Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Ráðuneyti Benedikts Gröndals

Ráðuneyti Benedikts Gröndals: 15. október 1979 - 8. febrúar 1980.

Ráðuneyti Benedikts Gröndals 15. október 1979Talið frá vinstri: Sighvatur Björgvinsson, Magnús H. Magnússon, Benedikt Gröndal, Kristján Eldjárn forseti Íslands, Kjartan Jóhannsson, Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, Vilmundur Gylfason.

  • Benedikt Gröndal, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Bragi Sigurjónsson, landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra
  • Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra
  • Magnús H. Magnússon, félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og samgönguráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, fjármálaráðherra og ráðherra Hagstofu Ísl.
  • Vilmundur Gylfason, menntamálaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra


Stuðst er við upplýsingar úr bókunum, Stjórnarráð Íslands 1904-1964 og Stjórnarráð Íslands 1964-2004