Fréttir frá ráðuneytunum

19.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Breytingar á virðisaukaskatti, almennu vörugjaldi og barnabótum um næstu áramót

Nýverið var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ýmsar stefnumarkandi skattkerfisbreytingar samþykkt sem lög frá Alþingi. Með samþykkt laganna er tekið mikilvægt skref í heildarendurskoðun á lögum um virðisaukaskatt  jafnframt því sem skattkerfið er einfaldað til stórra muna með brottfalli almenns vörugjalds. Í lögunum er einnig að finna breytingar á barnabótum til hækkunar.

Lesa meira
 
Eygló Harðardóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir

19.12.2014 Velferðarráðuneytið Neyðarvistun vegna mansals verður í Kvennaathvarfinu

Félags- og húsnæðismálaráðherra og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undirrituðu í dag samning sem tryggir örugga neyðarvistun í Kvennaathvarfinu fyrir konur sem sætt hafa mansali eða grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. 

Lesa meira
 

19.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Alþingi samþykkir breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breytingin er til komin vegna skuldbindinga Íslands á grundvelli EES samningsins. Breytingin felur í sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur en málsmeðferð þeirra er einfaldari og styttri en annarra framkvæmda sem undir lögin falla í dag.

Lesa meira
 
Hjálpartæki

19.12.2014 Velferðarráðuneytið Tillögur um breytingar á bifreiðamálum hreyfihamlaðs fólks

Starfshópur sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði hefur skilað skýrslu með tillögum um margvíslegar breytingar á fyrirkomulagi stuðnings hins opinbera við hreyfihamlaða vegna bifreiðamála. Ráðherra kynnti tillögur hópsins á fundi ríkisstjórnar í dag.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

19.12.2014 Velferðarráðuneytið Tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri hækkar um 12,5%

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun tillögu Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að hækka tekjuviðmið vegna frekari uppbótar á lífeyri um 12,5% frá 1. janúar næstkomandi. Viðmiðið fer úr 200.000 kr. á mánuði í 225.070 kr. og verður þar með jafn hátt framfærsluviðmiði þeirra sem búa einir.

Lesa meira
 

19.12.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tölulegar upplýsingar um launagreiðslur til lækna

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti tölulegar upplýsingar um laun lækna sem starfa hjá ríkinu. Af því tilefni hefur ráðuneytið annars vegar tekið saman gögn um meðallaun þeirra lækna sem þiggja laun frá ríkinu og hins vegar upplýsingar um meðaltal heildarlauna lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir stöðuheitum.

Lesa meira
 
Sjúkraskrár og gagnasöfn

19.12.2014 Velferðarráðuneytið Reglugerð og fyrirmæli um öryggi sjúkraskráa til umsagnar

Velferðarráðuneytið leggur hér með fram til umsagnar drög að reglugerð um sjúkraskrár og drög að fyrirmælum Embættis landlæknis um öryggi sjúkraskráa. Frestur til að skila ráðuneytinu umsögnum er til 9. janúar 2015.

Lesa meira
 
Ísland allt árið hópurinn

18.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Ísland - allt árið“ heldur áfram næstu tvö ár

Í dag skrifuðu aðstandendur markaðsverkefnisins Ísland - allt árið undir nýjan samning sem gildir út árið 2016. Stjórnvöld munu leggja til allt að 200 milljónir á ári gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum; Icelandair, Landsbankanum, Reykjavíkurborg og Samtökum ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
 
Landspítali í Fossvogi

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Aukin aðstoð við fórnarlömb ofbeldis

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita geðsviði Landspítala framlag til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, svo sem vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis.

Lesa meira
 
Lífsýnasöfn

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Tilkynningar til þátttakenda í vísindarannsóknum um heilsufar

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa setningu reglugerðar með stoð í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, þar sem fjallað verði um hvenær og hvernig eigi að tilkynna þátttakanda í vísindarannsókn um mikilvæga þætti sem fram koma varðandi heilsu hans.

Lesa meira
 
Ráðherrarnir undirrita samstarfsyfirlýsinguna

18.12.2014 Velferðarráðuneytið Ráðherrar innsigla víðtækt samstarf gegn ofbeldi

Efnt verður til víðtæks samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds til að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Þrjú ráðuneyti munu leiða samráðið eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu sem ráðherrar þessara ráðuneyta undirrituðu í dag.

Lesa meira
 
Mynd: Franska utanríkisráðuneytið

17.12.2014 Utanríkisráðuneytið Vinatengsl Íslands og Frakklands

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, áttu fund  í París í dag. Ráðherra segir ánægjulegt að finna þann hlýhug sem ríkir í garð Íslands í Frakklandi og þann áhuga sem franskur almenningur sýnir Íslandi og íslenskri menningu.

Lesa meira
 
Velferðarráðuneytið

17.12.2014 Velferðarráðuneytið MST fjölkerfameðferð verður veitt um allt land.

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Barnaverndarstofu aukið fjármagn sem gerir henni kleift að veita svokallaða MST fjölkerfameðferð um allt land. Úrræðið er ætlað fjölskyldum 12-18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum.

Lesa meira
 

16.12.2014 Forsætisráðuneytið Ávarp forsætisráðherra á málþingi um lýðheilsumál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp á málþing um lýðheilsumál í  Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Þar benti hann á að góð heilsa er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns - og þekking á heilsu og því hvernig hægt er að bæta heilsu hefur fleygt fram. 

Lesa meira
 
Mynd: OECD/Michael Dean

16.12.2014 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra á ráðherrafundi þróunarsamvinnunefndar OECD

Ísland varð aðili að nefndinni  á síðasta ári en tilgangur hennar er að tryggja samræmd vinnubrögð ríkja í þróunarsamvinnu og veita faglegt aðhald

Lesa meira
 

15.12.2014 Forsætisráðuneytið Málþing um lýðheilsu

Haldið verður málþing í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?“ Að málþinginu standa forsætisráðuneytið, Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið.
Lesa meira
 
Himinn

14.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum. Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.
Lesa meira
 

14.12.2014 Utanríkisráðuneytið Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum.  Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.
Lesa meira
 

12.12.2014 Utanríkisráðuneytið Vegna skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings

Ráðuneytið hefur farið yfir útdrátt úr skýrslunni en ekki verður ráðið af honum að fjallað sé um Ísland eða millilendingar hér á landi með fanga. Ráðuneytið hefur því farið fram á við bandarísk stjórnvöld að fá aðgang að sjálfri skýrslunni. Sé það ekki mögulegt, að fá upplýsingar um hvort Ísland komi fyrir í skýrslunni og þá hvernig.

Lesa meira
 

12.12.2014 Velferðarráðuneytið Málþing: Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur

Haldið verður málþing í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?"
Lesa meira
 
Fiskistofa

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings Fiskistofu

Í kjölfar kvörtunar starfsmanna Fiskistofu til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings stofnunarinnar til Akureyrar sendi umboðsmaður bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem að hann óskar eftir skýringum á tilteknum þáttum vegna athugunar sinnar í tengslum við kvörtunina.

Lesa meira
 

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ný reglugerð um merkingar matvæla tryggir öflugri neytendavernd

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar. Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla.  
Lesa meira
 
Selfossfundur um náttúrupassa 7

12.12.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Náttúrupassinn skeggræddur á Selfossi. Skoðanamunurinn vel brúanlegur!

Það voru líflegar umræður um kosti og galla náttúrupassa á opnum fundi í Tryggvaskála á Selfossi á fimmtudaginn. Vissulega voru skoðanir skiptar - en það er þó ekki lengra en svo á milli manna að skoðanamunurinn er vel brúanlegur. Meginatriðið er að náttúra Íslands og ferðaþjónustan geti blómstrað hlið við hlið.

Lesa meira
 

12.12.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir umsögnum um drög að stefnu um úrgangsforvarnir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015 – 2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda. Frestur til að skila umsögnum er til föstudagsins 23. janúar 2015.

Lesa meira
 

Ríkisstjórn Íslands

Ríkisstjórn og ráðherrar starfa í samræmi við lagaheimild - 9.12.2014

Vegna rangra upplýsinga í frétt á forsíðu og á bls. 8 í Fréttablaðinu í dag vill forsætisráðuneytið taka eftirfarandi fram. Aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar eru ráðnir samkvæmt heimild í 22. gr. laga  nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt henni heyra aðstoðarmenn beint undir ráðherra og er meginhlutverk þeirra að vinna að stefnumótun á málefnasviði ráðuneytis undir yfirstjórn ráðherra og í samvinnu við ráðuneytisstjóra. Þá kemur fram að aðstoðarmenn gegni störfum fyrir ráðherra svo lengi sem ráðherra ákveður, þó ekki lengur en ráðherra sjálfur.

Lesa meira

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. Það er forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi. Þannig verða undirstöður velferðar treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimilanna.

Með verkum sínum mun ríkisstjórnin gera landsmönnum kleift að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir standa frammi fyrir, þjóðinni allri til heilla.

Sjá alla stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Sjá stefnuyfirlýsinguna
Tungumál


Flýtival