Fréttir frá ráðuneytunum

Sigurður Ingi Jóhannsson

30.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Yfirlit um þingmál sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á síðasta þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram 14 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi. Alls samþykkti þingið 11 af þessum frumvörpum auk þingsályktunartillögunnar.

Lesa meira
 
Matvælastofnun

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Jón Gíslason skipaður forstjóri Matvælastofnunar til næstu fimm ára

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Matvælastofnunar frá 1. ágúst til næstu fimm ára samkvæmt lögum nr. 80/2005 um stofnunina.

Lesa meira
 
Fiskistofa

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Höfuðstöðvar Fiskistofu verða á Akureyri frá 1. janúar 2016

Höfuðstöðvar Fiskistofu munu flytjast til Akureyrar um næstu áramót og er þetta í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.

Lesa meira
 
Fundað á Þingvöllum

29.7.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfisráðherrar Íslands og Frakklands funda á Þingvöllum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra átti fund með Ségolène Royal, ráðherra umhverfis- og orkumála í Frakklandi, á Þingvöllum í gær, 28. júlí.

Lesa meira
 
Ségolène Royal og Ragnheiður Elín við Bláa lónir

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ségolène Royal á Reykjanesi í boði iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands, áttu í dag hádegisverðarfund í Bláa lóninu. Þetta var í þriðja sinn sem ráðherrarnir hafa fundað, en þeir tveir fyrri áttu sér stað í París fyrr á þessu ári og í fyrra í tengslum við ráðstefnur Fransk-íslenska verslunarráðsins um nýsköpun, ferða- og orkumál.
Lesa meira
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

29.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Yfirlit yfir þingmál iðnaðar- og viðskiptaráðherra á síðasta þingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram 16 lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu á liðnu þingi.  Auk þess lagði hún fram tvær skýrslur og svaraði 31 fyrirspurn frá þingmönnum. 

Lesa meira
 

28.7.2015 Velferðarráðuneytið Ánægja og vinátta í keppninni

Þessa dagana, 25. júlí-3. ágúst, fara fram Alþjóðasumarleikar Special Olympics í Los Angeles, en þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, er heiðursgestur á leikunum auk Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur fulltrúa Samherja, sem er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi auk Íslandsbanka. 

Lesa meira
 

27.7.2015 Velferðarráðuneytið Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit sem áætlað er að taka í notkun í febrúar á næsta ári. Núverandi heilsugæsla er rekin í gömlu íbúðarhúsi sem hentar illa starfseminni. Trésmiðjan Rein ehf. sem byggir húsnæðið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna.

Lesa meira
 

24.7.2015 Utanríkisráðuneytið Samkomulag um niðurfellingu tolla á upplýsingatæknivörum

Samkomulag náðist í dag á milli tæplega 50 þátttökuríkja WTO í viðræðum um útvíkkun svokallaðs upplýsingatæknivörusamnings (ITA-samningsins) um niðurfellingu tolla á rúmlega 200 upplýsingatæknivöruflokkum.

Lesa meira
 
Kristján Oddsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Páll Matthíasson og Ásbjörn Jónsson

23.7.2015 Velferðarráðuneytið Aukið samstarf Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands um þjónustu við konur með brjóstakrabbamein

Landspítali og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér aukið samstarf þeirra á milli á sviði hefðbundinnar krabbameinsleitar í brjóstum og sérhæfðrar þjónustu við konur með brjóstakrabbamein. Markmiðið er að auka samhæfingu og bæta þjónustu.

Lesa meira
 
Gunnar Bragi í heimsókn í grunnskóla í Mangochi

23.7.2015 Utanríkisráðuneytið Ísland í samstarfi við Malaví í 25 ár

Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Malaví þar sem Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu í 25 ár. Á meðan heimsókninni stóð fundaði Gunnar Bragi með ráðamönnum í Malaví auk þess sem hann heimsótti Mangochi hérað, en íslensk stjórnvöld hafa stutt við uppbyggingu þar um árabil. 
Lesa meira
 

23.7.2015 Utanríkisráðuneytið Vegna "5 ríkja samráðs" um fiskveiðar í Norður Íshafi

Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. 

Lesa meira
 
Ungur drengur

21.7.2015 Velferðarráðuneytið Yfirlýsing um móttöku flóttafólks

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráðherraráðið í Brussel um að taka á móti 50 flóttamönnum samtals á þessu og næsta ári. Ísland verður þannig þátttakandi í samvinnu Evrópuþjóða um móttöku kvótaflóttafólks. Yfirlýsingin er birt með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjármögnun verkefnisins.

Lesa meira
 

21.7.2015 Utanríkisráðuneytið Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna framlengdur

Utanríkisráðuneytið er að leggja lokahönd á mótun nýrra verklagsreglna um samstarf við borgarasamtök. Þær verða birtar á næstu dögum. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna hefur því verið framlengdur til miðnættis 25. ágúst 2015.

Lesa meira
 

21.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leyfisveitingar færðar til Matvælastofnunar

Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjendum að sækja um leyfi til innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna til Matvælastofnunar.

Lesa meira
 

20.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Frumvarp um vigtun sjávarafla og fleira lagt fram til umsagnar

Umsagnir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 2015.

Lesa meira
 

20.7.2015 Utanríkisráðuneytið Samningaviðræðum um Uppbyggingarsjóð EES lokið

Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES (Ísland, Noregur og Liechtenstein) og ESB um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið en fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.

Lesa meira
 

17.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58%

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. ágúst nk. um 3,58%, nema smjör sem hækkar um 11,6%.
Lesa meira
 

17.7.2015 Innanríkisráðuneytið Nýskipan ákæruvalds með nýju embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara

Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.) var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er taki til starfa 1. janúar 2016 og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma.

Lesa meira
 
Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi

17.7.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðu ráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu

Samþykkt var á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu, sem nú stendur yfir á Möltu, að Ísland boði til sérstaks fundar háttsettra embættismanna vegna stöðunnar í viðræðum strandríkja um deilistofna. Markmiðið með fundinum er að gaumgæfa nýjar leiðir sem gætu leitt til samninga um deilistofna, en um engan þeirra er nú gildandi samningur. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sem lagði til að halda sérstakan fund um deilistofnana, en hingað til hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum um þá.
Lesa meira
 

17.7.2015 Innanríkisráðuneytið Undirbúningur hafinn vegna breytinga á lögræðislögum

Hinn 1. júlí sl. samþykkti Alþingi lög sem fela í sér breytingar á ákvæðum lögræðislaga. Markmið laganna er að bæta framkvæmd lögræðislaga og tryggja að lagaumhverfi og verklag sé í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar en breytingin er meðal annars liður í undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 

Lesa meira
 
Gunnar Bragi flytur stefnuræðu Íslands í Addis Ababa

17.7.2015 Utanríkisráðuneytið Niðurstaða þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar í Addis Ababa

Á miðvikudagskvöld samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna niðurstöðuskjal þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar sem lauk í gær í Addis Ababa í Eþíópíu. Niðurstaðan felur í sér alþjóðlegt samkomulag um fjármögnun þróunar sem stuðli að hagvexti og félagslegri þróun með tilliti til umhverfisverndar.

Lesa meira
 
Landspítali

16.7.2015 Velferðarráðuneytið Hagstæð tilboð í hönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala

Tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna vegna nýbygginga við Landspítala voru opnuð í dag. Lægsta tilboðið átti Corpus 3 sem bauð tæpa 1,4 milljarða króna. Það er um 51% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði upp á rúma 2,7 milljarða. Fjögur tilboð bárust og voru öll umtalsvert lægri en kostnaðaráætlunin.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival