Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar

Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar: 23. apríl 1995 - 28. maí 1999.

Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995

Talið frá vinstri: Páll Pétursson, Halldór Blöndal, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Guðmundur Bjarnason, Ingibjörg Pálmadóttir, Þorsteinn Pálsson, Ólafur Davíðsson ríkisráðsritari

 • Davíð Oddson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands. Fór jafnframt með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið frá 11.05 til 28.05.1999
 • Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna. Fór jafnframt með landbúnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið frá 11.05. til 28. maí 1999.
 • Björn Bjarnason, menntamálaráðherra
 • Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
 • Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra til 16.04.1998
 • Geir H. Haarde fjármálaráðherra 16.04.1998
 • Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra og landbúnaðarráðherra (til 11.05.1999)
 • Halldór Blöndal, samgönguráðherra
 • Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra
 • Páll Pétursson, félagsmálaráðherra
 • Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra (til 11.05.1999).

Mynd af öðru ráðuneyti Davíðs Oddssonar með breytingum 11. maí 1999

Með breytingum 11. maí 1999. Talið frá vinstri: Ingibjörg Pálmadóttir, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Davíð Oddson, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Halldór Blöndal, Ólafur Davíðsson ríkisráðsritari, Páll Pétursson.