Fréttir frá ráðuneytunum

Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vefnum.

Lesa meira
 

29.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Umbætur í menntamálum

Illugi Gunnarsson heldur opna fundi í Borgarnesi og á Akranesi 1. september
Lesa meira
 
Frá norrænu jafnréttisráðstefnunni í Hörpu

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Femínismi, karlmennska og jafnrétti á Norðurlöndum

Jafnréttissamstarf norrænu ríkisstjórnanna hefur skilað árangri sem löndin geta miðlað til annarra heimshluta. Enn má þó gera betur til að virkja karlmenn til þátttöku í jafnréttisstarfi. Fjallað er um afmælisráðstefnuna í Hörpu sl. þriðjudag á vef Norðurlandaráðs.

Lesa meira
 
Á ferðinni

29.8.2014 Velferðarráðuneytið Mat á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur lokið rannsókn á viðhorfum og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Rannsóknin var unnin að beiðni velferðarráðuneytisins og gefur kost á samanburði við sambærilega rannsókn sem gerð var áður en yfirfærslan átti sér stað í ársbyrjun 2011.

Lesa meira
 
Frá fyrsta fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

29.8.2014 Forsætisráðuneytið Ráðherranefnd um lýðheilsumál fer af stað

Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira
 

29.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Alþjóðleg ráðstefna um orku- og olíumál í Stavangri

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti dagana 25. og 26. ágúst ráðstefnu ONS (Offshore Northern Seas) í Stavangri í Noregi. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu og sýningu sem haldinu hefur verið árlega í 40 ár. Á ráðstefnunni var rætt um stöðu og framtíðarhorfur á sviði olíuleitar og -vinnslu, sem og þróun orkumála almennt í heiminum og tók ráðherra þátt í umræðum um þau mál.
Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úttekt á vísinda- og nýsköpunarkerfinu á Íslandi

Drög að skýrslu um nýja úttekt kynnt á fundi Vísinda- og tækniráðs í dag

Lesa meira
 

28.8.2014 Innanríkisráðuneytið Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til umsagnar

Drög að breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsögn um frumvarpsdrögin til og með 8. september næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

28.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Rannsóknaþing 2014

Helstu viðfangsefni þingsins verða umræður um úttekt á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Lesa meira
 
Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna

28.8.2014 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra heimsækir umboðsmann barna

Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið, það vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.

Lesa meira
 
EFTA

28.8.2014 Utanríkisráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

 dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar.
Lesa meira
 

28.8.2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf.

Lesa meira
 

28.8.2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mat Hafrannsóknastofnunar á áhrifum veiðibanns á lúðu

Í október 2013 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar um áhrif veiðibanns á lúðu, en beinar veiðar á lúðu voru bannaðar með reglugerð frá og með 1. janúar 2012. Í greinagerð stofnunarinnar  er fjallað um útbreiðslu og líffræði lúðunnar, veiðar á henni, ástand stofnsins, vernd og viðreisn lúðu í Norður Atlantshafi, rannsóknir á afdrifum lúðu sem er sleppt o.fl. Þá er fjallað um merkingar Hafrannsóknastofnunar á lúðu sem ráðist hefur verið í til að auka þekkingu á stofninum og áhrif veiðibannsins.

Lesa meira
 
Nýr dómsmálaráðherra heilsaði uppá starfsmenn í innanríkisráðuneytinu í dag.

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýr dómsmálaráðherra tekur við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig hefur tekið við sem nýr dómsmálaráðherra heimsótti ráðuneytið í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti nýjan ráðherra fyrir starfsmönnum og kvaðst hann hlakka til samstarfsins.

Lesa meira
 

27.8.2014 Innanríkisráðuneytið Tíu umsóknir um tvö embætti lögreglustjóra

Umsóknarfrestur um embætti tveggja lögreglustjóra, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar í Vestmannaeyjum, rann út 18. ágúst síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um hvort embætti.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

27.8.2014 Velferðarráðuneytið Skýrsla um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæruheimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Alþingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati.

Lesa meira
 
Lítið barn fær vítamín

27.8.2014 Utanríkisráðuneytið Kallað eftir umsóknum frá félagasamtökum til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar

Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári samkvæmt  verklagsreglum um samstarf utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi frá 2012. 
Lesa meira
 
Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti norrænnar ráðstefnu um jafnréttismál - /Mynd: Hörður Ásbjörnsson

27.8.2014 Velferðarráðuneytið Spyrjum um áhrif fremur en völd

Völd eru ekki markmið í sjálfum sér, heldur fela þau í sér möguleikann til að hafa áhrif, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir m.a. í ávarpi við opnun norrænnar afmælisráðstefnu um jafnréttismál í Hörpu í gær. Samfélagsleg ábyrgð og virk lýðræðisþáttaka var henni ofarlega í huga en hún kom víða við í ræðu sinni.

Lesa meira
 
Dr. Maryanne Wolf

27.8.2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Um lestrarnám og læsi - opinn fyrirlestur í Hörpu

Á fjórða hundrað manns hlýða á fyrirlestur Dr. Maryanne Wolf

Lesa meira
 

26.8.2014 Innanríkisráðuneytið Nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneyti

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun gegna samhliða embætti forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 

26.8.2014 Forsætisráðuneytið Málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds færð undan verksviði innanríkisráðherra

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, og mun forsætisráðherra gegna því embætti samhliða störfum sínum sem forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira
 

25.8.2014 Utanríkisráðuneytið Um eitt þúsund manns heimsóttu ráðuneytið

Um eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. „Við erum dipló“ var yfirskrift opna hússins að þessu sinni og var athyglinni beint að diplómatíunni sem hefur áhrif á alla Íslendinga, hvern einasta dag, allan ársins hring.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni. 
Lesa meira
 

25.8.2014 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra kynnir sér viðbúnað Veðurstofu Íslands

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti sér viðbúnað á Veðurstofu Íslands í dag vegna jarðhræringa í Bárðabungu og við Dyngjujökul. Fékk hann ítarlegt yfirlit yfir jarðskjálftavirknina undanfarna daga ásamt því að kynna sér spár um hugsanleg flóð, eldsumbrot og öskufall, ef til eldgoss skyldi koma.

Lesa meira