Hoppa yfir valmynd
6. október 2003 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2003-2004

FYLGISKJAL MEÐ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA 2. OKTÓBER 2003

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar


Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp, sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 130. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar, sem ætlunin er að flytja.

Forsætisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um friðun Þingvalla.
2. Frumvarp til laga um heimild til að afsala tilteknum vatnsréttindum til virkjunar í Þjórsá ásamt landi sem til þarf í því skyni.
3. Frumvarp til laga um eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögmenn.
3. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga.
4. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum.
5. Frumvarp til laga um lögfestingu á 13. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um talnagetraunir.
8. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum.
9. Frumvarp til laga um landamerki og lóðamörk.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipströnd og vogrek.
11. Frumvarp til laga um happdrætti.
12. Frumvarp til laga um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir.
13. Frumvarp til laga um miðstöð leitar og björgunar.
14. Frumvarp til laga um samræmda neyðarsímsvörun.

Félagsmálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús.
4. Frumvarp til laga um tímabundna ráðningarsamninga.
5. Frumvarp til laga um hlutastörf.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar.
8. Frumvarp til laga um Evrópufélög.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
10. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna.

Fjármálaráðuneytið
1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2004.
2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2003.
3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2000.
4. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2001.
5. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2002.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt.
7. Frumvarp til laga um erfðafjárskatt.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og á lögum um fjáröflun til vegagerðar.
13. Frumvarp til tollalaga.
14. Frumvarp til laga um olíugjald og kílómetragjald o.fl.
15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrissréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
18. Frumvarp til laga um skattskyldu orkufyrirtækja.
19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki.
20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.
3. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjóntækjafræðinga.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.
6. Frumvarp til laga um skrár á heilbrigðissviði.
7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar.
8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum.
10. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu.

Iðnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Járnblendifélagið.
4. Frumvarp til laga um breytingu á orkulögum.
5. Frumvarp til laga um hitaveitur.
6. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.
8. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við flutning og dreifingu raforku.
9. Frumvarp til laga um líftækniiðnað.
10. Frumvarp til laga um hönnun.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi.
13. Frumvarp til laga um uppfinningar starfsmanna.

Landbúnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, lögum um innflutning dýra og lögum um dýrasjúkdóma.
2. Frumvarp til jarðalaga.
3. Frumvarp til ábúðarlaga.
4. Frumvarp til landgræðslulaga.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um yrkisrétt.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra.

Menntamálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um Náttúruminjasafn.
2. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum.
3. Frumvarp til laga um tónlistarsjóð.
4. Frumvarp til laga um kvikmyndaskoðun.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla.
7. Frumvarp til laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.

Samgönguráðuneytið
1. Frumvarp til laga um öryggismönnun fiskiskipa.
2. Frumvarp til laga um alþjóðlega skipaskrá.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands.
4. Frumvarp til laga um innleiðingu siglinga- og hafnaverndar.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa.
7. Frumvarp til laga um Rannsóknarnefnd flugslysa.
8. Frumvarp til laga um úthlutun leyfa vegna þriðju kynslóðar farsíma.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Sjávarútvegsráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.
2. Frumvörp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.
3. Frumvörp til laga um breytingu á lögum um veiðieftirlitsgjald.
4. Frumvörp til laga um breytingu á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.

Umhverfisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
4. Frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald.
7. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða.
9. Frumvarp til skipulagslaga.
10. Frumvarp til byggingarlaga.
11. Frumvarp til laga um efni og efnavörur.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur.
13. Frumvarp til laga um vernd erfðaauðlinda.
14. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun til fimm ára.

Utanríkisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið.
2. Frumvarp til laga um réttarstöðu herja aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins o.fl.
3. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu sjö viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Búlgaríu, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu.
4. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2003.
5. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Grænlands/Danmerkur um gagnkvæmar veiðar á loðnu innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu á vertíðinni 2003-2004.
6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.
7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags milli Íslands og Noregs um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.
8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarsamnings nr. 13 við mannréttindasáttmála Evrópu.
9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um spillingu á sviði refsiréttar.
10. Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haag-samningi um löggildingu erlendra opinberra skjala.
11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi milli landa.
12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi milli landa, til að koma í veg fyrir, afnema og refsa fyrir verslun með einstaklinga, einkum konur og börn.
13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar.
14. Tillaga til þingsályktunar um aðild að evrópska einkaleyfasáttmálanum.
15. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um ábyrgð og skaðabætur vegna tjóns af völdum flutnings á hættulegum og eitruðum efnum á sjó.
16. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Kartagena-bókunar um öryggi í lífvísindum við samninginn um líffræðilega fjölbreytni.
17. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Chíle og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Chíle.
18. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja.
19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2003 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2003 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2003 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.
22. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2003 um breytingu á IX. og XIX. viðauka (Fjármálaþjónusta og Neytendavernd) við EES-samninginn.
23. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2003 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
24. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2003 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn.
25. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2003 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
26. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

Viðskiptaráðuneytið
1. Frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.
2. Frumvarp um breytingu á gjaldeyrislögum.
3. Frumvarp um fjármálasamsteypur.
4. Frumvarp til laga um vátryggingamiðlun.
5. Frumvarp til laga um Evrópufélög.
6. Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.
8. Frumvarp til laga um vátryggingasamninga.
9. Frumvarp til laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum um verðbréf.
11. Frumvarp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög.
12. Frumvarp til laga um erlendar fjárfestingar.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kauphallir og skipulega tilboðsmarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum