Fréttir frá ráðuneytunum

24.4.2015 Innanríkisráðuneytið Opnun tilboða í hringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum og Snæfellsnesi

Tilboð í hringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum og Snæfellsnesi voru opnuð í dag hjá Ríkiskaupum. Þrjú tilboð bárust í hvort verk. Öll tilboðin gera ráð fyrir verklokum árið 2015. Hagkvæmustu tilboðin eru vel undir kostnaðaráætlun.

Lesa meira
 

24.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Heimsókn í Gljúfrastein

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráherra heimsótti Gljúfrastein

Lesa meira
 

24.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda í aðdraganda ráðherrafundar Norðurskautsráðsins

Gunnar Bragi Sveinsson og Robert Douglas Nicholson áttu í gær fund í Montreal í aðdraganda ráðherrafundar aðildarrikja Norðurskautsráðsins sem hefst í dag í Iqaluit.

Lesa meira
 
kolmunni

24.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Niðurstaða náðist ekki á fundi strandríkja um kolmunna

Dagana 21.-23.apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur.

Lesa meira
 

24.4.2015 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um aðkomu einkaaðila að samgönguframkvæmdum komin út

Komin er út skýrsla starfshóps sem fyrrverandi innanríkisráðherra skipaði til að skoða aðkomu einkaaðila í umfangsmiklum samgönguverkefnum og fjármögnun þeirra. Starfshópurinn kannaði nokkur verkefni með tilliti til mögulegrar einkaframkvæmdar og setur hann í skýrslunni fram tillögur um hvort og hverjar þeirra gætu fallið undir þá leið.

Lesa meira
 
Melbourne - ferðamál 2

23.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti sér kvikmynda- og ferðamál í Ástralíu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti í gær nokkra fundi í Melbourne í Ástralíu um kvikmynda- og ferðamál. Meðal þess sem ráðherra kynnti sér var kvikmyndaendurgreiðslukerfi Ástrala hjá „Film in Victoria“ sem vinna að því að draga kvikmyndaverkefni inn í fylkið. Auk þess ræddi ráðherra við ferðamálayfirvöld fylkisins um stefnumörkunar- og markaðsvinnu í ferðamálum og þær áskoranir sem Ástralía stendur frammi fyrir í þessum málaflokki.
Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir

22.4.2015 Velferðarráðuneytið Jafnréttisviðurkenning veitt brautryðjendum í stjórnmálum

Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna.

Lesa meira
 
Íslenski fáninn

22.4.2015 Forsætisráðuneytið Fánalögum breytt

Forsætisráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í frumvarpinu er lagt til að rýmkaðar verði heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. 

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Aukið vísindasamstarf Íslands og Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna

Lesa meira
 

22.4.2015 Forsætisráðuneytið Skýr heimild til verndunar byggðarheilda og hverfa

Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um verndarsvæði í byggð. Í framsöguræðu sinni á Alþingi sagði ráðherra nauðsynlegt að heimild til verndunar á byggðarheildum og hverfum væri skýr í lögum.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viðurkenningar á söfnum

Umsóknir um viðurkenningar á söfnum þurfa að berast Safnaráði í síðasta lagi 31. ágúst nk.

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Verðlaun Háskólans í Reykjavík

Mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, þjónustu og kennslu  

Lesa meira
 

22.4.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 45 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2015-2016

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Lesa meira
 

22.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Viðurkenningar í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti Landspítala í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira
 

22.4.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Lesa meira
 
Ragnheiður Elín og Simon Bridges

22.4.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Orkumálaráðherrar Íslands og Nýja-Sjálands funda

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í gær í Melbourne í Ástralíu með Simon Bridges, orkumálaráðherra Nýja-Sjálands. Ráðherrarnir sitja báðir heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins (WorldGeothermal Congress). Á fundinum ræddu ráðherrarnir um stöðu orkumála í löndunum tveimur og mögulegt samstarf þjóðanna. 
Lesa meira
 
GBS

21.4.2015 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra mælir fyrir þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu

Tillagan byggist á skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var fulltrúum allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili. 

Lesa meira
 
Ólöf Nordal flutti erindi á fundi með forstöðumönnum stofnana innanríksráðuneytisins í dag.

21.4.2015 Innanríkisráðuneytið Hagræðingaraðgerðir og þróun ríkisfjármála rædd á fundi innanríkisráðherra með forstöðumönnum stofnana

Innanríkisráðherra boðaði forstöðumenn stofnana innanríkisráðuneytisins til fundar í dag í Reykjavík þar sem einkum var fjallað um fjármál og framlög til hinna ýmsu þátta í rekstri ráðuneytisins og stofnana sem undir það heyra. Einnig var rætt um hagræðingartillögur sem ráðherra hafði óskað eftir að fá frá forstöðumönnum stofnananna og bárust alls kringum 70 tillögur frá 21 stofnun.

Lesa meira
 
Fánar Norðurlandanna

21.4.2015 Velferðarráðuneytið Norræn verkefni: Ungt fólk til náms og starfa

Atvinnuleysi meðal ungs fólks og leiðir til að hvetja ungt fólk til náms eða vinnu hafa verið ofarlega á baugi meðal Norðurlandaþjóðanna á síðustu árum. Efnt hefur verið til fjölmargra verkefna í þessu skyni sem sum hver hafa skilað mjög góðum árangri. Nýjasta tölublað Arbetsliv i Norden er helgað þessu umfjöllunarefni.

Lesa meira
 

21.4.2015 Utanríkisráðuneytið Skýrsla um jafnrétti á norðurslóðum

Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður ráðstefnu um jafnréttismál sem beina sjónum að mikilvægi fjölbreytni í starfi og framtíðarmótun norðurslóðastefnu, m.a. ólíkum áhrifum efnahags- og umhverfismála á karla og konur.
Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

21.4.2015 Velferðarráðuneytið Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytis

Fjórða árið í röð mælist hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum velferðarráðuneytisins nánast jafnt. Ríki og sveitarfélög skulu samkvæmt jafnréttislögum gæta þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í nefndum og ráðum og hlutur hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír.

Lesa meira
 

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið Greinargerð ríkislögreglustjóra um eflingu á viðbúnaði lögreglu

Ríkislögreglustjóri hefur tekið saman greinargerð um eflingu viðbúnaðar lögreglu þar sem fram koma ábendingar um nauðsynlegar úrbætur er varða búnað og þjálfun lögreglumanna. Fram kemur í greinargerðinni að lögreglan sé að jafnaði óvopnuð við dagleg störf og sé það í samræmi við stefnu ríkislögeglustjóra og sátt sé um það innan lögreglunnar. Ekki standi til að útvíkka núgildandi heimildir til að vopna almenna lögreglumenn.

Lesa meira
 
Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

20.4.2015 Forsætisráðuneytið Aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á fleygiferð

Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur þar um. 

Lesa meira
 

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga

Endurskoðun kosningalaga stendur nú yfir en í júní 2014 skipaði forseti Alþingis vinnuhóp til að endurskoða kosningalöggjöfina. Beinist starf hópsins að því að samræma lagabreytingar við framkvæmd kosningalöggjafarinnar en ekki að heildarendurskoðun kosningalaga. Á vefsíðu Alþingis er að finna margs konar upplýsingar um verkefnið og þau álitaefni sem eru til athugunar.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Íslands

19. júní

Hvatt til þess að gefið verði frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 14.4.2015

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 hvetur ríkisstjórn Íslands vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er, svo þeir megi taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag. 

Lesa meira

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival