Fréttir frá ráðuneytunum

26.8.2016 Velferðarráðuneytið Styttist í Fund fólksins – lýðræðishátíð um samfélagsmál

Um 70 aðilar; félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki, hafa skráð sig til þátttöku á Fundi fólksins sem haldinn verður í Reykjavík 2. og 3. september nk. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu.

Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum

26.8.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.

Síðasta útskrift úr Lögregluskóla ríkisins

26.8.2016 Innanríkisráðuneytið Síðasta útskrift úr Lögregluskóla ríkisins

Í dag voru síðustu nemendurnir útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins sem nú verður lagður niður og lögreglunámið fært á háskólastig. Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir, 5 konur og 11 karlar. Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að annast kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða og um leið hefur verið stofnað mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar sem heyrir undir ríkislögreglustjóra.

26.8.2016 Velferðarráðuneytið Umsækjendur um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Sex sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 6. ágúst síðastliðinn.

26.8.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Sala á landi ríkisins í Skerjafirði í samræmi við samkomulag

Sala og afsal á landi í eigu ríkisins við Reykjavíkurflugvöll fyrr í mánuðinum er í samræmi við samkomulag frá í mars 2013 sem þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra gerði við Reykjavíkurborg. Fullnægjandi heimildir voru fyrir hendi til sölunnar. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram í ríkisstjórn í dag. 

Nefnd sem skoðar forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs tekin til starfa

26.8.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nefnd sem skoðar forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs tekin til starfa

Nefnd, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað og falið hefur verið að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu, hefur tekið til starfa. Nefndin á að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Utanríkisráðherra á fundi NB8 ríkjanna

26.8.2016 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra á fundi NB8 ríkjanna

25 ára samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, staða öryggis- og varnarmála, málefni flóttamanna og mannréttindi í Tyrklandi voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríksráðherra landanna sem lauk í Riga í Lettlandi fyrir stundu. Fundurinn var haldinn undir hatti NB8 - Nordic Baltic Eight - sem er samstarfsvettvangur átta ríkja við Eystrasalt og á Norðurlöndum.

26.8.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greinargerð um starfsemi Lindarhvols

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Einnig er í greinargerðinni áætlun um framgang verksins til næstu mánaða.

25.8.2016 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra leggur fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra lagði í dag fram á Alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga . Frumvarpið er lagt fram sem þingmannafrumvarp. Það er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru forsætisráðherra í júlí síðastliðnum.

25.8.2016 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna jarðskjálftans á Ítalíu

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur sent Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna gríðarmikillar eyðileggingar og mannfalls af völdum jarðskjálftans á Ítalíu í gær.

Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir

25.8.2016 Innanríkisráðuneytið Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir

Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir var til umræðu á morgunverðarfundi Deloitte og Samtaka iðnaðarins í gær þar sem flutt voru nokkur erindi um efnið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að brýnt væri að auka opinbera fjárfestingu í innviðum og að við henni blasti að ráðast yrði í fjárfrekar vegaframkvæmdir.

25.8.2016 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra sendir samúðarkveðjur til ítölsku þjóðarinnar

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í morgun samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli. Sagði Lilja íslensk stjórnvöld reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum.  

Utanríkisráðherra fundar með varautanríkisráðherra Rússlands

23.8.2016 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra fundar með varautanríkisráðherra Rússlands

Efnahagsmál, tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, svæðisbundin málefni og alþjóðamál voru til umfjöllunar á fundi Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Vladímír Títov varautanríkisráðherra Rússlands sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í dag. 

Áhugi á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japan

23.8.2016 Utanríkisráðuneyti Áhugi á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japan

Vinna við gerð tvísköttunarsamnings, samstarf á sviði auðlinda- og orkumála og áhuginn á gerð loftferðasamnings var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við hóp japanskra þingmanna sem staddir eru hér á landi. Tilefni heimsóknarinnar er 60 ára afmæli stjórnmálasambands milli Japans og Íslands.

Skýrsla starfshóps um rekstur og þjónustu sjúkra- og sjúklingahótels við Hringbraut

22.8.2016 Velferðarráðuneytið Skýrsla starfshóps um rekstur og þjónustu sjúkra- og sjúklingahótels við Hringbraut

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að fjalla um rekstur nýs sjúkrahótels við Hringbraut og leiðir til að efla þjónustu við þá sem þarfnast þjónustu sjúkrahótels hefur skilað ráðherra greinargerð sinni.

Ísland styður aðild Færeyja að EFTA

22.8.2016 Utanríkisráðuneyti Ísland styður aðild Færeyja að EFTA

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, lýsti yfir eindregnum stuðningi við aðild Færeyja að EFTA - fríverslunarsamtökum Evrópu - á fundi með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja í dag. Færeyingar hafa formlega óskað eftir aðild að EFTA og var umsóknin til umræðu á fundi EFTA-ríkjanna í sumar. Þar lýsti Lilja afdráttarlaust yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við umsókn Færeyinga, sem er lögð fram með samþykki og stuðningi Dana. Aðildarríki EFTA nú eru fjögur; Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland en aðild nýrra ríkja krefst samþykkis allra aðildarríkjanna. 

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Innanríkisráðuneytið og Fjarðabyggð sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, skrifuðu í dag undir samning um að sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli. Fjarðabyggð leggur til 76 milljónir króna í verkefnið og ríkissjóður rúmlega 82 milljónir.

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Samráð ESB um útleigu á vöruflutningabílum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýlega opið samráð um endurskoðun tilskipunar um notkun vöruflutninga bifreiða sem leigðar hafa verið af bílaleigum til flutninga á vörum á vegum. Samráðið stendur til 4. nóvember 2016.

Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi

22.8.2016 Utanríkisráðuneyti Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi

Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu í dag yfirlýsingu um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. Skipaður verður vinnuhópur með fulltrúum þjóðanna og mun hann koma saman í fyrsta skipti í Nuuk í Grænlandi í október.

22.8.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu að reglugerð um skotvopn til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 29. ágúst nk. og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á saltfiskhátíð í Portúgal

19.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á saltfiskhátíð í Portúgal

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er um þessar mundir stödd á saltfiskhátíð í Ilhavo í Portúgal en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Löng hefð er fyrir saltfiskviðskiptum á milli Íslands og Portúgals og í  ferðinni hitti ráðherrann meðal annars sjávarútvegsráðherra Portúgals.

Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

19.8.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi fundar með sjávarútvegsráðherra Noregs

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Per Sandberg  sjávarútvegsráðherra Noregs funduðu á þriðjudaginn í Þrándheimi. Ræddu ráðherrarnir meðal annars stöðu sjávarútvegs í ríkjunum, ástand fiskveiðistofna  og samvinnu ríkjanna í sjávarútvegi þar með talið á alþjóðavettvangi.

19.8.2016 Innanríkisráðuneytið Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

19.8.2016 Forsætisráðuneyti Kortlagning hagsmuna Íslands á norðurslóðum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, skýrslu sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið og ber heitið „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum – Tækifæri og áskoranir“.