Fréttir frá ráðuneytunum

24.7.2014 Innanríkisráðuneytið Lögreglustjórum fækkað úr 15 í 9

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Embætti lögreglustjóra á landinu verða 9 í stað 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Ný lögreglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórnendum og hagkvæmari rekstri.

Lesa meira
 

24.7.2014 Velferðarráðuneytið Svara vegna biðlista leitað hjá stærstu sveitarfélögum landsins

Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu.

Lesa meira
 

23.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skipað í sýslumannsembætti og þeim fækkað úr 24 í 9

Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum.

Lesa meira
 

23.7.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra Ísraels sent bréf vegna ástandsins á Gaza

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza hvar mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ákall til öryggisráðsins að beita sér fyrir viðvarandi lausn í Palestínumálinu - Hernámið er rót vandans

Á opnum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs fordæmdi Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, brot beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum og sagði framferði Ísraelshers í hernaðinum gagnvart Gaza vekja upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og skuldbindingar.

Lesa meira
 

22.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lán frá Norðurlöndunum greidd upp

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS árið 2008. 
Lesa meira
 

22.7.2014 Innanríkisráðuneytið Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Tveir hafa dregið umsóknina til baka. Nýr forstjóri verður skipaður fyrir 5. ágúst.

Lesa meira
 

22.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð vegna ástandsins á Gaza

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna þeirra brýnu neyðar sem skapast hefur vegna átakanna á svæðinu. Er þar brugðist við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna ástandsins á Gaza þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

Lesa meira
 

18.7.2014 Utanríkisráðuneytið Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína.
Lesa meira
 

18.7.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur lokið við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

Lesa meira
 

17.7.2014 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um erlendar fjárfestingar og endurskoðun laga gerð opinber

Mikilvægt er að ákvarðanir tengdar erlendum fjárfestingum byggist á skýrum almennum reglum er meðal niðurstaðna skýrslu nefndar um endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga að fasteignum hér á landi en nefndin skilaði tillögum sínum nýverið til innanríkisráðherra.

Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag heimsókn sinni til Úkraínu ásamt Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands. Meðan á dvölinni í Kænugarði stóð áttu ráðherrarnir fundi með Petro Poroshenko forseta og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra.
Lesa meira
 

17.7.2014 Utanríkisráðuneytið Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) var kynnt í dag, 17. júlí. Þar er gerð grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem fram koma í frammistöðumatinu miða við stöðuna 11. maí 2014.

Lesa meira
 

16.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ísland býður Úkraínu kortlagningu á jarðhita

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf íslenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænugarði í dag. 

Lesa meira
 

15.7.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra fundar með forseta Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund í Kænugarði í kvöld með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra landsins. Gunnar Bragi er nú í tveggja daga heimsókn í Úkraínu.

Lesa meira
 

14.7.2014 Innanríkisráðuneytið Hafin verði rannsókn á minnkandi kosningaþátttöku

Innanríkisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga láta kanna ástæður fyrir minnkandi kjörsókn í kjölfar sveitarstjórnakosninganna í vor

Lesa meira
 

11.7.2014 Utanríkisráðuneytið Skýrsla Þóris Guðmundssonar um þróunarsamvinnu lögð fram

Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkiráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra.

Lesa meira
 
Sjúkrabifreið

11.7.2014 Velferðarráðuneytið Samið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Hann er gerður á grundvelli gildandi fjárveitinga til verkefnisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðið frá ferðum til Gaza

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar.
Lesa meira
 

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Framkvæmdastjórn AGS ræddi um 4. eftirfylgniskýrslu um Ísland

Hinn 7. júlí fóru umræður fram um fjórðu  eftirfylgniskýrslu um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Lesa meira
 
Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og  Fabrice Filliez, fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins, undirrituðu samninginn.

10.7.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tvísköttunarsamningur við Sviss

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og eignir.  Af hálfu Íslands undirritaði Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins samninginn en Fabrice Filliez fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira
 

10.7.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi

Skýrsla nefndar um leyfisveitinar og eftirlit í fiskeldi hefur verið skilað til sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Íslands

EFTA dómstóllinn

Yfirlýsing í tilefni af fréttaflutningi

Í tilefni af fréttaflutningi í fjölmiðlum um mál fyrir EFTA-dómstólnum sem lúta að framkvæmd verðtryggingar (lögmæti verðtryggingarákvæðis í skuldabréfi) hér á landi er rétt að taka fram að ríkisstjórn Íslands er ekki aðili að málinu. Framvinda þess og málatilbúnaður byggist ekki á samþykktum ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Leiðréttingin
Tungumál


Flýtival