Fréttir frá ráðuneytunum

30.9.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerðum um vogir og mælitæki til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerðum, annars vegar um mælitæki og hins vegar um framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 10. október næstkomandi.

Hver verður búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030

30.9.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hver verður búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030

Hvaða mun ráða búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun? Þetta voru á meðal þeirra spurninga sem ræddar  voru á ráðstefnunni „Búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030“ sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir í vikunni.

Íslenska jarðhitaverkefnið í Austur-Afríku fær góða einkunn í óháðri úttekt

29.9.2016 Utanríkisráðuneyti Íslenska jarðhitaverkefnið í Austur-Afríku fær góða einkunn í óháðri úttekt

Fjögurra ára samstarfsverkefni um jarðhitaleit í austanverðri Afríku milli utanríkisráðuneytisins og Norræna þróunarsjóðsins (NDF), fær prýðisgóða einkunn í óháðri úttekt og er sagt mikilvægt, vel undirbúið og framkvæmt. 

29.9.2016 Innanríkisráðuneytið Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 12. október næstkomandi og stendur frá klukkan 9 til 12. Verður þar fjallað um rannsóknir á stöðu barna við slíkar aðstæður, íslensk lög sem málið snerta, sagt frá tilraunaverkefni og endað á pallborðsumræðum um efnið.

29.9.2016 Utanríkisráðuneyti Fulltrúi stjórnvalda við útför Peres

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands gagnvart Ísrael, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við útför Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísraels, sem fer fram í Jerúsalem á morgun.

Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

29.9.2016 Velferðarráðuneytið Mat á samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Fjallað er um hvernig tekist hefur að ná markmiðum NPA-þjónustu við fatlað fólk í tilraunaverkefnum um þjónustuna, auk þess sem þetta þjónustufyrirkomulag er borið saman við önnur þjónustuúrræði fyrir fatlað fólk, í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið.

29.9.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið "MINDING THE FUTURE" - Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið 5. og 6. okt.

Nú er að ljúka þriggja ára áætlun um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í tilefni af því er boðað til ráðstefnu í Hörpu, þar sem gott tækifæri gefst til að fræðast um lífhagkerfið og NordBio verkefnin, heyra um alþjóðlega strauma og stefnur á þessu sviði og leggja á ráðin um það hvernig framtíðin eigi að líta út. 

Sameiginleg yfirlýsing undirrituð á ráðherrafundi í Washington

29.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Sameiginleg yfirlýsing undirrituð á ráðherrafundi í Washington

Markmið fundarins var að efla samstarf ríkja um rannsóknir og vöktun á Norðurheimsskautinu.

28.9.2016 Innanríkisráðuneytið Stuðlað að því að mannréttindasjónarmiða gæti við stefnumótun og lagasetningu

Með bréfi 28. maí 2015 til forseta Alþingis tilkynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra um þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að tryggja bætta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Mannréttindasjónarmiða gætir með margvíslegum hætti í flestum verkefnum hins opinbera, líkt og sjónarmiða um jafnrétti, og eru mannréttindi án vafa eitt af stærstu viðfangsefnum nútímans.

28.9.2016 Innanríkisráðuneytið Þjóðskrá Íslands opnar fyrir aðgang að kjörskrárstofni

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. Á vefnum kosning.is er innsláttarform þar sem hægt er að kalla fram upplýsingar úr kjörskrárstofninum.

Umsagnarfrestur um drög að heilbrigðisstefnu framlengdur

28.9.2016 Velferðarráðuneytið Umsagnarfrestur um drög að heilbrigðisstefnu framlengdur

Frestur til að skila umsögnum um drög að tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 hefur verið framlengdur til miðnættis 2. október.

Ráðherrafundur Hvíta hússins um vísindi á Norðurslóðum

28.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Ráðherrafundur Hvíta hússins um vísindi á Norðurslóðum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra situr í dag ráðherrafund Hvíta hússins um vísindi á Norðurslóðum í boði ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Markmið fundarins er að efla samstarf ríkja um rannsóknir og vöktun á Norðurskauti jarðar.

28.9.2016 Utanríkisráðuneyti Samúðarkveðjur vegna fráfalls Shimon Peres

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur sent ísraelskum stjórnvöldum samúðarskeyti vegna fráfalls Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael, sem lést í nótt.

Jafnvægi í rekstri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

28.9.2016 Velferðarráðuneytið Jafnvægi í rekstri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sótti ársfund Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem haldinn var í Hofi á Akureyri í gær. Ráðherra segir ánægjulegt að sjá hve vel hafi tekist til með sameininguna að baki þessari víðfeðmu stofnun og greinilegt að vel sé haldið utan um reksturinn, jafnt faglega og fjárhagslega.

Tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna um almannatryggingar

28.9.2016 Velferðarráðuneytið Tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna um almannatryggingar

Tekist hefur tvíhliða samningur um almannatryggingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkjanna í velferðarráðuneytinu í gær.

Tekin verði upp fyrirframgreiðsla námsstyrkja

27.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Tekin verði upp fyrirframgreiðsla námsstyrkja

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur nú lokið afgreiðslu á 794. máli um námslán og námsstyrki til annarar umræðu.

Í meðförum nefndarinnar hefur helst verið lögð til sú breyting að námsaðstoð verður fyrirframgreidd og greidd út mánaðarlega, sæki námsmenn um það.

27.9.2016 Innanríkisráðuneytið Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi dreift á Alþingi í dag

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi hefur verið dreift á Alþingi. Vorið 2015 tilkynnti innanríkisráðherra forseta Alþingis með bréfi þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að bæta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Fjallað er um mannréttindi á alþjóðavísu, mannréttindi á Íslandi og mögulegar umbætur.

Til umsagnar: reglugerð varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna

27.9.2016 Velferðarráðuneytið Til umsagnar: reglugerð varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum eða Sviss til starfa hér á landi. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

Samningur undirritaður um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar

26.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Samningur undirritaður um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Th. Árnason fyrir hönd Tónlistarskóla FÍH og Kjartan Óskarsson fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjavík undirrituðu í dag samning um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar.

Kosningavakning: lýðræðis- og kosningavitund ungmenna

26.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Kosningavakning: lýðræðis- og kosningavitund ungmenna

Verkefninu Kosningavakning: #égkýs var ýtt úr vör í dag, en markmið þess er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF), Landssamband æskulýðsfélaga (LÆF) í samstarfi við innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt umboðsmanni barna standa fyrir verkefninu.

Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks

26.9.2016 Innanríkisráðuneytið Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga styrkja verkefnið Skuggakosningar sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka ungs fólks muni aukast.

Endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna minnst

26.9.2016 Utanríkisráðuneyti Endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna minnst

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands minntust þess við athöfn í Höfða í dag að 25 ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna en Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York

26.9.2016 Utanríkisráðuneyti Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Anthony Lake framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, formfestu samstarf íslenskra stjórnvalda og UNICEF með undirritun rammasamnings í höfuðstöðvum UNICEF.

Mikilvægi menntunar og baráttunnar fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu

24.9.2016 Utanríkisráðuneyti Mikilvægi menntunar og baráttunnar fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að meginefni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.