Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Stuðlað verður að endurskoðun á þjóðaröryggisstefnunni á fyrri hluta kjörtímabilsins, sérstaklega í ljósi hnattrænnar og tæknilegrar þróunar, loftslagsbreytinga og úrlausnaefna sem þeim tengjast. Áhersla verður lögð á vernd og órofa virkni þýðingarmikilla innviða og að stuðla að skilvirkum og samhæfðum aðgerðum sem miða að því að tryggja víðtæka öryggishagsmuni þjóðarinnar.

Ráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Þjóðaröryggisráð stuðlaði að endurskoðun þjóðaröryggisstefnunnar með því að koma á framfæri við forsætisráðherra ábendingum um umbætur. Forsætisráðherra lagði fram á  löggjafarþingi tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, nr. 26/145. Þingsályktunartillagan tók mið af ábendingum þjóðaröryggisráðs.Tillagan var samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2023 sbr. þingsályktun nr. 7/153.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum