Fréttir frá ráðuneytunum

Dreifing á makríl

27.8.2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 37% makrílstofnsins í íslenskri lögsögu - samningsstaða Íslands styrkist

Aldrei hefur mælst meira af makríl í íslenskri efnahagslögsögu en í nýloknum sameiginlegum makrílleiðangri Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Heildarvísitala makríls á svæðinu sem mælingin náði yfir var metin um 7,7 milljón tonn, þar af voru tæp 2,9 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða rúm 37% af heildarvísitölunni. Enginn vafi er á að þessi niðurstaða styrkir stöðu Íslands í komandi samningaviðræðum um hlut Íslands í makrílveiðum.

Lesa meira
 

27.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Drög að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi birt til umsagnar

Nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis sem skipuð var í október 2010 hefur unnið að gerð frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir í drögum og óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016. 

Lesa meira
 

27.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heildarlög um stofnanakerfi ríkisins undirbúin

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja undirbúning að gerð heildarlaga um stofnanakerfið.

Lesa meira
 

27.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarsáttmáli í Borgarbyggð og Dalabyggð

Ritað var undir Þjóðarsáttmála um læsi í Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi

Lesa meira
 
Kynnt var í gær úttekt á opinberum vefjum sem fer senn fram.

26.8.2015 Innanríkisráðuneytið Úttekt á opinberum vefjum fer fram í sjötta sinn

Kynningarfundur um fyrirhugaða úttekt á opinberum vefjum var haldinn í gær þar sem úttektin var kynnt fyrir ábyrgðarmönnum, stjórnendum og vefstjórum opinberra vefja. Úttektin hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 undir heitinu: Hvað er spunnið í opinbera vefi? Er þetta því sjötta úttektin.

Lesa meira
 

26.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Undirritun Þjóðarsáttmálans á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð

Hringferð Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra um landið er hafin

Lesa meira
 

26.8.2015 Innanríkisráðuneytið Drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 9. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

26.8.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umsjónarsamningar með náttúruvættum í Reykjavík undirritaðir

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur staðfest umsjónarsamninga þriggja náttúruvætta innan marka Reykjavíkur. Um er að ræða friðlýstu svæðin Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás en með samningunum felur Umhverfisstofnun Reykjavíkurborg að hafa með höndum umsjón og rekstur svæðanna.

Lesa meira
 
Martin Stropnicky og Birgir Ármansson

25.8.2015 Utanríkisráðuneytið Varnarmálaráðherra Tékklands og yfirmaður flugsveita Bandaríkjahers í heimsókn

Áttu m.a. fundi með embættismönnum, Landhelgisgæslunni og tékknesku flugsveitinni sem annast loftrýmisgæslu á Keflavíkurflugvelli. 

Lesa meira
 
A-landsliðs karla í körfubolta, fulltrúar KKÍ og forsætisráðherra

25.8.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin styrkir KKÍ

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) vegna þátttöku A-landsliðs karla á lokamóti Evrópukeppninnar í körfubolta. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið í körfubolta nær þessum árangri.

Lesa meira
 
Byggingaframkvæmdir

25.8.2015 Velferðarráðuneytið Um 5.000 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu áttu í lok síðasta árs tæplega 5.000 leiguíbúðir samkvæmt nýbirtri skýrslu Varasjóðs húsnæðismála. Sjö sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum í náinni framtíð, samtals um 131 íbúð. Meðalbiðtími fólks eftir félagslegu leiguhúsnæði á landsvísu er 26,6 mánuðir.

Lesa meira
 

25.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarsáttmálinn undirritaður í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, og sveitarstjóri Kjósarhrepps, undirrituðu sáttmálann ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla

Lesa meira
 
Frumvarpsdrög um útlendingmál voru kynnt í dag.

24.8.2015 Innanríkisráðuneytið Frumvarp til nýrra laga um útlendinga til umsagnar

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í dag í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga. Sjá má frumvarpið hér á vef innanríkisráðuneytisins og verður unnt að veita umsögn um það til og með 7. september næstkomandi. Skulu umsagnir berast á netfangið utlendingamal@irr.is með efnislínunni: Athugasemdir – frumvarp til nýrra laga um útlendinga.

Lesa meira
 

24.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Þjóðarátaki um læsi hleypt af stokkunum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Einarsdóttir frá SAMFOK, f.h. Heimilis og skóla, undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi við athöfn í Borgarbókasafninu

Lesa meira
 

21.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Gagnlegar umræður um hlut kvenna í kvikmyndagerð

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra vill hefja athugun á möguleikum á að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð

Lesa meira
 
Bætt tannheilsa

21.8.2015 Velferðarráðuneytið Reglur um endurgreiðslur vegna tannlækninga rýmkaðar

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt reglugerðarbreytingu sem heimilar Sjúkratryggingum Íslands að endurgreiða kostnað vegna tiltekinna tannlækninga ungmenna allt að 23 ára að aldri í stað 18 ára áður. Þetta á við þegar um er að ræða meðferð sem af faglegum ástæðum er ekki tímabært að veita fyrr en ákveðnum þroska er náð.

Lesa meira
 
Frá Akureyri - Mynd: Akureyrarbær

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Móttaka flóttafólks: Ráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lýst vilja til þess að taka á móti flóttafólki á þessu ári og því næsta og greiða þannig fyrir því að skapa því ný og góð lífsskilyrði. Bærinn hefur óskað eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um málið. Félags- og húsnæðismálaráðherra fagnar frumkvæði Akureyringa.

Lesa meira
 

20.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Viðmið um gerð starfsreglna fyrir sveitarfélög sem reka sérskóla og sérúrræði við grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út viðmiðin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira
 
Grímsey séð úr lofti

20.8.2015 Forsætisráðuneytið Ríkisstjórnin skipar vinnuhóp til að skoðar vanda Grímseyinga

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem skoði stöðu Grímseyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyjarbæjar. 

Lesa meira
 
Landspítali

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Jáeindaskanni: Rannsóknir gætu orðið allt að 2.000 á ári

Sjúklingum sem sendir eru frá Íslandi til rannsókna í jáeindaskanna Rigshospitalet í Kaupmannahöfn samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fjölgar ár frá ári. Notagildi jáeindaskanna og þar með þörfin fyrir slíkt tæki eykst hratt í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag ýmsar staðreyndir tengdar kaupum og uppsetningu jáeindaskanna á Landspítala.

Lesa meira
 
Fólk á torgi

20.8.2015 Velferðarráðuneytið Staðan á vinnumarkaði kynnt í ríkisstjórn

Alls voru um 4680 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum og svarar það til 2,6% atvinnuleysis. Atvinnuleysi mældist 3,2% meðal kvenna en 2,0% hjá körlum. Atvinnuástand mældist svipað í júní síðastliðnum og áætlað er að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 2,6 – 2,8%. Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti stöðuna á innlendum vinnumarkaði fyrir ríkisstjórn í dag.

Lesa meira
 

20.8.2015 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu afhendir ráðherra tillögur sínar

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra niðurstöður sínar og tillögur.

Lesa meira
 

20.8.2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Greining á framkvæmd skóla án aðgreiningar á grunnskólastigi

Fyrirliggjandi gögn benda til að almennt er talið að hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sé jákvæð og að það sé mikilvægt að öll börn eigi kost á að sækja nám í heimaskóla

Lesa meira
 
Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnaahagsráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulagið í Ólafsdal í dag.

19.8.2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samkomulag um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði, en þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem m.a. er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. 

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Losun fjármagnshafta

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 7. júní 2015 að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Nánar um losun fjármagnshafta:

Sjá nánar
Tungumál


Flýtival