfnuður ársins var jákvæður um 46,4 ma.kr. sem er betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Til samanburðar var smávægilegur tekjuhalli á árinu 2013.

Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – apríl 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands. 

Lesa meira
 

29.6.2015 Utanríkisráðuneytið Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands
Lesa meira
 

26.6.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 6 millj. kr. til viðbótar til táknmálstúlkunar í daglegu lífi

Eftirspurn eftir táknmálsþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. 
Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival